Morgunblaðið - 19.03.2012, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar stjórn-völd ákváðuað renna
SpKef inn í Lands-
bankann kom upp
ágreiningur um
hvers virði eigna-
safn SpKef væri
svo skeikaði tugum milljarða.
Ákveðið var að ágreiningurinn
færi í gerðardóm og síðan var
málið lítið rætt fyrr en Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, tók það upp á
þingi og spurði Jóhönnu Sig-
urðardóttur forsætisráðherra
hvort ekki væri eðlilegt að
greinargerðir vegna málsins
yrðu opinberar og sömuleiðis
málflutningurinn. „Ef svo verð-
ur ekki hljóta að vakna grun-
semdir um að tilgangurinn með
því að leggja málið í gerðardóm
hafi verið sá að halda ágrein-
ingnum frá almenningi, halda
honum frá opinberu kastljósi
og reyna að leiða umræðuna
einhvern veginn í jörð án þess
að við í þinginu, fjölmiðlar eða
aðrir gætum fengið nákvæmar
upplýsingar um hvers eðlis
ágreiningurinn er,“ sagði
Bjarni.
Jóhanna brást fremur já-
kvætt við erindinu og sagðist
þeirrar skoðunar að svona mál
ættu sem mest að vera fyrir
opnum tjöldum. Hún hafði þó
þann varnagla að hún gerði sér
ekki grein fyrir hvort eitthvað
gæti hindrað að hægt væri að
hafa málflutninginn fyrir opn-
um tjöldum, en að hún sæi ekki
að neinar hindranir þyrftu að
vera fyrir því að greinargerðir
yrðu gerðar opinberar. „Að
minnsta kosti ættu nefndir
þingsins sem um þetta hafa
mikið fjallað á þessu þingi að
geta fylgst með málinu og feng-
ið með eðlilegum hætti grein-
argerðir sem um það koma. Ég
get ekki séð fyrir
mér að eitthvað
gæti hindrað það,“
sagði Jóhanna.
Þegar Morg-
unblaðið leitaði til
Landsbankans um
greinargerðirnar
eftir þessar umræður á þingi
fengust þau svör að ekki kæmi
til greina að birta þær eða
fylgiskjöl. Þegar falast var eftir
sömu upplýsingum hjá fjár-
málaráðuneytinu fékkst neitun,
en þó væri ekki útilokað að
upplýsingarnar yrðu birtar
þegar málið hefði verið til lykta
leitt.
Fróðlegt verður að fylgjast
með því hvaða upplýsingar
stjórnvöld munu veita um málið
þegar gerðardómur lýkur
störfum, þess ætti ekki að vera
langt að bíða. Málið allt hefur
verið hið vandræðalegasta fyrir
stjórnvöld, ekki síst fyrrver-
andi fjármálaráðherra, Stein-
grím J. Sigfússon, sem ber á
því ríka ábyrgð sem ráðherra.
Ekki verður betur séð en að-
gerðir hans í málinu og eftir at-
vikum aðgerðaleysi hafi kostað
ríkissjóð gríðarlegar fjárhæðir.
Í þessu máli mun því enn
eina ferðina reyna á hvort rík-
isstjórn gagnsæis og opinnar
stjórnsýslu stendur undir nafni
eða ekki. Hingað til á hún afar
dapurlegan feril í þessu efni,
svo ekki sé fastar að orði kveð-
ið, enda hefur öllu verið haldið
leyndu sem mögulegt hefur
verið og jafnvel gengið lengra
en það á alla hefðbundna mæli-
kvarða. Koma mun í ljós, vænt-
anlega áður en langt um líður,
hvort hagsmunir ráðherra til
að halda gögnum málsins
leyndum verða teknir fram yfir
hagsmuni almennings, sem ber
skaðann af framgöngu ráð-
herrans.
Hvort munu hags-
munir ráðherrans til
leyndar eða almenn-
ings til upplýsinga
vega þyngra?}
Verður upplýst um
tjón almennings?
Sum mál ogjafnvel sumt
fólk fær annars
konar umfjöllun en
þá sem lýtur al-
mennum lög-
málum. Umræðan um lofts-
lagsbreytingar er þekkt. Þar
var fullyrt um vísindalegar
sannanir sem reyndust fjarri
því að vera algildar eða nægj-
anlega traustar. Þeir, sem
leyfðu sér að benda á að hin
vísindalega forsenda stæði
ekki jafn styrkum fótum og
réttrúnaðurinn fullyrti, sættu
þungum árásum.
