Morgunblaðið - 19.04.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.04.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO Einnig er hægt að hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. Hjálpum heima www.help.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 07 4 4 Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar. Nú styttist í sumarfrí hjá flestum. Fyrir vikið er um að gera að huga að öðru en vetri, sorg og sút og hypja sig af klettinum kalda. Á vef- síðunni inyourpocket.com má finna upplýsingar um leyndar perlur í Evr- ópu. Sérstaklega er lögð áhersla á austanverða Evrópu og gaman er að sjá hvað leynist í borgum eins og Gdansk og Riga. Vefsíðan einblínir nær eingöngu á borgirnar. Einnig má þó finna umfjallanir um stöku náttúruperlur sem margur ferða- maðurinn hefur ekki séð. Á vefsíð- unni má jafnframt sjá ummæli ann- arra ferðalanga sem vilja benda öðrum á eitthvað smálegt. Til að mynda bendir einn á góðan ham- borgara í Minsk í Hvíta Rússlandi og annar á gott kaffihús í Plzen í Tékk- landi. Eins eru þar unnar greinar frá höfundum síðunnar sem segja nán- ar frá einhverju sem einkennir við- komandi borg. Iðngrein, listir eða íþróttir svo dæmi séu nefnd. Heimasíðan www.inyourpocket.com Morgunblaðið/Eggert Veðurblíða Erlendir ferðamenn á Laugavegi setja svip sinn á mannlífið. , Lífið er ferðalag Grundartangakórinn og Óskar Pét- ursson fagna sumri í Vinaminni á Akranesi í dag kl 16.00 og annað kvöld í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 20.30. Með kórnum syngja einsöng og tvísöng þeir Óskar Pétursson, Smári Vífilsson, Bjarni og Guðlaugur Atlasynir. Þá kemur Óskar Pétursson fram með Tindatríóinu og munu þeir flytja nokkur kvartettlög í anda Gal- gopanna, sem gerðu garðinn fræg- ann á Norðurlandi áður en Óskar tók upp á því að syngja með bræðrum sínum. Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson en um hljóðfæraleik sjá Flosi Einarsson á píanó og Rut Berg Guðmundsdóttir á harmonikku og þverflautu.Grundartangakórinn hefur starfað af miklum þrótti í 32 ár og hefur haldið söngskemmtanir víða um land svo og erlendis. Endilega … … hlýðið á sumartónleika Söngur Kórinn hefur starfað í 32 ár. Karlakór Grafarvogs syngur inn sum- arið í Grafarvogskirkju í dag, sumar- daginn fyrsta. Kórinn var stofnaður síðastliðið haust og eru þetta fyrstu sjálfstæðu tónleikar hans. Þeir hefjast klukkan 17 og er yfirskrift þeirra „Syngjum inn sumarið saman“. Auk karlakórsins kemur kvartettinn Raddbandið fram á tónleikunum í fyrsta skipti eftir nokkurra ára hlé. Raddbandið skipa þeir Árni Jón Egg- ertsson, Hafsteinn Sv. Hafsteinsson, Páll Ásgeir Davíðsson og Sigurður Grétar Sigurðsson. Hafsteinn er jafn- framt félagi í Karlakór Grafarvogs og mun hann einnig syngja einsöng með kórnum ásamt því sem sönghóparnir syngja saman nokkur lög. Um 30 félagar eru í Karlakór Graf- arvogs. Stjórnandi Karlakórs Graf- arvogs er Íris Erlingsdóttir söngkenn- ari og hafði hún veg og vanda af stofnun kórsins. Píanóleikari á tón- leikunum er Kjartan Valdemarsson. Meðal laga á efnisskrá tónleikanna er Ísland eftir Sigfús Einarsson og Hann- es Hafstein, Rósin, eftir Friðrik Jóns- son og Guðmund Halldórsson, Sungn- ar verða þekktar söngperlur á tónleikunum þeirra á meðal má nefna Það er svo margt eftir Inga T. Lár- usson og Einar E. Sæmundsson, Kvöldið er fagurt sem er enskt þjóðlag við ljóð Ingólfs Þorsteinssonar, rímna- syrpan Stundum þungbær þögnin er eftir Sigurð Breiðfjörð og fleiri, sem sungið er við íslenskt þjóðlag sem Jón Ásgeirsson útsetti og samdi hluta af. Auk framangreindra laga eru ýmis fleiri lög á efnisskránni. Meðal þeirra laga sem Raddbandið syngur má nefna lögin Kenndu mér að kyssa rétt, Fljúgðu, Harðsnúna Hanna og Fyrsti kossinn, en einnig munu Karlakór Grafarvogs og Raddbandið syngja saman þrjú lög: Lion sleeps tonight, Banana Boat Song og Can’t help fall- ing in love. Tónleikar Karlakórs Grafarvogs Syngja inn sumarið Æfing Félagar í Karlakór Grafarvogs hefja upp raust sína, kórinn syngur á tónleikum í dag, sumardaginn fyrsta. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þ að er nóg að gera og í raun allt dálítið á suðu- punkti í vinnustofu út- skriftarnema Listahá- skóla Íslands í fata- hönnun þegar ljósmyndara og blaðamann ber að garði síðdegis á mánudegi. Framundan er tískusýn- ing á útskriftarlínu nemendanna í kvöld en þeir hafa síðustu daga lagt lokahönd á hönnun sína. Handprentað efni Nemendur, fyrirsætur og kennarar eru samankomnir á vinnu- stofunni og nemendur mæla, máta og sníða það sem þarf til að fatn- aðurinn falli fullkomnlega að líkama fyrirsætanna. Þetta er lokahnykk- urinn og sá punktur sem allt námið hefur miðað að svo spennan er að sjálfsögðu nokkur. „Þetta er stórt verkefni sem allt þetta nám stefnir einhvern veg- inn að. Þær eru 11 stelpur og hver er með átta alklæðnaði en sumar eru líka að gera fylgihluti. Þær eru búnar að vera allt árið að vinna að þessu og því mikil vinna sem liggur að baki. Um 20% af náminu er tæknilegt og þá læra nemendur að sauma og sníða. Svo er prent- námskeið þar sem þær læra að prenta og margir nota handprentað efni. Það er nokkuð erfitt að nálgast efni hér svo þær eru dálítið í því að búa til eigin efni, bródera, prjóna og lita ull og prjóna úr henni. Í ár er dálítið mikið af leðurfötum og eitt- hvað af mokkaskinni og svo eitthvað af „high tech“ efnum. Mikið af þessu kaupum við frá fyrirtækjum í Framsækin fata- hönnun framtíðar Útskriftarsýning fatahönnunarnema í Listaháskóla Íslands fer fram í kvöld. Þar sýna nemendur afrakstur vetrarins en hver og einn nemandi hannar átta al- klæðnaði. Algengt er að nemendur handgeri efnin sem fatnaðurinn er gerður úr en í ár er leður og mokkaskinn vinsælt í bland við meiri framtíðarefni. Morgunblaðið/Styrmir Kári Spekúlerað Linda Björg Árnadóttir fer yfir málin með nemendum sínum. Vandvirkni Handtökin á lokasprettinum geta verið ansi mörg. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.