Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.2012, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012 ✝ Rósa KempÞórlindsdóttir fæddist á Búðum Fáskrúðsfirði 11. febrúar 1924. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 8. mars 2012. For- eldrar hennar voru Þórlindur Ólafsson, f. 27.5. 1887, d. 29.1. 1982, bræðslustjóri, og kona hans Jórunn Bjarnadóttir, f. 27.4. 1885, d. 18.12. 1955, kennari og húsfreyja. Systkini hennar eru Bjarni Þórlindsson, f. 1.8. 1916, d. 19.5. 2005, Kristjana Sigríður Lilja Þórlindsdóttir, f. 21.8. 1917, d. 21.6. 2002, Ólafur Ármann Þórlindsson, f. 20.12. 1919, d. 25.6. 1996, Birna Guðný Þórlindsdóttir, f. 4.12. 1927, Guðlaugur Magni Þór- lindsson, f. 6.4. 1932. Árið 1951 kvæntist Rósa Kemp eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Þorberg Eggerts- syni, f. 7.10. 1922, fyrrv. skóla- stjóra. Börn þeirra eru: 1) Ólafur Ólafsson, f. 26.9. 1947, kvæntur Öldu Konráðsdóttur. 1980, í sambúð með Atla Er- icsson og saman eiga þau Ove Vidar, c) Jón Henrik Åsberg, f. 30.6. 1984, í sambúð með Diana Ucar. 4) Guðríður Erna Jóns- dóttir, f. 10.3. 1956, gift Ólafi Ágúst Gíslasyni. Börn þeirra eru: a) Brynja Rós Ólafsdóttir, f. 23.10. 1987, í sambúð með Andra Erni Sigurðssyni, b) Þórdís Ólafsdóttir, f. 21.10. 1989, c) Gísli Ólafsson, f. 2.10. 1994. 5) Jórunn Linda Jóns- dóttir, f. 10.3. 1956, börn henn- ar eru: a) Aldís Buzgò, f. 2.5. 1991, í sambúð með Stefáni Georg Ármannssyni , b) Heið- dís Buzgò, f. 2.5. 1991. Rósa Kemp ólst upp á Búð- um Fáskrúðsfirði og lauk það- an grunnskólanámi og síðar námi við húsmæðraskólann á Laugarvatni. Fyrstu hjúskap- arárin bjó hún á Fáskrúðsfirði og einnig á Suðureyri við Súg- andafjörð. Síðar flutti hún til Patreksfjarðar þar sem maður hennar Jón var skólastjóri í sautján ár. Árið 1972 lá leiðin suður til Reykjavíkur. Frá 1977 hafa þau búið í Mos- fellsbæ. Rósa var mjög fé- lagslynd, virk í öllu fé- lagsstarfi, jafnframt því að sinna stóru og gestkvæmu heimili. Hún starfaði lengst af við afgreiðslu- og þjónustusörf. Útför Rósu verður gerð frá Grensáskirkju í dag, 19. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Þau eiga þrjú börn: a) Rósa Ólafsdóttir, f. 6.12. 1970, gift Örlygi Andra Ragn- arssyni, þau eiga tvö börn, Öldu Björk og Arnar Loga, b) Konráð Þór Ólafsson, f. 10.1. 1976, í sam- búð með Sigríði Margréti Birkis- dóttur, þau eiga tvö börn, Sól- eyju Líf og Ísak Frey, c) Andri Ólafsson, f. 9.11. 1980, kvæntur Hildi Maríu Hjaltalín Jóns- dóttur, þau eiga þrjú börn, Est- er Ósk, Ólaf Alexander og Daníel Inga. 2) Svala Haukdal Jónsdóttir, f. 31.5. 1952, gift Kjartani Oddi Þorbergssyni, dóttir þeirra er Sif Haukdal Kjartansdóttir, f. 14.3. 1987, unnusti hennar er Tryggvi Kristmar Tryggvason. 3) Þór- dís Elva Jónsdóttir, f. 9.7. 1953, í sambúð með Hafsteini Ágústssyni. Börn hennar eru þrjú: a) Linda María Lisle, f. 2.12. 1977, gift Matthew Lisle, barn þeirra er Leo Thomas, b) Kristín Lilja Åsberg, f. 24.1. Minninganna liðnu myndir, merla eins og tærar lindir, innst í hugarheimi mér. Vorsól blíð og endurborin, býður fyrstu rós á vorin faðminn sinn og fagnar þér. (J.