Morgunblaðið - 12.04.2012, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eftir langaeyðimerk-urgöngu
hafði valdaþorsti
Steingríms J. Sig-
fússonar heltekið
hann. Hann taldi
Geir H. Haarde,
formann Sjálfstæðisflokksins,
hafa hryggbrotið sig í tvígang
í viðræðum um samstarf. Þeg-
ar ístöðuleysi og ótti eftir
bankahrun leiddi til flótta
Samfylkingar úr ríkisstjórn
með Sjálfstæðisflokki opn-
aðist loks leið fyrir Steingrím
og flokk hans inn í ríkisstjórn.
Svo sannarlega er ekkert að
því að flokksformaður vilji
tryggja sér og flokki sínum
aðstöðu við ríkisstjórnarborð.
Þar með fást langþráð tæki-
færi til að koma stefnumálum
flokks áleiðis, lögbinda mik-
ilvæga þætti og beita fjár-
málastjórn ríkisins í átt að
eigin stefnu og væntingum
sinna kjósenda. En valda-
þorstinn og hin langa útivist
frá kontórunum, þar sem síð-
asta orð stjórnmálanna er
vistað, ruglaði dómgreind for-
manns Vinstri grænna alvar-
lega. Hann áttaði sig ekki á
því að Samfylkingin vildi allt
til vinna að fá að vera áfram í
ríkisstjórn. Samstarf við hana
fékkst ekki aðeins á niður-
greiddu verði. Það fékkst á
brunaútsölu í orðsins fyllstu
merkingu.
Henni datt aldrei í hug að
formaður VG myndi sam-
þykkja allt í senn, að Samfylk-
ingin, illa löskuð eftir hrun og
alræmt dekur við útrásarvík-
inga, yrði stórlega yfirborguð
fyrir stjórnarsamstarf. Það
var ekki nóg með að hún
skyldi fá ákjósanlegt tækifæri
í nýrri ríkisstjórn til að kenna
Sjálfstæðisflokknum um allt
sem miður hafði farið hjá síð-
ustu stjórn og draga formann
þess flokks einan fyrir Lands-
dóm. Hún skyldi að auki fá
forystu í ríkisstjórninni, for-
setaembætti þingsins og utan-
ríkisráðuneytið. Þess utan
skyldi hún einnig fá það sem
óhugsandi var. Hún skyldi fá
samþykkt Alþingis fyrir því
að Ísland leitaði þegar eftir
inngöngu í ESB þótt öllum
væri ljóst að fyrir slíku væri
ekki raunverulegur meirihluti
á Alþingi. Og slíkt samþykki
skyldi annar stjórnarflokk-
urinn tryggja, þótt augljóst
væri að hann yrði við það æru-
laus á einu augabragði.
Svipting æru VG var auðvit-
að bónus allra bónusa fyrir
Samfylkinguna, „hið sérstaka
sameiningarafl vinstri-
manna,“ sem hafði horft sem
þrumulostin á næsta ótrúlegt
gengi VG frá stofnun þess
flokks.
Samfylkingar-
forystan hafði
marglýst því yfir í
tengslum við
stofnun VG, að
það væri í raun-
inni best að til yrði
örflokkur vinstrimanna þeim
megin við Samfylkinguna. Það
gerði hana sjálfa „stjórntæk-
ari“ fyrir vikið og minni hætta
yrði á klofningi í þessum stór-
flokki vinstrimanna, annars af
„turnunum tveimur“. En
þetta fór allt á annan veg.
Þróunin varð VG sífellt hag-
felldari. Þar kom til hin kunna
einsmálstilvera Samfylkingar
um ESB og að forysta Fram-
sóknar tók um skeið óvænt að
halla sér að sama málstað. VG
stóð því eitt varðstöðuna gegn
ESB á vinstri kantinum.
