Morgunblaðið - 17.03.2012, Qupperneq 49
Laugardagur
60 ára
Björgvin Ómar Ólafsson
Helgi Hannesson
Ingibjörg Magnúsdóttir
Petrína Rakel Bjartmars
Stefán S Guðjónsson
Þórdís Ingólfsdóttir
50 ára
Andrés Pálmason
Guðrún Þóra Ingþórsdóttir
Hanna Ólafsdóttir
Hjalti Guðbjörn Karlsson
Karl Ásgeirsson
Kristján Tryggvi Högnason
Sigrún Una Kristjánsdóttir
Sigurður Grétar Ottósson
Stefán Sveinsson
40 ára
Ágúst Guðmundur Atlason
Baldur Sigurgeirsson
Bergþóra Höskuldsdóttir
Gísli Magnússon
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Guðrún Björk Baldursdóttir
Hrafnhildur Guðjónsdóttir
Jóhannes Guðmundsson
Jón Freyr Sigurðsson
Jón Ingi Teitsson
Kristín J. Rögnvaldsdóttir
Pétur Erlingsson
Ragnar Ingibergsson
Þiðrik Hansson
Þórey Björg Einarsdóttir
Þórir Unnar Valgarðsson
30 ára
Arnar Þór Viktorsson
Bjarki Már Baxter
Erla S. Skarphéðinsdóttir
Guðmundur K. Sigríðarson
Heiðar Mar Björnsson
Jóhanna I. Sigurjónsdóttir
Pálmi Benediktsson
Sigrún Dögg Eddudóttir
Sunnudagur
60 ára
Ásgeir Bjarnason
Einar Thorlacius
Guðný Sigmundsdóttir
Guðrún Guðnadóttir
Guðrún S.r Björnsdóttir
Kolbrún Björgólfsdóttir
Kristinn R. Hartmannsson
Stefán R. Þorvarðarson
50 ára
Barði Ingvaldsson
Brynja Karlsdóttir
Guðrún Pétursdóttir
Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir
Lilja Sigrún Jónsdóttir
Sigurlína H. Halldórsdóttir
Sólveig Hjaltadóttir
Svanhildur Jónsdóttir
Örn Orrason
40 ára
Auðunn Friðrik Kristinsson
Einar Þór Bárðarson
Ester Rafnsdóttir
Hafdís Vilhjálmsdóttir
Hallgrímur Axel Tulinius
Hanna Þóra Lúðvíksdóttir
Hjalti Kristjánsson
Hulda Þ. Stefánsdóttir
Jóhanna Sól Haraldsdóttir
Karl Freyr Karlsson
Sigmar Örn Alexandersson
Ýmir Vésteinsson
Þorsteinn Berghreinsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Þórdís Jóna Jakobsdóttir
30 ára
Anton Sigurðsson
Arndís Pálsdóttir
Dagný Stefánsdóttir
Egill Baldursson
Finnbogi Karl Andrésson
Friðrik Ragnar Friðriksson
Helgi Freyr Margeirsson
Jón Elimar Gunnarsson
Sigurður B. Sigurðsson
Þorsteinn Kristinsson
Til hamingju með daginn
ÍSLENDINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
um listamönnum, Gallerí Sólon Ís-
landus 1976-78 og Gallerí Lang-
brók 1978-84, stundaði rannsóknir
til vinnslu á íslenskum leir í Búð-
ardal fyrir Iðntæknistofnun og
Dalaleir 1980-84, hefur rekið eigin
vinnustofu frá 1976 og gallerí frá
1985, Kogga keramik-studio-
gallerí, á Vesturgötu 5 í Reykjavík.
Sýningar og verk
Kogga hefur um langt árabil
tekið þátt í u.þ.b. sjötíu samsýn-
ingum, hér á landi og víða um
heim, og haldið fimmtán einkasýn-
ingar.
Verk eftir Koggu má m.a. finna í
eigu eftirfarandi safna: Listasafns
Íslands í Reykjavík; Listasafns
Reykjavíkur; Hönnunarsafns Ís-
lands; Listasafns Hafnarfjarðar;
Listasafns Kaupmannahafnar; Mu-
seum of Modern Art í Tokyo;
Grassi Museum Für Angewandte
Kunst í Leipzig; Listasafns
Moskvuborgar; Listasafns Häs-
selby Slott í Stokkhólmi og Lista-
safns Þórshafnar í Færeyjum.
