Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Meirihluti Landsdóms, eða níu dóm-
arar af 15, sakfelldu Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra, í gær
fyrir eitt ákæruatriði en sýknaði
hann af þremur. Sex dómarar vildu
sýkna Geir af öllum ákæruliðunum.
Áður hafði Landsdómur vísað frá
dómi tveimur ákæruatriðum í upp-
haflegri ákæru Alþingis.
Geir var ekki gerð refsing í málinu
og ákvað dómurinn að í ljósi þess að
Geir var sakfelldur „fyrir lítinn hluta
þeirra sakargifta, sem bornar hafa
verið á hann í málinu“ sé rétt að all-
ur sakarkostnaður verði felldur á
ríkissjóð. Þar með talin eru mál-
svarnarlaun skipaðs verjanda hans,
Andra Árnasonar hæstaréttarlög-
manns, 24.434.850 krónur, auk út-
lagðs kostnaðar hans að fjárhæð
784.580 krónur.
Bar að halda ráðherrafundi
Meirihluti Landsdóms finnur Geir
sekan um athafnaleysi, fyrir að hafa
ekki tekið mál upp innan ríkisstjórn-
arinnar í aðdraganda bankahruns-
ins.
Í liðnum sem Geir var sakfelldur
fyrir, sem var nr. 2 í ákærunni, var
hann ákærður fyrir að hafa á tíma-
bilinu frá febrúar 2008 og fram í
októberbyrjun, látið farast fyrir að
framkvæma það sem fyrirskipað er í
17. gr. stjórnarskránni um skyldu til
að halda ráðherrafundi um mikilvæg
stjórnarmálefni. Lítið hafi verið
fjallað á ráðherrafundum um yf-
irvofandi háska, ekki fjallað form-
lega um hann á ráðherrafundum og
ekkert skráð um þau efni á fund-
unum. Þó hafi að því er sagði í ákær-
unni verið sérstök ástæða til þess,
einkum eftir fund hans, Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, Árna M. Mat-
hiesen og formanns stjórnar Seðla-
bankans 7. febrúar 2008, eftir fund
hans og Ingibjargar Sólrúnar með
bankastjórn Seðlabankans 1. apríl
2008 og í kjölfar yfirlýsingar til
sænsku, dönsku og norsku seðla-
bankanna 15. maí 2008.
Ekki sakfellt ef þessi mál hefðu
verið tekin upp í ríkisstjórn
Meirihluti landsdóms fjallar um
þetta og segir m.a. í rökstuðningi
fyrir sakfellingu að sú háttsemi hans
að láta farast fyrir að halda ráð-
herrafundi um þessi mál „varð ekki
eingöngu til þess að brotin væri
formregla, heldur stuðlaði hún að
því að ekki var á vettvangi rík-
isstjórnarinnar mörkuð pólitísk
stefna til að takast á við þann mikla
vanda, sem ákærða hlaut að vera
ljós í febrúar 2008. Ef slík stefna
hefði verið mörkuð og henni síðan
fylgt eftir á skipulegan hátt, þar á
meðal af Seðlabanka Íslands og
Fjármálaeftirlitinu, má leiða að því
rök að draga hefði mátt úr því tjóni,
sem hlaust af falli bankanna í byrjun
október 2008,“ segir í rökstuðningi
meirihluta Landsdóms.
Í dómsniðurstöðu segir einnig að
ákærði sé „sakfelldur fyrir að hafa af
stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að
halda ráðherrafundi um mikilvæg
stjórnarmálefni eins og fyrirskipað
er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt
fyrir að honum hlaut að vera ljós sá
háski, sem vofði yfir bankakerfinu
og þar með heill ríkisins,[…], með
þeim afleiðingum að ekki var um þau
málefni fjallað á vettvangi ríkis-
stjórnarinnar,“ segir í niðurstöð-
unni.
Þar segir einnig að við ákvörðun
viðurlaga verði „að líta til þess að
þetta brot telst hafa verið framið af
stórfelldu gáleysi. Þótt ákærði hafi
með þessu ekki eingöngu brotið
gegn formreglu, svo sem rakið var
hér áður, verður ekki horft fram hjá
því að ekki hefði komið til sakfell-
ingar í málinu hefði ákærði gætt að
því einu að taka þessi málefni upp
innan ríkisstjórnarinnar, eins og
honum bar samkvæmt 17. gr. stjórn-
arskrárinnar. Í málinu er ákærði
sýknaður af alvarlegustu brotunum,
sem hann var borinn sökum um.
