Morgunblaðið - 19.04.2012, Page 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012
Silfurhálsmen með agat festi og mynd frá þér
Íslensk hönnun og persónuleg gjöf
Þeir byrja að koma fyrir alvöru í lok apríl, um leið og sauðburð-urinn hefst,“ segir Ragna B. Aðalbjörnsdóttir sem rekurFerðaþjónustu bænda í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Opið
er allt árið en ferðamennirnir koma mest á sumrin. Ragna fagnar
fimmtugsafmæli í dag. „Ég er ekki búin að skipuleggja neitt en hef
heyrt að bóndinn ætli að bjóða mér í óvissuferð,“ segir hún.
Afmælisdaginn ber upp á sumardaginn fyrsta að þessu sinni og
hefur það áður gerst. „Mamma sagði mér að ég hefði fæðst á sum-
ardaginn fyrsta. Það getur passað, þessi árstími á vel við mig.“ Eft-
irminnilegasti afmælisdagur Rögnu var 1984, þegar hún hitti mann-
inn sinn í fyrsta skipti. Þau giftu sig á þrjátíu ára afmælisdegi
hennar og fagna því tuttugu ára brúðkaupsafmæli í dag.
Auk ferðaþjónustunnar rekur Ragna stórt kúabú með manni sín-
um, Ásgeiri Árnasyni, dóttur þeirra og tengdasyni. Stóra-Mörk er
við Þórsmerkurveg sem margir ferðamenn fara um. Ragna segir að
útlitið fyrir sumarið sé gott. Gestirnir hafa undantekningarlítið
áhuga á að kynnast búskapnum, líta í fjós eða annað þess háttar.
„Þetta er skemmtilegt og gefandi starf og verður skemmtilegra
með hverju árinu sem líður, sérstaklega þegar maður fær sömu er-
lendu gestina aftur og aftur. Ég á orðið vini um allan heim og heim-
boð víða,“ segir Ragna. helgi@mbl.is
Ragna B. Aðalbjörnsdóttir fimmtug í dag
Brúðkaupsdagur Ragna Aðalbjörnsdóttir og Ásgeir Árnason fagna
tuttugu ára brúðkaupsafmæli á fimmtugsafmælisdegi Rögnu.
Ferðafólkið kemur
um sauðburðinn
Þ
ór Freysson, framleiðandi
og upptökustjóri hjá
Sagafilm, fæddist í
Reykjavík en ólst upp á
Akureyri frá því hann
man eftir sér. Hann var auk þess í
sveit á sumrin hjá afa sínum og
ömmu, á Borgarhóli í Eyjafirði frá
barnsaldri og til fimmtán ára aldurs.
Löggulíf, Stöð 2 og Sagafilm
Þór var í Barnaskóla Akureyrar og
Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann
flutti til Reykjavíkur er hann lék með
Baraflokknum 1984 og tveimur árum
síðar hóf hann starf sem átti eftir að
marka honum stefnu. Hann varð að-
stoðarhljóðmaður við gerð kvik-
myndar Þráins Bertelssonar, Löggu-
líf, 1986, hóf síðan störf hjá Stöð 2 og
var þar hljóðmaður í þrjú ár, síðar
myndatökumaður í fimm ár og loks
framleiðandi og upptökustjóri 1995
og hefur starfað við það síðan, hjá
Stöð 2 til 2005 og síðan hjá Sagafilm.
Idolið og X Factor
Þór hefur stjórnað fjölda sjón-
varpsþátta og þáttaröðum, stjórnaði
t.d. mörgum tugum þátta með Sigga
Hall matreiðslumanni, þáttunum
Viltu vinna milljón?, fjórum þáttaröð-
um af Idol og einni af X Factor. Þá
hefur hann stjórnað Bandinu hans
Bubba, Spaugsstofunni sl. tvö ár og
stjórnaði þáttunum Dans, dans dans,
auk þess sem hann framleiddileiknu
þáttaröðina Pressa á Stöð 2.
Lék bara með Baraflokkurinn
Þór lék á gítar í hljómsveitinni
Baraflokknum. Hljómsveitin var við
lýði á árunum 1980-85. Hún var án
efa vinsælasta hljómsveitin frá Ak-
ureyri á níunda áratugnum, var í
raun fremur tónleikaband en dans-
Þór Freysson 50 ára
„Einu sinni á ágústkveldi...“ Þór og Halldóra uppi á Ármannsfelli. Þau hjón eru félagar í gönguhópnum Ussarar.
Löggulífið lagði línuna
Þór í vinnunni Upptökur á Borgarilmi í Seattle í Bandaríkjunum árið 2011.
Elena Holm og Fransiska Una
Dagsdóttir héldu tombólu fyrir
utan Kjötborg á Ásvallagötu.
Þær söfnuðu 3.100 kr. sem þær
gáfu Rauða krossi Íslands.
Hlutavelta
Vestmannaeyjar Aron Guðni fæddist
15. nóvember kl. 0.6. Hann vó 3.835 g
og var 52 cm langur. Foreldrar hans
eru Jóhanna Rut Óskarsdóttir og
Björn Virgill Hartmannsson.
Nýir borgarar
Akureyri Gabríel Þór fæddist 24.
júlí kl. 2.51. Hann vó 3.752 g og var
51 cm langur. Foreldrar hans eru
Karen Ósk Birgisdóttir og Hilmar
Poulsen.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.