Morgunblaðið - 19.03.2012, Qupperneq 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012
Aðalsteins Jörundssonar var að
gefa frá sér hljómplötuna BÆN
sem er unnin í samvinnu við Valdi-
mar Jóhannsson og gefin út af
FALK. Platan var gefin út í desem-
ber og er fáanleg á tónlistarvefnum
gogoyoko en er núna að koma í all-
ar betri hljómplötuverslanir eftir
helgi eða 21. mars.
Platan er þriðja útgáfuverkefni
AMFJ en fyrsta verk hans sem
kemur út á geisladisk. Tónlist
AMFJ er að öllu jöfnu lýst sem
óhljóðatónlist eða listrænt ágengri
raftónlist. Platan er ágeng og há-
vær en AMFJ sækir innblástur víða
og meðal annars til íslenskrar sam-
tíðar, dauðarokks og þjóðsagna. Á
plötunni er ekki fetaður með-
alvegur heldur takast á brjál-
æðislegar hæðir og tilfinn-
ingaþrungnar lægðir.
Bæn Ný plata frá Aðalsteini Jörundssyni kemur í verslanir miðvikudaginn 21. mars.
BÆN frá AMFJ á leið í verslanir
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Hafgolufólk er nýútkomin skáld-
saga eftir Önnu Dóru Antonsdóttur
og er sjötta bók höfundar. Anna
Dóra er spurð af því hvernig fólk
hafgolufólkið sé. „Þetta er fólk sem
hefur lifað og starfað í hafgolunni
fyrir norðan,“ segir hún. „Nánar til-
tekið fjallar bókin um stóran systk-
inahóp sem elst upp á millistríðs-
árunum og byrjar að feta
lífsbrautina í lok stríðs. Það má
kannski segja að þetta sé kynslóðin
sem ól mig upp.“
Er þá sitthvað ævisögulegt í bók-
inni?
„Þetta er skáldsaga en ég nota
þar auðvitað ýmislegt sem ég hef
upplifað og séð og heyrt. Fyrst og
fremst er verkið saga fólks.“
Er þetta dramatísk saga?
„Sjálf gæti ég ekki flokkað hana
en sakamálasaga er hún pottþétt
ekki og ekki ástarsaga. En það ger-
ist margt í lífi venjulegs fólks,
stundum dramatískir atburðir.
Flestir upplifa eitthvað slíkt á æv-
inni.“
Sakamál frá 19. öld
Þetta er sjötta bókin þín. Hvenær
byrjaðir þú að skrifa?
„Ég hef alltaf verið að skrifa en
gaf ekkert út fyrr en 1998. Þá kom
út fyrsta bókin mín, Voðaskotið.
Hún er heimildarskáldsaga og
fjallar um forföður minn sem var
ákærður fyrir morð. Það mál kom
upp um 1830. Hann var prestssonur
frá Ufsum í Svarfaðardal. Fjórtán
ára gamall var hann sakaður um að
hafa skotið, óviljandi, vinnukonu á
bænum, en þar hafði verið skilin eft-
ir hlaðin byssa. Líkið var grafið upp
og málið rannsakað. Dómarinn
komst að þeirri niðurstöðu að jafn-
vel þó að drengurinn hefði skotið
konuna hefði það verið þvílíkt óvilja-
verk að ekki væri hægt að fella yfir
honum dóm. Málinu var því vísað
frá. En almenningsálitið dæmdi
hann og við það bjó hann alla ævi.
Amma mín mundi eftir þessum afa
sínum þannig að það má segja að ég
hafi fengið söguefnið beint í æð.
Þegar ég hafði svo tíma til þá fór ég
að rannsaka þetta mál, sökkti mér
niður í heimildir og skrifaði skáld-
sögu um málið.“
Hvernig viðtökur hafa verk þín
fengið?
„Það er nokkuð misjafnt en Voða-
skotið gekk mjög vel. Sumar af bók-
um mínum hef ég gefið út sjálf og
það er ansi strembið. Það er í sjálfu
sér ekki erfitt að fá bækur prent-
aðar, það er eiginlega minnsta mál-
ið, en markaðssetningin á ekki vel
við mig því ég er ákaflega lin við að
markaðssetja eigin bækur. Þegar ég
gaf út Voðaskotið hafði ég systur
mína, sem er markaðsfræðingur,
með í ráðum og hún er við hliðina á
mér núna. Núna er ég líka með út-
gefanda sem er bókaútgáfan Tindur
og það er stórmunur.“
Barnabók upp úr Sturlungu
Anna Dóra er kennari við Iðn-
skólann í Hafnarfirði og kennir þar
sögu og íslensku en hún er sagn-
fræðingur að mennt. Hún segist
skrifa bækur sínar á sumrin. „Bókin
Hafgolufólkið er skrifuð í elsta hús-
inu í Dalvík sem heitir Nýibær, en
einn eigenda Júlíus Kristjánsson og
Ragnheiður kona hans hafa verið
svo elskuleg að leyfa mér að vera
þar um tíma yfir sumarið. Þar var
ég ein og þegar svo er þá gengur
mjög vel að skrifa. Júlli skrifaði
raunar formála að fyrstu bók minni,
Voðaskotinu.“
Ertu farin að leggja drög að
næstu bók?
„Mér finnst einsýnt að ég muni
halda áfram með hafgolufólkið, því
þetta er svo spennandi fólk. Ég er
líka með barnabók í pípunum, er
komin vel á veg með að skrifa hana
en hún er unnin upp úr Sturlungu.
Þegar ég las Sturlungu á sínum
tíma hugsaði ég með mér að fróð-
legt gæti verið að velta fyrir sér
sjónarhorni barna á þessum tíma. Í
barnabókinni er ég að skrifa um at-
burði í kringum Örlygsstaðabar-
daga. Sturla Þórðarson segir ná-
Fólkið í haf-
golunni fyrir
norðan
Hafgolufólk er ný skáldsaga eftir
Önnu Dóru Antonsdóttur
Hvað ertu að hlusta
á um þessar mund-
ir?
Ég hlusta mikið á
soundcloud-síðuna
þar sem eru alls kon-
ar góð „remix“ en
svo hlusta ég á Cold
Panda, James Pants,
Youth Lagoon, John
Cage og Harold
Budd og fullt af
gamalli og góðri tón-
list.
Hvaða plata er sú
besta sem nokkurn
tíma hefur verið
gerð að þínu mati?
I Can Hear the
Heart Beating As
One með Yo la
Tengo, Loveless
með My Bloody Val-
entine og TNT með
Tortoise.
Hver var fyrsta
platan sem þú
keyptir og hvar
keyptir þú hana?
Maxinquaye með
Tricky hjá Kidda
í Hljómalind.
Hvaða íslensku
plötu þykir þér
vænst um?
Allar plöturnar
með Ellý Vil-
hjálms.
Hvaða tónlist-
armaður værir
þú mest til í
að vera?
Beyoncé eða John Cage. Ha ha
ha …
Hvað syngur þú í sturtunni?
Ég fer mest í bað en syng Elton
John og kraftballöður.
Hvað fær að hljóma villt og galið á
föstudagskvöldum?
Diskó og alls konar góð raftónlist
En hvað yljar þér svo á sunnudags-
morgnum?
Eitthvað gamalt og gott og íslensk
raftónlist er æði á sunnu-
dagsmorgnum. Já og
TNT með Tortoise
er mjög góð á
sunnudags-
morgnum líka.
Í mínum eyrum Björk Viggósdóttir
Elton John og
kraftballöður