Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það er alveg skelfilegt að horfa upp
á allan þennan fisk sem er ekki
veiddur. Maður er gráti nær,“ sagði
Jón Kristjánsson fiskifræðingur.
Hann fór í róður
með Sindra RE í
vetur þegar
veiddist sem
mest af þorski í
Kollafirði, stein-
snar frá Reykja-
vík. Það var ekki
fyrsta sjóferð
Jóns með Sindra
RE. Hann fór
m.a. í róður vet-
urinn 2009 og
setti myndskeið úr honum inn á
YouTube/fiskimyndir. Jón er að
klippa myndskeið úr róðrinum í vet-
ur og mun einnig birta það á vefnum.
Hann segir að mikil þorskgengnd á
Kollafirði sé ekki einsdæmi.
„Það er árviss hrygningarganga
af þorski þarna,“ sagði Jón. „Hann
hefur fiskað þarna lengi hann nafni
minn [Jón Sigurðsson á Sindra RE].
Það var mjög mikill þorskur í fyrra
en þetta var í fyrsta skiptið sem
hann lét netin ekki liggja yfir nótt.
Hann fékk sér ekki einu sinni kaffi á
milli þess sem hann lagði og dró.“
Jón segir að þessi stóri þorskur
hrygni yfirleitt ekki nema einu sinni
um ævina, eins og komi fram í bók
Jóns Jónssonar fiskifræðings, Haf-
rannsóknir við Ísland, II. bindi.
„Litli þorskurinn hrygnir oftar en
einu sinni en þessi stóri þorskur
eyðir svo mikilli orku í hrygninguna
að hann getur ekki náð sér eftir
hana. Við erum að tapa þessum
fiski,“ sagði Jón. Hann skrifaði
bloggfærslu um hrygningu stór-
þorsksins (fiski.blog.is) og segir að
með því að veiða svona lítið af þess-
um fiski séum við að kasta frá okkur
100-200 þúsund tonnum af fiski sem
vertíðir skiluðu á árum áður.
„Mest af þessum risaþorski er að
ganga til hrygningar í fyrsta sinn og
hrygningarafföllin eru um 80%. Það
er því ekki verið að spara neitt með
því að veiða svona lítið. Það sem ekki
er veitt, tapast,“ skrifar Jón.
„Erum að tapa þessum fiski“
Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að stóri þorskurinn hrygni yfirleitt bara einu sinni á ævinni
Hann telur að við séum að kasta frá okkur 100-200 þúsund tonnum af þorski á hverri vertíð
Ljósmyndir/Jón Kristjánsson
Skipstjórinn Kristján Páll Ström Jónsson greiddi spriklandi stórþorskana úr netunum og blóðgaði. Fiskarnir voru á bilinu 10-30 kíló að þyngd stykkið.
Jón
Kristjánsson
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið úr róðri.
20% afsláttur
dagana 12. apríl - 12. maí
Jón Sigurðsson, fiskverkandi og útgerð-
armaður, og Kristján Páll Ström Jóns-
son skipstjóri hafa verið saman til sjós á
Sindra RE 46 í um tuttugu ár. Þeir róa
frá Reykjavík og vinna sjálfir aflann í
fiskverkuninni Sindrafiski, sem er í
gömlu verbúðunum við Reykjavíkur-
höfn. Jón miðar veiðina við það sem þeir
ráða við að vinna á einum til tveimur
dögum eftir hvern róður. Þeir flaka,
fletja, salta og frysta aflann, hirða lifur
og hrogn og skera gellur og kinnar.
Stundum er eitthvað af aflanum sett á
markað ef þannig stendur á. Saltfisk-
urinn sem þeir verka er bæði fluttur út
og eins seldur hér innanlands, m.a. til
veitingastaða. En hvernig er afkoman?
„Við höfum svona þokkalegt iðnaðar-
mannakaup út úr þessu. Að vísu er ég
hættur á launum því ég er orðinn svo
gamall, 75 ára,“ sagði Jón.