Endurvinnsla er réttrún-
aðarmál líka. En hún höfðar
einnig til alls almennings, sem
ofbýður sóun okk-
ar nútímafólks. En
það þýðir ekki að
allar upplýsingar
eigi ekki að koma
fram. Það kom
flestum á óvart, sem sam-
viskusamlega hafa flokkað
heimilissorp og varið til þess
drjúgum tíma og raunar einn-
ig fjármunum, að allt þeirra
puð og góðvilji í garð umhverf-
isins virtist fara fyrir lítið.
Ung kona á Akureyri gat ekki
leynt vonbrigðum sínum og
fleirum leið eins. Af hverju var
ekki hægt að koma „hreint“
fram við fólk í þessu máli? Af
hverju pukur og feluleikur? Af
hverju að hafa fólk að fíflum?
Upplýsingar um end-
urvinnslu plasts
komu á óvart}
Rétttrúnaður skekkir umræðu Þ
að fer vart framhjá neinum hversu
harðvítug og blóðþyrst átökin eru
í stjórnmálum landsins. Ef menn
eru á öndverðum meiði má
treysta því að umræðan finnur
sér persónulegan farveg. Og álitsgjafarnir
rjúka fram með ærumeiðingum og gíf-
uryrðum.
Maður hlýtur að velta því fyrir sér, hver til-
gangurinn er með slíkum skrifum. Og grunur
vaknar um að athyglin stígi mönnum til höf-
uðs og ásóknin í fleiri flettingar á netinu. En
ekkert er nýtt við slíkan málarekstur.
Átökin í íslenskum stjórnmálum á síðari
hluta tuttugustu aldarinnar mörkuðust af
kalda stríðinu eins og allir vita. Og þar var
engum eirt. Eins og ráða má af mögnuðu Bar-
áttuljóði Elíasar Marar:
Ímyndið yður, að lífið
sé einkum og sér í lagi fólgið í því að hata.
Berjizt ekki fyrir; berjizt gegn.
Og síðar:
Öskrið og ærið. Sýnið enga vægð.
Notfærið yður vald til að sannist þér hafið það.
Miskunnið ekki.
Eyðið hverir öðrum á báli yðar taumlausu villu.
Sama er mér.
Og endir kvæðisins kemur aftan að lesandanum – af-
hjúpar hatursáróðurinn:
Morguninn
eftir nótt tortímingarinnar skal ég
þerra svitann af ennum yðar þar sem þér
skjálfið af ótta við sólargeislann
og færa yður vatn úr læknum, þann morgun
og ég skal líkna Sigurvegaranum
hvar hann þreyttur liggur
í allri sinni smæð.
Úrvalsmyndin The Help eða Húshjálpin, sem
byggð er á skáldsögu Kathryn Stockett frá
árinu 2009, fjallar um gjá í samfélagi, nefnilega
á milli hvítra og svartra í Jackson, Mississippi.
Mikil vigt er í heilræðunum frá þeim undir-
okuðu blökkukonum, sem sjá um að ala upp
hvítu börnin í glæsivillum Suðurríkjanna – í
andrúmslofti haturs. Þar á meðal Aibileen, sem fær litlu
stelpuna til að segja aftur og aftur: „Ég er gáfuð. Ég er
góð. Ég skipti máli.“
Það þarf að efla viðnámsþróttinn þegar svo margir eru
fúsir til niðurrifs. Og Constantine hittir naglann á höfuðið
er hún mælir til Skeeter, rithöfundarins unga og metn-
aðarfulla:
Á hverjum degi sem þér er gefinn ofan jarðar, þá vakn-
arðu á morgnana og þarft að taka ákvarðanir. Þú verður
að spyrja þig: „Ætla ég að trúa öllu því ljóta sem fíflin
segja um mig í dag?“
Þetta er æðruleysisbæn, sem þátttakendur í opinberri
umræðu ættu að hafa í huga. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Vatnið úr læknum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fram til þessa hafa læknareinir getað ávísað horm-ónatengdum getnaðar-vörnum, eins og pillunni,
til kvenna. Breyting þar á gæti orð-
ið á næstunni ef nýtt frumvarp
Guðbjarts Hannessonar velferð-
arráðherra verður samþykkt á Al-
þingi. Með því verður hjúkrunar-
fræðingum, þar á meðal skóla-
hjúkrunarfræðingum og ljósmæðr-
um, heimilt að ávísa pillunni ásamt
læknum.