Þ.E.) Mamma skilur eftir sig ljúfar minningar. Það er unun og auð- velt að hverfa á vit þess liðna og kalla fram í hugann faðmlag, stroku um kinn, hlýlegt bros eða glaðan hlátur. Heima hjá mömmu og pabba var alltaf glatt á hjalla og heimilisfólkið gaf sér ævinlega góðan tíma til að spjalla yfir kaffisopa og ný- bökuðum kökum, samveru- stundir urðu margar og skemmtilegar. Mamma og pabbi eru mjög áhugasöm um garðrækt og ber umgjörð heimilis þeirra vott um það. Þau hjón fengu viðurkenn- ingu Mosfellsbæjar 1982 og 2004 fyrir fallegan garð þar sem fegurðin og fagmennskan nýtur sín, sama er að segja um heim- ilið þeirra sem ber vott um mikla samheldni og sköpun list- verka beggja, áhugamálin mörg og gefandi okkur sem njóta. Mamma var sannkölluð blóma- drottning og voru uppáhalds- rósirnar hennar Chinatown – gul og Lili Marlene – dökkrauð. Íslensk blóm voru hennar fóst- urbörn og lifa góðu lífi víða í görðum vina og ættingja. Sæból í Haukadal í Dýrafirði er mömmu og pabba mjög kært, í faðmi dalavina, fjalla, kyrrðar og náttúru. Þar hefur fjölskyld- an átt yndislegar stundir saman síðustu ár. Við Sæból er fallegur trjálundur og mikið af skraut- blómum, verk foreldra minna á liðnum árum. Mamma sá lista- verk í steinum náttúrunnar og eru ófáir skrautsteinar heima úr ferðum þeirra um landið. Elsku pabbi minn, missir þinn er mikill eftir farsælt og elskulegt hjónaband í liðlega 60 ár. Góður Guð gefi þér styrk. Ég kveð þig með söknuði, elsku mamma mín, með litlu kvæði eftir Jórunni ömmu. Ég hef fundið frið og skjól fjöllunum þínum undir. Í vetrarhríð og sumarsól sælar lifað stundir. Þín dóttir, Svala Haukdal. Í dag kveð ég kæra og ynd- islega tengdamóður mína, hana Rósu tengdó, eins og ég var vanur að kalla hana. Það var á haustdögum 1977 sem ég kynnt- ist Rósu og Jóni fyrst í Stóra- gerði 17 í Reykjavík, þegar samband okkar Ernu dóttur þeirra hófst, síðar fluttu þau að Barrholti 7 í Mosfellsbæ. Frá fyrstu kynnum bar aldrei skugga á okkar samskipti og alltaf var stutt í glettnina og kímnina hjá Rósu. Það er margs að minnast á þessum 35 árum sem ég hef þekkt tengdó. Hún var alla tíð dugnaðarforkur og undi sér best úti í garði á sumr- in innan um allar þær plöntur og tré sem prýddu garð þeirra hjóna í Barrholtinu í Mos- fellsbæ. Garðurinn þeirra bar vitni um natni og eljusemi þeirra og hefur hann verið val- inn í tvígang sem fallegasti garðurinn í Mosfellsbæ. Þau hjón hefur ávallt verið gott og notalegt heim að sækja, alltaf vel tekið á móti manni, strax boðið upp á kaffi og með því, en tengdó var ansi dugleg að baka alls kyns góðgæti. Rósa var kokkur góður enda hafði hún lokið námi frá Húsmæðraskól- anum á Laugarvatni. Einn staður öðrum fremri hefur verið ofarlega í huga tengdaforeldra minna í gegnum tíðina en það er Sæból í Hauka- dal í Dýrafirði, þaðan er Jón ættaður. Þangað fóru þau næst- um því á hverju sumri, sérstak- lega eftir að nýtt sumarhús var reist á jörðinni haustið 1994. Eftir að það kom hófust þau strax handa við að gróðursetja tré, runna og alls kyns gróður svo að prýði var af. Það var farið að reita arfa, klippa gras frá trjám, vökva o.s.frv., áður en bíllinn var tæmdur! Við Erna höfum farið margar ferðir þang- að með krökkunum og dvalið með ömmu og afa, sem ávallt voru að segja þeim frá því sem gerðist í gamla daga, ásamt öðr- um fróðleik. Þarna fyrir vestan undu þau hag sínum vel og var oft glatt á hjalla þegar við Erna og börnin dvöldum með þeim í nokkra daga. Ég er svo feginn tengdó að við náðum að komast vestur sl. sumar, en þá keyrðum við þangað í ágústbyrjun og dvöldum þar við golfiðkun, bíl- túra og sundferðir. Þetta varð síðasta ferð Rósu vestur en mik- ið var hún þakklát að við gátum