Meðal opinberra aðila sem eiga
verk eftir Koggu má nefna For-
setaembættið á Íslandi; Alþingi;
Háskóla Íslands; sendiherrabústað-
inn í Berlín; mennta- og menning-
armálaráðuneytið; umhverfisráðu-
neytið; Reykjavíkurborg;
Evrópusambandið í Brussel í Belg-
íu; norska þingið í Osló; sænska
þingið í Stokkhólmi; danska þingið
í Kaupmannahöfn; grænlenska
þingið; sænska menntamálaráðu-
neytið í Stokkhólmi; sænsku Nób-
elsakademíuna í Stokkhólmi; borg-
arstjórn Stokkhólmsborgar;
einkasafn Sonju Noregsdrottningar
í Osló; einkasafn forsætisráðherra
Portúgals í Lissabon; Íþrótta- og
tómstundaráð í Reykjavík, Grasa-
garðinn í Laugardal í Reykjavík og
Stöðvarkirkju á Stöðvarfirði. Þá
má finna verk hennar í eigu fjöl-
margra íslenskra og erlendra fé-
lagasamtaka, íslenskra stórfyrir-
tækja og í eigu fjölmargra
einkasafna víða um heim.
Kogga var einn af stofnendum
Leirlistafélagsins, 1981, var for-
maður þess um skeið, sat í stjórn
SÍM, Sambands íslenskra mynd-
listarmanna, og er félagsmaður í
hvorum tveggja þeim félagasam-
tökum, ásamt BÍL, Bandalagi ís-
lenskra listamanna.
Viðurkenningar
Meðal viðurkenninga sem Koggu
hafa hlotnast má nefna styrk til
náms í Bandaríkjunum 1984;
starfslaun listamanna 1985; Pamela
Sanders Brement 1985; starfslaun
listamanna 1990; menningar-
verðlaun DV 1993; starfslaun lista-
manna, 1993; hönnunarverðlaun
fyrir umbúðir, „Snjófuglsegg“, Hér
& nú auglýsingastofa, 1995; starfs-
laun listamanna, 1996; hönnunar-
verðlaun fyrir umbúðir/hugmynd,
„Askja“, Edda&Kogga, 1997; „Pay-
age en silence“ „Keramos“, Er
Festival International du film Cér-
amique, París, Frakkland 3. verð-
laun, 1998; gestaíbúð listamanna,
Kjarvalsstofu í París í Frakklandi,
2001; gestaíbúð norrænna lista-
manna í Róm, 2004, og starfslaun
listamanna, 2012.
Fjölskylda
Eiginmaður Koggu: Magnús
Kjartansson, f. 4.8. 1949, d. 12.9.
2006, myndlistarmaður. Hann var
sonur Kjartans Guðbrandssonar, f.
9.6. 1919, d. 6.2. 1952, flugmanns,
og Eydísar Hansdóttur, f. 27.11.
1917, d. 8.1. 2008, húsmóður.
Börn Kolbrúnar og Magnúsar
eru Elsa Björg, f. 21.12. 1978, MA
í umhverfissiðfræði og heimspeki,
búsett í Reykjavík; Guðbrandur, f.
23.3. 1989, hönnuður, búsettur í
Reykjavík.
Systur Koggu eru Svanhvít
Björgólfsdóttir, f. 18.3. 1946, hús-
móðir á Stöðvarfirði; Berglind
Björgólfsdóttir, f. 8.1. 1961, búsett
í Mosfellsbæ.
Foreldrar Kolbrúnar voru
Björgólfur Sveinsson, f. 25.12.
1913, d. 30.9. 1967, verkstjóri og
sveitarstjórnarmaður á Stöðvar-
firði, og Kristín Helgadóttir, f.
4.11. 1920, d. 28.12. 2002, hús-
móðir.
Úr frændgarði Kolbrúnar Björgólfsdóttur (Koggu)
K. Óli Jónatansson
sjóm. í Hrossaborg
María J. Indriðadóttir
húsfr. í Hrossaborg
Magnús Bjarnason
b. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði
María
Jensdóttir
Kristín Jónsdóttir
húsfr. í Snæhvammi
Pétur L. Jónsson
b. í LIndarbrekku
Sigurrós Sigurðardóttir
frá Skála á Berufjarðarströnd
Kogga
Björgólfur Sveinsson
útv.b. á Stöðvarfirði
Kristín Helgadóttir
húsfr. á Stöðvarf.
Oddný Þóra Magnúsdóttir
húsfr.
Helgi Ólason
sjóm. á Eskif.
Svanhvít L.S. Pétursdóttir
húsfr. á Stöðvarfirði
Sveinn Björgólfsson
b. á Bæjarstöðum á Stöðvarf.
Björgólfur Stefánsson
b. í Snæhvammi
af ætt Einars, skálds í Eydölum
Petra Sveinsdóttir
steinasafnari á Stöðvarf.
