Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 34

Morgunblaðið - 12.04.2012, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 ✝ Hjörtur Krist-inn Hjartarson fæddist 17. desem- ber 1921 í Vest- mannaeyjum. Hann lést í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópa- vogi, 3. apríl 2012. Foreldrar hans voru Hjörtur Magnús Hjartarson frá Miðey í Land- eyjum, f. 7.8. 1893, d. 8.10. 1978 og Sólveig Kristjana Hróbjarts- dóttir, f. á Stokkseyri 28.10. 1902, d. 15.10. 1993. Systkini Hjartar voru þau Klara Hjart- ardóttir, f. 1924, Marta Hjart- ardóttir, f. 1926, Óskar Hjart- arson, f. 1927, María Hjartardóttir, f. 1928, d. 1951, Aðalheiður Hjartardóttir, f. 1930, d. 2012 og Hafsteinn Hjartarson f. 1932. Eftirlifandi eiginkona er Jó- hanna Arnórsdóttir, f. 24.7. 1925. Foreldrar hennar voru andes, þau eiga tvö börn og fimm barnabörn en fyrir átti Arndís dóttur með Guðmundi Guðmundssyni, Eydís Ósk Hjartardóttir, f. 1953, maki Viggó Jóhannsson, þau eiga tvö börn og sex barnabörn, Kristín Hjartardóttir, f. 1958, maki Ingvar Ásgeirsson, saman eign- uðust þau fjögur börn, þar af eitt andvana stúlkubarn 1980, þau slitu samvistir. Seinni sam- býlismaður er Kjartan Pálm- arsson, saman eiga þau eitt barn, þau slitu samvistum. Hjörtur Kristinn helgaði fyrri hluta starfsævi sinnar sjó- mennsku og var lengst af vél- stjóri. Síðar hóf hann störf í áhaldahúsi Vestmannaeyja- bæjar, rak smurstöð og bensín- afgreiðslu til margra ára og stundaði ökukennslu svo nokk- uð sé nefnt. Eftir að þau hjónin fluttust til Kópavogs nam Hjört- ur Kristinn símsmíði og vann í mörg ár við að setja upp sjálf- virkar símstöðvar fyrir Póst og síma víða um land. Hjörtur Kristinn og þau hjónin voru virk í félagastarfi til margra ára. Útför Hjartar Kristins Hjartarsonar fór fram frá Að- ventkirkjunni í Reykjavík 11. apríl 2012. Arnór Magnússon, f. 17.10. 1897, d. 12.2. 1986 og Krist- jana Gísladóttir, f. 4.7. 1900, d. 13.10. 1970. Þau Jóhanna bjuggu fyrst í Hellisholti hjá for- eldrum Hjartar Kristins en byggðu sér síðan húsið Lyngholt og svo Hátún í Vest- mannaeyjum. Þau hjónin fluttu frá Eyjum 1966 og bjuggu á ýmsum stöðum í Kópavogi. Seinustu árin bjuggu þau í Gull- smára 11. Börn Hjartar og Jóhönnu eru Hjörtur Viðar Hjartarson, f. 1944, d. 1989, maki Hrefna Víg- lundsdóttir, þau eignuðust þrjú börn og sjö barnabörn, María Sólveig Hjartardóttir, f. 1946, maki Jón Marteinsson, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn, Arndís Kristjana Hjartardóttir, f. 1949, maki Francisco Fern- Hann afi minn er dáinn og einhvern veginn finnst mér það ekki passa. Jú, hann var orðinn fullorðinn og veikur undir það síðasta en í mínum huga var afi stór og sterkur og alltaf eins. Frá því ég var lítil vildi ég allt- af vera þar sem afi var. Ég var svo heppin að njóta þeirra for- réttinda að fá að ferðast með ömmu og afa út um allt land og var afi óþreytandi að segja mér hvað fjöllin, árnar og dalirnir hétu sem við keyrðum um. Hvort sem við sváfum aftur í í græna Volvo station-bílnum, í hústjaldinu eða vorum í sum- arbústað í Svignaskarði, þá var alltaf gaman og fróðlegt að ferðast með afa og ömmu. Afi hafði unun af að veiða og voru þær ófáar veiðiferðirnar