Morgunblaðið - 12.04.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Síðasta vetrardag í fyrra var skrifað
undir samning um rekstur hótels í
gamla Slipphúsinu við Mýrargötu í
Reykjavík og ári síðar tekur Ice-
landair Hótel Reykjavík Marina á
móti fyrstu næturgestunum í hús-
inu. Bjartsýni, gætu einhverjir hafa
sagt, en raunsætt mat, sögðu eig-
endur hússins, smiðirnir og bygg-
ingastjórarnir Einar Ágústsson og
Jens Sandholt, og segja enn.
Félagarnir hafa unnið saman í
rúman aldarfjórðung. Þeir stofnuðu
verktakafyrirtækið JE Skjanna
byggingaverktaka 1996 og hafa
meðal annars stjórnað fram-
kvæmdum við Árbæjarlaug, Sjóvár-
húsið við Kringluna, Sóltúnsbygg-
ingarnar, nýju Lýsisverksmiðjuna
og vöruhótel Eimskips. Þeir segja að
til að byrja með hafi þeir leigt út
Slipphúsið enda ekki almennilega
séð drauminn rætast.
Slippurinn mikilvægur
„Okkur fannst Slippurinn eyði-
leggja allt í sambandi við hótel, en
svo fórum við að horfa jákvætt á um-
hverfið,“ segir Einar. „Þetta er eina
hótelið í heiminum þar sem gestir
eru í svona nánu sambandi við skip í
slipp.“
Aðalinngangurinn snýr einmitt út
að slippnum þar sem nú eru Þerney
RE og Sighvatur Bjarnason VE.
Portúgalinn Tetro og Ómar Jón-
asson eru að koma gömlum myndum
frá svæðinu fyrir í herbergjum og
Ómar bendir á eina þeirra. „Hérna
er Bjarni Ólafsson AK og því fer vel
á því að afkvæmið Sighvatur sé í
slipp,“ segir hann gegnsýrður af um-
hverfinu.
Þó búið sé að gera húsið upp er
ýmislegt látið halda sér, eins og til
dæmis lofthæð, styrktarbitar í lofti,
grófir veggir og viðarklæðning. Til
að minna enn frekar á umhverfið eru
fjögur myndræn þemu til skiptis í
herbergjunum. Eitt minnir á síld-
veiðar, annað á þara, það þriðja á
gerð hnúta og það fjórða sýnir götu-
mynd af Reykjavík og nágrenni.
Félagarnir segja að vinnan hafi
gengið snurðulaust fyrir sig. Helsta
vandamálið hafi verið að þurfa að
kljást við skipulag Faxaflóahafna
annars vegar og skipulag Reykjavík-
urborgar hins vegar, að fá forsvars-
menn beggja til að vera sammála um
framkvæmdina.
Norðurhlið hótelsins snýr að
slippnum og þó hann hafi verið þyrn-
ir í augum til að byrja með eru eig-
endurnir ánægðir með nágrannana.
Þeir segja að sjávarútvegstengingin
sé mikilvæg og starfsemin við höfn-
ina komi öllum til góða. Hótelið tengi
næsta umhverfi enn betur við Sjó-
minjasafnið á Grandanum enda sé
gert ráð fyrir gönguleið á milli þess
og slippsins.
Ekki hefur verið mikið um fram-
kvæmdir í borginni undanfarin miss-
eri og því er ánægjulegt að sjá
draum verktaka verða að veruleika.
„Það voru ekki margir sem hvöttu
okkur til dáða,“ segir Jens og Einar
tekur í sama streng. Hins vegar taka
þeir fram að þeir hafi verið mjög
heppnir með starfsmenn og sam-
starfsfyrirtæki. Fyrir vikið sjá þeir
til sólar og horfa bjartsýnir fram á
veg. „Við stefnum að því að lækka í
forgjöf,“ segja þeir en vilja samt tala
sem minnst um golfið og segja nóg
að gera í öðrum verkefnum.
Næst á að lækka forgjöfina
Eigendur gamla Slipphússins í Reykjavík hafa breytt því í hótel og skila því fullbúnu í næstu viku
Icelandair Hótel Reykjavík Marina býður nánast upp á snertingu við skip í slipp í miðbænum
Morgunblaðið/RAX
Inngangur Gengið er inn á Icelandair Hótel Reykjavík Marina gegnt skipum í slippnum og er það örugglega einsdæmi í heiminum.
