Morgunblaðið - 12.04.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Í tillögu iðnaðarráðherra til þings-
ályktunar um áætlun um vernd og
orkunýtingu landsvæða er lagt til
að allar fyrirhugaðar virkjanir í
neðri hluta Þjórsár verði settar í
biðflokk. Sú ákvörðun myndi
standa þangað til áhrif virkjana á
laxgengd í ánni yrðu rannsökuð að
fullu.
Í rökstuðningi með tillögunni er
talað um að mat á umhverfisáhrif-
um vegna Urriðafossvirkjunar falli
úr gildi í ágúst 2013, ef fram-
kvæmdir verði ekki hafnar innan
þess tíma.
Þessi staðhæfing í tillögu ráð-
herra vekur athygli þegar lög um
mat á umhverfisáhrifum nr. 106/
2000 eru skoðuð. Þar segir: „Ef
framkvæmdir hefjast ekki innan
tíu ára … skal viðkomandi leyfis-
veitandi óska ákvörðunar Skipu-
lagsstofnunar um hvort endur-
skoða þurfi að hluta eða í heild
matsskýrslu framkvæmdaraðila áð-
ur en leyfi til framkvæmda er
veitt.“
Nýtt heildarmat á áhrifunum
Ráðherra virðist því gefa sér að
Skipulagsstofnun muni á næsta ári
ógilda úrskurð sinn vegna um-
hverfismatsins.
Ráðherra segir einnig í þings-
ályktunartillögu sinni: „Þar sem
ekki stendur til að sækja um eða
gefa út virkjunarleyfi fyrir ágúst
2013 er ljóst að nýtt mat á um-
hverfisáhrifum mun verða unnið
vegna virkjunarkostarins. Við það
mat munu allar nýjar upplýsingar
um áhrif á laxfiska verða teknar
með í reikninginn, þ.e. nýtt heild-
armat á umhverfisáhrifum vegna
framkvæmdarinnar.“
Ábyrgðin er leyfisveitandans
„Nei, ég myndi ekki orða það
þannig. Ég myndi segja sem svo að
ef 10 ár líða frá því að úrskurður
liggur fyrir þá þurfi að skoða mál-
ið,“ segir Stefán Thors, forstjóri
Skipulagsstofnunar, um hvort rétt
sé að tala um að umhverfismatið
falli úr gildi.
Þá segir hann það leyfisveitand-
ans að óska eftir ákvörðun um
hvort og þá hverskonar endurmat
þurfi að fara fram.
„Nei, það hefur engin ákvörðun
verið tekin,“ segir Stefán, aðspurð-
ur hvort stofnunin hafi þegar tekið
ákvörðun líkt og skilja má af texta
þingsályktunartillögunnar.
Hann sagði að ef til þess kæmi
að ákveðið yrði að hefja að hluta
eða í heild nýtt umhverfismat væri
óvíst hversu langan tíma það tæki
og færi í raun eftir því hversu
hratt framkvæmdaaðilinn myndi
vinna gögn vegna matsins og
hversu víðtækt slíkt endurmat yrði.
Engin ákvörð-
un verið tekin
Ósamræmi er í lögum um mat á
umhverfisáhrifum og þingsályktun
„Nei, það hefur
engin ákvörðun
verið tekin.“
Stefán Thors
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Lögmaður PricewaterhouseCoopers ehf. hef-
ur lagt fram kröfu á hendur slitastjórn Glitn-
is vegna málareksturs slitastjórnarinnar á
hendur félaginu fyrir dómstólum í New York
árin 2010 og 2011. Málið endaði á því að
dómari vísaði málinu frá þar sem það ætti
ekki heima hjá dómstólnum.
Krafan hljóðar upp á 82 milljónir króna
með vöxtum og innheimtukostnaði.
