Morgunblaðið - 17.03.2012, Síða 52

Morgunblaðið - 17.03.2012, Síða 52
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Í raun má segja að þessi tvö bita- stæðu kammerverk sem við ætlum að flytja rammi inn feril Dimitris Shostakovits,“ segir Sigurður Hall- dórsson sellóleikari og vísar þar annars vegar til sónötu fyrir selló og píanó í d moll op. 40 og hins vegar Rómönsusvítu við ljóð Alexanders Blok fyrir sópran, fiðlu, selló og pí- anó. Verkin tvö verða leikin á 15.15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á morgun kl. 15.15, en á milli þeirra verður flutt smáverkið Moderato fyrir selló og píanó. Flytjendur á tónleikunum eru auk Sigurðar þær Alexandra Chernishova sópran- söngkona, Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari og Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari. „Shostakovits samdi sónötuna á fjórða áratug síðustu aldar skömmu áður en verk hans voru bönnuð af yf- irmönnum tónlistarmála í Sovétríkj- unum,“ segir Sigurður og rifjar upp að með óperu sinni Lafði Macbeth af Mtensk hafi Shostakovits fallið í ónáð yfirvalda. „Um það leyti sem hann var að skrifa sónötuna var mik- ið tilfinningalegt umrót í lífi tón- skáldsins, en hann skildi tímabundið við eiginkonu sína vegna þess að hann varð ástfanginn af ungum nemanda,“ segir Sigurður og tekur fram að verkið beri merki alls þessa umróts. „Í verkinu eru miklar and- stæður. Þannig eru fyrsti og þriðji kaflinn innhverfir og íhugulir, en verkið brotið upp með hnyttnum og hröðum köflum þess á milli,“ segir Sigurður sem þekkir verkið vel enda eru 25 ár síðan þau Nína Margrét fluttu verkið fyrst saman á tón- leikum. Stefnumót við dauðann „Svítuna samdi Shostakovits seint á sjöunda áratug síðustu aldar að- eins nokkrum árum fyrir dauða sinn. Þetta eru dramatísk og áhrifarík ljóð sem fjalla um stríð, ást, blóð, dauðann, Guð og tónlistina. Shosta- kovits sagði yfirvöldum að verkið væri samið í tilefni af 50 afmæli Októberbyltingarinnar, en í raun var verkið tileinkað sópransöngkon- unni Galinu Vishnevskayu og eig- inmanni hennar Mstislav Rostropo- vich sellóleikara,“ segir Sigurður og tekur fram að verkið verði flutt á rússnesku. „Hins vegar er mynd- málið hjá Shostakovits svo skýrt að það liggur við að maður skilji orðin.“ Verkin tvö ramma inn ferilinn  15.15 tónleikar tileinkaðir Dimitri Shostakovits Rammi Sigurður Halldórsson, Hildigunnur Halldórsdóttir, Alexandra Chernishova og Nína Margrét Grímsdóttir. 52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 Gunnar Kvaran sellóleikari og El- ísabet Waage hörpuleikari leika í Þorlákskirkju á morgun kl. 16. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röð sem nefnist Tónar við hafið. Á efnisskránni eru barokktónverk og rómantísk verk auk draumkenndra tónsmíða og fjörugra dansa sem sérstaklega voru samin fyrir dúóið. Samstarf Gunnars og Elísabetar nær aftur til ársins 1993, en síðustu níu ár hafa þau leikið reglulega saman. Tónar við hafið í Þorlákskirkju Samhljómur Gunnar Kvaran og Elísabeth Waage leika barokktónverk. Söngvaskáldið Lise Sinclair frá Hjaltlandseyjum kemur fram á tón- leikum í Norræna húsinu í dag kl. 16 ásamt fríðu föruneyti. Þar flytur hún flokk sönglaga sem hún samdi í sam- vinnu við Ástvald Traustason og byggist á textum úr smásagnasafni Orkneyjaskáldsins George Mackay Brown sem nefnist Einmunatíð (A Time to Keep). Þar má finna ein- stakar frásagnir sem gerast í harð- býlu en fögru landslagi eyjanna norður af Skotlandi. Að sögn að- standenda tónleikanna þykja sög- urnar nærfærnar, lýsandi og skáld- legar í anda höfundarins, um leið og þær bera norræn sérkenni. Með Sinclair og Ástvaldi á tónleik- unum leika Inge Thomson, Brian Cromarty og Ewan Thomson, en þau eru öll tónlistarfólk frá norður- eyjunum. Ljóðskáldið og þýðandinn Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hefur þýtt öll söngljóðin á íslensku og mun hann á tónleikunum flétta þýðingum sínum inn í dagskrána. Að sögn skipuleggjenda er tónlistin fjöl- breytt. Með söng, píanói, fiðlu, gítar, harmóníku, mandólíni, banjói og orgeli eru samofnar ríkar hefðir úr nýrri skoskri þjóðlagatónlist en jafn- framt sótt í íslenska djasstónlist. Tónlistin var nýverið gefin út á tvö- földum geisladiski og fylgir hópur- inn verkinu eftir með tónleikum á Orkneyjum, Friðarey, Hjaltlandi, í Edinborg og í Reykjavík. Lise Sinclair er fædd og uppalin á Fair Isle (Friðarey) og er þar bú- sett, miðja vegu milli Orkneyja og Hjaltlands. Fyrir fjórum árum sendi hún frá sér geisladiskinn Ivver Entrancin Wis sem hlaut afbragðs viðtökur. Hún heimsótti Ísland haustið 2010 og tók þátt í tónlistar- dagskrá í Iðnó á Alþjóðlegri bók- menntahátíð í Reykjavík. Einmunatíð frá Orkneyjum Söngvar Lise Sinclair frá Friðarey.  