Morgunblaðið - 24.04.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Könnun Gamli Garður við Hringbraut.
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Ís-
lands hefur nú gefið út spurn-
ingaskrá um heimili á Stúd-
entagörðum.
Hafa spurningarnar verið sendar
á netföng allra íbúa garðanna.
Spurningaskráin er hluti af meist-
araverkefni Sigrúnar Hönnu Þor-
grímsdóttur í þjóðfræði við Há-
skóla Íslands.
Spurningaskráin er send út í
samvinnu við Félagsstofnun stúd-
enta sem heitir einum svaranda
niðurfellingu á leigu í maí.
Rannsaka heimili á
Stúdentagörðum
Traktorasögur verða sagðar í
bókakaffi Gerðubergs á mið-
vikudagskvöld, 25. apríl, á slaginu
klukkan 20.
Sögurnar segir Bjarni Guð-
mundsson, sem hefur skrifað tvær
bækur um traktora á Íslandi en þær
heita …og svo kom Ferguson og
Alltaf er Farmall fremstur. Þar er
fjallað um fyrstu heimilisdráttar-
vélarnar, sem fluttar voru hingað
til lands eftir síðari heimsstyrjöld.
Bjarni hefur verið prófessor í bú-
tækni við Landbúnaðarháskólann
og stundað rannsóknir á verkun
fóðurs og tækni við fóðuröflun.
Bjarni lauk föstu starfi við skólann í
ágúst 2008 og sinnir nú sérverk-
efnum á vegum hans í hálfu starfi.
Hann er einnig forsvarsmaður
Landbúnaðarsafns Íslands og fæst
við búnaðarsöguleg viðfangsefni.
Sögur Ferguson notaður við heyskap.
Segir sögur af
traktorum
Átta fulltrúar í Reykjavíkurráði ungmenna funda
með borgarfulltrúum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Fer fundurinn fram í fundarsal borgarstjórnar og
hefst kl. 14. Hann verður sendur út beint á vef
Reykjavíkurborgar, reykjavik.is.
Málefni ungs fólks verða í brennidepli á fundinum
og verða ræddar tillögur frá ungmennaráðum í
hverfum Reykjavíkur, s.s. um bættar samgöngur, at-
vinnumál ungs fólks, menntun, getnaðarvarnir og
götulist.
Fundur Reykjavíkurráðs ungmenna og borgar-
stjórnar hefur verið árviss viðburður í borgarstjórn
í ellefu ár, að því er segir í tilkynningu.
Ungmenni ræða við borgarstjórn í dag
Ráðhús Reykjavíkur.
Sjálfboðaliðar óskast í Ráðhús
Reykjavíkur milli kl. 17 og 21 í dag
til að aðstoða nýstofnaðan Mennt-
unarsjóð Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur við að búa til Mæðra-
blómið 2012 undir handleiðslu
Steinunnar Sigurðardóttur og fleiri
hönnuða.
Er fólk á öllum aldri hvatt til að
koma og leggja málinu lið en tak-
markið er að búa til 1000 blóm sem
seld verða í tengslum við mæðra-
daginn sem er annar sunnudagur í
maí. Um er að ræða fjársöfnun til
að styrkja konur í lægstu tekju-
þrepunum til náms.
Í tilkynningu segir, að verkefnin
séu við allra hæfi í Ráðhúsinu. Fólk
er einnig beðið um að koma með
efnisafganga, eða rauðar flíkur úr
allskonar efnum.
Leitað að sjálf-
boðaliðum
STUTT
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Meiri afli fékkst í nýafstöðnu neta-
ralli en nokkru sinni áður, en það
fór nú fram í 17. skipti, en rallinu
lauk um helgina. Aflabrögð voru
yfirleitt góð og í Breiðafirðinum
voru fyrri met slegin. Líkt og
undanfarin ár voru aflabrögð þó lé-
leg í kantinum austan við Eyjar.
Kristján Kristjánsson, skipstjóri
á Kristbjörgu ÍS, lagði netin við
Reykjanes að Þrídröngum og segir
hann að sum svæðin hafi gefið
„óskaplega mikið af fiski“, og nefnir
Selvogsbankann sem dæmi. Krist-
björgin tók ekki þátt í rallinu í
fyrra. „Aflinn var ævintýralegur á
köflum og ég hef sjaldan séð annað
eins,“ segir Kristján. Þeir drógu
trossurnar 54 sinnum og komu að
landi með 285 tonn.
Saxhamar SH frá Rifi lagði netin
í Breiðafirði og lauk rallinu fyrir
viku. Aflinn sló fyrri met að sögn
Friðþjófs Sævarssonar, skipstjóra,
en þetta er fjórða árið í röð sem
Saxhamar tekur þátt í þessu verk-
efni.
„Við höfum oft fengið góðan afla í
rallinu, en ekki eins víða og núna,“
segir Friðþjófur. „Við vorum nán-
ast í góðri veiði alla daga, aðeins
þrjár lagnir af 50 svöruðu ekki al-
mennilega. Dagana fyrir páska var
aflinn eiginlega yfirgengilegur og
þó við værum með riðla fyrir
smærri fisk saman við í öllum net-
unum, eins og gert er í rallinu, þá
var meðalþyngdin 6-7 kíló af
slægðu,“ segir Friðþjófur.
Til hliðsjónar
við fiskveiðiráðgjöf
Sex bátar taka þátt í netarallinu
á hrygningarsvæði þorsks í kring-
um landið og er sami netafjöldi
lagður á sömu slóðum ár eftir ár.
45-60 trossur eru lagðar á hverju
svæði og er þeim dreift innan
svæða á helstu hrygningarslóðir
þorsks. Á hverju svæði er helm-
ingur lagður í fyrirfram ákveðna
punkta.
Niðurstöðurnar eru hafðar til
hliðsjónar við fiskveiðiráðgjöf, en
einnig er í rallinu m.a. aflað upplýs-
inga um aldur, kynþroska, stærð og
dreifingu hrygningarstofns þorsks-
ins, samkvæmt upplýsingum frá
Val Bogasyni, verkefnisstjóra neta-
ralls Hafrannsóknastofnunar.
„Aflinn ævintýralegur á köflum“
Meiri afli í netaralli Hafrannsóknastofnunar en nokkru sinni áður Fyrri met slegin í Breiðafirði
Aflabrögð þó enn léleg í kantinum austan við Eyjar Vorum í góðri veiði nánast alla daga
Morgunblaðið/Alfons
Fiskirí Selvogsbankinn hefur gefið góðan afla í netaralli tvö síðustu ár og segist skipstjórinn á Kristbjörgu sjaldan hafa séð annan eins afla og í rallinu sem lauk um helgina.
Morgunblaðið/Alfons
Árlegt Mikilvægar upplýsingar fást um hrygningarstofn þorsks í netarallinu.
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Morgunblaðið
gefur út
stórglæsilegt
blað um garðinn
föstudaginn
18. maí.
Garðablaðð verður með góðum
upplýsingum um garðinn, pallinn,
heita potta,sumarblómin,
sumarhúsgögn og grill. Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 12, mánudaginn 14. maí.
Garða
blaðið
SÉ
RB
LA
Ð
Garðablað
Fjölskylduhjálp Íslands
ENGINN ÁN MATAR Á ÍSLANDI
HJÁLP Á HEIMASLÓÐUM,
Söfnunarreikningur
Fjölskylduhjálpar Íslands
546-26-6609, kt 660903-2590.