Þetta, ásamt mikilli fast-
heldni VG við afgerandi kröf-
ur flokksins í umhverfis-
málum, dró að flokknum fylgi
fólks, sem lagði þyngri
áherslu á þessi tvö mál en
flest önnur. Það hjálpaði
flokknum enn að honum tókst,
með réttu eða röngu, að gefa
þá mynd af sér að þar færi
flokkur sem væri fjær spill-
ingu en aðrir og að auki væri
hann einkar trúr sínum
stefnumálum og alls ekki auð-
keyptur fyrir völd.
Hin einstæðu svik forystu
VG í Evrópumálunum löskuðu
flokkinn strax verulega. Trú-
verðugleiki hans beið hnekki
og staða hans versnar enn eft-
ir því sem lengra líður og
skýringarnar á þessari fram-
göngu verða innantómari.
Drjúgur hluti fylgisins er
þegar horfinn á braut. En
vonsviknir velunnarar flokks-
ins og stuðningsmenn, sem
hafa þó ekki enn viljað yfir-
gefa fleytuna, virðast sumir
trúa því að ekki sé enn of seint
að iðrast. Þannig skrifar
Hjörleifur Guttormsson, fyrr-
verandi ráðherra, í Morg-
unblaðið í gær: „Forysta VG
hlýtur að svara því alveg á
næstunni hvort flokkurinn
ætlar að ganga til kosninga
bundinn á klafa Samfylkingar
um ESB-aðildarviðræður.“
Og grein sinni lýkur Hjörleif-
ur með þessum orðum: „Það
varð fjölda félags- og stuðn-
ingsmanna VG áfall þegar for-
ysta flokksins beygði sig fyrir
kröfu Samfylkingar um aðild-
arumsókn. Ekkert hefur orðið
flokknum jafn afdrifaríkt og
dregið úr gengi hans og virkni
félagsmanna. Nú eru síðustu
forvöð að endurheimta sjálfs-
virðingu og traust og læra
jafnt af ávinningum sem og
mistökum við landstjórnina á
kjörtímabilinu.“
Sumir af reyndustu
forystumönnunum
innan VG telja að
enn sé ekki of seint
að iðrast}
Síðustu forvöð
F
yrir einhverjum vikum var Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
gestur í Silfri Egils ásamt fleiri
stjórnmálamönnum, þar á meðal
Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðis-
flokksins. Það lá gríðarlega vel á Sigmundi
Davíð. Sjálfur gaf hann þá skýringu á kæti
sinni að með hverjum degi styttist í kosningar
og endalok vinstri ríkisstjórnarinnar. Eftir
þessa skýringu Sigmundar Davíðs glaðnaði
verulega yfir Bjarna Benediktssyni, það var
eins og hann sæi ýmislegt skemmtilegt fyrir
sér. Alveg eins og Sigmundur Davíð.
Sigmundur Davíð og Bjarni eru formenn
flokka sem kenna sig ekki við vinstristefnu.
Þetta eru því einu flokkar landsins sem hóf-
samt miðjufólk getur kosið. Í huga þessa hóps eru
vinstriflokkarnir nær óhugsandi kostur, sérstaklega eft-
ir hraklega frammistöðu núverandi ríkisstjórnar við
stjórn landsins.
Vinstri-grænir eru rammur afturhaldsflokkur, sem
sérhæfir sig í því að tefja flest það sem gæti stuðlað að
atvinnuuppbyggingu í landinu. Allir framfarasinnaðir
menn hljóta að sjá að það er ólán þessarar þjóðar að sá
flokkur hafi komist í ríkisstjórn. Á tiltölulega skömmum
tíma hefur honum tekist að valda miklum skaða. Þessi
ósköp skal varast að endurtaka.