Ferill málsins er sá að í maí 2010 var
PwC stefnt fyrir dómstól í New York ásamt
sjö aðilum úr hópi fyrrverandi stjórnenda og
eigenda Glitnis, þar á með-
al Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni, Pálma Haraldssyni
og Lárusi Welding. Var
fyrirtækið sakað um að
hafa aðstoðað sjömenn-
ingana við að hafa með
sviksamlegum og ólögmæt-
um hætti haft út úr Glitni
banka hf. meira en tvo
milljarða bandaríkjadala.
Dómstóllinn í New
York vísaði málinu á hendur PwC frá í des-
ember 2010. Slitastjórn Glitnis tók ákvörðun
um að áfrýja niðurstöðunni til áfrýjunar-
deildar dómstólsins og hafði frest til 3. jan-
úar 2012 til að leggja fram tilskilin gögn.
„Hinn 3. janúar 2012, á lokastigi frestsins,
var kunngerð ákvörðun slitastjórnarinnar um
að falla frá áfrýjuninni,“ segir í kröfugerð
PwC og einnig: „Með öðrum orðum þýðir
þetta að slitastjórnin hélt málinu í New York
opnu í u.þ.b. eitt ár eftir að frávísunardóm-
urinn var kveðinn upp.“ Slíkt hafi haft um-
talsvert tjón í för með sér fyrir PwC, annars
vegar kostnað vegna málsvarnarinnar og
hins vegar tap á tekjum/hagnaði vegna skaða
á orðspori félagsins.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður
slitastjórnar Glitnis, segir kröfuna hafa bor-
ist slitastjórninni og að afstaða verði tekin til
hennar á fundi strax eftir helgi. Hún vildi
ekki gefa upp sína afstöðu til málsins og
sagði rétt að afstaðan yrði tilkynnt þeim sem
lýstu kröfunni á undan öðrum.
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað mál á
hendur PwC á Íslandi og verður málið þing-
fest í dag. „Eins og kemur fram í þeirri
stefnu teljum við að það sé fyrir hendi bóta-
skylda vegna þeirra aðkomu að endurskoðun
hjá bankanum og undirritun ársreikninga.
Ég held að sú stefna og það sem hefur verið
sagt um þeirra vinnubrögð lýsi alveg okkar
skoðun á því hvernig þeir unnu sína vinnu,“
segir Steinunn.
Krefjast bóta frá slitastjórn Glitnis
PwC krefur slitastjórn Glitnis um tugi milljóna í bætur vegna málshöfðunar gegn félaginu í New
York Formaður slitastjórnar segir PwC bótaskylt vegna aðkomu þess að endurskoðun Glitnis banka
Steinunn
Guðbjartsdóttir
Álftin Svandís hefur lagst á eina ferðina enn á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.
Eftir því sem best er vitað er þetta 18. árið í röð sem Svandís liggur á
hreiðri í hólmanum í tjörninni. Flest árin hafa ungarnir orðið 4 til 5. Ís-
lenskar álftir dvelja flestar á Bretlandseyjum yfir vetrarmánuðina en um
tíundi hluti hefur vetursetu á Íslandi. Samkvæmt talningum hefur álfta-
stofninn verið frá 15.000 til 19.000 fuglar hin síðari ár.
