Morgunblaðið - 19.04.2012, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012
✝ MonikaOlechnowicz-
Wojciechowska
fæddist 10. apríl
1982. Hún lést 5.
apríl 2012.
Foreldrar henn-
ar eru Wieslaw
Olechnowicz og
Krystyna Olechno-
wicz. Bræður henn-
ar eru Sebastian
Olechnowicz, f. 20.
júlí 1975, og Piotr Olechnowicz,
f. 19. janúar 1979.
Eiginmaður Moniku er Piotr
Wojciehowski. Börn þeirra eru:
Klaudia Wojciechowska, f. 2.
janúar 2000, og Dominik Woj-
ciechowski, f. 2.
janúar 2000.
Monika fæddist í
Bialystok í Póllandi
og bjó þar til 2001
þegar hún fluttist
til Íslands. Monika
hóf sambúð með
Piotr 1999 og giftu
þau sig hinn 23.
mars 2012. Monika
starfaði fyrst hjá
FISK í rækju-
vinnslu en hóf störf hjá Grunn-
skóla Grundarfjarðar árið 2008
og starfaði þar til æviloka.
Jarðarför Moniku fór fram í
Grundarfjarðarkirkju 10. apríl
2012.
Hetjulegri baráttu Moniku
vinkonu okkar er nú lokið. Sú
minning sem skærust er í huga
okkar um Moniku er bjarta
brosið og húmorinn sem lífgaði
upp á dagana okkar hvort heldur
sem var í vinnunni í grunnskól-
anum eða í heimsóknum okkar
til hennar. Monika var hundrað
prósent mamma, börnin Klaudia
og Dominik voru henni alltaf
efst í huga og hann Piotr mað-
urinn hennar, sem stóð alltaf
eins og klettur við hlið hennar í
einu og öllu. Þau höfðu átt sam-
leið síðan þau voru krakkar sam-
an í bekk í barnaskóla í Póllandi.
Gaman var að hlusta á Mo-
niku tala um bernskuárin í Pól-
landi, fjölskyldu sína og vini og
fræðast um önnur lönd og ólíka
siði. Okkur er ofarlega í huga
ferming barnanna þeirra í Pól-
landi þegar hún kom með mynd-
ir af athöfninni í skólann og
sýndi okkur. Hún var mjög stolt
af börnunum sínum.
Monika var einstaklega gest-
risin og bauð alltaf upp á eitt-
hvert góðgæti með kaffinu, okk-
ur þótti pólska sælgætið alveg
sérstaklega gott. Þrátt fyrir ald-
ursmuninn náðum við allar vel
saman og oft var kátt á hjalla
hjá okkur. Til stóð að eyða 30
ára afmælisdeginum þínum á
annan hátt en raun varð elsku
Monika. Við erum ríkari af
reynslu og gleði að hafa átt þig
sem vinkonu og vinnufélaga.
Hugur okkar er hjá Piotr, Klau-
diu, Dominik og fjölskyldu, og
ekki má gleyma honum Pjakki,
hundinum hennar, sem veitti
henni ómetanlega gleði og fé-
lagsskap í veikindum hennar.
Megi guð gefa ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum. Elsku Mo-
nika við kveðjum þig með sorg
og söknuð í hjarta.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Guð geymi þig.
Þínar vinkonur,
Dóra, Jenný og Sjöfn.
Monika Olechno-
wicz-Wojciechowska
✝ AðalsteinnRúnar Em-
ilsson fæddist í
Reykjavík 19. apríl
1951. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans í
Fossvogi þann 14.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans
eru Áslaug Dóra
Aðalsteinsdóttir f.
1934 og Emil Hilm-
ar Eyjólfsson f. 1935, d. 2011.
Systkini Aðalsteins sammæðra
eru Hrafnhildur Linda Stein-
arsdóttir f. 1956, Friðjón Gunn-
ar Steinarsson f. 1957 og Ólafur
Steinarsson f. 1966. Systkini Að-
alsteins samfeðra eru Eyjólfur
22.10. 1979, hjúkrunarfræð-
ingur, búsett í Belgíu. Önnur
kona Aðalsteins var Gunilla Ros-
berg. Þau skildu. Um skamma
hríð var Aðalsteinn í hjónabandi
með Áslaugu Ragnars.
Aðalsteinn lauk B.S. prófi í líf-
fræði frá Háskóla Íslands árið
1978. Hann starfaði á Raunvís-
indastofnun árin 1979-81. Þá
fluttist hann til Svíþjóðar með
fjölskyldu sinni og stundaði þar
framhaldsnám. Aðalsteinn lauk
doktorsprófi í lífefnafræði frá
Háskólanum í Lundi árið 1988.