Lise Sinclair og Ástvaldur Trausta- son flytja frumsaminn sönglagaflokk Fyrirtækið Pabba kné, sem sérhæf- ir sig í framleiðslu á myndlist, efnir til sýningar á nýjum verkum eftir Jóhann Ludwig Torfason í Galleríi Klósetti á Hverfisgötu 61. Sýningin, sem ber yfirskriftina Þú kemur með næst verður opnuð í dag kl.17 og aðeins opin í dag og á morgun. Í verkunum sem líkja eftir minja- gripum, birtist sjónarhorn sem að öllu jöfnu dvelur ekki á yfirborðinu en ber með sér keim sem undan- farið hefur borist inn í vitund lista- mannsins og litað mynd hans af ís- lensku samfélagi. Sjónarhorn Jóhann Ludwig Torfason. Jóhann Ludwig í Galleríi Klósetti Árni Rúnar Sverrisson myndlistar- maður opnar sýningu í Reykjavík Art Gallery í dag kl. 14. Á sýningunni verða fimmtán verk, olíuverk á striga, þar sem Árni beinir sjónum að skófum og fléttum sem hlaðast á steina og kletta í landslaginu. Í grein Jóns Proppé í sýningarskrá segir að Árni fangi þessa smáu veröld svo nákvæmlega að undrum sæti. Sýnd nálæg náttúra Skófir Árni Rúnar Sverrisson opn- ar sýningu í Reykjavík Art Gallery. Þorsteinn Helgason, tónlistarmaður, arkítekt og myndlistarmaður, opnar sýningu í Gallerí Fold í dag kl. 15. Hann nefnir sýninguna Samspil. Þorsteinn segir verk sín orðin stærri frá fyrri sýningum og að einn- ig notist hann nú meira við akrýl en áður. „Samspil er gott nafn á sýn- inguna þar sem verkin eru meðal annars innblásin af náttúrunni, arki- tektúr og tónlist. Tenginguna við tónlist má líka finna í nöfnum verk- anna og sem dæmi má nefna nöfn eins og Hrynjandi, Flæði og Stef.“ Sýning Þorsteins stendur til 29. mars og er opin kl. 10 til 18 mánu- daga til föstudaga, kl. 11 til 18 laug- ardaga og sunnudaga kl. 14 til 16. Morgunblaðið/Ernir Samspil Þorsteinn Helgason opnar sýningu í Gallerí Fold í dag. Samspil í Fold  Þorsteinn Helga- son sýnir málverk Í þessu skyni hefur Rótarýsjóðurinn komið á samvinnu við sjö virta háskóla: Universidad del Salvador, Argentínu University of Queensland, Ástralíu Duke University & University of North Carolina, USA University of Bradford, Englandi Uppsala University, Svíþjóð International Christian University, Japan Styrkirnir, sem eiga að standa undir tveggja ára námskostnaði, eru alþjóðlegir samkeppnisstyrkir. Rótarýhreyfingin á Íslandi má senda eina umsókn. Val íslenska umsækjandans fer fram eftir ítarleg viðtöl og könnun á námsferli og störfum. Makar, afkomendur og makar afkomenda lifandi Rótarýfélaga geta ekki sótt um styrkinn. Tíu Íslendingar hafa fengið friðarstyrki frá því þeir voru fyrst veittir árið 2002. Nánari upplýsingar um námið, háskólana og umsóknarskilmála er að finna á heimasíðu Rotary International: http://www.rotary.org/EN/STUDENTSANDYOUTH/EDUCATIONALPROGRAMS/RO TARYCENTERSFORINTERNATIONALSTUDIES/Pages/HowToApply.aspx . Umsóknareyðublaðið er að finna undir World peace fellowship. Einnig má nálgast upplýsingar á skrifstofu Rótarýumdæmisins (rotary@rotary.is). Sími 568-2233 (eða í síma 525-4818). Þeir sem hafa hug á að sækja um styrk eru beðnir um að senda ítarlegt æviágrip og lýsingu á markmiði með framhaldsnámi fyrir 22. apríl til Skrifstofu Rótarýumdæmisins, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík, merkt "Friðarstyrkur". ALÞJÓÐLEGIR FRIÐARSTYRKIR RÓTARÝHREYFINGARINNAR 2013-2015 Rótarýsjóðurinn, ROTARY FOUNDATION, sem rekinn er af Alþjóða Rótarýhreyfingunni, mun veita allt að 60 styrki til tveggja ára meistaranáms skólaárin 2013-2015. Styrkirnir verða veittir til náms og rannsókna sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi auk þess að hafa lokið fyrstu háskólagráðu. lau. 17. mars kl. 13:30 – Aukasýning lau. 17. mars kl. 15:00 – Aukasýning sun. 18. mars kl. 13:30 sun. 18. mars kl. 17:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.