Morgunblaðið - 19.03.2012, Side 10

Morgunblaðið - 19.03.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 Phobophobia, sem er samsýning íslenskra myndskreyta, verður opnuð í Bíó Paradís á morgun í tengslum við Hönnunarmars og mun sýningin standa yfir í 10 daga. Á henni verður að finna plaköt eftir þrjá- tíu og fjóra teiknara en þetta er í fyrsta sinn sem öllum myndskreytum lands- ins er boðin þátttaka í sýningu sem þessari. „Phobia er hið myrka og frumstæða manns- eðli sem býr sig undir flótta frá ógnum frum- skógarins. Við erum öll fóbísk, en sumir þjást verr en aðrir. Þessir einstaklingar geta fyllst af angist þegar minnst er á sköllótta menn eða við tilhugsunina að fara á almenningsklósett. Enn aðrir geta ekki farið í afmæli af ótta við rauðar blöðrur,“ segir m.a. í tilkynningu en plakötin verða samansafn innri og ytri geðveilna mann- kynsins. „Teiknararnir ætla að koma út úr vinnustofunum með sína eigin sýn á sköllótta menn með rauðar blöðrur á almenningsklósett- um.“ Endilega ... ... farðu á Phobophobia Ljósmynd/Úr safni Kviss búmm bang Kviss búmm bang Eva Rún Snorradóttir, Vilborg Ólafsdóttir og Eva Björk Kaaber skipa framandverkaflokkinn. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Eva Björk Kaaber, Eva RúnSnorradóttir og VilborgÓlafsdóttir stofnuðuKviss búmm bang árið 2009. Hópinn kalla þær fram- andverkaflokk enda er framleiðslan framandverk þar sem þátttakendum er boðið inn í tilbúinn heim. Þar eru engir leikarar og engir áhorfendur, bara þátttakendur. Og það er heldur ekkert áþreifanlegt verk eftir, eins og nafn flokksins gefur skýrt til kynna, það er upplifunin og áhrifin á þátttak- endur sem gildir. Nýjasta verk flokksins er Hótel Keflavík, fram- andverk sem gerðist á Hótel Keflavík 3 helgar í febrúar og mars og hafði það að markmiði að aftengja þátttak- endur við tímann með því að taka af þeim alla tímamæla. Margir íbúar í bænum komu að verkinu því verkið fór víða fram, úti í bæ og innan veggja hótelsins, sem og í einrúmi inni á hót- elherbergi hvers og eins þátttakanda, þar sem þeir skrifuðu m.a. niður fólk í lífi sínu sem þeir höfðu vanrækt vegna tímaleysis. Þátttakendur flökkuðu á milli sófa á göngum hótels- ins og hittu meðal annars manneskju sem hafði upplifað geðrof eða veru- leikarof og sagði frá reynslu sinni af því, blind manneskja spurði þátttak- andann út í sjón hans eða hennar, svo eitthvað sé nefnt. Það var einnig farið út á lífið í Reykjanesbæ, eftir rúnt um bæinn, þar sem græjurnar voru hafð- ar í botni og slúðrað við gínur á skemmtistað. Leidd í þögn í kaffiboð Ég og mín fjölskylda gerðumst þátttakendur í verkefninu og buðum 6 „hótelgestum“ heim í síðdegiskaffi í tveimur ólíkum kaffiboðum. Það var óneitanlega skrítin tilfinning að fara inn í Hótel Keflavík með handrit í hendi til að sækja gesti í 3 herbergi á annarri hæð. Ég mátti bara brosa, ekki segja orð og leiða þau í þögn heim til mín. Það eina sem ég vissi var að gestirnir voru allir með myndaalbúm og ég átti að forvitnast um hagi þeirra og fá að heyra sögu þeirra í gegnum myndaalbúmin, al- búm sem hver og einn hafði sjálfur valið og þar með valið hvaða hluta ævi sinnar hann vildi afhjúpa fyrir ókunnum gestgjafa. Ég ákvað að fara bryggjuleiðina akandi heim til mín í ytra Njarðvíkurhverfi í einskærum skepnuskap, láta fólkið halda að það væri að fara á sjóinn. Ég sem er svo sjóveik. En þegar heim var komið gat ég boðið fólk velkomið með orðum og þar með hófst guðdómlegt kaffiboð. Eldhúsborðið heima hjá mér svignaði undan kræsingum í boði Kviss búmm bang, gestirnir, heimilisfólkið og kær vinkona umkringdu borðið og um- ræðuefni skorti ekki. Það kom mér í raun mjög á óvart hversu samræður urðu óþvingaðar og hversu mikið var hægt að spjalla um við ókunnugt fólk. Skýringarinnar var ekki síst að leita í því að mest af Spjallað við fólk út frá myndaalbúmi Framandverkaflokkurinn Kviss búmm bang kom vasklega inn í bæjarlíf Reykjanes- bæjar í febrúarmánuði síðastliðnum með framandverkið Hótel Keflavík í farteskinu. Á morgun er vorjafndægur. Ekki allir eru með það á hreinu hvað jafn- dægrin, sem eru tvisvar á ári, tákna en hægt er að fræðast um vorjafn- dægrið í grein á síðu Veðurstofu Ís- lands. Vorið er sagt hefjast við vor- jafndægur og ná fram að sumarsólstöðum, 20. júní, en líkt og Íslendingar þekkja þá fer veðrið sjaldnast eftir þessum skilgrein- ingum mannanna. Sagt er frá því að jafndægur miðist við að sólin sé beint yfir miðbaug jarðar og þá sé stefna frá miðju jarð- ar í sólmiðju hornrétt á snúningsás jarðar. Um vorjafndægur séu dagur og nótt álíka löng og lengist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi. Sum- ir segja að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng en málið er ekki svo einfalt. Áhugasömum er bent á að skoða greinina og lesa sér meira til um málið. Vefsíðan www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1843 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólsetur Vorjafndægur er á morgun og þá eru dagur og nótt álíka löng. Fræðst um vorjafndægrið Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Merk tímamót eru um þessar mundir í lífi Báru Magnúsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Dansræktar JSB; 45 ár eru liðin frá því að hún stofnaði Jazzballett- skóla Báru og gerðist þar með brautryðjandi á Íslandi í kennslu í nútímalistdansi. Jafnframt braut hún blað með því að bjóða konum líkamsrækt sem byggist á dans- þjálfun og hefur fyrirtækið annast þennan tvíþætta rekstur allar götur síðan. Í dag er skólinn starfræktur í samráði við menntamálaráðuneytið og einkennir mikill faglegur metn- aður allt skólastarfið. Árlega eru haldnar veglegar nemendasýningar í Borgarleikhúsinu. Að þessu sinni verður Ísland í að- alhlutverki á nemendasýningunni og hefst afmælishátíð JSB form- lega með sýningu sem ber heitið Ís- land er land þitt í Borgarleikhúsinu Tímamót í sögu JSB Ísland hyllt á danssýningu Fermingardagurinn minn Gestabók - myndir - skeyti Fæst í öllum helstu bóka- og blómaverslunum landsins V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.