Árin 1989-1992 var hann búsett-
ur í Bandaríkjunum og var í
rannsóknarvinnu við Wake For-
est University, Bowman Gray
School of Medicine. Hér heima
starfaði Aðalsteinn hjá Einka-
leyfastofunni og síðustu árin
vann hann fyrir Patice, vöru-
merkja- og einkaleyfastofu.
Útför Aðalsteins fór fram í
kyrrþey frá Fossvogskapellu
þann 4. apríl 2012.
Kjalar Emilsson f.
1953, Þiðrik Krist-
ján Emilsson f. 1962,
Guðrún Catherine
Emilsdóttir f. 1963
og Kjartan Pierre
Emilsson f. 1966.
Kona Aðalsteins var
Edith Vivian Han-
sen f. 1950, en þau
slitu samvistum.
Börn þeirra eru 1)
Jóhann Erpur Að-
alsteinsson, f. 31.3 1975, læknir
og hagfræðingur, búsettur í Sví-
þjóð. Kona hans er Soufia Að-
alsteinsson f. 27.6. 1987 og eiga
þau soninn Alexander Fadi Að-
alsteinsson f. 23.4. 2009. 2) Hulda
Steinunn Aðalsteinsdóttir f.
„Dr. Emilsson, geri ég ráð fyr-
ir?“ Þau voru ófá símtölin okkar á
milli sem hófust með þessum orð-
um – og hann svaraði gjarnan:
„Já, dr. Kvaran, geri ég ráð fyr-
ir?“ Ég man ekki hvenær þessi
gamansami siður okkar Aðal-
steins hófst, þar sem við höfðuð-
um til þess þegar landkönnuðirn-
ir David Livingston og H.M.
Stanley hittust í frumskógum
Afríku og sá síðarnefndi heilsaði
með hinum frægu orðum: „Dr.
Livingstone, I presume?“ Þessi
orðaskipti voru oft upphafið að
fjölbreytilegum og skemmtileg-
um samræðum okkar á milli, þar
sem við fórum um víðan völl og
skiptumst á skoðunum, hömlu-
laust, um hvaðeina sem okkur lá
á hjarta.
Við áttum til að ræða um efni
af heimspekilegum, guðspekileg-
um og vísindalegum toga, jafnt
sem um hversdagslegri hluti.
Aldrei kom maður að tómum kof-
anum hjá Aðalsteini. Hann var
fróður, hugmyndaríkur, eftir-
tektarsamur, rökfastur sem og
góður hlustandi. Í samræðum
okkar komst maður oft á flug,
hátt yfir innantómt dægurþras
líðandi stundar.
Slíkar stundir með Aðalsteini
verða ekki fleiri. Hann er farinn.
Hann leitaði sér ekki læknisað-
stoðar vegna veikinda fyrr en of
seint, þegar í óefni var komið.
Mér fannst í fyrstu eins og hann
hefði látist að óþörfu, með því að
hunsa skilaboð líkamans sem
áttu að vera honum nægilega
skýr. „Af hverju gerðirðu þetta,
Aðalsteinn? Þú, sem áttir að vita
betur,“ voru mín fyrstu sáru við-
brögð við fregninni um fallinn
vin. Í dag leita ég huggunar í góð-
um minningum um vænan dreng
sem gaf meira en hann þáði.
Aðalsteinn var ekki gæfumað-
ur. Honum lánaðist ekki að njóta
helstu gæða lífsins sem skyldi.
Þegar þannig fer liggja margar
skýringar að baki, þar með talin
mannleg samskipti. Aldrei heyrði
ég þó Aðalstein segja styggð-
aryrði um nokkurn mann sem
kynni að hafa gert eitthvað á
hans hlut. Honum kann að hafa
sárnað en hann kunni að fyrir-
gefa. Það veit ég af eigin reynslu.
Aðalsteinn „fór á fésbókina“
fyrir nokkru. Ég sendi honum
vinarbeiðni um hæl, en það leið
og beið og viðbrögð létu á sér
standa. Þegar ég innti hann eftir
viðbrögðum sagði hann kímnis-
lega að hann væri að íhuga málið!
Það er skemmst frá því að segja
að honum entist ekki aldur til að
komast að niðurstöðu um hvort
hann ætti að samþykkja mig sem
fésbókarvin. Þetta finnst mér í
senn táknrænt fyrir félaga Aðal-
stein sem og um eðli vináttunnar.
Aðalsteinn forðaðist að hleypa
fólki of nærri sér af ýmsum for-
sögulegum ástæðum. Ég varð
aldrei „vefrænn vinur“ Aðal-
steins, en ég var vinur hans og
hann var vinur minn.
