Morgunblaðið - 19.03.2012, Side 2

Morgunblaðið - 19.03.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Veldu einhverja tíu ávexti á ávaxtamarkaði Krónunnar – fyrst o g fremst ódýr! og þú borgar... Stjórnlagamálið í mikilli tímaþröng  Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu þarf að hljóta samþykki þingsins fyrir lok mars ef halda á atkvæðagreiðsluna samhliða forsetakosningunum Tillagan hefur ekki enn verið lögð fram Skúli Hansen skulih@mbl.is Áætlað er að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fari fram 30. júní næstkomandi samhliða næstu forsetakosningum. „Ef þjóðaratkvæðagreiðsla á að fara fram í sumar, þá þarf að koma fram ný þingsályktunartillaga með nákvæmari útfærslu á þjóðaratkvæðagreiðslunni, þ. á m. með mótuðum spurningum sem á að spyrja, en sú þingsályktunartil- laga hefur ekki verið lögð fram ennþá,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og bætir við: „Staðan er auðvitað sú að samkvæmt ætlaður skammur tími fyrir þingið til að móta endanlega tillögurnar sem eiga að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og síðan er náttúrlega skammur tími fram að kosningum og hætta á að ef þetta verður samhliða forsetakosning- um þá verði athygli bæði fjölmiðla og hins almenna kjósanda mjög dreifð,“ segir Birgir, aðspurður hvort ekki sé verið að veita kjósendum of skamman frest til þess að móta skoðun sína á málinu. Flestir með mótaðar skoðanir „Já, ég geri ráð fyrir því, við miðum við það og við erum að vinna þessar spurningar,“ segir Róbert Marshall, 2. varaformaður stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar, spurður hvort hann telji líkur á því að þjóðaratkvæðagreiðslan verði haldin 30. júní. Spurður hvort verið sé að veita kjósendum of skamm- an tíma til að taka ákvörðun í málinu segir Róbert: „Nei, ég held að í flestum tilfellum sé fólk með skoðanir á þessu máli og sé búið að móta sér skoðanir á því fyrir löngu og við erum náttúrlega ekki að byrja á þessu þarna, við erum búin að vera með þetta stjórnarskrár- mál í ferli í langan tíma.“ Róbert bend- ir jafnframt á að þónokkur þingmeiri- hluti sé fyrir málinu. Hann hafi því ekki áhyggjur af því að málið tefjist í þinginu. lögum um ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu, sem voru samþykkt í fyrra, þá þarf að samþykkja svona tillögu þremur mánuðum fyrir kjördag, þann- ig að ef þjóðaratkvæðagreiðslan á að fara fram í lok júní, þá verður að klára þetta mál í þinginu fyrir 30. mars.“ Fáir þingdagar í mars Að sögn Birgis er sá vandi fyrir hendi að aðeins örfáir þingdagar eru eftir í marsmánuði og nefnir hann sem dæmi að síðar í vikunni hefjist þing Norðurlandaráðs en það er haldið á Al- þingi. „Þannig að maður veltir fyrir sér, á þessum tímapunkti, hver hin raunverulegu áform meirihlutans í nefndinni eru, en um það hef ég ekkert heyrt,“ segir Birgir. Hann bendir jafn- framt á að ferlið sem málið sé nú komið í sé bæði flókið og ruglingslegt. „Þetta er auðvitað skammur tími. Það er bæði Birgir Ármannsson Róbert Marshall Ríkisstjórnin samþykkti síðastliðinn föstudag viðbótar- útgjöld upp á 88,5 milljónir króna vegna eldgosanna á Suð- urlandi. Ríkisstjórnin hefur nú lagt til viðbótarfjárveiting- ar sem nema um 1,3 milljörðum króna frá því að eldgosahrinan hófst í maí árið 2010. Samráðshópur ráðuneytisstjóra um viðbrögð við nátt- úruhamförum hefur verið að störfum frá fyrri hluta árs 2010 og skilaði hann nýverið tillögum sínum til ríkisstjórn- arinnar. Meðal annars var tekið mið af áherslum fulltrúa sveitarfélaganna þriggja á gossvæðinu við úthlutun. Meðal þeirra viðbótarútgjalda sem ríkisstjórnin sam- þykkti var 82,5 milljóna króna aukafjárframlag til Vega- gerðarinnar vegna viðbótarútgjalda sem urðu vegna eld- gosa og hamfara tengdra þeim. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fær sex milljóna króna aukafjárframlag vegna aukinna útgjalda á vegum deildarinnar. Einnig var samþykkt að beiðni frá Landgræðslu ríkisins um aukin fjárframlög yrði vísað í hefðbundið fjárlagaferli. saevar@mbl.is Viðbótarútgjöld vegna eldgosanna á Suðurlandi  Ríkisstjórnin samþykkti að bæta við 88,5 milljónum króna Síðasti fundar- dagur Alþingis fyrir páska er 29. mars, að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, en fundahöld þingsins hefjast síðan aftur hinn 16. apríl næst- komandi. „Það þarf að vera búið að skila þing- málum, sem eiga að afgreiðast fyrir vorið, í síðasta lagi 31. mars,“ segir Ásta og bendir á að þinginu verði slitið 31. maí næstkomandi. Styttist í páskafrí Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir  Þingi slitið 31. maí Vélsleðamaður slasaðist á Flateyj- ardal, milli Eyjafjarðar og Skjálf- andaflóa, um miðjan dag í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn og flutti undir lækn- ishendur á Sjúkrahús Akureyrar. Maðurinn hlaut töluverða áverka, m.a. á baki og fótum. Vitað er að maðurinn var í hópi vélsleðamanna á ferðalagi um Flat- eyjardal en ekki var hægt að upp- lýsa hvernig slysið bar að. Þyrlan sótti vélsleðamann Þegar leikarinn Björn Thors fékk Grímuverðlaun 2009 sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk í sýningunni Vestrið eina tileinkaði hann verð- launin Önnu Flosadóttur, gamla listakennaranum sínum úr Hlíðaskóla. Anna hefur um áraraðir unnið ötullega að því að kynna unglingum í skól- anum listir og menningu. Á laugardagskvöldið var frumsýndur nýr söng- leikur í Hlíðaskóla undir stjórn Önnu. Áður en sýningin hófst steig Björn á svið og afhenti skólanum formlega Grímuna til varðveislu. Anna tók við styttunni en hún hafði ekki haft hugmynd um þessi áform Björns. Afhenti gamla listakennaranum sínum Grímuna Morgunblaðið/Golli G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi hjá Vegagerðinni, segir að þau viðbótarfjárframlög sem Vega- gerðin fær eigi eftir að koma að góð- um notum. Peningar séu af mjög skornum skammti og í raun sé löngu búið að nota þennan pening. Mestur hluti viðbótarfjárframlag- anna mun fara í verkefni og aðgerðir tengdar Svaðbælisá og einnig í byggingu og endurnýjun varnargarða. Einnig er lík- legt að peningurinn fari í aðgerðir vegna Mark- arfljótsbrúar. „Við erum alltaf að lenda í niðurskurði og útgjöld að aukast, til dæmis út af eldgosunum, þannig að þetta framlag er mjög mikilvægt,“ segir Pétur. Fara í Svaðbælisá BÚIÐ AÐ NOTA PENINGINN G. Pétur Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.