Sindri RE 46 er 8,3 brúttórúmlesta
yfirbyggður plastbátur, smíðaður á
Skagaströnd árið 1977. Jón lét smíða
bátinn og hefur gert hann út alla tíð eða í
tæp 35 ár. Fram að því hafði hann verið
hjá Hafrannsóknastofnuninni í um tíu ár
sem rannsóknamaður og vann mikið
með fiskifræðingunum Jakobi Jak-
obssyni og Hjálmari Vilhjálmssyni og fór
oft með í leiðangra á hafrannsóknaskip-
unum. Áður en Jón gerðist rannsókna-
maður var hann til sjós á stærri bátum
frá Akranesi, oft sem stýrimaður.
Saman til sjós í 20 ár
SINDRI RE 46
Sindri RE Báturinn var smíðaður 1977 og hefur verið gerður út frá Reykjavík síðan.
Bæjarráð Bolungarvíkur bókaði ný-
verið hörð mótmæli gegn fyrirhug-
uðu frumvarpi sjávarútvegsráðherra
um veiðigjald.
Í bókuninni segir að hefði frum-
varpið orðið að lögum árið 2010
hefðu átta stærstu útgerðirnar í
bænum samtals greitt 438 milljónir í
veiðigjald. Það sé hærri upphæð en
sem nemur öllum skatttekjum sveit-
arfélagsins það ár. Ekki sé gert ráð
fyrir að gjaldið renni til sveitarfé-
lagsins og því sé um að ræða beinan
tilflutning á fjármunum frá bænum
til ríkisins. Upphæðin nemi hálfri
milljón króna á hvern íbúa sveitarfé-
lagsins.
Segir í bókuninni að Bolvíkingar
hafi á undanförnum tveimur áratug-
um gengið í gegnum algjöra endur-
skipulagningu á sjávarútvegi sínum
og megi segja að nánast allar afla-
heimildir í sveitarfélaginu hafi verið
keyptar eftir að sveitarfélagið var
nánast orðið kvótalaust. Stærstur
hluti aflaheimilda hafi verið keyptur á
síðustu 10 árum.
Forsendur frumvarpsins geri ráð
fyrir „sýndarveröld“ þar sem m.a. sé
gert ráð fyrir að skuldbindingar sjáv-
arútvegsfyrirtækja liggi eingöngu í
fastafjármunum, þ.e. vélum, skipum
og húsakosti. Þetta sé alrangt. Í
mörgum tilfellum séu einungis 1-20%
skuldbindinganna vegna fasta-
fjármuna en 80-90% vegna kaupa á
aflaheimildum.
Kjör sjómanna munu versna
Þá hefur fundur í stjórn Farmanna-
og fiskimannasambands Íslands og
Félagi skipstjórnarmanna mótmælt
harðlega framkomnum frumvörpum
um stjórn fiskveiða og um veiðigjöld.
„Verði þessi frumvörp, sem eru
unnin án alls samráðs við atvinnu-
greinina, að lögum, munu þau við-
halda og jafnvel auka ósætti innan
greinarinnar með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum. Með skerð-
ingum aflaheimilda munu kjör sjó-
manna versna verulega og
leigubrask sem stjórnvöld ætla nú
að takast á hendur mun aukast. Til
viðbótar við þá skerðingu sem
stjórnvöld stóðu fyrir með afnámi
sjómannaafsláttar er þetta fráleitt
framferði gagnvart einni starfs-
stétt og sýnir í hnotskurn hvaða
hug ríkjandi stjórnvöld bera til
þeirrar starfsgreinar sem mestu
hefur skilað við að draga vagn
þjóðarbúskaparins, við að skapa
útflutningsverðmæti á erfiðum
tímum undanfarin misseri,“ segir í
ályktun félaganna.
Veiðigjald hálf milljón á mann
Bolvíkingar mótmæla harðlega frumvarpi um veiðigjald