Nú er hann farinn á þann stað
sem ég held að við höfum orðið
ásáttir um að við förum á eftir
þessa jarðnesku tilvist. Ég er
honum þakklátur fyrir samfylgd-
ina.
Ágúst Kvaran.
Aðalsteinn Rúnar
Emilsson
✝ Sigdór Helga-son (Dói) fædd-
ist að Laugavegi 72
í Reykjavík þann
18. janúar 1917.
Hann lést 30. mars
á Landspítalanum
við Hringbraut.
Foreldrar hans
voru Einarína Ey-
rún Helgadóttir, f.
16. maí 1891, d. 31.
maí 1980, og Helgi
Guðmundsson, f. 8. október 1881,
d. 30. mars 1937. Systkinin voru
sex og er aðeins eitt þeirra á lífi,
Fjóla Helgadóttir. Þann 12. októ-
ber 1940 kvæntist Sigdór Guð-
rúnu Sigríði Eggertsdóttur, f. 18.
febrúar 1922, d. 7. maí 2010. Þau
eignuðust 3 börn. 1)
Björk, f. 14. apríl
1941, maki Ingi B.
Sigurðsson, f. 14.
desember 1927, d.
12. júní 1992. Þau
áttu 4 börn. 2) Rún-
ar Helgi, f. 11. júlí
1942, d. 17. maí
2001, maki hans
Helga Helgadóttir,
f. 12. júní 1952.
Saman áttu þau 3
börn en áður átti Rúnar 3 börn.
3) Birgir Þór, f. 18. apríl 1950,
maki hans Sigrún Ólafsdóttir, f.
1. febrúar 1947. Birgir á 4 börn.
Útför Sigdórs fór fram í kyrr-
þey frá Seljakirkju 10. apríl
2012.
Elsku Dói, hér sit ég í útlönd-
um og hripa niður á blað hinstu
kveðjuna til þín þar sem ég sé
mér ekki fært að fylgja þér síð-
asta spölinn.
Alls konar minningabrot
renna í gegnum hugann og að
sjálfsögðu minnist maður allra
þeirra sem á undan eru gengnir:
Bíbí þín og Rúnar, pabbi,
Hulda, Lauga, Lulla, Mummi og
Gúa að ógleymdri nöfnu minni
og ömmu og ósjálfrátt ímynda
ég mér að þau taki öll á móti þér
við söng og píanóleik.
Við Ingi bróðir vorum lang-
yngstu barnabörn móður þinnar
og vorum því óhjákvæmilega ut-
anveltu við okkar kynslóð í
stórri föðurfjölskyldunni. Það
sést best á því að þegar ég
fæddist átti amma Eyrún ekki
aðeins níu barnabörn, heldur 20
langömmubörn að auki, og átta
þeirra voru barnabörn ykkar
Bíbíar. Því er skiljanlegt að
samskipti okkar við eldri systk-
ini pabba einskorðuðust helst
við jól og merkisatburði í fjöl-
skyldunni en árum saman var
aðfangadagur eins konar upp-
bótardagur okkar systkinanna:
Þá keyrði pabbi okkur hringinn
og beið þolinmóður í bílnum á
meðan við fengum að fara ein
inn og njóta jólakræsinga og
óskiptrar athygli. Gnoðarvogur-
inn var einn af föstu punktun-
um, Bíbí tók okkur í faðminn og
kyssti okkur í bak og fyrir og þú
sýndir okkur stoltur jólaskreytt
heimilið og ræddir við okkur um
lífið og tilveruna og gafst okkur
heilræði.
Seinna meir tók ég við akstr-
inum og af minni hálfu lögðust
þessar ferðir ekki af fyrr en ég
var farin að halda eigið heimili
en þá tók Ingi við.
Það er miklum ofsögum sagt
en oft hefur verið talað um það í
fjölskyldunni að ég myndi alla
afmælisdaga. Mummi, Lauga og
Raggi voru, eins og ég, öll fædd
í nóvember og einhvern veginn
hafði ég því ákveðið að þú værir
líka fæddur í nóvember. Einn
fallegan nóvemberdag árið 2002
var ég stödd ásamt vinafólki í
myndatökuferð í birkiskógi í
innsveitum Katalóníu og fékk
allt í einu þá yfirþyrmandi til-
finningu að það væri 85 ára af-
mælisdagurinn þinn.
Ég var ekki í rónni fyrr en ég
var búin að komast yfir síma-
númerið þitt og þú vissir ekki
hvaðan á þig stóð veðrið þegar
þú fékkst allt í einu símtal frá
útlöndum, 10 mánuðum eftir
stórafmælið, en eftir gott hlát-
urskast áttum við ágætis sam-
tal.
Þegar við Alberto vorum síð-
ast að sumarlagi á Íslandi kom-
um við í heimsókn til ykkar.
