Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012
Nýttu svalirnar allt árið um kring
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
Skjól
Lumon svalagler veitir skjól
gegn rigningu og roki. Mjög
einfalt er að opna svalaglerið
og renna því til og frá.
Hljóð- og hitaeinangrun
Svalaglerin veita hljóð- og hita-
einangrun sem leiðir til minni
hljóðmengunar innan íbúðar
og lægri hitakostnaðar.
Óbreytt útsýni
Engir póstar eða rammar
hindra útsýnið sem helst
nánast óbreytt sem og ytra
útlit hússins.
Auðveld þrif
Með því að opna svalaglerið
er auðvelt að þrífa glerið að
utan sem að innan.
Stækkaðu fasteignina
Með Lumon svalaglerjum má segja að þú stækkir fasteignina
þína þar sem þú getur nýtt svalirnar allan ársins hring.
hefur svalaglerin fyrir þig!
–– Meira fyrir lesendur
:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 26. mars.
Meðal efnis: Viðburðir
páskahelgarinnar.
Girnilegar uppskriftir
af veislumat og öðrum
gómsætum réttum ásamt
páskaskreytingum, páska-
eggjum, ferðalögum o.fl
SÉRBLAÐ
Páskablaðið
Morgunblaðið
gefur út sérblað
30. mars tileinkað
páskahátíðinni
Pásk
ablað
ið
Það hefur verið í
tísku, sérstaklega hjá
þeim sem eru fylgjandi
inngöngu í ESB, að
herma það upp á ís-
lensku krónuna, að hún
sé ónýt. Að hún sé ekki
lengur brúkleg sem
gjaldmiðill. Hafa þeir
hinir sömu sagt að
vegna þessa sé réttast
að við göngum í ESB,
því að slíkri inngöngu
fylgi evra með í kaup-
bæti, ekki ósvipað og plasthringirnir
sem voru alltaf með morgunkorninu
hérna um árið.
Margir hafa verið móttækilegir
fyrir árásunum á krónuna og talið
skynsamlegt að taka upp nýjan
gjaldmiðil, þótt þeir séu að sama
skapi á móti inngöngu í ESB. Þeirra
lausn hefur verið einhliða upptaka
einhvers annars gjaldmiðils. Hafa
bandaríski og kanadíski dollarinn
ásamt norsku krónunni komið sterk-
ir inn sem valmöguleikar.
Frelsarinn handan hafsins
Hið stórmerkilega hefur svo
gerst, að núna berast þær fréttir yfir
hafið að við getum bara tekið upp
gjaldmiðilinn þeirra án nokkurra
vandræða. Eftir að Kanada reið á
vaðið voru Norðmenn fljótir að
senda dulin tilboð í að
taka upp krónuna
þeirra.
Við fyrstu sýn gæti
þetta verið töfralausn-
in. Nýr gjaldmiðill sem
kemur í veg fyrir hinar
óþreytandi hagsveiflur
sem alltaf leika okkur
Íslendinga grátt.
En svo er ekki.
Ástæðan fyrir kan-
adíska og norska áhug-
anum er einfaldlega sú
að við höfum upplýst
nágranna okkar um að
fullveldið, landið og miðin séu til
sölu. Auðvitað byrja þeir þá að bjóða
í.
Áður en við köstum krónunni og
seljum okkur hæstbjóðandi skulum
við hafa í huga þá einföldu stað-
reynd, að hver sú þjóð sem ekki fer
með forræði gjaldmiðils síns er ekki
fullvalda.
Kötturinn í sekknum
Hvað ætlum við að gera tveimur
eða þremur árum eftir að við höfum
tekið upp nýjan gjaldmiðil og um-
ráðamenn hans koma hingað og
krefjast fulls og ótakmarkaðs að-
gangs að fiskimiðum okkar, orku-
verum og vatninu? Við einfaldlega
verðum að segja já, því við höfum
ekkert val. Fullveldið hverfur nefni-
lega með krónunni.
Nú segja menn að þetta sé rétt
varðandi aðra gjaldmiðla en evru,
þar sem við komum til með að sitja
við ákvörðunarborðið sem fullgildir
meðlimir ESB-klúbbsins. Þótt rétt
sé að við sitjum við borðið þýðir það
ekki að við komum til með að ráða
einu eða neinu. Vægi okkar, sér-
staklega þegar Lissabonsáttmálinn
hefur að fullu tekið gildi, verður svo
lítið að það er í raun bara táknrænt.
Ef einhver efi er um að aðkoma
okkar sé táknræn, þá vísa ég til nú-
verandi evruvandræða og hvernig
það voru Frakkland og Þýskaland
sem tóku allar ákvarðanir og hinar
þjóðirnar urðu að gjöra svo vel og
fylgja á eftir.
Ég vil vara við öllu daðri við er-
lenda gjaldmiðla þar sem því fylgir
óhjákvæmilega afsal fullveldis ís-
lensku þjóðarinnar. Ekki láta glepj-
ast af gylliboðum, heldur stöndum
vörð um gjaldmiðilinn og fullveldið.
Það er ekkert að krónunni, bara
fólkinu sem er að tala hana niður.
Að kasta fullveldinu
Eftir Jón Lárusson » Sú þjóð sem ekki fer
með forráð gjald-
miðils síns er ekki full-
valda
Jón
Lárusson
Höfundur hefur gefið kost á sér í
embætti forseta Íslands og heldur úti
vefsíðunni www.jonlarusson.is.