komist og minntist oft á það. Það þurfti ekki mikið til þess að gleðja Rósu og gera henni til hæfis. Hún var alla tíð jákvæð og raunsæ í sínum skoðunum, aldrei talaði hún illa um nokk- urn mann og reyndi alltaf að sjá það góða í öllu. Hún var ansi næm á hina ýmsu hluti og skynjaði ýmislegt sem aðrir gátu ekki. Börnunum okkar þótti alltaf gott að koma til ömmu og afa í Barrholtið og vera í návist þeirra. Elsku Jón, missir þinn er mikill, en vita máttu að við mun- um styðja þig og styrkja eftir bestu getu og minningin um góðan lífsförunaut mun lifa áfram með okkur. Guð blessi þig um ókomin ár. Elsku tengdó, það verður frekar tómlegt við skötuborðið á næstu Þorláksmessu þegar við leggjum dóm á skötuna, en að sjálfsögðu verður þú nálægt okkur. Ég veit að þú munt halda áfram að fylgjast með okkur og vernda, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ólafur Ág. Gíslason. Í dag er til moldar borin kær tengdamóðir mín, Rósa Kemp Þórlindsdóttir. Ég minnist hennar sem svipsterkrar konu með hlýja nærveru. Rósa var mikil dugnaðarkona. Heimili þeirra hjóna ber vitni um snyrtimennsku og listfengi, því þar er til prýði útsaumur henn- ar og listaverk Jóns tengdaföð- ur míns. Þau hjónin voru sam- hent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur utan- sem innan- dyra, allt í röð og reglu hvert sem litið er. Rósa átti sér mörg áhugamál. Hún hafði unun af söng og hjómlist og að blanda geði við annað fólk. Ekki spillti að hafa kaffibolla við höndina. Ég held samt að aðaláhugamál hennar hafi verið ræktun blóma og trjáa. Verðlaunagarður þeirra hjóna í Barrholti 7 ber þeim fagurt vitni. Rósa var sér- lega natin við ræktun rósa- runna. Allt virtist geta dafnað og vaxið í höndum þeirra. Marg- ir hafa notið góðs af jurta- og trjárækt þeirra því þau voru óspör á að gefa vinum og vanda- mönnum plöntur sem prýða garða vítt og breitt um landið. Meðal annars við hús okkar Svölu, bæði í Reykjavík sem í Hestvík. Ég minnist ánægju- stunda með þeim hjónum í Haukadal við Dýrafjörð. Þar stendur Sæból, reist á æsku- slóðum Jóns tengdó. Þangað leitaði hugurinn er voraði. Rósa hlakkaði mjög til að fara vestur og ekki síst að huga að litlu græðlingunum sem nú eru orðn- ir að stórum trjám. Þar er gott að dvelja og njóta kyrrðarinnar, veðurblíðu og útsýnis í faðmi vestfirsku alpanna. Ég þakka Rósu tengdamóður minni allar góðu samverustund- irnar og þá þakka ég ekki síst fyrir hið góða sem hún gaf. Blessuð sé minning tengda- móður minnar. Kjartan. Þær eru ótal margar minn- ingarnar sem við eigum um þig, elsku amma, og af mörgu er að taka. Þegar við komum til þín og afa varstu ekki lengi að bjóða okkur mola úr hinni ógleyman- legu Mozartdollu ásamt öðru góðgæti og oftar en ekki sagðir þú þegar við þökkuðum fyrir allar góðu kræsingarnar: „Æ, fyrirgefið að ég gat ekki boðið ykkur neitt almennilegt.“ Ef svo ólíklega vildi til að þú ættir ekk- ert í skápunum laumaðir þú nokkrum krónum í vasann svo við gætum hlaupið út í bakarí og keypt eitthvað gott með kaffinu. Það má með sanni segja að þú hafir alltaf verið að hugsa um alla í kringum þig, passaðir upp á að allir fengju nóg að borða og voru fuglarnir þar ekki undan- skildir. Það var alltaf notalegt að setjast niður og spjalla við þig, þú þekktir marga og hafðir ávallt einhverja skemmtilega sögu að segja manni. Spila- stokkurinn var alltaf innan seil- ingar á þessu heimili og eru þeir óteljandi kaplarnir