Morgunblaðið - 12.04.2012, Page 40

Morgunblaðið - 12.04.2012, Page 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. ALHLIÐA HREINSUN, DÚKAÞVOTTUR OG HEIMILISÞVOTTUR Minnum á fermingarfötin Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Tækifærin eru allt í kringum þig og þú þarft bara að grípa þau. Reyndu að vera jákvæður. Taktu þér tak og hristu af þér slenið. 20. apríl - 20. maí  Naut Manneskjan sem brosir til þín er ekki bara að því af því að hún er vin- gjarnleg. Talaðu tæpitungulaust og segðu kost og löst á hverjum hlut. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu ekki aðra koma þér í vont skap. Vertu samt óhræddur við að segja hug þinn því hreinskilnin borgar sig alltaf. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert í forsvari fyrir hópnum. Leitaðu eftir hverju tækifæri til að gjalda góðmennsku sem þér hefur verið sýnd. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú getur ekki hamið eftirvæntingu þína og þitt góða skap smitar út frá sér í allar áttir. Ekki elta skuggann þinn, þú nærð honum aldrei. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Haltu persónulegum samskiptum á léttum og áhyggjulausum nótum, það færir þér heppni. Einhvern misskilning þarf að leiðrétta strax svo ekki hljótist af skaði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Persónulegar ástæður leysast með tímanum eins og erfið þraut. Fyrir vikið verðurðu frjálsari gagnvart henni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Margir munu leita ráða hjá þér. En það getur reynst erfitt að leysa hvers manns vanda. Því skaltu fara varlega í ráðleggingum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Samræður við vinkonu gagnast þér í dag. Gefðu þér tíma til að gaumgæfa málin. Reyndu ekki að leysa þau fyrr en þú hefur kynnt þér allar hliðar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gefðu þér alltaf tíma til þess að sjá út annað fólk áður en þú ákveður hversu náin kynni þú vilt af því hafa. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Leggðu þig fram um að skipu- leggja þig betur í vinnunni í dag. Hafnaðu því allri fljótfærni og láttu þig ekki dreyma um að hætta því sem þér er dýrmætast og helgast í þessu lífi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú mátt alltaf búast við því að aðr- ir vilji hafa eitthvað um það að segja, hvernig þú vinnur. Talaðu aðeins við þann sem þú treystir fullkomlega fyrir þínum málum. Pétur Beinteinsson skáld fráGrafardal fæddist á þessum degi hinn 12. apríl 1906. Í Skáldu, afmælisdagabók Jóhannesar úr Kötlum, er þetta erindi eftir Pét- ur: Ég bið, við entan ævi minnar dag, við útför mína að köldum grafarbeði, að einhver megi leika lítinn brag á lokkinn rauða um það sem aldrei skeði. Það er dökkur tónn og djúpur í þessu erindi, sem von er. Pétur lést úr berklum 36 ára. Pétur varð búfræðingur frá Hvanneyri, þar sem hann lagði grunninn að sínu ævistarfi og stóð hugur hans til þess að verða bóndi. Hann hafði allt sem til þess þurfti: traust og búhyggindi. Þá tóku berklarnir hann. Um skeið virtist hann vera að ná sér, en síðan komu þeir með tvöföldum þunga. Hann lést eftir nokkurra missera dvöl á Vífils- stöðum 2. ágúst 1941. Pétur var elstur systkinanna frá Grafardal, en ljóðabók þeirra, átta að tölu, Raddir dalsins kom út árið 1993. Kunnust eru Halldóra B. Björns- son og Sveinbjörn Beinteinsson. Þóra Elfa Björnsson skáld, dóttir Halldóru, gaf mér afrit af bréfi Péturs til móður sinnar, dagsett á Draghálsi 27, febrúar 1936, – „tónninn er skemmtilegur og grallaralegur eins og hann var oft milli systkinanna, þegar flest lék í lyndi“ skrifar hún mér. Pétur