Morgunblaðið - 19.04.2012, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012
Nemendur Hagaskóla tíndu upp rusl í nágrenni
hans í gær og tóku þar með áskorun borgar-
starfsmanna um að hver og einn legði sitt af
mörkum til að hreinsa borgina eftir veturinn.
Börnin fóru um Vesturbæ í flokkum og fylltu
hvern plastpokann af öðrum af kaffimálum, síg-
arettupökkum, stubbum og flugeldarusli. Eftir
vel unnið verk voru pylsur grillaðar í vorsólinni
og nemendur borðuðu þær af bestu lyst.
Veturinn kvaddur með vorhreinsun
Morgunblaðið/Kristinn
Nemendur Hagaskóla sýndu samfélagsábyrgð í verki
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Að öllu óbreyttu verður áhöfn Gull-
vers sagt upp, alls 15 manns. Ef
veiðigjaldafrumvarpið gengur fram í
þeirri mynd sem það er í dag er
fyrirtækið ekki rekstrarhæft. Það er
svo einfalt. Þetta hefur áhrif á 60-70
manns ef starfsmenn í frystihúsi og á
landi á Seyðisfirði eru taldir með,“
segir Adolf Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Gullbergs ehf. á Seyð-
isfirði og formaður Landssambands
íslenskra útvegsmanna, um áhrifin
sem frumvarpið hefði á rekstur eina
útgerðarfyrirtækisins í plássinu.
„Veiðigjaldið er allt of hátt. Það er
ekki nægileg framlegð af rekstrinum
til að standa undir því, greiðslu-
afborgunum og almennum rekstri.“
Adolf og Steingrímur J. Sigfússon
sjávarútvegsráðherra sátu í pall-
borði á fundi Félags viðskiptafræð-
inga og hagfræðinga í gær.
Spurður út í málflutning Stein-
gríms, sem hélt utan til Bandaríkj-
anna síðdegis í gær og áður en
vinnsla þessarar fréttar hófst, sagði
Adolf ráðherrann hafa borið brigður
á málflutning útvegsmanna í málinu.
Skoðun ráðherrans væri sú að þeir
gætu vel tekið á sig auknar álögur.
„Það er í sjálfu sér eðlilegt að út-
gerðin greiði sanngjarnt og eðlilegt
veiðigjald. Það þarf hins vegar að
vera með þeim formerkjum að eðli-
lega rekin fyrirtæki geti staðið undir
veiðigjaldinu og haldið starfsemi
sinni áfram. Miðað við forsendur
veiðigjaldafrumvarpsins mun
meginþorri útgerðarfyrirtækja ekki
ráða við gjaldtökuna. Það er tekið of
mikið út úr rekstri þeirra.“
Ekki boðað til fundar
Að sögn Adolfs lýsti Steingrímur
sig reiðubúinn til að skoða eitt og
annað í þeirri gagnrýni sem hefði
komið fram. Ráðherrann hefði hins
vegar látið ógert að bjóða fulltrúum
útgerðarinnar til fundar með ríkis-
valdinu, þótt eftir því hefði verið ósk-
að á undanförnum þremur árum.
Yrðu að segja upp áhöfninni
Framkvæmdastjóri Gullbergs á Seyðisfirði segir veiðigjaldafrumvarpið óráð
Framlegðin standi ekki undir gjaldinu Ráðherra hyggst fara yfir gagnrýnina
Er að renna út
» Frestur til að skila um-
sögnum vegna kvótafrum-
varpanna rennur út á morg-
un.
» Steingrímur og Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráð-
herra kynntu frumvörpin á
blaðamannafundi 26. mars sl.Hart tekist á Adolf og Steingrímur
á fundinum á Grand hóteli í gær.
Ein af afleiðingum jarðskjálftanna sem urðu á Suðurlandi í
lok maí 2008 voru miklar breytingar á útbreiðslu jarðhita á
svæðinu í kringum starfsstöð Landbúnaðarháskólans á
Reykjum í Ölfusi.
Þetta hafði m.a. í för með sér að verulega tók að hitna
undir 45 ára gömlum sitkagreniskógi sem vaxið hafði fram
að því á venjulegum, hrollköldum, íslenskum jarðvegi, eins
og segir á vef Skógræktar ríkisins.
Upphitunin er mismikil undir skóginum, allt frá því að
vera brot úr gráðu þar sem langt er niður á jarðhitann og
upp í allt að +50 °C þar sem grynnst er.
