Morgunblaðið - 19.03.2012, Page 15

Morgunblaðið - 19.03.2012, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 Álnabær veitir alhliðaþjónustu er lýtur að gardínum. Máltaka, uppsetning og ráðleggingar. SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt samt geta séð út Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Vitað er að þrír óbreyttir borgarar létu lífið og tugir særðust í öflugu sprengjutilræði í íbúðahverfi nálægt miðstöð öryggislögreglunnar í Aleppo í Sýrlandi í gær. Daginn áð- ur féllu 27 manns og á annað hundr- að særðist í bílsprengjum í höfuð- borginni Damaskus. Ríkisfjölmiðlar kenna nú flugumönnum Sádi-Araba og Katarmanna um hermdarverkin í landinu. Stjórn Bashars al-Assads Sýr- landsforseta er talin njóta mikils stuðnings í Damaskus og Aleppo sem er næststærsta borg landsins og kenndu ríkisfjölmiðlar andstæð- ingum hennar um tilræðin. Um væri að ræða fólk sem vildi grafa undan tilraunum til að finna frið- samlega lausn. En margir úr stjórn- arandstöðunni segja að menn As- sads standi á bak við tilræðin og þannig sé ætlunin að reyna að sverta orðspor andstæðinga forset- ans. „Á bak við sprengingarnar í gær [laugardag] voru hryðjuverkamenn sem studdir eru erlendum ríkjum er fjármagna þá og vopna þá,“ sagði Al-Baath, málgagn stjórnarflokks Assads. Ráðamenn í Sádi-Arabíu og Katar hafa beitt sér mjög gegn Ass- ad í Arababandalaginu sem hefur fordæmt framferði hans. Annað blað, Ath-Thawra, gekk lengra og kenndi umræddum ríkjum beinlínis um hryðjuverkin. „Við þekkjum blóðistokkið hatur þeirra sem stafar af öfund,“ sagði blaðið. Saka Sádi-Araba um tilræði  Fjölmiðlar Assads segja grannríki fjármagna og vopna hryðjuverkamenn  Menn forsetans sakaðir um að standa sjálfir fyrir bílsprengjutilræðunum AFP Tilræði Sýrlenskir lögreglumenn kanna aðstæður í Aleppo í gær. Þúsundir hafa fallið » Talið er að yfir 8.000 manns, aðallega vopnlausir borgarar, hafi fallið í átök- unum sem hófust fyrir réttu ári. » Talsmenn SÞ segja að um 30.000 manns hafi flúið til Tyrklands og fleiri grannríkja Sýrlands vegna átakanna. » Andstæðingar Assads eru einkum súnni-múslímar og óttast ýmsir minnihlutahópar um sinn hag ef súnnítar sigra. Joachim Gauck var í gær kjörinn forseti Þýska- lands og hlaut þorra atkvæða kjörmanna enda studdu fulltrúar stærstu flokk- anna hann. Hann er fyrr- verandi, austur- þýskur prestur, og barðist gegn kommúnistastjórn- inni sem féll 1990. Gauck, sem er 72 ára, afhjúpaði ýmsa glæpi aust- urþýsku öryggislögreglunnar gömlu, Stasi, þegar hann var yf- irmaður stofnunar sem annast skjalasafn Stasi. kjon@mbl.is Gauck forseti og hlaut þorra atkvæða Joachim Gauck ÞÝSKALAND Fundist hafa líkamsleifar í hlíðum Kebnekaise-fjalls í Svíþjóð þar sem norska Hercules-herflugvélin hrap- aði í liðinni viku. Fimm Norðmenn fórust með vélinni en hún mun hafa skollið á hamravegg rétt neðan við tindinn. Brakið dreifðist yfir mjög stórt svæði. Vélin tók þátt í æfingu með sænskum og norskum orrustu- vélum er skipt var í lið, annar hóp- urinn átti að ráðast á Hercules- vélina, hinn verja hana. Hugsanlegt er að flugmenn vélarinnar hafi flogið of lágt til að reyna að forðast að verða skotmark. kjon@mbl.is Fundu líkamsleifar á Kebnekaise-fjalli SVÍÞJÓÐ Hundar hafa margfalt meira þefnæmi en menn og nú er m.a. farið að nýta þennan hæfileika til að þjálfa dýrin í að greina krabbamein. Sænska jarð- fræðingunum Peter Bergman hefur nú að sögn Dagens Nyheter tekist kenna schä- ferhundinum sínum, Rex, að finna gull í jörðu. Rannsóknasjóðurinn Vinnova hefur verðlaunað Berg- man og álítur að málmhundar geti komið að miklu gagni hjá námufyr- irtækjum. Bergman vonar að hann geti boðið upp á námskeið fyrir hunda og jarðfræðinga innan nokk- urra mánaða. kjon@mbl.is Kennir hundum að þefa uppi gull LYKTNÆMI Koptar, en svo nefnast kristnir menn í Egypta- landi, syrgja nú Shenuda III., páfa koptakirkj- unnar, sem lést á laugardag, 88 ára að aldri. Tugþús- undir manna voru í gær í biðröð við dómkirkjuna í Kaíró þar sem líkið var í fullum skrúða á stól páfa en hann verður jarðsettur á morgun. Kristnir Egyptar eru um 10% þjóðarinnar. Þeir óttast um öryggi sitt en spenna milli múslíma og krist- inna hefur aukist eftir byltinguna í fyrra. Hafa ofstækisöfl ráðist á kopta og brennt kirkjur þeirra. Shenuda varð páfi 1972 og naut mikillar virð- ingar, hann reyndi eftir mætti að vernda söfnuð sinn. kjon@mbl.is Shenuda syrgður í Kaíró Shenuda III páfi Húsnæðisverð hefur hækkað gríð- arlega í Kína á síðustu árum og mik- ið verið byggt. Vestrænir hagfræð- ingar segja vaxandi hættu á að fasteignabólan í Kína springi og það gæti að sögn þeirra haft afar slæmar afleiðingar. Efnahagur Kína sé nú háðari húsbyggingum en sá banda- ríski var rétt áður en kreppan vegna undirmálslánanna til húsbygginga skall á haustið 2007. Dæmi eru um hverfi óseldra ný- bygginga víða um landið, frægast þeirra er nýja borgin í Ordos í hér- aðinu Innri-Mongólíu sem er nyrst í landinu. Fyrir um 20 árum varð þar mikið kolaæði, fjöldi einkarekinna námufyrirtækja hóf gröft og skildu sums staðar eftir sig risastórar, opn- ar holur á steppunni. Borgaryfirvöld í Ordos skipulögðu nýja borg fyrir hundruð þúsunda manna og þar er aðaltorgið kennt við hetju Mongóla, Genghis Khan. Miklir skýjakljúfar eru við torgið en þeir standa auðir og sama er að segja um megnið af blokkaríbúð- unum. Sumar eru hálfkláraðar. Fleiri skuggahliðar eru á efna- hagsundrinu. Rétt fyrir utan glæst- ar verslunarmiðstöðvarnar og skýja- kljúfana í miðborgunum er annar ömurlegri veruleiki. Mikið er um betl, að sögn BBC. Ef marka má op- inberar tölur eru um 150.000 heim- ilislaus börn á götunum. kjon@mbl.is AFP Varað við fasteignabólu  Skuggahliðar á efnahagsundrinu sem umbylt hefur Kína á síðustu áratugum  Ný hverfi standa auð og 150 þúsund heimilislaus börn á götum stórborganna Skjól Hópur heimilislausra í borginni Hefei í Anhui-héraði í Kína hefur hér hreiðrað um sig undir brú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.