sem voru lagðir og ólsen ólsen spilin sem við spiluðum saman. Þér féll aldrei verk úr hendi. Innivið sastu með prjónana í höndunum á meðan þú horfðir á sjónvarpið. Ef maður kom í heimsókn og þú varst ekki inni fann maður þig alltaf á kafi í blómabeðunum enda hafðir þú yndi af því að dunda í garðinum þínum og gera hann fallegan. Ógleymanlegar voru allar ferðirnar vestur í Sæból þar sem þú naust þín svo vel í kyrrðinni og sveitasælunni. Einnig er eftirminnilegt þeg- ar við bjuggum í Noregi og hitt- um ykkur afa í Svíþjóð hjá Dísu frænku. Þá varst þú fótbrotin í gifsi og fórum við meðal annars með þig í hjólastól í Astrid Lindgren þorpið og áttum við þar góðan dag saman. Elsku amma, við eigum erfitt með að trúa því að þú sért farin en þetta er lífsins gangur og honum verður ekki breytt. Við munum alltaf minnast þín sem glaðværrar og ljúfrar manneskju, ávallt syngjandi og með bros á vör. Á öðrum stað, á öðrum tíma, er ég viss um að við hittumst á ný. Á betri stað, ert þú nú kominn. Þín heimkynni við undurmjúk ský. Tíminn líður eftir þann dag, er þú varðst að kveðja þennan heim. Hugsanir um horfna tíma, og hve vel ég man eftir þeim. Hvíl í friði, elsku amma, Guð verndi og passi upp á þig. Þín verður sárt saknað. Þín elskulegu barnabörn, Brynja Rós, Þórdís og Gísli. Elsku amma, nú ert þú farin til hinstu hvíldar. Það eru svo margar góðar minningar með þér, alveg frá því ég man eftir mér. Manstu þegar við vorum fyrir vestan í Haukadal, þá gát- um við oft gleymt okkur í fjör- unni í langan tíma við að tína steina. Það var alltaf svo gott að vera með þér og spjalla um allt milli himins og jarðar. Þú hafðir líka alltaf frá svo mörgu að segja og kenndir mér margt. Það var gaman að segja þér frá draumum mínum, því þú gast alltaf ráðið þá. Þú varst alltaf fín og vel til höfð, með stórt hjarta og kærleiksrík. Það sést á allri fjölskyldunni hversu dug- leg þú varst að prjóna, hvort sem það voru ullarsokkar, vett- lingar, treflar eða húfur. Þú hafðir einnig yndi af því að elda góðan mat, baka góðar kökur og ekki má gleyma fallegu rósun- um þínum. Það var svo gaman að koma og ganga með þér um garðinn þar sem þú sýndir mér fallegu rósirnar. Þú varst svo stolt af þeim. Ég þarf ekki ann- að en að líta á blóm, þá sé ég þig fyrir mér og heyri hláturinn þinn. Manstu um daginn þegar við sátum saman og flettum gömlum myndaalbúmum og hlógum og rifjuðum upp gamlar minningar? Það var svo gaman. 25 ára afmælisdegi mínum á ég aldrei eftir að gleyma. Mér fannst erfitt að hugsa til þess að þurfa að kveðja þig þann dag, en nú þykir mér svo vænt um það. Það er og verður falleg og góð minning í framtíðinni. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Kristján frá Djúpalæk) Ég elska þig og sakna þín. Guð veri með þér og varðveiti. Hvíl í friði, elsku amma. Þín dótturdóttir, Sif Haukdal. Mig langar til að setja á blað nokkur kveðjuorð og minnast móðursystur minnar, Rósu Kemp Þórlindsdóttur, reyndar leit ég alltaf á hana sem stóru- systur. Rósa fæddist á Fá- skrúðsfirði 11. febrúar 1924. Hún, eins og svo margir af hennar kynslóð, fór snemma að vinna og heyrði ég hana og móð- ur mína ræða um veru þeirra á Hólum í Hornafirði, en þaðan áttu þær góðar minningar. Rósa hélt til Reykjavíkur þar sem hún vann fyrir skólagjöldum, en hún fór tvo vetur í húsmæðra- skólann á Laugarvatni, þar hef- ur hún lært mikið enda góð handverkskona og ekki var mik- ið fyrir hana