Fáir, ef nokkrir, búa svo vel að geta rannsakað áhrif
hækkandi jarðvegshita á svipaðan hátt og gerist í jarð-
hitaskóginum, segir á skogur.is
Í haust var því ákveðið að setja af stað forverkefni í sam-
starfi nokkurra vísindamanna við Landbúnaðarháskóla Ís-
lands og Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, með það
að markmiði að koma á fót alþjóðlegu rannsóknaverkefni á
sviði jarðvegs- og skógvistfræði í jarðhitaskóginum á
Reykjum. Verkefnið hefur fengið nafnið „Jarð-
hitaskógurinn“ og núna, örfáum mánuðum eftir að verk-
efnið var fyrst kynnt erlendis, eru formlegir þátttakendur í
því orðnir 19, frá 5 íslenskum háskólum/rannsóknastofn-
unum og fimm erlendum háskólum. aij@mbl.is
Úr hrollkaldri jörðinni
í upphitaða moldina
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Jarðhiti Námsmenn skoða jarðhitasvæðið á Reykjum.
Jarðhitaskógurinn á
Reykjum vekur víða athygli
Íslensk stjórn-
völd hafa komið
athugasemdum á
framfæri við Evr-
ópusambandið
(ESB) vegna
framgöngu þess
vegna Icesave-
málsins sem nú
er komið fyrir
EFTA-
dómstólinn. Sem
kunnugt er óskaði ESB eftir leyfi til
meðalgöngu í Icesave-málinu. Í at-
hugasemdinni felst að íslensk stjórn-
völd telji þessa framkomu ESB
óeðlilega gagnvart ríki sem á í við-
ræðum um aðild að sambandinu.
Kristján Guy Burgess, aðstoð-
armaður utanríkisráðherra, sagði að
haft hefði verið í sambandi við sendi-
herra ESB á Íslandi, sem var stadd-
ur erlendis, og var haldinn fundur
embættismanna með staðgengli
sendiherrans til að koma athuga-
semdinni á framfæri. Einnig komu
embættismenn athugasemdinni á
framfæri við fulltrúa framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins í
Brussel.
Lögfræðileg merking hugtaksins
meðalganga er „heimild manns til að
ganga inn í dómsmál ef úrslit þess
skipta hann máli“, samkvæmt Ís-
lensku alfræðiorðabókinni. Íslensk
stjórnvöld lögðu það í hendur
EFTA-dómstólsins að ákveða hvort
meðalganga framkvæmdastjórnar
ESB yrði leyfð. gudni@mbl.is
Fram-
koma ESB
óeðlileg
ESB Bað um aðild
að Icesave-málinu.
Athugasemd við
ósk um meðalgöngu
Rúta með 68 unglingum á leið í
skólaferðalag fór út af veginum en
valt þó ekki á vegamótum Nesja-
vallavegar og Grafningsvegar í gær-
kvöldi. Aðeins einn úr hópnum
kenndi sér meins og var fluttur með
sjúkrabíl til Reykjavíkur en meiðsli
hans eru ekki talin alvarleg. Hinir
sluppu ómeiddir. Fjölmennt lið lög-
reglu og sjúkraliða fór á staðinn
þegar tilkynnt var um slysið. Ekki
liggur fyrir hvað varð til þess að rút-
an fór út af veginum en talið er að
bremsurnar hafi gefið sig. Ákveðið
var að láta þetta ekki koma í veg fyr-
ir fyrirhugað skólaferðalag og héldu
unglingarnir áfram á áfangastað,
þar sem fulltrúar frá Rauða krossi
Íslands ætluðu að ræða við krakk-
ana síðar í gærkvöldi um atburðinn.
Rúta fór út
af veginum
Turninum 12. hæð - 201 Kópavogur - www.domusnova.is
Markarflöt 21 - Garðabæ
Axel Axelsson
Löggiltur fasteignasali
Heimir Bergmann
Sími 822 3600
heimir@domusnova.is
heimir.domusnova.is
Smekklegt einbýlishús 5-6 herbergja á einni hæð ásamt 50 m2
bílskúr. Samtals 202,0 m2, þar af er íbúðin 152 m2.
Verð 59,9 m. Verið velkomin.
Gleðilegt
sumar
OPIÐ HÚS Í DAG 19. APRÍL FRÁ KL. 17.00-17.30