Baldvin Jónatansson
„skáldi“
30 ára Erla Sigríður
Skarphéðinsdóttir fædd-
ist í Reykjavík og hefur
búið þar alla tíð. Hún lauk
MSc-prófi í lyfjafræði frá
Háskóla Íslands 2008 og
er nú lyfjafræðingur hjá
Lyfjaborg.
Eiginmaður Geir Oddur
Ólafsson, f. 1979, við-
skiptafræðingur en dóttir
þeirra er Kristín Lilja, f.
2009.
Foreldrar Sigrún Sigurð-
ardóttir, f. 1950, og
Skarphéðinn Þórisson, f.
1948, lögfræðingur.
Erla Sigríður
Skarphéðinsdóttir
40 ára Einar Bárðarson
fæddist á Selfossi en býr í
Innri-Njarðvík. Hann lýkur
MBA-námi í viðskiptum og
stjórnun frá HR í vor, er
forsvarsmaður útvarps-
sviðs Skjámiðla og fram-
kvæmdastjóri Concerts.
Kona Áslaug Einarsdóttir
sviðstjóri. Börn þeirra:
Klara Þorbjörg, f. 2006, og
Einar Birgir, f. 2008.
Foreldrar Bárður Einars-
son, f. 1950, smiður, og
Klara Sæland, f. 1951.
Fósturfaðir Einars: Har-
aldur Arngrímsson, f. 1951.
Einar
Bárðarson
30 ára Egill fæddist í
Reykjavík en ólst upp á
Selfossi og í Klængsseli í
Gaulverjabæjarhreppi.
Hann lauk prófum í raf-
eindavirkjun frá Iðnskól-
anum í Reykjavík og er nú
tæknimaður hjá Securitas.
Eiginkona Anna Ingibjörg
Opp, f. 1984, MA-nemi í fé-
lagsráðgjöf við HÍ. Dóttir
þeirra er Embla Karen, f.
2009.
Foreldrar Baldur Geir-
mundsson, f. 1945, járn-
smiður og bóndi, og Anne-
bihl Hansen, f. 1958.
Egill
Baldursson
Einar Magnússon, rektorMenntaskólans í Reykjavík,fæddist þann 17. mars árið
1900. Hann var frá Miðfelli í Hruna-
mannahreppi, sonur Magnúsar Ein-
arssonar og Sigríðar Halldórsdóttur
er þar bjuggu.
Einar tók stúdentspróf við
Menntaskólann í Reykjavík árið
1919 og kandidatspróf í guðfræði við
Háskóa Íslands 1925.
Einar stundaði kennslu í lengri
eða skemmri tíma við Verslunarskól-
ann, Kvennaskólann, Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga, Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur, Gagnfræðaskólann í
Vonarstræti og sinnti jafnframt mik-
illi einkakennslu um nokkuð langt
skeið. En lengst af starfaði hann þó
við Menntaskólann í Reykjavík. Það
var hans skóli, þar var hann sjálfur
nemandi, þar hóf hann kennslu tutt-
ugu og tveggja ára, var þar yfir-
kennari um langt skeið frá 1939-65
og rektor skólans á árunum 1965-70.
Einar var afar áhugasamur og
vinsæll kennari. Hann sinnti mjög
félagslífi nemenda i frístundum sín-
um, endurgjaldslaust, ók oft nem-
endum í lengri og skemmri ferðalög
á skólabílnum Grána, sem áður fyrr
var nýttur til fræðslu- og skemmti-
ferða, og hafði alla tíð mikinn áhuga
á menntaskólaselinu og hinu merka
og forna leiklistarstarfi skólans,
Herranótt, sem á rætur að rekja til
skólans frá því hann var í Skálholti.
Einar var þægilegur og yfirlæt-
islaus í framkomu, víðsýnn og frjáls-
lyndur. En hann var afar íhalds-
samur í skólamálum í góðum
skilningi þess orðs og bar virðingu
fyrir sögu þessarar elstu mennta-
stofnunar landsins. Hann taldi að
menntun hefði það megin hlutverk
að göfga manninn, hafði ætíð þungar
áhyggjur af ört vaxandi „verðbólgu“
í menntun og taldi t.d. fráleitt að
nokkur kæmist upp með það að ná
stúdentsprófi án þess að læra til-
tekið lágmar í latínu.Hann barðist
gegn hugmyndum um flutning skól-
ans úr Miðbænum, og lét í sinni rekt-
orstíð gera upp gamla skólahúsið og
færa til fyrra horfs.
Endurminningar Einars, Úr dag-
bók Einars Magg, komu út 1984.
Einar lést 12. ágúst 1986.
Merkir Íslendingar
Einar
Magnússon
HVERN ÆTLAR ÞÚ AÐ GLEÐJA Í DAG?