Morgunblaðið - 19.03.2012, Síða 9

Morgunblaðið - 19.03.2012, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 BÍLARAF BÍLAVERKSTÆÐI Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Allar almennar bílaviðgerðir Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Startarar og alternatorar í miklu úrvali Ful l búð af fal legum fatnaði á alla fjölskylduna! F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M ! KRINGLUNNISími: 5513200 Sævar Már Gústavsson saevar@mbl.is Á fundi leikskólanefndar Kópavogs- bæjar þann 6. mars síðastliðinn lagði meirihlutinn fram þá hugmynd að opna leikskóla við Guðmundarlund sem er í eigu og rekstri Skógrækt- arfélags Kópavogs. Hugmyndin er sú að nýta fokhelt hús Skógræktarfélagsins við Guð- mundarlund undir leikskóla- starfsemi en Skógræktarfélagið hef- ur ekki getað klárað byggingu hússins vegna fjárskorts á fjár- magni. Kópavogsbær myndi þá leigja húsið af Skógræktarfélaginu í um 10 ár og klára byggingu hússins í leiðinni. Í húsnæðinu væri hægt að reka leikskóla fyrir 35 krakka. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að ekkert hafi verið ákveðið varðandi þessa hugmynd og hún sé í raun á algjöru frumstigi. Það eigi eftir að skoða hvað þetta myndi kosta og hvernig þetta yrði framkvæmt. Þessi hugmynd hafi verið sett fram til að reyna að leysa þann skort sem er á leikskólapláss- um í því hverfi sem leikskólinn mundi þjónusta. Skrýtin tillaga Guðríður Arnardóttir, leiðtogi Samfylkingarinnar í Kópavogi, seg- ist hafa miklar efasemdir um þessa framkvæmd. „Okkar tilfinning í minnihlutanum er að það sé verið að reyna finna einhver not fyrir Skóg- ræktarhúsið svo hægt sé að klára það en okkur finnst það ekki rétt nálgun. Það eru mörg félagasamtök hér í Kópavogi sem vinna gott starf en eru illa stödd en það er hreinlega ekki hægt að fara að hjálpa þeim öll- um,“ sagði Guðríður. Hún segir þessa lausn dýra og að óhagkvæmt sé að reka svona litla einingu þar sem hver nemandi verði dýrari en ella. Það hafi einmitt verið ástæða þess að fyrri meirihluti bæjarins réðst í það að sameina leikskóla. „Á sama tíma og við erum að skera niður í leikskólum þá finnst okkur skrýtið að setja upp leikskóla þarna,“ segir Guðríður. Hún segir einnig að það þurfi að aðlaga bygg- inguna svo hún uppfylli skilyrði fyrir leikskólastarf, girða af svæðið í kring og einnig að malbika veginn upp að húsinu, sem kosti miklar fjár- hæðir. Neikvæðnin í fyrirúmi Ármann segir að það sé ekki rétt að verið sé að hjálpa Skógrækt- arfélaginu eitthvað sérstaklega. Hann segir að fulltrúar menntasviðs hafi sagt það vera álit sitt að þetta væri spennandi staðsetning fyrir leikskóla enda er Guðmundarlundur mjög fallegur og gróinn reitur og tengslin við náttúruna mikil. Einnig tekur hann fram að hægt væri að framkvæma þessa hugmynd fyrir tiltölulega lítið fé og að það þyrfti ekki að ráðast í jafnmiklar fram- kvæmdir á húsinu og heimreiðinni að því og minnihlutinn heldur fram. „Framlag fulltrúa Samfylking- arinnar í málum sem þessum er með ólíkindum og neikvæðnin er í algjöru fyrirrúmi, Við leyfðum þeim að vera í þessu máli alveg frá byrjun til þess að hafa allt uppi á borðinu, eins og þeir hafa talað svo mikið fyrir, en fáum síðan bara neikvæð viðbrögð,“ segir Ármann. Hugmynd um leikskóla við Guðmundarlund  Meirihlutinn í Kópavogi lagði fram þá hugmynd að nýta hús Skógræktarfélagsins í Kópavogi undir leikskólastarf Morgunblaðið/Eggert Kópavogur Meirihlutinn í Kópavogi vill skoða þá hugmynd að reka leik- skóla í húsi Skógræktarfélags Kópavogs við Guðmundarlund. Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Stundvísi Iceland Express hefur aukist talsvert að undanförnu og má meðal annars rekja það til þess að aðeins ein vél er í notkun hjá fé- laginu yfir vetrarmánuðina. Heimir Már Pétursson, talsmaður Iceland Express segir að það megi líka rekja til þess að félagið skipti um samstarfsaðila í nóvember siðast- liðnum. Nýi samstarfsaðilinn heitir Holidays Czech Airlines og notast við vélar af gerðinni Airbus A320. Félagið er að sögn Heimis marg- verðlaunað fyrir stundvísi í Evrópu. „Vélarnar sjálfar eru mjög nýjar, elsta vélin þeirra er 6 ára og sú yngsta ársgömul. Þar af leiðandi er bilanatíðnin mjög lítil,“ segir Heim- ir. ,,Fólk er farið að missa af flugi með Iceland Express af því að það mætir ekki á réttum tíma og þannig á það auðvitað að vera.“ Ein vél á lofti Eins og áður segir er Iceland Express með eina vél í notkun í janúar og febrúar. „Svo verðum við með tvær frá því um miðjan febr- úarmánuð og svo bætist sú þriðja við í sumar,“ segir Heimir Már. Í sumar flýgur flugfélagið til 18 áfangastaða. Eitthvað hefur borið á því að far- þegar Iceland Express sem koma frá Tenerife hafi ekki fengið far- angur sinn úr heimfluginu. „Hluti af farangri varð eftir í tvö skipti í ferðum frá Tenerife. Það varð að senda þennan farangur til landsins með öðrum flugvélum og hann kom ekki til landsins fyrr en nokkrum dögum seinna,“ segir Heimir. „Ástæðan fyrir þessu er sú að flug- vélin sem við notumst við núna hef- ur ströng öryggisskilyrði þegar flogið er yfir hafið. Flugmaðurinn tók í þessum tilfellum ákvörðun í öryggisskyni um að skilja hluta far- angursins eftir,“ en 70-80 töskur voru skildar eftir á Spáni. „Þetta er því mat flugstjórans hverju sinni, en búið er að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur,“ segir Heimir. Úrbætur Stundvísi hefur aukist hjá flugfélaginu Iceland Express. Aðeins með eina flugvél í notkun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.