Annar vinstriflokkur er Samfylkingin. Hún varð í
þessu stjórnarsamstarfi heltekin af sérkennilegri hermi-
þörf og át vinstrivilluna upp eftir samstarfs-
flokknum. Nú er Samfylkingin orðin að hug-
myndasnauðri hjörð sem á ekkert brýnt
erindi við þjóðina heldur vælir langtímum
saman um hinar ógurlegu ógnir sem stafa
muni af því ef íhaldið (Sjálfstæðisflokkurinn)
komist til valda. En er ekki kominn tími til að
Samfylkingin átti sig á því að mesta íhald og
afturhald í þessu landi er samstarfsflokkur-
inn, Vinstri-grænir? En sennilega er óþægi-
legt fyrir Samfylkinguna, sem einhvern tím-
ann kenndi sig við frjálslynda jafnaðarstefnu,
að viðurkenna að hún hefur gjörsamlega
villst af leið. Við næstu kosningar, þegar
flokkurinn bíður afhroð, mun hann sennilega
enn berja höfðinu við steininn og saka „íhald-
ið“ um að hafa táldregið þjóðina.
Auk Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna eru á
vinstri vængnum smáflokkar sem þrá að verða stórir,
eins og til dæmis Björt framtíð sem er útibú frá Sam-
fylkingunni og Samstaða sem er angi af Vinstri-græn-
um. Hreyfingin er svo þarna líka einhvers staðar á
sveimi.
Vinstrimenn hljóta að fyllast valkvíða þegar þeir í
næstu þingkosningum standa frammi fyrir svo mörgum
kostum. Þeir hafa um nóg að velja í næstu kosningum
meðan þeir sem aðhyllast miðjustefnu og frjálslynda
jafnaðarstefnu hafa um afar fáa kosti að velja, eiginlega
bara tvo. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafa
ástæðu til að gleðjast. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Valkvíði á vinstri væng
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Ekki er útlit fyrir að skóla-yfirvöld í borginni náisáttum við foreldra íHamra- og Húsahverfi í
Grafarvogi um að Foldaskóli verði
heildstæður safnskóli á unglingastigi
fyrir nemendur úr Hamraskóla og
Húsaskóla. Miðað við tillögur stýri-
hóps átti sú sameining að taka gildi
næsta haust en niðurstöður undir-
skriftasafnana í hverfunum benda til
afgerandi andstöðu við áformin.
Þannig vilja yfir 90% foreldra barna í
Hamraskóla að fallið verði frá sam-
einingunni og fyrstu niðurstöður
sambærilegrar söfnunar hjá for-
eldrum í Húsahverfi benda til and-
stöðu hjá 85-90% svarenda. Óskað
hefur verið eftir fundi með Jóni
Gnarr borgarstjóra og Oddnýju
Sturludóttur, formanni skóla- og frí-
stundaráðs, til að afhenda undir-
skriftirnar og fer sú afhending fram
nk. mánudag.
„Við viljum að það verði hlustað
á raddir okkar foreldranna og íbúa-
lýðræði verði virt,“ segir Árni Guð-
mundsson, einn talsmanna foreldra í
Hamraskóla, og undir það tóku fleiri
foreldrar sem rætt var við í gær.
Foreldarnir hafa einnig biðlað til
menntamálaráðherra um aðkomu að
málinu og von er á svari þaðan í lok
þessarar viku. Sendu foreldrarnir
bréf til ráðherra 16. febrúar sl. þar
sem farið var fram á formlegt mat á
því hvort fyrirhuguð sameining stæð-
ist grunnskólalög, meginreglur
stjórnsýsluréttar og leiðbeiningar
ráðuneytisins til borgarinnar vegna
sameininga, en þar var m.a. varað við
miklu róti á grunnskólakerfinu.
Mikil reiði
Óánægja með þessi áform borg-
arinnar í Foldaskóla hefur verið til
staðar frá upphafi, bæði í Hamra- og
Húsahverfi. Ónægjan hefur verið
meira áberandi í Hamrahverfi en þar
stendur einnig til að flytja sérdeild
einhverfra barna, Hamrasetur, í
Foldaskóla. Haldnir hafa verið kynn-
ingarfundir með foreldrum, þar sem
fram hefur komið mikil reiði meðal
fólks, og foreldrar hafa sagt sig frá
starfi í stýrihópi með borginni. Hefur
óánægjan einnig verið með samstarf
við borgina og skort á upplýsingagjöf
og samráði, ekkert hafi t.d. verið tek-
ið tillit til álita skólaráða Hamra- og
Húsaskóla, sem höfnuðu tillögum um
sameiningu við Foldaskóla og töldu
gallana vera mun fleiri en kostina.
