Morgunblaðið - 12.04.2012, Side 10

Morgunblaðið - 12.04.2012, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 Ný ju ng ! Ljótur frá MS er bragðmikill og spennandi blámygluostur. Láttu hann koma þér á óvart og dæmdu hann eftir bragðinu. Ljótur að utan – ljúfur að innan Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Þ að er nokkuð magnað að stíga inn í heim guðanna í nýju sýningarrými í Víkingaheimum þar sem sýningunni Örlögum guðanna hefur verið fundinn staður. Í heyrnartólum hljómar seiðandi tón- list Hilmars Arnar Hilmarssonar, þokuslæðingur í sýningarrýminu framkallar dulúðuga stemningu og leiðsögn kemur manni að efninu og leiðir um sýninguna. Aðgangseyrir ætti ekki að fæla neinn frá, því hon- um er haldið í lágmarki og frítt er fyrir börn 14 ára og yngri. Leiðsögn- in er til á nokkrum tungumálum. U-beygja eftir hrun Sýningin Örlög guðanna er sam- starfsverkefni Ingunnar Aldís- ardóttur þjóðfræðings og Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur myndlist- arkonu. Sýningin hófst í Hveragerði en U-beygja og óumflýjanleg örlög urðu þess valdandi að henni var fund- inn staður í Víkingaheimum. „Það stóð til að koma á fót mikilli sýningu eða svokölluðu „Theme park“ hér á landi um norrænu goðafræðina og var fjármögnun á því dæmi svo til í höfn þegar hrunið varð og ekkert varð úr verkefninu. Þeir aðilar sem að því stóðu vildu þó ekki gefa hug- mynd um sýningu um norræna goða- fræði alveg upp á bátinn og var því haft samband við mig og ég fengin til að setja fram hugmynd um hvernig mætti gera eitthvað slíkt þótt í mun smærri mæli væri,“ sagði Ingunn Al- dísardóttir, sýningarstjóri og annar höfunda Örlaga guðanna, í samtali við blaðamann. Ingunn hafði í fram- haldi samband við Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur myndlistarkonu en saman höfðu þær unnið að sam- nefndri bók, sem Mál og menn- ing gaf út árið 2008. Sýningin í Víkingaheimum er þó ekki unnin upp úr bókinni, þótt efniviðurinn sé sá sami. Til Reykjanesbæjar eftir brotlendingu Sýning Ingunnar og Krist- ínar Rögnu var upphaflega sett upp í Eden í Hveragerði, þar sem koma átti á fót eins konar setri um norræna goðafræði og var gefið nafnið Iðavellir. Fjárhagslegur Litgleði og dulúð í Víkingaheimum Örlög guðanna er heiti á sýningu tengdri norrænni goðafræði sem nýverið var opnuð í Víkingaheimum. Ingunn Aldísardóttir þjóðfræðingur og Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarkona eru höfundar sýningarinnar. Eineygður Óðinn og hrafnar hans og sagnabrunnar, Huginn og Muninn. Atgangur Það er farsælast að reita ekki jötna til reiði. Vefsíðan eða bloggið cherry blossom world er skemmtileg síða fyrir fag- urkera sem finnst gaman að fylgjast með og skoða tísku og hönnun. Á síð- unni er að finna skemmtilegar lausnir fyrir heimilið. Þar á meðal er að festa saman tímaritabunka með tveimur beltum í ólíkum lit og nota sem nátt- borð eða lítið innskotsborð. Blogg- arinn gefur líka fallegar hugmyndir að borðskrauti og því sem henni finnst sniðugt og fyndið í flokk sem kallast: fyndið í dag eða það sem læt- ur mér líða vel í dag. Á cherry blos- som world er líka að finna ótal tengla inn á vefsíður tengdar hönnun og tísku. Höfundur síðunnar segir hana vera sína uppsprettu innblásturs í líf- inu. Hér setji hún inn ljósmyndir og hugleiðingar um allt það er snýr að tísku og hönnun. Skemmtileg síða með fallegum myndum sem vert er að líta á. Vefsíðan www.cherry-blossom-world.blogspot.com Blómstrandi Síðan heitir hið sama og hin fallegu kirsuberjatré í Japan. Uppspretta hugmynda AFP Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Bókin Örlög guðanna var tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna árið 2008 og myndverk úr henni voru sýnd í Þjóðminjasafninu. Kristín Ragna hlaut myndskreytiverðlaun Dimmalimm árið 2008 fyrir verkið og fékk viðurkenningu frá FÍT. Efni sýn- ingarinnar er komið frá Snorra-Eddu og Eddukvæð- unum en Ingunn laumar inn í textann ofurlitlum fræðilegum upplýsingumar svo lítið beri á, enda hennar sérsvið. Páll Ragnarsson, yfirljósameistari í Hörpu, hannaði lýsinguna í Örlögum guðanna. Ljós- in skipta miklu máli fyrir stemninguna og setja svip á þann heim sem þarna er reynt að lýsa. Fjölmargir aðrir komu að uppsetningu, m.a. smiðir. Ljósin skipta miklu máli ÖRLÖG GUÐANNA Annað erindi um persónur í Njálu verður flutt kl. 17:30 í dag í Bókasafn- inu í Hveragerði. Þá fjallar Bjarni Ei- ríkur Sigurðsson sögumaður um Flosa Þórðarson, sem einnig er nefndur Brennu-Flosi. Erindið tengist sýningu á myndverkum Þórhildar Jónsdóttur af persónum í Njálu en síðasti sýningardagur er í dag. Mynd- irnar eru í eigu Bjarna Eiríks Sigurðs- sonar en þær eru unnar eftir lýs- ingum hans gegnum síma á persónum Njálu eins og hann taldi að þær hefðu getað litið út í lifanda lífi. Bjarni Eiríkur er þekktur fyrir Njáluerindi sín í Sögusetrinu á Hvols- velli og víðar, en hann hefur búið bæði í Hveragerði og Ölfusi. Þórhild- ur er fædd að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð. Hún stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands 1968-1972 og hefur síðan starfað við grafíska hönnun og málun. Síðustu 25 ár hefur hún rekið eigin vinnu- stofu, Auglýsingastofu Þórhildar. Þórhildur fæst m.a. við olíu-, vatns- lita- og pastelmyndir, blek-, krítar- og tölvuteikningar, en myndirnar á sýn- ingunni eru einmitt unnar með hjálp tölvutækni. Allir eru velkomnir og verður kaffi og spjall í boði eftir er- indið. Erindi um persónur í Njálu Njáll Mynd Þórhildar Jónsdóttur. Brennu-Flosi á bókasafninu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.