að gera veislur þegar á þurfti að halda. Fyrstu kynni mín af Rósu voru þegar hún kom austur veturinn 1947 og átti hún þá von á sínu fyrsta barni, en þarna var ég á tíunda ári en eitthvað kom upp á þá um sumarið sem ég vissi ekki. Hinn 26. september eignaðist hún son sem skírður var Ólafur í höfuðið á föður sínum en hann hafði far- ist í flugslysi um sumarið. Rósa var hjá foreldrum sínum í Lækj- arhvoli næstu árin og vann fyrir sér með handavinnu og allt er til féll. Haustið 1950 kom að barna- skólanum kennari, var hann frá Haukadal í Dýrafirði, sem hét Jón Þorberg Eggertsson, þau kynntust um veturinn og svo fór að hann fór með Rósu vestur um vorið svo að ég missti bæði hana og Óla, en þetta var mikið gæfu- spor fyrir þau öll. Þau giftu sig árið eftir og hófu sinn búskap fyrir vestan. Leiðir þeirra lágu austur á ný er Jón gerðist skóla- stjóri á Fáskrúðsfirði, en þá hafði þeirra fyrsta barn bæst í hópinn og áður en þau fluttu aft- ur vestur hafði enn fjölgað. Fluttu þau vestur á Patreks- fjörð þar sem Jón varð skóla- stjóri, en þar bjuggu þau lengi og þar eignuðust þau tvíbura. Allt voru þetta stelpur svo það var í mörgu að snúast hjá Rósu að hugsa um fimm börn. Öll komust þessi börn þeirra á legg enda fengu þau gott vegagesti frá foreldrum sínum. Alltaf var gott samband austur og var komið í heimsóknir akandi á bíl sem þau áttu, en sá sem þetta ritar átti nokkrar ferðir í heim- sóknir til þeirra og kynntist að vegir voru ekki góðir og vega- lengdir miklar en alltaf var jafn- gaman að koma vestur og vera með fjölskyldunni. Þegar börnin fóru að fara í framhaldsskóla fluttu þau suður, fyrst til Reykjavíkur, síðan í Mos- fellsbæinn þar sem þau komu sér fyrir í einbýlishúsi með garði sem mikið var unnið í, því Rósa var mikil blómakona svo sem sjá mátti bæði úti og inni. Þarna bjuggu þau sér og sínum mikinn griðastað sem skreyttur var með handverki þeirra beggja, hún með sinn útsaum og hann með málverk, því Jón er góður listmálari. Sumarbústað byggðu þau ásamt Guðmundi bróður Jóns á æskustöðvum þeirra bræðra í Haukadal, þangað var farið á hverju sumri og gróðursett og fegrað í kring- um bústaðinn. Hugur Rósu var mikill austur á Fáskrúðsfjörð og þegar undirritaður var í heimsókn þurfti að gefa skýrslu um menn og málefni og Jón vildi vita um gamla nemendur sína. Alltaf var gaman að koma í heimsókn og sjá hvað fjölskylda þeirra var samhent við hin ýmsu tækifæri, það var einnig þegar haldið var ættarmót Jórunnar og Þórlindar á Fáskrúðsfirði 2010. Við það tækifæri gat und- irritaður sýnt þeim hið mikla mannvirki við Kárahnjúka. Við hjónin, Þórunn og Albert, kveðjum Rósu með þakklæti í huga og sendum Jóni og börn- um þeirra og afkomendum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Albert Kemp. Rósa Kemp Þórlindsdóttir ✝ Okkar ástkæri KRISTJÁN HELGI GUÐMUNDSSON bóndi, Minna-Núpi, verður jarðsunginn frá Stóra-Núpskirkju föstudaginn 23. mars kl. 14.30. Ámundi Kristjánsson, Herdís Kristjánsdóttir, Guðbjörg Ámundadóttir, Snorri og fjölskylda, Erla og fjölskylda, Guðrún og fjölskylda. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURBORG ÓLAFSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 13. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 13.00. Hansína J. Traustadóttir, Hjördís G. Traustadóttir, Hafsteinn Ingvarsson, Ágústína Hlíf Traustadóttir, Kristófer Guðmundsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.