Morgunblaðið - 24.04.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
PÖNTUNARTÍMI
AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12,
föstudaginn 27. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
Íslandsmótið
Pepsí-deild karla í
knattspyrnu
4. maí. Farið
verður um víðan
völl og fróðlegar
upplýsingar um
liðin sem leika
sumarið 2012.
ÍSLANDSMÓTIÐ
PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2012
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Verði frumvörp um stjórn fiskveiða
og veiðigjöld að lögum er óhjá-
kvæmilegt að þau stuðli að veikara
gengi krónunnar, segir m.a. í um-
sögn Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, Samtaka fiskvinnslu-
stöðva og Samtaka atvinnulífsins um
frumvörpin. Samtökin sendu at-
vinnuveganefnd Alþingis umsögn
sína í gær og segir þar að frumvörpin
feli í sér að verið sé að breyta núgild-
andi fiskveiðistjórnunarkerfi í skatt-
kerfi. Samtökin eru í öllum aðal-
atriðum ósammála efni frumvarp-
anna og segir í umsögninni að áform
stjórnvalda muni færa umhverfi ís-
lensks sjávarútvegs áratugi aftur í
tíma.
Bent er á að frumvörpin hafi verið
unnin án samráðs við hagsmunaaðila
og þá sem þekkja til reksturs fyrir-
tækja sem stunda veiðar og vinnslu
sjávarafurða. Með frumvörpunum sé
lagt til að breyta grundvallarfor-
sendum í rekstri fyrirtækjanna með
því annars vegar að banna frjálst
framsal aflahlutdeildar og auka póli-
tíska úthlutun aflaheimilda og hins
vegar með ofurskattlagningu sem
leiða muni til fjöldagjaldþrota í
greininni. Í frumvörpunum sé lagt til
að gera upptækan til ríkissjóðs
meira eða minna allan hugsanlegan
hagnað af rekstri sjávarútvegsfyrir-
tækjanna og að auki sé lagt til að
auka jafnt og þétt ráðherraúthlutun
aflaheimilda.
Átök á vinnumarkaði
Í umsögninni segir: „Frumvörpin
ógna tilveru fyrirtækja sem tengjast
og byggja á rekstri sjávarútvegsfyr-
irtækja, setja hag og framtíð starfs-
manna fyrirtækja í uppnám og skap-
ar mikla óvissu um hagsmuni margra
byggðarlaga. Augljóst er að stór-
aukin skattlagning á sjávarút-
vegsfyrirtækin mun hafa alvarleg
áhrif á landsbyggðina enda eru
sjávarútvegsfyrirtækin burðarásar í
fjölmörgum samfélögum á lands-
byggðinni. Ein afleiðing þessara
frumvarpa er sú að með þeim er veg-
ið að hlutaskiptakerfi gildandi kjara-
samninga sjómanna og útgerð-
armanna. Kerfið mun ekki geta
staðið óbreytt eftir svona grundvall-
arbreytingu og slíkt kallar á heildar-
endurskoðun sem mun fyrirsjáan-
lega leiða til alvarlegra átaka á
vinnumarkaði.
Verði frumvörpin að lögum mun
sjávarútvegurinn smám saman drag-
ast aftur úr öðrum atvinnugreinum,
keppinautum sínum í öðrum löndum
og laun sjómanna og annars starfs-
fólks rýrna. Fjárfestingar munu
minnka, rannsóknir og nýsköpun
bíða hnekki og langtímahugsun mun
víkja fyrir skammtímaráðstöfunum.
Allt þetta mun einnig hafa áhrif langt
út fyrir sjávarútveginn sjálfan. Um
frumvörpin getur því aldrei orðið
sátt – hvorki við sjávarútveginn
sjálfan né annað atvinnulíf í landinu.“
Dregur úr skilvirkni
Í umsögninni segir að styrkur
gjaldmiðilsins til lengri tíma ráðist
fyrst og fremst af skilvirkni atvinnu-
lífsins, ekki síst útflutningsgreina, og
framleiðniþróun í samanburði við
keppinauta á alþjóðlegum markaði.
Áformaðar breytingar muni draga
strax úr skilvirkni sjávarútvegsins
og hamla getu hans til framþróunar,
aukinnar framleiðni og verðmæta-
sköpunar til lengri tíma.
Raungengi krónunnar, þ.e. inn-
lend launa- og verðlagsþróun í er-
lendri mynt, muni láta undan síga
enn frekar en orðið er og valda sí-
versnandi lífskjörum almennings.