Guðbjartur kynnti frumvarpið
á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu
viku og í því er lagt til að hjúkrun-
arfræðingar og ljósmæður fái heim-
ild til að ávísa hormónatengdum
getnaðarvörnum en að heimildin
verði bundin því skilyrði að viðkom-
andi starfi á heilbrigðisstofnun þar
sem fyrir hendi er heilsugæsla,
kvenlækningar eða fæðingarþjón-
usta. Landlæknir mun veita hjúkr-
unarfræðingum og ljósmæðrum
leyfi til lyfjaávísunar að uppfylltum
nánar tilgreindum skilyrðum, m.a
að hafa sótt og staðist fræðilegt og
klínískt námskeið um lyfjaávísanir
hjá Háskóla Íslands.
Snýst um ábyrga kynhegðun
Talið er að með frumvarpinu
muni aðgangur kvenna að getnað-
arvörnum batna og kynheilbrigðis-
þjónusta eflast og verða markviss-
ari. Tilgangurinn er aðallega að
reyna að koma í veg fyrir ótíma-
bærar þunganir unglingsstúlkna
með því að auðvelda þeim aðgang
að getnaðarvörnum.
Bryndís Jónsdóttir
framkvæmdastjóri SAMFOK, Sam-
taka foreldra grunnskólabarna í
Reykjavík, segist ekki sjá að frum-
varpið leysi þann vanda. Hún er á
því að aðgangur íslenskra kvenna
að getnaðarvörnum megi batna en
ekki ef tilgangurinn er að skóla-
hjúkrunarfræðingar geti ávísað
getnaðarvörnum án samráðs við
foreldra til mjög ungra barna.
„Ef að svona ung börn eru far-
in að stunda kynlíf eru getnaðar-
varnir ekki mesta áhyggjuefnið
heldur frekar uppeldið, forvarnir
og fræðsla um kynheilbrigði og
ábyrga kynhegðun. Það má ekki
undanskilja drengina þarna, þeir
þurfa líka að fá fræðslu og bera
ábyrgð á sinni kynhegðun,“ segir
Bryndís.
Hafa ekki efni á pillunni
Lúðvík Ólafsson, lækninga-
forstjóri Heilsugæslu höfuðborg-
arsvæðisins, segir að þar séu skipt-
ar skoðanir um frumvarpið.
„Með því er verið að reyna að
draga úr þeim fjölda ungra stúlkna
sem fer í fóstureyðingu, en ef getn-
aðarvarnirnar eru hindrunin þá er
það ekki vegna þess að þær fái ekki
tíma hjá lækni á heilsugæslustöð-
inni, þá er það vegna þess að þær
telja sig ekki hafa efni á pillunni og
þá er eina ráðið að hafa pilluna fría
fyrir þennan hóp,“ segir Lúðvík.
Hann er sjálfur á þeirri skoðun að
pillan eigi ekki að vera lyfseð-
ilsskyld, að konur eigi að hafa frían
aðgang að henni en ef spurningar
vakni geti þær leitað til læknis.
Í umræðu um frumvarpið hef-
ur komið fram að unglingar séu
feimnir við að fara inn á heilsu-
gæslustöðvar, Lúðvík segir það
vera hið mesta bull. „Það var ný-
lega gerð talning á því og kom í ljós
að 80% framhaldsskólanema hafa
samskipti við sína heilsugæslu á
hverju ári. Það eru engar vísbend-
ingar um það að unglingar hér á
landi séu feimnir við að fara í
heilsugæsluna.“
Vilja auka aðgengi
unglinga að pillunni
Morgunblaðið/Kristinn
Getnaðarvörn Ef frumvarpið nær fram að ganga geta skólahjúkrunarfræð-
ingar ávísað pillunni til ólögráða stúlkna án samráðs við foreldra.
Með frumvarpinu er brugðist við
tilmælum barnaréttarnefndar
Sameinuðu þjóðanna en nefndin
lýsti nýlega yfir áhyggjum vegna
fjölda þungana og fóstureyðinga
meðal stúlkna undir 18 ára aldri
hér á landi. Er bent á að ástæða
fyrir þessu geti verið skortur á
þekkingu um kynheilbrigði, að-
gengi að getnaðarvörnum og
ráðgjafarþjónustu um kynheil-
brigði og jafnframt lagt til að úr
þessu verði bætt.
Samkvæmt upplýsingum
Landlæknisembættisins fóru
fimm stúlkur yngri en 15 ára í
fóstureyðingu árið 2010 en 177
stúlkur á aldrinum 15 til 19 ára. Á
aldursbilinu 20 til 24 ára fóru
262 í fóstureyðingu 2010. Er það
fjölmennasti aldurshópurinn
sem fer í fóstureyðingu ár hvert.
Lesa má um lög og reglur
varðandi kynlíf unglinga á vef-
síðu Umboðsmanns barna:
www.barn.is/barn/adalsida/
malaflokkar/kynlif.
Áhyggjur af
kynheilbrigði
FÓSTUREYÐINGAR