Foreldrar í báðum þessum
hverfum telja mörgum spurningum
ósvarað um sameininguna. Mikið
skorti á fagleg og fjárhagsleg rök og
markmið sameiningar óljós og illa
skilgreind. „Í stuttu máli sjáum við
ekki nokkurn þann ávinning sem
réttlætt gæti það rask og upplausn
sem ákvörðunin hefur valdið meðal
nemenda skólanna, foreldra, kennara
og ekki síst nemenda í Hamrasetri,“
segir m.a. í bréfi foreldranna til
menntamálaráðherra.
Starf félagsmiðstöðva á að flytj-
ast yfir í Foldaskóla og foreldrar ótt-
ast áhrif þess á unglinga í Hamra- og
Húsahverfi. Einnig hafa foreldrar
áhyggjur af námslegri stöðu nem-
enda. Einnig er bent á samgöngumál;
að örðugara verði að koma nemend-
unum milli hverfa. Enginn strætó
gangi t.d. úr Hamrahverfi að Folda-
skóla en þar á milli er vegalengdin
um tveir kílómetrar.
Samkvæmt útreikningum borg-
arinnar er fjárhagslegur ávinningur
af samruna unglingadeildanna áætl-
aður 14 milljónir króna á þessu ári og
28,5 milljónir á því næsta. Mestum
sparnaði á að ná með sameiningu fé-
lagsmiðstöðvanna. Foreldrarnir hafa
gagnrýnt þessa útreikninga og telja
að ávinningurinn sé ekki það mikill að
hann réttlæti þá röskun sem verður
við flutninginn. Á móti hafa borgar-
yfirvöld bent á að unglingadeildir
skólanna séu fámennar. Aukið fram-
boð valgreina muni nást fyrir nem-
endur á unglingastigi og sérhæfing
kennara muni aukast.
Flutningur unglingastigs í Foldaskóla
áform um flutning 8.-10 bekkjar í Hamra- og
Húsaskóla í Foldaskóla haustið 2012
Loftmyndir ehf.
Foldaskóli
365 nemendur í dag
þar af 114 á unglingastigi
Hamraskóli
210 nemendur í dag
þar af 60 á unglingastigi
Húsaskóli
263 nemendur í dag
þar af 86 á unglingastigi
G
ul
lin
br
ú
Hallsvegur
Fjallkonuvegur
Foreldrar vilja að
íbúalýðræði verði virt
Umdeildur samruni
» Auk sameiningar ung-
lingadeilda Hamra-, Húsa- og
Foldaskóla var einnig lagt til að
rekstur Húsaskóla og Hamra-
skóla yrði skoðaður með tilliti
til betri nýtingar á húsnæði og
mögulegrar sameiningar í
stjórnun eða sameiningar við
leikskóla í nágrenninu.
» Gagnrýni á áformin í
þessum hverfum hefur ekki að-
eins komið frá foreldrum, held-
ur einnig minnihlutanum í
borgarstjórn, SAMFOK, skóla-
stjórnendum og samtökunum
Heimili og skóli.
» Þátttaka í undir-
skriftasöfnun í Hamra- og
Húsahverfi var mikil. Í Hamra-
hverfi náðist til um 97% allra
foreldra, af þeim vildi um 91%
hætta við sameininguna.
» Í Húsahverfi var gengið í
öll hús. Það náðist að safna
750 undirskriftum frá íbúum,
þar af áttu um 80% börn í
Húsaskóla og yfirgnæfandi
meirihluti var á móti samein-
ingunni. Er þetta þvert á mat
skólayfirvalda sem hafa sagt
stuðning vera við áformin.
» Dæmi voru um að starfs-
fólk hjá borginni vildi ekki
skrifa undir, af ótta við að fá á
sig ákúru eða missa starfið.