Hætt er við að sú þróun muni stuðla
að stöðugum kjaraátökum og ófriði á
vinnumarkaði þar sem launaþega-
samtök muni leitast við að endur-
heimta fyrri kaupmátt sem ekki verð-
ur innstæða fyrir og því muni
afleiðingarnar birtast í stigmagnandi
víxlverkunum gengislækkana, verð-
bólgu og kauphækkana sem af illu
einu eru þekktar frá áttunda og ní-
unda áratug síðustu aldar.
„Verði frumvörpin að lögum munu
þau augljóslega kollvarpa rekstri sjáv-
arútvegsfyrirtækja, aflahlutdeildir
verða gerðar upptækar og verðlausar
á næstu 20 árum, stórauka skatt-
heimtu á sjávarútveginn með þeim
hætti að í raun er um eignaupptöku að
ræða, innleiða skammtímasjónarmið
sem grafa undan ábyrgri nýtingu
nytjastofna og auka verulega óvissu í
atvinnugreininni,“ segir í umsögninni.
Fiskveiðistjórn breytt í skattkerfi
Harðorð umsögn LÍÚ, SF og SA um fiskveiðifrumvörpin Setja hag og framtíð starfsmanna í
uppnám Stuðla að veikara gengi Ógna tilveru fyrirtækja Óvissa um hag margra byggðarlaga
Hækkun veiðigjalds á landshluta
G
ru
nn
ko
rt
/L
of
tm
yn
di
re
hf
.
H
ei
m
ild
:D
el
oi
tt
e
Frumvörp til laga um stjórn fiskveiða - Áhrif á starfandi sjávarútvegsfyrirtæki
Veiðigjald fyrirtækja í
10 gjaldhæstu sveitarfélögunum
Veiðigjald
í milljónum Á hvern Hlutfall
Bæjarfélög króna íbúa í%
Vestmannaeyjar 3.716 886.805 15,9%
Fjarðabyggð 2.964 644.413 12,7%
Reykjavíkurborg 2.678 22.544 11,5%
Akraneskaupstaður 1.466 222.438 6,3%
Grindavíkurbær 1.436 507.247 6,2%
Akureyrarkaupstaður 1.379 77.114 5,9%
Hornafjörður 1.308 611.259 5,6%
Snæfellsbær 817 469.484 3,5%
Ísafjörður 751 200.357 3,2%
Fjallabyggð 696 341.207 3%
Veiðigjald eins og það reiknast út samkvæmt ákvæðum frumvarpsins
miðað við úthlutun fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 (í m. kr.)
Álagt veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 ím.kr. (9,46krónur áhvert þorskígildi)
Veiðigjald á íbúa ef veiðigjaldafrumvarpið verður samþykkt (í kr.)
1.
42
5
25
9
20
2.
19
2
Vestfirðir
2.
81
0
45
2
18
2.
80
9
Vesturland
3.
03
9
4
86
14
.9
28
Höfuðb.-
svæðið
2.
18
6
38
6
10
2.
87
4
Suðurnes
5.
40
5
75
5
20
8.
86
1
Suðurland
3.
69
6
46
8
36
1.
60
6
Austur-
land
4.
03
1
60
5
13
8.
89
3
Norður-
land eystra
71
4
12
1
99
.1
17
Norður-
land vestra
Með umsögn LÍÚ, SA og SF fylgir
álitsgerð frá LEX lögmannsstofu,
undirrituð af Karli Axelssyni, Ás-
gerði Ragnarsdóttur og Huldu
Árnadóttur. Eftir að hafa fjallað
um ýmis álitaefni segir svo í
samantekt:
„Að teknu tilliti til þessa telja
undirrituð að ákvæði frumvarp-
anna hafi veruleg neikvæð áhrif
á rekstur aðila sem starfa við
fiskveiðar og geti jafnvel leitt til
þess að hann leggist af. Er þá
gengið afar langt í þá veru að
svipta slíka aðila með öllu grund-
velli atvinnuréttinda sem njóta
stjórnarskrárverndar eða í öllu
falli takmarka slík réttindi með
stórfelldum hætti. Í samræmi við
þetta er það mat undirritaðra að
fyrirliggjandi frumvörp skerði at-
vinnuréttindi núverandi hand-
hafa aflaheimilda með ótvíræð-
um hætti og þá þannig að það fái
ekki staðist eignarréttarákvæði
72. gr. stjórnarskráinnar án þess
að til bótaskyldu stofnist, en sú
bótaskylda er þess eðlis að gerð
er krafa um að fullt verð skuli
koma fyrir.“
Í álitsgerðinni er fjallað um
skattheimtu sem gert er ráð fyrir
í frumvarpi um veiðigjöld og
færð „rök fyrir því að sú skatt-
heimta sem gert er ráð fyrir
kunni að fara út fyrir það stjórn-
skipulega svigrúm sem skatt-
lagning sætir og teljist bótaskyld
eignarskerðing eða eignarnám af
þeim sökum, sbr. 72 grein stjórn-
arskrár. Þá er ekki loku fyrir það
skotið að frumvarpið feli í sér
afturvirka skattlagningu, sem
brjóti í bága við 2. mgr. 77. gr.