Bíbí töfraði fram ótal kræsingar
eins og hennar var venja og þú
sagðir okkur frá veiðiferðum
ykkar austur fyrir fjall. Innst
inni vissum við að þetta væri í
síðasta sinn sem fundum okkur
bæri saman en við áttum mjög
ánægjulega stund og ég er
þakklát fyrir þá minningu.
Elsku Björk, Birgir, Fjóla og
ástvinir allir, ég sendi ykkur
hugheilar samúðarkveðjur á
þessum degi.
Eyrún Ingadóttir.
Sigdór Helgason
Mig langar að minnast
Bjarna Sveinssonar sem í mín-
um augum var glæsimenni og
frumkvöðull á mörgum sviðum.
Mín fyrstu kynni af honum voru
þegar ég sjö ára gömul og hann
var að múra húsið hjá foreldr-
um mínum og ég veit að hann
rukkaði föður minn aldrei af
þeirri vinnu, þannig er Bjarna
rétt lýst. Hann gerði góðverkin
á mörgum heimilum á Akureyri
um jól og áramót með því að
færa þeim mat og annað sem fá-
ir eða engir gerðu sér grein fyr-
ir í þá daga, þvílíkur öðlingur.
Þetta fór allt mjög hljótt fram
þar sem hann vildi ekki að þetta
spyrðist út en þannig hjálpaði
hann mörgum öðrum sem ég
veit um sem ég ætla ekki að tjá
mig um. Þannig var Bjarni
Sveinsson, hann lét verkin tala
en sagði ekki frá því. Alltaf stóð
Ásta, konan hans, við hlið hon-
um í öllu þessu og studdi hann.
Eitt vil ég láta koma fram, að
ég kynntist þeim Ástu og
Bjarna um 12 ára aldur og því-
líkum öðlingshjónum hef ég
ekki áður kynnst. Þeim hugn-
uðust sex börn, hvert öðru
skemmtilegra, en ég kynnist
Ingibjörgu, dóttur þeirra,
Bjarni Sveinsson
✝ Bjarni Sveins-son fæddist á
Akureyri 27. júní
1929. Hann lést á
lyflækningadeild
Sjúkrahússins á
Akureyri 7. apríl
2012.
Jarðarför
Bjarna fór fram frá
Akureyrarkirkju
16. apríl 2012.
snemma á lífsleið-
inni og er búin að
vera mín stoð og
stytta í 50 ár og
þakka þeim hjónum
að hafa fært mér
hana. Um leið og ég
þakka skemmtilegu
stundirnar sem ég
hef átt með þessari
stóru fjölskyldu,
votta ég þeim mína
innilegustu samúð.
Guð blessi Bjarna Sveinsson,
stórkaupmann, atorkumann og
glæsimenni sem hann náttúr-
lega var.
Okkar hinstu kveðjur.
Þorbjörg Traustadóttir
(Bobba) og Haraldur
Árnason.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt sem Guði er frá.
(V. Briem)
Elsku pabbi minn, þér ber að
þakka allt sem þú gerðir fyrir
mig og börnin mín, hverjum
finnst sinn pabbi bestur, en mér
finnst þú alltaf allra bestur.
Megi kærleiksljósið umvefja
þig.
Þín dóttir,
Ingibjörg (Stúlla).
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRGVINS ÓLAFSSONAR
tæknifræðings,
Kirkjulundi 6,
Garðabæ.
.
Halldóra Sigurjónsdóttir,
Edda G. Björgvinsdóttir,
Birgir Björgvinsson, Ásta Edda Stefánsdóttir,
Áslaug Högnadóttir, Páll Haraldsson,
Andri Björn Birgisson,
Brynja Dóra Birgisdóttir,
Týr Fáfnir Stefánsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÞÓRUNN E. HAFSTEIN,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans
Fossvogi fimmtudaginn 12. apríl,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun,
föstudaginn 20. apríl kl. 15.00.
Guðlaugur Björgvinsson,
Ásta Margrét Guðlaugsdóttir, Einar Ingi Ágústsson,
Hildigunnur Sigrún Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Árnason,
Þórunn Björk Guðlaugsdóttir,
Erna Guðlaugsdóttir, Guðmundur Gunnarsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
AGNAR TRYGGVASON
fyrrv. framkvæmdastjóri
Búvörudeildar SÍS,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
miðvikudaginn 11. apríl.
Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
20. apríl kl. 13.00.
Guðrún Helga Agnarsdóttir, Jón Kristjánsson,
Anna Agnarsdóttir,
Björn Agnarsson,
Sigríður Agnarsdóttir,
Tryggvi Agnarsson, Steingerður Þorgilsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.