Bréf til blaðsins
Það er grátbroslegt að sjá það
sem fram fer í Þjóðmenningarhús-
inu.
Þessi skrípaleikur sem þar er
leikinn er svo viðbjóðslegur að
öllu sómakæru fólki er orðið flök-
urt. Sakborningurinn gengur um
salinn skælbrosandi, heilsar öllum
vitnum með handabandi, vitnin
brosa og taka í hönd hans og
þakka fyrir síðast.
Önnur vitni sem á að yfirheyra
síðar fá að vera í salnum og
punkta hjá sér það sem fyrri vitni
segja svo að öllu beri saman sem
segja má. Ekkert skal segja um
annan, svo ég sjálfur fái ekki gú-
morinn. Sem sagt, samtryggingin
alger.
Saksóknari biður vitnin að segja
frá aðdraganda hrunsins og þeir
segja allir það sem allir vita og
allir fjölmiðlar hafa sagt frá
hundrað sinnum. Og ef saksóknari
gerist svo djarfur að spyrja vitnið
einhvers frekar, þá svara allir á
sama veg: Það var ekkert hægt að
gera, ég vissi ekkert, ég man það
ekki og hrunið var ekki mér að
kenna.
Og saksóknari er svo hógvær að
hún vogar sér ekki að láta sak-
borning eða vitni sverja eið að
sannleiksgildi frásagna sinna eða
spyrja hvort
enginn þerra
beri neina
ábyrgð á því
hvernig komið
sé fyrir þessari
þjóð.
Nei það má
ekki spyrja elítu
landsins óþægi-
legra spurninga.
Það er ekki
minnsti neisti þess að nokkur af
þessum svokölluðu framámönnum
þjóðarinnar hafi kjark eða sjái
sóma sinn í því að viðurkenna að
þeim hafi orðið á í verkum sínum,
þótt allir viti að öllum verður ein-
hvern tíma eitthvað á í verkum
sínum.
Nei þessar gungur eru svo full-
komnar að það er af og frá að
þeim hafi orðið á. Þetta er aðeins
þróaðra en sandkassaleikur smá-
barna, þar sem hver kennir öðrum
um óknyttina. Hér er landsdóms-
leikurinn kominn á það lágkúru-
stig að enginn segir neitt.
Í grein minni um ábyrgð manna
á gjörðum sínum bendi ég á að all-
ir bera ábyrgð í einhverri mynd á
gjörðum sínum brjóti þeir lands-
lög. Dómar um fébætur, missi at-
vinnuréttinda og fangelsisvist
vegna ábyrgðarleysis í athöfnum
eru öllum kunnir, jafnvel 17 ára
unglingur, sem í gáleysi brýtur
umferðarlög, er dæmdur.
Í lögum um ráðherraábyrgð er
heill lagabálkur sem útlistar ná-
kvæmlega að það sem hér gerðist í
hruninu sé á ábyrgð ráðherra.
En hér er um framámenn þjóð-
arinnar að ræða og þeir skulu vera
stikkfrí í störfum sínum en alþýð-
an ein má byrðarnar bera. Í öllu
því stóði sem stefnt hefur verið til
þessa landsdóms-leiks er einn sem
ægishjálm ber yfir alla aðra í sið-
ferðisþroska, trúverðugleika og
heiðarleika og hann er fyrrverandi
forsætisráðherra og seðlabanka-
stjóri, mesti skaðvaldur sem Ís-
land hefur alið.
Ef hætt er öllu háði þá er
hryggilegt að sjá hvernig komið er
fyrir þessum hópi.
Siðferði hans er komið niður
fyrir 0-flokk, trúverðugleiki hans í
mínusflokk og heiðarleiki hans
niður í það neðsta. Þetta er dómur
80 ára alþýðumanns og eflaust ótal
margra annarra.
Og það er hámark hneykslunar
að þessi skrípaleikur skuli háður í
húsinu sem kennt er við þjóð-
menningu. Er það nú þjóð-
menning!
HAFSTEINN
SIGURBJÖRNSSON,
eldri borgari.
Landsdóms-leikurinn
í Þjóðmenningarhúsinu
Frá Hafsteini Sigurbjörnssyni
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn
152. mars. Spilað var á 14 borðum.
Meðalskor: 312 stig.
Árangur N-S:
Birgir Sigurðss. – Jón Þór Karlsson 370
Oddur Jónsson – Óskar Ólafsson 370
Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 347
Haukur Harðarson – Ágúst Helgason 334
Árangur A-V:
Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónss. 365
Sigurjón Helgason – Helgi Samúelss. 361
Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 361
Svanh. Gunnarsd. – Magnús Láruss. 352
Hraðsveitakeppnin í Kópavogi
Nú er lokið þremur kvöldum af
fjórum í Hraðsveitakeppni Brids-
félags Kópavogs þar sem ellefu
sveitir keppa. Sveit Guðlaugs
Bessasonar er enn í efsta sætinu og
hefur 50 stiga forystu á næstu
sveit. Allnokkrar sveitir koma í
humátt á eftir en þurfa verulega
gott gengi síðasta kvöldið til að
gera atlögu að toppsætinu. Staða
efstu sveita:
Guðlaugur Bessason 1747
Hjálmar S. Pálsson 1697
Vinir 1688
Baldur Bjartmarsson 1653
Erla Sigurjónsdóttir 1631
Sveinn Símonarson 1630
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is