sem ég fór með ömmu og afa, en einnig er mér minnisstætt eitt skipti þegar ég var um 8 ára og afi var að fara í veiðiferð upp í Veiðivötn með vinnufélög- unum hjá Símanum og ég var hundfúl yfir að fá ekki að fara með. Stundum voru farnar stórfjölskylduferðir að Þing- vallavatni til að veiða og voru það mjög skemmtilegar ferðir. Ég man að afi kenndi mér að þræða maðk upp á öngul, hnýta rétta hnútinn og svo réttu tökin við veiðarnar. Afi og amma voru dugleg að ferðast til útlanda og tvisvar var ég með þeim á Spáni; einu sinni á Mallorca hjá mömmu og Francisco og einu sinni á Kan- aríeyjum og þá voru Þórir og Arndís Þóra með. Það var alveg merkilegt að fylgjast með afa, því þó hann talaði bara íslensku var hann ekkert að láta það stoppa sig í að hafa samskipti við heimamenn og alltaf náði hann að gera sig skiljanlegan. Elsku afi. Það eru engin orð sem ná yfir það þakklæti og þá elsku sem ég ber í brjósti til þín fyrir það sem þú hefur ver- ið mér alla mína tíð. Hvíldu í friði. Jóhanna Kristín. Það er svo ótrúlegt eitthvað og erfitt að átta sig á því að afi sé dáinn, hann var til þegar ég fæddist, þegar ég var skírð, þegar ég fermdist, þegar ég gifti mig og þegar börnin mín voru skírð. Afi hefur alltaf ver- ið til. Mikið er skrítið að hugsa til þess að geta ekki tekið um hálsinn á honum og knúsað hann aftur, fundið faðmlagið hans og heyrt hann segja að ég sé alltaf svo góð stelpa. Ég veit það að hann afi er á góðum stað, afi er kominn til Guðs, umkringdur englum og hefur örugglega hitt allt góða fólkið sem fór á undan honum. Elsku afi. Ég man að ég sagði við þig á 90 ára afmælisdaginn þinn að þú ættir nú mörg ár eftir ólif- uð. Síðast þegar ég heimsótti ykkur í Sunnuhlíð gerði ég mér samt grein fyrir því að hugs- anlega væru þetta nú kannski færri en fleiri ár en aldrei datt mér í hug að svona stuttu seinna kæmi ég á Sunnuhlíð til að kveðja þig. Það var alveg sama hvenær maður kom, þú brostir alltaf þegar þú sást okkur og það var alveg sama hvað var langt eða stutt síðan við heimsóttum ykk- ur, þú varst alltaf bara glaður að sjá okkur. Ég á eftir að sakna þess að heyra „neiiii, hver er kominn“ þegar við komum inn til ykkar. Ég man svo vel eftir því þeg- ar ég var nýorðin ólétt, enginn vissi það, en þú spurðir mig hvort ég ætlaði ekki að fara að eignast börn, ég væri nú komin með góðan mann og gæti nú ekki beðið endalaust með þetta. Mikið langaði mig að segja þér litla leyndarmálið okkar Ró- berts, en ég brosti bara, ætli þú hafir nú ekki séð það á mér og vitað þetta. Þú varst svo ánægður með Róbert minn og það er skemmtileg tilviljun að þið eigið sama afmælisdag. Ég man líka í kirkjunni þeg- ar við giftum okkur, þá horfðir þú allan tímann á mig svo skæl- brosandi að þú geislaðir eins og sólin. Það var alveg sama hvert ég leit eða hvað ég hugsaði um, allan tímann fann ég að þú horfðir brosandi til mín og ég varð að kíkja aftur og aftur – stundum átti ég erfitt með að springa ekki bara úr hlátri. Stundum hugsa ég með mér að það hefði verið gaman að taka mynd af þér þarna í kirkjunni og eiga en þess þurfti ekki því þessi mynd af þér skælbrosandi í kirkjunni er alveg föst í minn- ingunni og ég geymi hana þar. María Elísabet og Rúnar