Morgunblaðið - 19.04.2012, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 9. A P R Í L 2 0 1 2
Stofnað 1913 91. tölublað 100. árgangur
ó Ú í ó
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
ei
nt
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Heimilis
RIFINN OSTUR
NÝJUNG ÍSLENSKUR OSTUR
100%
FJÖLBREYTT
OG FRAMSÆKIN
FATAHÖNNUN
FUGLARNIR
KOMA ÚT ÚR
SKÁPNUM
SPUNI UM ÓRA
OG SJÓNARSPIL
SAMTÍMANS
FINNUR.IS OG VIÐSKIPTI NEMENDALEIKHÚSIÐ 34ÚTSKRIFTARSÝNING 10
Hörður Ægisson
Kjartan Kjartansson
Líkur á að kjarasamningum verði
sagt upp í byrjun næsta árs hafa
aukist verulega enda bendir fátt til
annars en að forsendur þeirra verði
þá brostnar. Þetta sagði Vilmundur
Jósefsson, formaður Samtaka at-
vinnulífsins, á aðalfundi samtakanna
í gær.
Allt stefnir í að gengi krónunnar
verði mun lægra en forsendur
samninganna gerðu ráð fyrir og
óvissa ríkir um þróun kaupmáttar
þar sem verðbólga hefur verið meiri
en gert var ráð fyrir.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
tekur undir þessar áhyggjur að
hluta til en bendir á að enn séu átta
mánuðir til áramóta. Það sé
áhyggjuefni að verðbólga sé áfram
há og markmið um kaupmátt gangi
eftir. Ef ekki verði brugðist við
verði það krafa félagsmanna hans
að brugðist verði við því.
„Ég hef spurt ríkisstjórn og
Seðlabankann þeirrar spurningar
hvort þetta veki ekki áhyggjur og
hvort þetta sé ekki tilefni til umfjöll-
unar um efnahagsstefnuna og að-
gerðir stjórnvalda til að koma í veg
fyrir að það verði uppnám á vinnu-
markaði. Ég hef ekki fengið nein
svör við því,“ segir Gylfi.
Kaupmáttur dragist saman
Ólafur Darri Andrason, aðalhag-
fræðingur ASÍ, segir að kaupmáttur
hafi verið að styrkjast sé tekið mið
af launavísitölu en það sé hins vegar
meðaltal launa stórs hóps. Hætta sé
á að kaupmáttur þeirra sem fái að-
eins lágmarkskauphækkanir sam-
kvæmt kjarasamningum standi í
stað eða dragist saman ef staða
efnahagsmála breytist ekki til batn-
aðar.
„Það er hins vegar of snemmt að
fullyrða nokkuð um það. Það sem
mestu máli skiptir er hvort krónan
styrkist en hún hefur verið að veikj-
ast undanfarið. Við höfum ákveðnar
væntingar um að hún styrkist meðal
annars með auknum tekjum af
ferðaþjónustu í sumar. En það er
full ástæða til að hafa áhyggjur af
þróuninni,“ segir Ólafur Darri.
MRíkisstjórnin er í … »Viðskipti
Samningarnir í hættu
Hætta á að kaupmáttur þeirra sem fá minnstar launahækkanir veikist á þessu ári
Forseti ASÍ fær engin svör frá ríkisstjórninni um endurskoðun efnahagsstefnu
Forsendur samninga
» Í kjarasamningum er gert
ráð fyrir að ársverðbólga
verði innan við 2,5% í desem-
ber 2012, gengisvísitalan
verði komin niður í 190 og að
kaupmáttur eflist miðað við
launavísitölu.
» Samkvæmt spá Seðla-
banka Íslands verður verð-
bólga yfir 3% í desember
2012 miðað við tímabilið frá
desember 2011.
» Gengi krónunnar stóð í
227,84 eftir gærdaginn.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Landsbankinn spáir fjöldagjald-
þrotum í sjávarútvegi nái veiði-
gjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar
fram að ganga og
segir í umsögn
sérfræðinga
bankans „að tjón
bankans af sam-
þykkt frumvarps-
ins yrði um 31
milljarður
króna“. En bank-
inn er sem kunn-
ugt er að lang-
mestu leyti í
ríkiseigu og myndi tjónið – afskriftir
af bókfærðu virði lána – því falla á
skattgreiðendur á beinan eða óbein-
an hátt.
Uppskrift að fjöldagjaldþrotum
Í umsögninni segir að „álagning
sérstaks veiðigjalds verði mjög um-
fangsmikil og … fari upp í 70% af
samtölu reiknaðrar rentu á þremur
árum. Slík gjaldtaka myndi leiða til
fjöldagjaldþrota“. Síðan er vikið að
rannsókn sérfræðinga bankans á
áhrifum frumvarpsins á 124 fyr-
irtæki.
Niðurstaðan er afgerandi: Af
fyrirtækjunum 124 eru 74 ekki talin
munu geta staðið við núverandi
greiðsluskuldbindingar sínar verði
veiðigjaldafrumvarpið samþykkt
óbreytt. Fjöldi beinna starfa hjá
þessum 74 fyrirtækjum sé um 4.000.
Sjávarútvegsráðherra og fulltrúar
útgerðar tókust á um málið í gær. 4
Tjónið
31.000
milljónir
74 fyrirtæki réðu ekki
við afborganir lána
Landsbankinn
Morgunblaðið/RAX
Gleðilegt sumar
Greenstone ehf. hefur hætt við
áform sín um byggingu gagnavers á
Íslandi. Eftir að hafa skoðað nokkra
álitlega staði víða um land frá árinu
2008 varð Blönduós fyrir valinu, þar
sem gerð var samstarfsyfirlýsing
með heimamönnum um uppbygg-
inguna, en hún er nú runnin út. Við-
skiptavinur Greenstone, sem áform-
aði byggingu gagnaversins með
félaginu, vinnur nú að því að láta
reisa gagnaver í Bandaríkjunum.
Sveinn Óskar Sigurðsson, fv. tals-
maður Greenstone á Íslandi, stað-
festi þessa ákvörðun í samtali við
Morgunblaðið.
Margt hefði
komið þar til,
einna helst
óviljug ríkis-
stjórn við að
vinna með fé-
laginu að þess-
um áformum.
„Ísland hef-
ur verið að heltast úr lestinni þar
sem hið opinbera hefur ekki staðið
eðlilega að því að bæta umhverfi fyr-
ir þessa fjárfestingu,“ segir Sveinn
Óskar. bjb@mbl.is »6
Greenstone hættir við
gagnaver á Íslandi