stjórnarskrár“.
Stofnast til
bótaskyldu
ÁLITSGERÐ LÖGMANNA
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Aðeins 17 af 75 sjávarútvegsfyrir-
tækjum sem tóku þátt í rannsókn
Deloitte á áhrifum nýja veiðigjalda-
frumvarpsins munu geta staðið undir
hækkun á gjaldinu í óbreyttri mynd.
Óvissa er um hvort 5 félög geti staðið
undir nýja gjaldinu, 45 munu ekki
standa undir því og 8 munu þurfa að
fara í fjárhagslega endurskipulagn-
ingu vegna breytinganna.
Jafngildir þetta því að tæp 23%
fyrirtækjanna eru talin ráða við gjald-
ið.
Þetta kemur fram í fylgiskjali með
sameiginlegri umsögn Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna, Sam-
taka fiskvinnslustöðva og Samtaka
atvinnulífsins um nýju kvótafrum-
vörpin sem birt var á vef atvinnuvega-
nefndar Alþingis í gær.
Stórar útgerðir yrðu í vanda
Tekin eru dæmi af tíu útgerðum og
eru þær flokkaðar eftir því hvaða
áhrif fyrirhuguð veiðigjöld eru talin
munu hafa á rekstur þeirra.
Í einum flokknum eru fyrirtækin
flokkuð eftir því hvort óvissa er um
hvort félagið standi undir hækkun á
veiðigjaldi. HB Grandi fellur í þennan
flokk en veiðigjaldið er talið munu
hækka úr 267 milljónum í 2.450 millj-
ónir króna. Vinnslustöðin í Vest-
mannaeyjum er í sama flokki en
gjaldið hjá henni færi úr 101 milljón
króna í 971 milljón króna.
Í öðrum flokki eru félög sem ekki
eru talin munu standa undir hækkun
á veiðigjaldi að óbreyttu. Skinney
Þinganes er eitt þessara félaga en
veiðigjaldið sem félagið greiðir mun
nærri tífaldast, fara úr 97 milljónum í
929 milljónir króna. Eskja er í sama
flokki en þar lætur nærri að veiði-
gjaldið ellefufaldist, úr 68 milljónum
króna í 736 milljónir króna. Rammi er
líka í þessum flokki en gjaldið sem fé-
lagið greiðir færi úr 88 milljónum
króna í 694 milljónir króna. Hrað-
frystihúsið Gunnvör er einnig í þess-
um flokki en gjaldið færi þar úr 60
milljónum í 475 milljónir króna. Hrað-
frystihús Hellissands fer í sama flokk
en gjaldið sem útgerðarfélagið greiðir
færi úr 15 milljónum í 111 milljónir
króna.
Undantekningarnar
Þá eru tilgreind félög sem eiga að
geta staðið undir hækkun á veiði-
gjaldi. Meðal þeirra er FISK Seafood
en í því tilviki mun gjaldið hækka úr
107 milljónum í 865 milljónir. Félagið
Stálskip á líka að ráða við hækkunina
en í því dæmi færi gjaldið úr 27 millj-
ónum í 218 milljónir. Útgerðarfélagið
Frár í Vestmannaeyjum er einnig tal-
ið geta staðið undir gjaldinu en gjald-
ið sem það greiðir ríflega sjöfaldast,
fer úr 6 milljónum króna í 43 milljónir
króna. Loks á Geir ehf. á Þórshöfn að
geta staðið undir gjaldtökunni sem
færi úr 4 milljónum í 31 milljón króna.
Innan við fjórðungur
ræður við veiðigjöld
Deloitte metur greiðsluhæfi útgerða vegna frumvarps
Morgunblaðið/Ernir
Vinnsla Hjá HB Granda.