Þema Fjögur myndræn þemu eru í herbergjunum. Eitt minnir á síldveiðar. Veitingastaður Á jarðhæð nýja hótelsins verður hægt að snæða eftir helgi.
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Töluverðrar óánægju hefur gætt í þjóðfélaginu
í kjölfar þess að leikir íslenska landsliðsins í
handknattleik í undankeppni fyrir Ólympíu-
leikana voru sýndir í lokaðri dagskrá. 365 miðl-
ar keyptu sýningarréttinn á leikjunum sem
fóru fram um síðustu helgi. 365 miðlar hafa í
auknum mæli beint spjótum sínum að stórmót-
um sem „strákarnir okkar“ hafa tekið þátt í á
undanförnum árum. Stöð 2 sport var til að
mynda með réttinn á HM í Svíþjóð 2011, auk
þess sem stöðin hefur þegar tryggt sér réttinn
á HM karla á Spáni sem fram fer í janúar á
næsta ári.
Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri
HSÍ, segir málið ekki snúa beint að samband-
inu. „Vinnulagið er þannig að IHF eða EHF
selja sjónvarpsréttinn yfirleitt til markaðsfyr-
irtækja sem áfram selja
réttinn til sjónvarpsstöðva
sem hafa áhuga í viðkom-
andi landi. Við höfum aldrei
verið spurðir um eitt eða
neitt af alþjóðasamböndun-
um varðandi þessa sjón-
varpssamninga. Maður hef-
ur heyrt út undan sér að
peningar séu það sem ráði
för við sölu á sjónvarpsrétt-
inum.“
HSÍ hefur orðið vart við töluverða óánægju
landsmanna með fyrirkomulagið eins og það
var t.a.m. um síðustu helgi. Einar ítrekar að
HSÍ hafi ekkert um málið að segja. „Það virðist
algengur misskilningur meðal fólks að við höf-
um eitthvað með málið að gera. Margir hafa
komið að máli við okkur og spurt hvernig
standi á því að leikirnir séu sýndir í læstri dag-
skrá.“ Handknattleiks-
landslið karla hefur í gegn-
um tíðina notið mikilla
vinsælda og hafa margir
áhyggjur af þeirri þróun að
leikir liðsins séu í auknum
mæli í læstri dagskrá.
Ekki erindi sem erfiði
RÚV gerði tilraunir til að
kaupa réttinn á leikjunum í
undankeppni Ólympíuleik-
anna en hafði ekki erindi sem erfiði. „Við gerð-
um eins og venjulega og buðum það sem okkur
þótti réttlætanlegt að bjóða en annar aðili hef-
ur væntanlega boðið hærra og því fór sem fór.
Hins vegar eigum við réttinn á Ólympíuleik-
unum sjálfum og munum þar fylgja íslenska
liðinu eftir,“ segir Páll Magnússon útvarps-
stjóri.
Á síðasta ári keypti 365 sýningarréttinn á
HM 2011 sem og fyrir HM 2013 í einum pakka
og því liggur fyrir að keppnin á næsta ári verð-
ur sýnd í lokaðri dagskrá. „Auðvitað reyndum
við allt sem í okkar valdi stóð til að tryggja
okkur réttinn á þessum keppnum. Meira að
segja gerðum við 365 tilboð fyrir HM 2011. Það
getur vel verið að við reynum að bjóða þeim
einhverskonar samstarf fyrir HM 2013,“ segir
Páll. Hann bætir við að grundvallarstefna
RÚV sé að reyna að fylgja eftir íslenskum
landsliðum í alþjóðlegri keppni og boðið sé í
sýningarréttindi í samræmi við þá stefnu, hins
vegar geti brugðið til beggja vona þegar slík
réttindi séu á opnum markaði. Páll segir að
eitthvað hafi borið á kvörtunum í aðdraganda
leikjanna nú um helgina. „Fólk er auðvitað
óánægt og það erum við líka. Við höfum marg-
lýst því yfir að íslensk landslið í alþjóðlegri
keppni eigi ekki heima í læstri dagskrá.“
Strákarnir okkar í læstri dagskrá
Íslensk landslið í alþjóðlegri keppni eiga ekki heima í læstri dagskrá að mati útvarpsstjóra HSÍ
hefur ekkert með málið að gera 365 með sýningarréttinn á HM karla á Spáni í janúar á næsta ári
Einar
Þorvarðarson
Páll
Magnússon