Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 KYNNINGARTILBOÐ Á FLOORMUFFLER Tilboðsverð: 790 kr. pr. m2 Fullt verð: 1.313 kr. pr. m2 ALLT Í DÚNALOGN The FloorMufflertm er verkfræðilegt undur, hannað til að mæta og fara fram úr kröfum markaðarins um hljóðdempun og pressu. Meðan birgðir endast Heimsins besta parketundirlag fæst nú á Íslandi • Hentar bæði í fljótandi lögn og til niðurlímingar • Framúrskarandi kostur fyrir samlímt, gegnheilt, eða harðparket • 21db hljóðdempun milli hæða • 33% dempun í rými • Verndar og minnkar álag á allar læsingar parkets eða harðparkets • Mesta pressa sem um getur eða 1/10 úr mm • Dúkurinn er léttur, sterkur og meðfærilegur í notkun • Dúkurinn er einstaklega rakaþolinn og þarf ekki rakaþolið plast undir Parketbúðin ehf · Smiðjuvegi 6, rauð gata · 200 Kópavogi · Sími: 567 7777www.parketbudin.is ÞAÐ DETTUR áfram í fastanefndinni og gert er ráð fyrir því að hann taki við forseta- embættinu af Hu. Sigur fyrir forsetann og forsætisráðherrann Bo Xilai hafði verið spáð sæti í fastanefndinni þar til tilkynnt var í síðasta mánuði að honum hefði verið vikið frá sem leiðtoga komm- únistaflokksins í Chongqing. Nú í vikunni var honum síðan vikið úr stjórnmálaráðinu. Ennfremur var tilkynnt að eiginkona hans, Gu Kailai, hefði verið handtekin vegna gruns um að hún væri viðriðin morð á Neil Heywood, breskum kaup- sýslumanni sem mun hafa verið myrtur í Chongqing í nóvember. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði að Gu og samstarfsmaður hennar væru grunuð um morðið og talið væri að rekja mætti það til deilu um „viðskiptahagsmuni“. Að sögn fréttastofunnar sætir Bo Xilai rannsókn vegna „alvarlegra aga- brota sem skaða málstaðinn og ímynd flokksins og ríkisins“. Þegar kínverskir embættismenn eru sak- aðir um „alvarleg agabrot“ er yfir- leitt átt við spillingu. Sérfræðingar í málefnum Kína telja að brottvikning Bo Xilai og handtaka eiginkonu hans eigi ræt- ur að rekja til valdabaráttu í flokknum fyrir uppstokkunina í haust. „Þetta snýst ekki aðeins um spillingu, þetta er meiriháttar barátta í forystusveitinni um hver eigi að stjórna landinu,“ hefur frétta- stofan AFP eftir Pat- rick Chovanec, prófessor við Tsing- hua-háskóla í Peking. Fréttaskýrendur segja að Bo Xilai hafi tilheyrt fylkingu sem kölluð hef- ur verið „smáprinsarnir“ og sögð er hafa tekist á um völdin við fylkingu undir forystu Hu forseta og Wens forsætisráðherra. Brottvikning Bo er því álitin sigur fyrir þá Hu og Wen sem hafa beitt sér fyrir efna- hagslegum umbótum í Kína. Prófsteinn á stjórnkerfið Bo Xilai hafði skorið upp herör gegn spillingu í Chongqing og staðið fyrir herferð sem þótti minna á menningarbyltinguna í valdatíð Maós Tse Tung. Herferðin fólst m.a. í því að embættismenn voru sendir í endurhæfingarvinnu í sveitunum og starfsmenn fyrirtækja látnir syngja byltingarsöngva. Frjálslyndari mönnum í forystusveit flokksins þótti hann ganga of langt í herferð- inni. Daniel Lynch, sérfræðingur í kín- verskum stjórnmálum við Háskóla Suður-Kaliforníu, telur að mál Bo og eiginkonu hans geti verið prófsteinn á styrk kínverska stjórnkerfisins. „Ef í ljós kemur að Bo og Gu séu í raun sek um svívirðilega glæpi getur flokkurinn eflt stjórnkerfið með því að halda því fram að brottvikningin og hugsanleg saksókn sanni að í Kína sé enginn hafinn yfir lögin,“ hefur AFP eftir Lynch. „Þetta getur á hinn bóginn skaðað stjórnkerfið ef ásakanirnar reynast standa á veik- um grunni, eða ef margir draga þá ályktun að Bo og Gu hafi orðið fyrir ósanngjarnri árás í valdabaráttu milli fylkinga.“ á harða valdabaráttu Bandaríska fyrirtækið Terrafugia hefur hannað flugbíl og segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að hann verði settur á markað innan árs. Átta mínútna reynsluflug farar- tækisins gekk vel, að sögn stjórn- enda fyrirtækisins. „Með þessu flugi hefur hópurinn sýnt að við getum látið drauminn rætast, draum sem álitinn var ógerningur,“ sagði stofnandi Terrafugia, Carl Dietrich. Flugbíllinn á að kosta 279.000 dollara, jafnvirði tæpra 36 milljóna króna. Um 100 flugbílar hafa þegar verið pantaðir. Fyrirtækið vonar að slík farartæki verði orðin fremur algeng eftir 10-15 ár. Hægt er að leggja vængi bílsins saman og hann kemst þá fyrir í venjulegum bílskúr. Farartækið þarf 762 metra langa flugbraut til að hefja sig til flugs, að sögn frétta- stofunnar AFP. Estudio R. Carrera fyrir BÍLL SEM GETUR FLOGIÐ Heimild: www.terrafugia.com Sæti fyrir tvo í stjórnklefa Þriggja blaða skrúfa Vængir sem geta lagst saman Flugvélin breytist í bíl á 30 sekúndum þegar vængirnir leggjast saman Hámarkshraði Eldsneytiseyðsla Drægi Vænghaf Lengd Í FLUGI 185 km/klst 8,4 lítrar á 100 km 787 km 8m 6m Í AKSTRI 104 km/klst 6,7 lítrar á 100 km 1.296 km 2,3 m 6 m Þeir sem eru ekki með flugmanns- skírteini þurfa að taka flugpróf til að geta flogið bílnum Vél Ein 100 hestafla vél knýr skrúfuna í flugi og afturhjól bílsins þegar honum er ekið Flugbíll senn á markað Þegar Neil Heywood, 41 árs breskur kaupsýslumaður, fannst látinn á hótelherbergi í Chongqing í nóvember sögðu kínverskir lögreglumenn að hann hefði dáið vegna „ofneyslu áfengis“. Þeir sögðu breska ræðismanninum í borginni að líkið hefði þegar verið brennt án þess að það hafi verið krufið. Að sögn Financial Times töldu margir vinir Heywoods þessa skýringu mjög grun- samlega vegna þess að hann hefði alltaf drukkið í hófi. Fjöl- skylda hans taldi þó líklegt að hann hefði dáið úr hjartaáfalli, eins og faðir hans fyrir átta ár- um. Þetta breyttist hins vegar þegar Wang Lijun, lögreglustjóri Chongqing, fór á skrifstofu bandarísks ræðismanns í febr- úar og óskaði eftir hæli í Bandaríkjunum vegna þess að hann óttaðist um líf sitt. Hann féllst á að fara til Peking og hermt er að hann hafi sagt lögreglunni að eitrað hafi verið fyrir Heywood. Eitrað fyrir Heywood? DULARFULLUR DAUÐDAGI Bo Xilai

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.