lýsir búskaparvafstrinu í gamansömum tón, þar sem segir m.a.: „En svo áttu 3 rollur í hús- unum, ein þeirra kom með gráan ómerking í haust, karlkyns, þess vegna var það drepið við fyrsta tækifæri, eins fór fyrir tveimur gimbrum og tvílembingshrúti sem þú áttir; önnur gimbrin var kollótt og hyrnd, en hin hvít og kollótt og hrúturinn eins og fólk er flest. Rollurnar þínar heita Kylja, Drífa og Gufa. Ef þú værir Bjartur í Sumarhúsum þá mundi þjer verða þessi vísa á munni: Kvölds vill rjúfa rökkurdjúp roklofts - úfin glufa. Krafsa af þúfum klakahjúp Kylja, Drífa og Gufa. Og enn: Inni í húsi hef ég lamb heys við dúsur miklar, hárin brúsa í háan kamb hvar í lúsin spriklar. Þá mundirðu líka eiga tík og kveða við raust: Komdu tík og kysstu mig kostarík, það veit jeg, engar flíkur fela þig fáar slíkar leit jeg. Og leggja aðaláhersluna á mið- rímið að íslenskum þjóðarsið.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hárin brúsa í háan kamb G re tt ir S m áf ól k G æ sa m am m a o g G rí m ur F er di n an d SÆKTU PRIKIÐ ODDI! EÐA FÁÐU ÞAÐ BARA Á HAUSINN, ÉG HEF LÍKA GAMAN AF ÞVÍ TÝPA HVERS ER ÉG? ÞAÐ ER GÓÐ SPURNING. VIRKILEGA GÓÐ SPURNING ÞESSU ER EKKI AUÐVELT AÐ SVARA. SVONA ER ÞAÐ ÞEGAR STÓRT ER SPURT... ÉG GET BARA ÓMÖGULEGA SVARAÐ ÞVÍ, ÞETTA ER VIRKILEGA ERFITT... HJÁLP! ÞETTA ER RÉTT HJÁ ÞÉR KAFTEINN, ÞETTA ER EINHVERSKONAR KRÖFTUGUR ORKUSKJÖLDUR JÁ GOTT! ERTU BÚINN AÐ FARA Í BAÐ, GREIÐA Á ÞÉR HÁRIÐ, BURSTA Í ÞÉR TENNURNAR OG NÁ SKÍTNUM UNDAN NÖGLUNUM Á ÞÉR? *ANDVARP* HÉRNA ÁÐUR FYRR ÞURFTI ÉG BARA AÐ ÞVO Á MÉR HENDURNAR FYRIR MATINN H ró lfu r hr æ ði le gi HÆTTU AÐ HUGSA UM RAUÐHÆRÐU STELPUNA, ÞÚ ERT EKKI HENNAR TÝPA Aðlaðandi konur ættu að sleppa þvíað senda myndir með starfs- umsóknum, ef marka má rannsókn, sem gerð var í Ísrael. Tveir viðskipta- fræðingar, Bradley Ruffle við Ben- Gurion-háskóla og Ze’ev Shtudiner við Ariel-háskóla, gerðu rannsóknina. Þeir svöruðu starfsauglýsingum með tveimur umsóknum, annarri mynda- lausri, hinni með mynd. Fylgdu ýmist myndir af „meðalandlitum“ eða sér- deilis ásjálegum andlitum. Ruffle og Shtudiner létu fjórar konur og fjóra karla meta myndirnar og raða þeim á fegurðarkvarða. x x x Mikill munur var á viðbrögðum eft-ir því hvort mynd fylgdi eða ekki. Meðalsætum körlum var að meðaltali boðið í viðtal við elleftu hverja umsókn, en sætu körlunum við fimmtu hverja. Hinum fyrrnefndu hefði orðið betur ágengt hefðu þeir ekki sent mynd. Þá hefðu þeir komist í viðtal eftir sjö umsóknir að með- altali. Þessar niðurstöður komu rann- sakendunum ekki á óvart. Þeim brá hins vegar þegar kom að konunum. Eftir því sem konurnar, sem sóttu um, voru fallegri fjölgaði synj- ununum. Meðalfallegar konur kom- ust í viðtal í sjöundu hverri tilraun, aðlaðandi konur í áttundu hverri. Þær sem sendu enga mynd komu best út og fengu viðtal við sjöttu hverja tilraun. Rannsakendurnir fóru á stúfana og athuguðu málið. x x x Fyrst veltu þeir fyrir sér hvortljóskuþátturinn skipti máli. Þeir létu dómnefndina, sem mat mynd- irnar, einnig ráða í greind fólksins á þeim og féll enginn í ljóskugildruna. Þá athuguðu þeir hverjir sæju um ráðningar. Nánast undantekning- arlaust voru það konur, 85% ef ráðn- ing fór fram innan fyrirtækis, en 96% ef notast var við ráðningarfyrirtæki. Leiða þeir þess vegna að því getum að konur, sem sjá um ráðningar, vilji ekki aðlaðandi konur á vinnustaðinn vegna þess að þær keppi við þær um athygli karlanna. Konur í ráðning- arfyrirtækjum létu útlit kven- umsækjenda sig reyndar einu gilda. Allar féllu þær hins vegar fyrir sætu körlunum. Víkverji Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.