Hann er 61 árs að aldri og hefur ekki
áður hlotið refsidóm. Að öllu virtu
verður honum ekki gerð refsing í
málinu,“ segir í dómi meirihluta
Landsdóms.
Sekur um eitt ákæruatriði
Ekki gerð refsing og sakarkostnaður felldur á ríkið Sex dómarar vildu sýkna af öllum liðum
Stórfellt gáleysi að hafa ekki haldið ráðherrafundi Sýknaður af alvarlegustu brotunum
Morgunblaðið/Kristinn
Dómsuppkvaðning Fimmtán dómarar Landsdóms gengu í sal Þjóðmenningarhússins á slaginu kl. 14 og var dómsorð lesið upp að viðstöddu fjölmenni.
Morgunblaðið/Kristinn
Saksóknarar Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, og Helgi M.
Gunnarsson varasaksóknari bíða eftir uppkvaðningu Landsdóms í gær.
Niðurstaða Landsdóms
Af þeim 15 dómurum sem sitja í
Landsdómi mynduðu níu dóm-
arar meirihluta í málinu gegn
Geir H. Haarde og sakfelldu hann
fyrir eitt ákæruatriði af fjórum.
Þeir eru Markús Sigurbjörnsson,
Brynhildur Flóvenz, Eggert Ósk-
arsson, Eiríkur Tómasson, Hlöð-
ver Kjartansson, Ingibjörg Bene-
diktsdóttir, Magnús Reynir
Guðmundsson, Viðar Már Matt-
híasson og Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson.
Fimm dómarar skiluðu sam-
eiginlegu séráliti og vildu sýkna
Geir af öllum ákæruatriðunum.
Eru þeir ósammála meirihluta
dómenda um sakfellingu sam-
kvæmt 2. hluta ákærunnar. Þess-
ir dómarar eru Ástríður Gríms-
dóttir, Benedikt Bogason, Fannar
Jónasson, Garðar Gíslason og
Linda Rós Michaelsdóttir.
Einn dómari, Sigrún Magnús-
dóttir, vildi einnig að Geir yrði
sýknaður af öllum ákærulið-
unum. Hún skilaði sératkvæði og
kvaðst vera sammála forsendum
og niðurstöðum meirihlutans um
þá þrjá ákæruliði sem Geir var
sýknaður af og hún var sammála
minnihlutanum um síðasta
ákæruliðinn og því bæri að
sýkna Geir af öllum ákærum.
Dómur Landsdóms er mjög
viðamikill, samtals 415 blaðsíður
að stærð.
Meirihluti Alþingis samþykkti
að höfða málið gegn Geir 28.
september árið 2010. Tillögur
um að ákæra þrjá aðra fyrrver-
andi ráðherra, þau Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur, Árna M.
Mathiesen og Björgvin G. Sig-
urðsson, voru felldar á þinginu.
Saksóknari Alþingis höfðaði mál-
ið formlega með ákæru 10. maí
á seinasta ári. Var hún í sex
ákæruliðum. Með úrskurði dóms-
ins 3. október 2011 var fyrstu
tveimur ákæruliðunum vísað frá
dómi.
Fram kemur í dómnum að
samkvæmt framlagðri tíma-
skýrslu verjanda hefur hann
ásamt aðstoðarmönnum sínum
varið samtals 1.947 klukkustund-
um til málsvarnar ákærða.
Af dómurum Landsdóms eru
fimm hæstaréttardómarar, tveir
aðrir eru löglærðir og átta voru
kosnir af Alþingi.
Níu mynduðu meirihluta en
sex vildu sýkna Geir að fullu
LANDSDÓMUR KLOFNAÐI Í MÁLINU GEGN GEIR H. HAARDE
14
Síðumúla 11, Sími 5686899, netfang vfs@vfs.is, 108 Reykjavík. www.vfs.is
RAFMAGNSVERKFÆRI FAGMANNSINS