Ingi eru búin að spyrja mikið af hverju þú hafir dáið, þau hafa líklega verið á sömu skoð- un og ég, að afi í Kópavogi mundi lifa endalaust. Við sökn- um þín öll og við vildum að við hefðum fengið ennþá lengri tíma með þér. Okkur langaði að skrifa fal- legt ljóð til þín en það er ekk- ert ljóð nógu fallegt til að lýsa því hvað þú skiptir okkur miklu máli, elsku afi. Ég vona inni- lega að þú hafir vitað hvað okk- ur þótti nú mikið vænt um þig. Elsku afi, hvíl í friði og megi Guð og englarnir vaka yfir þér. Sólveig Kristjana, Róbert, Rúnar Ingi Freyr og María Elísabet Kristín. Elsku afi og langafi. Mikið er erfitt að horfa á eft- ir þér og því fylgir mikill tóm- leiki. En eftir lifa minningar svo margar góðar, en eitt er ég þakklát fyrir, að hafa náð að kveðja þig og vera hjá þér. Þú elskaðir okkur öll mjög mikið og maður fann það og alltaf fékk maður stórt knús og koss á kinn frá þér. Svo sagðir þú: Þú ert alltaf svo góð við hann afa þinn. Mér þótti alltaf svo vænt um að heyra það og það sama með börnin mín. Aldrei skorti kræsingarnar hjá ykkur ömmu og því meira sem maður borðaði því glaðari varstu. Við munum sakna þín, elsku afi. Góða nótt og Guð geymi þig, elsku afi og langafi. Ásdís Ósk, Gabríel Heiðberg, Eydís Ósk og Kristín Líf. Hjörtur Kristinn Hjartarson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, hvíldu í friði. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Blessuð sé minning þín. Elsku amma, guð gefi þér styrk á erfiðum tímum. Hjörtur, Svava, Jóhanna og fjölskyldur. „Komdu nú sæl og blessuð!“ Svona heilsaði hún amma í sveitinni alltaf í símann þegar hún hringdi. Hún fylgdist vel með öllu og hringdi oft til að heyra í okkur og spyrja frétta. Þegar við hugsum til hennar vakna margar góðar minningar; ný- bakaðar kleinur, matargerð, fjöruferðir, berjamór, prjóna- skapur, kakósúpa og svo mætti lengi telja. Hún kunni að kalla á selina sem komu upp í fjöruna á Kambsnesi hjá Hrútsstöðum, þetta fannst okkur mjög merkilegt og gaman að fylgjast með. Amma var alltaf létt í lundu, hló hátt og það var skemmtilegt að vera í sveitinni. Það var alltaf tilhlökkun að fara í heimsókn til ömmu, við fengum að hjálpa til bæði heima á bænum og í fjárhús- unum. Hún sá um að gefa heimalningunum og það var mikið sport að fara með og gefa lömbunum pela. Einu sinni sem oftar þegar við vorum í sveitinni að vetri til Elín Júlíana Guðlaugsdóttir ✝ Elín JúlíanaGuðlaugsdóttir fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 14. september 1927. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands, Akra- nesi, 21. mars 2012. Útför Elínar Júl- íönu fór fram frá Hjarðarholtskirkju í Dölum 31. mars 2012. höfðu myndast stórir skaflar við bæinn. Við systur báðum um svarta ruslapoka til að renna okkur niður skaflana. Þetta var mikið fjör en svo datt okkur í hug að bjóða ömmu að renna sér líka. Henni leist nú ekki vel á það en auðvit- að gerði amma allt fyrir okkur. Þarna renndi amma sér á sjö- tugsaldri niður skaflana á svörtum ruslapoka skellihlæj- andi og við hlógum að þessu lengi. Á kvöldin las amma oft fyrir okkur sögur og ævintýri meðal annars Litlu stúlkuna með eldspýturnar og Sitji guðs englar. Amma var mikil saumakona. Við