Morgunblaðið/Ómar
Svandís á sínum stað
Liggur á hreiðri á Bakkatjörn 18. árið í röð
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Í fyrsta lagi vil ég tengja þetta beint við að-
ildarviðræðurnar. Mér finnst algjörlega
ómögulegt að við séum að standa í þeim við-
ræðum á sama tíma og þetta er að gerast,“
segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, spurð út
í kröfu framkvæmdastjórnar ESB þess efnis
að hún fái aðild að málshöfðun ESA gegn ís-
lenskum stjórnvöldum vegna Icesave-
málsins. Spurð hvort hún telji að íslenskum
stjórnvöldum beri að andmæla kröfu fram-
kvæmdastjórnarinnar segir Ragnheiður Elín:
„Algjörlega,“ og bætir við: „Ég er hrædd um
að einhverjir hagsmunir
gagnvart umsókninni gætu
farið gegn hagsmunagæslu
okkar í þessu máli.“
Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra segist
telja að þetta undirstriki
veikleika hjá ESA og að
það gefi um leið Íslend-
ingum færi á að koma að
skriflegum athugasemdum
við varnir ESB áður en
munnlegur málflutningur hefst. Hann bendir
á að þetta tækifæri hefðum við ella ekki
fengið. „Á því byggist væntanlega ekki síst
sú afstaða okkar aðalmálflutningsmanns, Tim
Ward, að það sé ekki í okkar þágu að leggj-
ast gegn því að framkvæmdastjórnin hafi
þennan hátt á sinni aðkomu,“ segir Össur
sem telur jafnframt að þessi ósk ESB undir-
striki styrk þeirrar greinargerðar sem ís-
lensk stjórnvöld sendu frá sér fyrr á árinu.
Spurður hvort hann telji að slíta beri aðild-
arviðræðunum vegna kröfu framkvæmda-
stjórnarinnar segir Össur: „Nei, ég tel að
það væri til marks um vantrú Íslendinga á
sínum eigin röksemdum ef við óttumst svo
rök og aðkomu framkvæmdastjórnarinnar að
við myndum rjúka til og hætta samninga-
viðræðum um óskyldan þátt, þ.e. aðild að
ESB.“
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanrík-
ismálanefndar, segir að þegar Tim Ward
kom á fund nefndarinnar fyrir nokkru og
gerði grein fyrir undirbúningi málsins hefði
verið ljóst að óskað yrði eftir meðalgöngu af
hálfu ESB. „Þannig að það er ekkert sem
kemur okkur á óvart í því,“ segir Árni.
Óheppilegt að vera í viðræðum
„Að vera í viðræðum við ESB á meðan það
gengur fram með þessum hætti gagnvart Ís-
landi er mjög óheppilegt og enn ein áminn-
ing um að eðlilegast væri að gera hlé á þess-
um viðræðum á meðan öll þessi óvissa ríkir
um ESB og samskipti við það,“ segir Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins.
ESB vill fá aðild að Icesave-málinu
Össur
Skarphéðinsson
Utanríkisráðherra telur tækifæri vera fólgið í þessu og að ekki sé rétt að slíta aðildarviðræðunum
Brot sautján öku-
manna voru
mynduð á Ása-
braut í Garðabæ
í gær. Í tilkynn-
ingu frá lögregl-
unni á höfuð-
borgarsvæðinu
segir að fylgst
hafi verið með
ökutækjum sem
var ekið eftir
Ásabraut í norðurátt, við Birkiás. Á
einni klukkustund, fyrir hádegi, fór
31 ökutæki þessa akstursleið og því
ók meirihluti ökumanna, eða 55%,
of hratt eða yfir afskiptahraða.
Meðalhraði hinna brotlegu var 45
km/klst. en þarna er 30 km há-
markshraði. Sá sem hraðast ók
mældist á 51 km/klst.
Þessi vakt lögreglunnar á Ása-
braut er liður í umferðareftirliti
hennar á höfuðborgarsvæðinu. Við
fyrri hraðamælingar lögreglunnar
á þessum stað hefur brotahlutfallið
verið 50-65%.
55% ökumanna óku
of hratt á Ásabraut
í Garðabæ í gær
Brot Lögreglan
að störfum.
Rithöfundurinn
Einar Már Guð-
mundsson tók í
gærkvöldi við
Norrænu bók-
mennta-
verðlaunum
Sænsku aka-
demíunnar.
Verðlaunin,
sem eru stundum
kölluð Litli Nób-
elinn, hafa verið veitt árlega frá
1986. Einar Már er þriðji Íslending-
urinn sem hlýtur verðlaunin, Thor
Vilhjálmsson fékk þau árið 1992 og
Guðbergur Bergsson árið 2004.
Einar Már tók við
„Litla Nóbelnum“
Einar Már
Guðmundsson