Morgunblaðið - 19.03.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 19.03.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 Aðstoðarforsætisráðherra Kína, Li Keqiang, sagði fjölmiðlum á sunnu- dag að gera þyrfti vandasamar úr- bætur á efnahagsmálum landsins, og það án tafar. Reuters segir yfirlýs- ingu Li til marks um ríkari áherslur stjórnvalda í Peking á markaðshag- kerfi en ummæli hans koma viku eft- ir að stjórnvöld ráku metnaðarfullan leiðtoga Chongqing-héraðs sem vildi sjá meiri þáttöku ríkisins í hagkerf- inu. Misskipting veldur ólgu Li sagði komið að ögurstundu fyr- ir yfirstandandi breytingar á efna- hagsmódeli Kína. Hann talaði um hnitmiðaða, sveigjanlega og fram- sýna stefnu sem hefði það að mark- miði að viðhalda hlutfallslega örum hagvexti en einnig að halda verðlagi stöðugu. Li, sem talinn er líklegur arftaki forsætisráðherrans Wen Jiabao, tilgreindi sérstaklega um- bætur á sviði skattamála, fjármála- geirans og tekjujöfnunar, og eins að leyfa markaðsöflum að leika stærra hlutverk í ráðstöfun auðlinda. Ummæli Lis koma í kjölfar ræðu Wen Jiabao um að Kína þurfi að fást við hægari vöxt og miklar pólitískar umbætur svo ekki komi upp alvar- legir hnökrar. Hann talaði um að dreifa auði þjóðarinnar með jafnari hætti og að hann mundi nota síðasta ár sitt í embætti til að ráðast að rót- um óánægju sem gæti skapað upp- lausnarástand. Spár um hagvöxt fyrir yfirstand- andi ár voru færðar úr 8% í 7,5% en verðbólga er 3,2% og nokkuð undir 4% markmiði stjórnvalda. ai@mbl.is Umbætur mega ekki bíða  Merki um ríkari áherslu á markaðslausnir í Kína og um að dreifa auði landsins betur  Komið að ögurstundu AP Verkefni Aðstoðarforsætisráðherra Kína, Li Keqiang, segir áríðandi að breyta m.a. umgjörð skattamála og fjármálageirans. H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Sigurplast - umbúðir. Rótgróið plastframleiðslufyrirtæki. Sjá nánar á forsíðu www.kontakt.is. • Heildverslun með vinsælar snyrtivörur fyrir fagfólk. Ársvelta 60 mkr. Góð afkoma. • Rótgróið gólfefnafyrirtæki í mjög góðum rekstri. Ársvelta 200 mkr. EBITDA 20 mkr. • Glæsilegur veitingastaður á besta stað í Reykjavík. Góð velta og afkoma. • Innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir gróðurhús. Ársvelta 100 mkr. og mjög vaxandi. Góð afkoma. • Rótgróið framleiðslufyrirtæki á einkennisfatnaði óskar eftir fjármála- eða framkvæmdastjóra og meðeiganda. Starfssvið m.a. fjármál og innkaup. 20-30% hlutur í boði fyrir 12-17 mkr og frekari kaupréttur mögulegur. • Heildverslun með vinsælar sérvörur. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 15 mkr. • Stórt þjónustufyrirtæki í ræstingum. Traustir viðskiptavinir og góð afkoma. • Mjög spennandi innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir kæliiðnaðinn. • Heildsala með þekkt merki í tískufatnaði. Selur vörur í 20 verslunum um land allt, auk eigin verslunnar í Kringunni og outlets á besta stað. Ársvelta um 250 mkr. Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 TÁLGUHNÍFAR Mikið úrval tálgu- og vinnuhnífa frá Mora Mikið úrval útskurðar- og rennijárna Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Verð 3.195 kr. Verð 3.915 kr. Eldsneytisverð í Bandaríkjunum hækkaði á sunnudag, níunda daginn í röð, og nálgast nú verðmetið sem sett var í júlí 2008 þegar gallonið kostaði 4,11 dali. Meðalverðið við pumpuna í Bandaríkjunum var á sunnduag orðið 3,838 dalir samkvæmt bandarísku bifreiðaeigenda- samtökunum AAA. Fyrir mánuði kostaði gallonið 3,53 dali. Á markaðssvæðum eins og Kaliforníu, Nevada, Washington og New York kostar gallonið nú um og yfir fjóra dali. ai@mbl.is Bensín vestanhafs á uppleið Tælenski auðjöfurinn Chaleo Yoo- vidhya lést á laugardag af nátt- úrulegum orsökum. Chaleo er sennilega þekktastur fyrir að hafa þróað orkudrykkinn Red Bull. Hann var annar ríkasti Tælending- urinn skv. samantekt Forbes árið 2010, og í 205. sæti yfir ríkustu menn heims, með eignir upp á um fimm milljarða bandaríkjadala eða 637 milljarða króna. Wall Street Jo- urnal segir heimildir greina á um aldur milljarðamæringsins en hann var a.m.k. 88 ára gamall. Gos og kappakstursbílar Chaleo byggði veldi sitt upp frá grunni en hann fæddist inn í fá- tæka fjölskyldu kínverskra innflytj- enda í Tælandi. Á 7. áratugnum stofnaði hann fyrirtæki sem fram- leiddi sýklalyf, en sama fyrirtæki þróaði síðar gosdrykkinn Karating Daeng. Drykkurinn sló í gegn í heimalandinu m.a. meðal öku- manna og verka- manna sem vant- aði orkuskammt. Árið 1984 hóf Chaleo samstarf við austurríska fjárfestinn Deit- rich Mateschitz um sölu og dreif- ingu á drykknum á heimsvísu undir enska heitinu Red Bull. Í dag er orkudrykkurinn vinsæli til sölu í 164 löndum. Á árinu 2011 seldust um 4,25 milljarðar Red Bull-dósa um allan heim, sem var 11% aukning frá fyrra ári. Fyr- irtækið heldur m.a. úti liði í Form- úlu 1-kappakstrinum og keypti árið 2006 fótboltaliðið MetroStars sem nú ber nafn drykkjarins, New York Red Bulls. ai@mbl.is Vellauðugur skapari Red Bull fellur frá  Einn af ríkustu mönnum Tælands fæddist inn í fátæka innflytjendafjölskyldu AP Chaleo Yoovidhya Veldi Red Bull er þekkt vörumerki um allan heim og heldur bæði úti nokkuð farsælu liði í Formúlu 1-kappakstrinum og bandarísku fótboltaliði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.