báðum hana að sauma bleika satínkjóla fyrir ein jólin, prinsessukjóla með púffermum og pífum. Þetta var mikil vinna og hún gerði þetta mjög vel. Við vorum himinlifandi þessi jól. Amma mundi alltaf hvað hver vildi, mundi hvaða matur okkur fannst góður og hvernig hnífapör Böddi frændi vildi nota og svo framvegis. Hún gerði sitt besta svo öllum liði vel. Sælla er að gefa en þiggja – þannig var amma og erum við henni mjög þakklátar fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og kenndi í gegnum árin. Við munum alltaf minnast ömmu með þakklæti og hlýju í huga. Dagný Ósk og Signý Björg. Samstarfskona og kær vin- kona til margra ára hefur kvatt þetta líf allt of fljótt. Leiðir okkar lágu saman fyrir tæpum 35 árum þegar við tengdumst fjölskylduböndum, en makar okkar eru náfrændur og miklir mátar. Það var umtalsverður samgangur á milli fjölskyldna okkar um árabil. Egill minn bar mikla hlýju og ómælda virðingu fyrir Mummu alla tíð. Hún var alltaf boðin og búin til Guðmunda Siggeirs Ingjaldsdóttir ✝ Guðmunda Sig-geirs Ingjalds- dóttir fæddist í Reykjavík 20. sept- ember 1950. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 23. febr- úar 2012. Útför Guðmundu fór fram frá Kópa- vogskirkju 2. mars 2012. þess að aðstoða hann þegar hann var einhleypur sjó- maður, hvort sem það var að sauma gardínur eða ann- ast fjármálin. Hjá þeim hjónum átti hann alltaf öruggt skjól. Mumma er ein af þessum kon- um sem geta allt. Saumar, smíðar, flísalögn, skreytingar, veislu- umsjón, næstum hvað sem er lék í höndunum á henni. Ég leit alltaf upp til Mummu og undr- aðist kraftinn í henni, það var engin lognmolla í kringum hana. Stórt heimili, húsbygg- ingar og endurbætur komu ekki í veg fyrir að hún tæki að sér hvers konar félagsstörf. Mumma var glæsileg kona, sem eftir var tekið og heimili hennar á hverjum tíma báru smekkvísi hennar fagurt vitni. Fjölskyldan var henni mikilvæg og börnin hennar, barnabörnin og langömmubarnið voru henni allt. Mumma var vinur vina sinna og einstaklega dugleg að rækta vinabönd. Hún var fatl- aðri systur sinni, Gunnu, ein- staklega góð og sýndi hún henni mikla ræktarsemi alla tíð. Mumma hóf störf hjá Lands- bankanum 1987, þar sem ég var fyrir. Ég vissi sem var að Mumma var harðdugleg og var því ekki lengi að koma henni í félagsmálin. Mumma starfaði í þágu starfsmannafélagsins á ýmsum vettvangi, bæði í skemmtinefnd, orlofshúsanefnd og í stjórn FSLÍ svo eitthvað sé nefnt. Hún var ótrúlega hug- myndarík og kröftug í störfum í þágu starfsmanna og hafði mikinn áhuga á félagsmálum. Í bankanum starfaði hún fyrst í útibúinu Austurstræti, þá í Ár- bæjarútibúi, Sölu- og markaðs- sviði og að lokum í Viðskipta- banka. Mumma greindist með lungnakrabbamein síðla árs 2010 og á sama tíma greindist elsta dóttir hennar með brjóstakrabbamein. Þær mæðgur háðu því baráttuna saman. Umhyggja hennar fyrir fjölskyldunni var henni mikil- væg og hún hafði mun meiri áhyggjur af dóttur sinni, en sinni eigin baráttu. Páll, eig- inmaður hennar, stóð eins og klettur við hlið hennar í veik- indunum. Mumma var lengi vel bjartsýn og sannfærð um hún myndi sigrast á veikindum sín- um og verða allra kerlinga elst. Henni var ætlað annað hlut- verk