Morgunblaðið - 12.04.2012, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
Þrettán milljónir króna höfðu í
gær safnast hér á landi í neyð-
arsöfnun UNICEF vegna hung-
ursneyðar á svonefndu Sahel-
svæði í Afríku.
„Við erum afar þakklát fyrir
stuðninginn og traustið,“ segir
Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi UNICEF á Íslandi. Að
sögn samtakanna er um ein millj-
ón barna í lífshættu vegna bráða-
vannæringar.
Sigríður segir að með þessum
peningum sé hægt að kaupa víta-
mínbætt jarðhnetumauk, sem sé
fullt af próteinum og snefilefnum.
Með framlögum frá Íslandi geti
UNICEF útvegað um 214.000
skammta af þessari fæðu.
Söfnunarsímanúmer UNICEF
eru: 908-1000 (1.000 krónur),
908-3000 (3.000 krónur) og
908-5000 (5.000 krónur).
Einnig má styrkja neyðarstarfið
í gegnum heimasíðu UNICEF á Ís-
landi eða með því að leggja inn á
neyðarreikning samtakanna: 701-
26-102040 (kt. 481203-2950).
Íslendingar hafa gefið
13 milljónir í söfnun
AFP
Á þurrkasvæðinu Börn í Níger, einu landanna á Sahel-svæðinu, aðstoða móður sína í jurtagarði.
Ari Trausti Guð-
mundsson jarð-
vísindamaður
segir í frétta-
tilkynningu sem
barst frá honum í
gær að ákvörðun
hans um framboð
til embættis for-
seta Íslands verði
kynnt á blaða-
mannafundi á
sumardaginn fyrsta, 19. apríl næst-
komandi.
„Við hjónin höfum unnið að því
að taka endanlega ákvörðun um
framboð til embættis forseta Ís-
lands. Ákvörðunin verður tilkynnt
á blaðamannafundi á sumardaginn
fyrsta, 19. apríl. Stað og stund til-
kynnum við undir miðja næstu
viku,“ segir í tilkynningu Ara
Trausta.
Tilkynnir ákvörðun
um framboð til for-
seta í næstu viku
Ari Trausti
Guðmundsson
Íslenska menningarhátíðin Air
d’Islande er hafin í Frakklandi og
stendur til 15. apríl. Er þetta fjórða
árið í röð sem hátíðin er haldin.
Auk hefðbundinnar dagskrár í
París er boðið upp á íslenska menn-
ingarviðburði í bænum Chessy-Sur-
Marne, meðal annars tónleika með
For a Minor Reflection og sýningu
á kvikmyndinni Ikingut eftir Gísla
Snæ Erlingsson. Frumkvæðið að
þessari nýjung kom frá bæjarstjórn
Chessy.
Í París mun Rúrí meðal annars
sýna verk sín og haldnir verða tón-
leikar á Point Ephémère helgina
14.-15. apríl. Þar koma fram For a
Minor Reflection, Reykjavík!, ki-
mono, Kría Brekkan, Lazyblood og
Snorri Helgason.
Heimildarmyndir um tónlist
Íslenskar kvikmyndir verða
sýndar á hátíðinni í París, þar á
meðal bíómyndirnar Brim og
Mamma Gógó auk fjölda stutt-
mynda eftir íslenska leikstjóra.
Einnig verða sýndar margar heim-
ildarmyndir sem fjalla um tónlist,
meðal annars Amma Lo-Fi, Reykja-
vík rafmögnuð og Sigur Rósar-
myndirnar Inni og HeimaAir d’Isl-
ande er haldin í samstarfi við ís-
lenska sendiráðið í París,
Icelandair, Inspired by Iceland og
Höfuðborgarstofu.
Íslensk menning-
arhátíð í fjórða
sinn í Frakklandi
Hjaltalín Hljómsveitin kom fram á hátíð-
inni Air d’Islande í Frakklandi í fyrra.