Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
Eftir þrjá mánuði
ætlum við að kjósa
okkur nýjan forseta.
Ég skrifa þessa grein
til að skora á Katrínu
Jakobsdóttur mennta-
málaráðherra til að
gefa kost á sér til emb-
ættisins.
Katrín Jakobsdóttir
hefur sýnt allt frá því
hún var á framhalds-
skólaaldri að hún er vel til forystu fall-
in. Skjótur frami hennar í pólitík er
merki um mikla hæfileika. Mennta-
málaráðuneytið er eitt þyngsta og erf-
iðasta ráðuneyti ríkisstjórnarinnar.
Hún hefur leyst forystuhlutverk sitt
þar af hendi með mikilli lagni, þannig
að friður er um embættið – sem er
langt frá því að vera sjálfgefið – og
hún hefur mælst vinsælasti ráðherra
ríkisstjórnarinnar frá upphafi eins og
fram kom í hádegisfréttum ríkis-
útvarpsins á sunnudag.
Katrín Jakobsdóttir hefur einlægan
áhuga á fólki. Hún leggur sig fram um
að hlusta á fólk og skilja viðhorf þess.
Hún sýnir samborgurum virðingu og
er auðmjúk í framgöngu. Hún setur
sig vel inn í mál og hefur víðtæka
þekkingu og skilning á þeim mál-
efnum sem undir hana heyra, kynnir
sér sjónarmið aðila, ræðir hlutina og
hefur hæfileika til að lenda málum
þannig að sátt ríki.
Mikilvægt einkenni á leiðtogafærni
Katrínar Jakobsdóttur eru heilindi
hennar. Menn geta treyst orðum
hennar. Og ég er sann-
færð um að hún mun
aldrei setja eigin hags-
muni fram fyrir þá hags-
muni sem hún hefur
skuldbundið sig til að
sinna í þágu þjóðarinnar.
Leiðtoga er þörf víða
um heim og mikið liggur
við að sannir leiðtogar
stígi fram og taki að sér
forystu í þágu fólksins.
Jafnframt þurfa þeir
sem sjá sanna leiðtoga að
ákveða að fylgja þeim.
Von okkar liggur í því að sannir leið-
togar taki forystuna og gott fólk veiti
þeim stuðning. Þess vegna hvet ég Ís-
lendinga til að flykkjast um Katrínu
Jakobsdóttur og fara þess á leit við
hana að hún gefi kost á sér til forseta-
framboðs.
Forsetakosningarnar eru tækifæri
til nýs upphafs á Íslandi. Forsetinn
fær það táknræna hlutverk að sameina
íslenska þjóð. Katrín Jakobsdóttir, ég
bið þig að íhuga af alvöru að gefa kost
á þér til embættis forseta Íslands.
Katrín Jakobsdóttir
verði forseti Íslands
Eftir Guðrúnu
Hrefnu Guðmunds-
dóttur
Guðrún Hrefna
Guðmundsdóttir
»Mikilvægt er að
sannir leiðtogar taki
forystu og gott fólk
styðji þá. Þess vegna
hvet ég Íslendinga til að
flykkjast um Katrínu
Jakobsdóttur.
Höfundur er skólameistari
Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Fjölnota vinnuþjarkur sem höndlar
hátt í 100 verkfæri
▪ Lágur rekstrarkostnaður
▪ Einstaklega lipur í notkun
▪ Örugg og þægileg í umgengni
▪ Vökvaknúinn í aldrifi
Komið og skoðið nýjustu Avant fjölnotatækin
VERIÐ VELKOMIN
Í NÝJA SÝNINGARSALINN OKKAR AÐ KRÓKHÁLSI 5F
Bensín
Hæð: 186 sm
Breidd: 96 sm
Þyngd: 620 kg
Lyftihæð: 1,40 m
Lyftigeta: 350 kg
Hestöfl: 20
220
Kubota díselmótor
með 44 lítra
vökvadælu, 200 bar
Hæð: 209 sm
Breidd: 99-129 sm
Þyngd: 1350 kg
Lyftihæð: 282 m
Lyftigeta: 1200 kg
Hestöfl: 28
630
Kubota díselmótor
með 66 lítra
vökvadælu, 200 bar
Hæð: 209 sm
Breidd: 99-129 sm
Þyngd: 1380 kg
Lyftihæð: 282 m
Lyftigeta: 1400 kg
Hestöfl: 37,5
635
til vinnu og frístunda
Fatnaður og skór
25180
Litir: Svartur/hvítur
Kr. 7.990
25170
Litir: Ljósblátt/dökkblátt
Kr. 6.990
25130
Litir: Svart/hvítt
Kr. 7.690
25220
Litir: Rautt/sand/blátt
Kr. 7.990
25090
Litir: Svart/hvítt/blátt
Kr. 10.900
00314
Litir: Svart/hvítt/
rautt/blátt
Kr. 11.900
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2878, praxis.is
25200
Litir: Svart/hvítt
Kr. 8.600
Erum á sama stað
og Friendtex
Opið mán – fös kl. 11.00 – 17.00
Laugardaga kl. 11.00 – 14.00
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111