Morgunblaðið - 19.04.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012
Komdu við
í næstu verslun
sem selur lopann
og skoðaðu
úrvalið
Íslenska ullin er einstök
Það fór fyrir brjóstið á LiljuRafneyju Magnúsdóttur,
þingmanni VG, þegar Morg-
unblaðið sagði frá því á þriðjudag
að hún hefði á fundi á Ísafirði,
þar sem rætt var
um fyrirhugaðar
auknar álögur á
sjávarútveginn,
sagt að „eðlilegt
væri að Vestfirð-
ingar borguðu til
samfélagsins ef
þeir vildu fá göng
og vegi“.
Henni leið svo illa yfir að þessiskoðun hennar hefði verið
kynnt almenningi að hún ítrekaði
hana með athugasemd í Morg-
unblaðinu í gær. Hún telur að vilji
Vestfirðingar bættar samgöngur
og óski þeir eftir jarðgöngum til
að komast leiðar sinnar að vetr-
arlagi, þá skuli þeir sætta sig við
að ríkið sjúgi öll verðmæti út úr
útgerðinni.
En það er víðar þörf á jarð-göngum og samgöngubótum
en á Vestfjörðum, því að annars
hefði ríkisstjórn VG og Samfylk-
ingar aðeins lagt ofurskattana á
vestfirska útgerð.
Norðlendingar vilja komast ígegnum Vaðlaheiði og verða
þess vegna að sætta sig við ígildi
þjóðnýtingar útgerðarinnar. Aust-
firðingar vilja ekki þurfa að fara
um Oddsskarð og þess vegna er
sjálfsagt að ráðast á útgerðina
þar um slóðir. Og Sunnlendingar
vilja að hægt sé að sigla á milli
lands og Eyja og þess vegna
hyggst ríkisstjórnin leggja undir
sig útgerðina í þeim fjórðungi.
Allt er þetta í senn eðlilegt,sjálfsagt og sanngjarnt. Um
leið er þakkarvert að Lilja Rafney
skyldi benda landsmönnum á
þessar óhrekjandi röksemdir.
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Ekkert veiðigjald,
engir vegir
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 18.4., kl. 18.00
Reykjavík 6 léttskýjað
Bolungarvík 1 skúrir
Akureyri 3 skýjað
Kirkjubæjarkl. 5 skýjað
Vestmannaeyjar 4 léttskýjað
Nuuk -6 léttskýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 2 skúrir
Kaupmannahöfn 7 skúrir
Stokkhólmur 7 heiðskírt
Helsinki 5 skýjað
Lúxemborg 7 skúrir
Brussel 7 skúrir
Dublin 8 léttskýjað
Glasgow 10 skýjað
London 11 skúrir
París 10 skýjað
Amsterdam 10 skúrir
Hamborg 12 léttskýjað
Berlín 12 heiðskírt
Vín 15 skýjað
Moskva 8 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 12 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 15 léttskýjað
Aþena 17 skýjað
Winnipeg 5 skýjað
Montreal 7 léttskýjað
New York 14 heiðskírt
Chicago 16 skýjað
Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:40 21:15
ÍSAFJÖRÐUR 5:34 21:30
SIGLUFJÖRÐUR 5:17 21:14
DJÚPIVOGUR 5:07 20:47
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Helle Thorning Schmidt, forsætis-
ráðherra Danmerkur, hefur til-
kynnt Kaj Leo Holm Johannesen,
lögmanni Færeyja, að dönsk
stjórnvöld hyggist sitja hjá þegar
atkvæði verða greidd um það í
ráðherraráði ESB hvort refsa beri
ríkjum sem stunda ósjálfbærar
veiðar.
Þetta kemur fram á vefsíðu lög-
manns Færeyja en þann titil ber
forsætisráðherrann þar í landi. Á
vefsíðu lögmannsins segir að af-
staða hans sé sú að danska stjórn-
in eigi að greiða atkvæði gegn
hugsanlegum refsiaðgerðum.
Ekki góð fyrir samskiptin
Slíkt sendi sterkari skilaboð en
að sitja hjá þegar ESB verður
hugsanlega veitt heimild til að
refsa Færeyingum vegna makríl-
veiða. Sú ákvörðun að sitja hjá sé
því ekki góð fyrir samskipti Dana
og Færeyinga.
Hins vegar lýsir stjórn Schmidt
sig reiðubúna að láta reyna á lög-
mæti hugsanlegra refsiaðgerða á
vettvangi Alþjóðaviðskiptastofn-
unarinnar (WTO) og Evrópudóm-
stólsins, fari svo að Færeyingum
verði refsað vegna veiðanna.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er litið á makríldeiluna
sem stórmál í færeyska stjórn-
kerfinu en Færeyingar reiða sig
sem kunnugt er mikið á sjósókn.
Um verulega hagsmuni sé því að
tefla.
Danir ætla að sitja hjá í makríldeilu
Færeyjar Höfnin í Þórshöfn.
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð
Héraðsdóms Reykjaness þess efnis
að sakborningar í líkamsárásarmáli
víki úr þinghaldi á meðan fórnarlamb-
ið gefur skýrslu í málinu.
Um er að ræða Vítisengla, fyrrver-
andi Vítisengla og fólk tengt samtök-
unum.
Ákæruvaldið fór fram á að sak-
borningar í málinu vikju úr þinghald-
inu þar sem það myndi verða fórnar-
lambinu, konu, þungbært að gefa
skýrslu að þeim viðstöddum og að
nærvera þeirra gæti haft áhrif á vitn-
isburð hennar.
Meðal gagna málsins er vottorð sál-
fræðings, sem hefur haft konuna til
meðferðar frá 23. desember sl. Í vott-
orðinu segir að atvik málsins hafi haft
víðtæk og alvarleg áhrif á konuna og
að hún þjáist af alvarlegri áfallastreit-
uröskun og þunglyndi vegna árásar-
innar. Þá segir í vottorðinu að þurfi
konan að gefa skýrslu í nærveru ætl-
aðra gerenda séu raunverulegar líkur
á því að hún muni upplifa ofsakvíða-
kast, sem skerða myndi getu hennar
til að greina frá reynslu sinni.
Þó verður séð til þess að sakborn-
ingar í málinu geti fylgst með skýrslu-
töku um leið og hún fer fram, svo og
að verjendur þeirra geti lagt spurn-
ingar fyrir fórnarlambið.
Sakborningar í málinu eru fimm og
eru fjórir þeirra í gæsluvarðhaldi.
Vítisenglum
gert að víkja
úr réttarsal