og hún kvaddi þennan heim 23. febrúar 2012 í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild. Nú er hún umvafin englum. Samstarfsmenn og vinnu- félagar minnast Guðmundu Ingjaldsdóttur með mikilli hlýju og söknuði. Fyrir hönd starfsmanna færi ég bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu starsfmannafélagsins. Við Egill þökkum áratuga vináttu sem engan skugga bar á. Missir Páls og barnanna, Gunnu og fjölskyldunnar allrar er mikill og færum við Egill þeim samúðarkveðjur. Góður Guð geymi minningu Guð- mundu Siggeirs Ingjaldsdóttur. Helga Jónsdóttir, formaður FSLÍ. Kæra vinkona. Nú er þínu lífshlaupi lokið eftir langt og strangt veikindastríð. Aldrei heyrði ég þig kvarta en tókst þetta frekar sem verkefni, allt- af bjartsýn og jákvæð og horfð- ir fram á við. Síðast hitti ég þig í lok febr- úar og þá varstu orðin hölt og komin með hækju og varst að fara yfir gömul bréf allt frá unga aldri, meðal annars þegar þú varst í kvennaskólanum í Lillehammer 16 ára. Höfðum við mikið gaman af og hlógum mikið að því sem við vorum að pæla í þá og áttum mjög góða stund. Endirinn á bréfunum á þeim tíma var allt- af „skrifaðu fljótt og hratt og allar fréttir“. Okkar kynni hófust í Mela- skóla þegar þú komst inn í 12 ára bekk, eftir það fluttir þú í Laugarnesið en ég var áfran í Vesturbænum. Við héldum samt alltaf góðu sambandi og höfum gert alla tíð. Ég vil minnast þess er við fórum ásamt Heiðu á yngri ár- um til Þingvalla í tjaldútilegu og af öllum stöðum völdum við að klöngrast yfir hamrabeltið að Öxarárfossi og tjölduðum þar. Þú varst svo vel klædd eins og þú værir að fara til Græn- Edda Farestveit ✝ Edda Farest-veit fæddist á Hvammstanga 31. ágúst 1947. Hún andaðist á krabba- meinsdeild Land- spítala - háskóla- sjúkrahúss 22. mars 2012. Útför Eddu Fa- restveit fór fram frá Hjallakirkju Kópavogi 4. apríl 2012. lands og komst varla ofan í svefn- pokann. Seinna fórum við í þriggja vikna ferð til Noregs undir handleiðslu föður þíns á þínar ættarslóðir og pabbi þinn lét okk- ur sofa hvora í sínu herberginu fyrstu nóttina í Osló. Síðan fórum við í siglingu og rútuferð, meðal annars til Lillehammer þar sem þú varst í kvennaskóla. Það var ekki svo mikið sem farið á eitt ball því þú varst nýbúin að kynnast Gunnsteini þínum. Það var mikið gaman hjá okkur þá. Þú giftir þig ung og fórst með þínum manni til Skotlands og Svíþjóðar og ég flutti síðar til Hornafjarðar og Bakka- fjarðar en alltaf vorum við í góðu bréfasambandi. Þið áttuð ykkar griðaheimili á Eyrar- bakka og var gaman að heim- sækja ykkur þangað, alltaf tek- ið vel á móti okkur. Eftir að við fluttum síðar báðar í Kópavoginn höfum við verið í góðu sambandi og síð- ustu tvö árin reynt að ganga reglulega einu sinni í viku í Kópvavogsdalnum í Fífunni eða bara fengið okkur kaffi- sopa. Þú hefur alltaf haft mik- inn mannskilning og ræddum við ýmsa hluti. Alltaf varstu teinrétt, grönn, barst þig svo vel og hafðir fal- legt bros. Ég þakka þér sam- veruna Edda mín öll þessi ár og við Svanur vottum eigin- manni þínum, börnum og barnabörnum og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Þín vinkona, Svanhildur (Svana).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.