Morgunblaðið - 24.04.2012, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Landsdómur sýknaði Geir H.
Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra, í gær af sakargiftum sam-
kvæmt liðum 1.3, 1.4. og 1.5. í ákæru
Alþingis gegn honum.
Alþingi höfðaði mál gegn Geir
með ákæru 10. maí 2011. Þar var
hann sakaður um „brot framin af
ásetningi eða stórkostlegu hirðu-
leysi í embættisfærslu hans sem for-
sætisráðherra á tímabilinu frá febr-
úar 2008 og fram í októberbyrjun
sama ár“. Ákæran var í tveimur lið-
um, 1. og 2., og var fyrri liðurinn í
fimm töluliðum. Krafa Geirs frá 5.
september 2011 um að málinu yrði
vísað frá dómi var tekin til greina að
því er varðaði ákæruliði 1.1. og 1.2
og vísaði Landsdómur þeim frá dómi
hinn 3. október 2011.
Störf samráðshópsins
Ákæruliðirnir þrír sem eftir stóðu
í fyrri hluta ákærunnar snerust
einnig um meinta vanrækslu for-
sætisráðherrans fyrrverandi í starfi,
líkt og þeir tveir sem vísað var frá.
Sú háttsemi var í öllum liðunum
þremur talin varða aðallega við lög
um ráðherraábyrgð en til vara við
141. grein almennra hegningarlaga.
Í lið 1.3 var Geir gefið að sök að
„hafa vanrækt að gæta þess að störf
og áherslur samráðshóps stjórn-
valda um fjármálastöðugleika og
viðbúnað, sem stofnað var til á árinu
2006, væru markvissar og skiluðu
tilætluðum árangri“.
Fram kemur meðal annars í rök-
stuðningi meirihluta Landsdóms að
haldinn hafi verið 31 fundur í sam-
ráðshópnum frá stofnun hans 2006
og fram í byrjun október 2008. Þar
af voru 25 fundir á tímabilinu sem
ákæran náði til, þ.e. frá því í febrúar
og fram í byrjun október 2008.
Meirihluti Landsdóms komst að
þeirri niðurstöðu að ekki yrði litið
svo á að „þær athafnir, sem ákærða
er gefið að sök að hafa vanrækt í lið
1.3 í ákæru, hefðu einar og sér getað
bægt frá þeirri hættu, sem vofði yfir,
eða megnað að draga verulega úr
henni“. Geir var því sýknaður af sök-
um um að hafa brotið í þessu efni
gegn lögum um ráðherraábyrgð.
Ekki þótti heldur hafa verið sýnt
fram á hann hefði bakað sér refsi-
ábyrgð samkvæmt 141. grein al-
mennra hegningarlaga miðað við
verknaðarlýsinguna í lið 1.3 í ákær-
unni. Geir var því einnig sýknaður af
þeim sakargiftum.
Að minnka eða flytja banka
Í ákærulið 1.4 var Geir sakaður
um að „hafa vanrækt að hafa frum-
kvæði að virkum aðgerðum af hálfu
ríkisvaldsins til að draga úr stærð ís-
lenska bankakerfisins með því til að
mynda að stuðla að því að bankarnir
minnkuðu efnahagsreikning sinn
eða einhverjir þeirra flyttu höf-
uðstöðvar sínar úr landi“.
Í dóminum segir m.a. að ákæru-
valdið hafi ekki rennt neinum stoð-
um undir „að ákærði hefði átt þess
kost á tímabili þessu að knýja á um
flutning höfuðstöðva einhvers bank-
anna þriggja úr landi, þannig að sá
flutningur hefði getað orðið fyrr en
löngu eftir að tímabilinu lauk“. Geir
var því sýknaður af að hafa í þessum
lið brotið gegn lögum um ráðherra-
ábyrgð. Þá hefði málið ekki verið
reifað þannig af hálfu ákæruvaldsins
að því hefði verið lýst hvernig sú
háttsemi sem forsætisráðherranum
fyrrverandi var gefin að sök að
þessu leyti hefði farið í bága við 141.
grein almennra hegningarlaga.
Í ákærulið 1.5 var Geir sakaður
um að „hafa ekki fylgt því eftir og
fullvissað sig um að unnið væri með
virkum hætti að flutningi Icesave-
reikninga Landsbanka Íslands hf. í
Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan
leitað leiða til að stuðla að framgangi
þessa með virkri aðkomu ríkisvalds-
ins“.
Bar ekki ábyrgð á Björgvini
Í rökstuðningi meirihluta Lands-
dóms er meðal annars bent á að mál-
efni viðskiptabanka hafi verið á mál-
efnasviði viðskiptaráðherra.
Þáverandi viðskiptaráðherra, Björg-
vin G. Sigurðsson, hafði skipað nýj-
an formann stjórnar Fjármálaeftir-
litsins sem hann taldi hafa að
markmiði að þrýsta á að innlána-
starfsemi í erlendum útibúum ís-
lensku bankanna yrði færð í dótt-
urfélög. Björgvin bar fyrir dómi að
hann hefði talið að Fjármálaeftirlitið
ynni að þessu máli. Sjálfur leit hann
svo á að ekkert hefði kallað á afskipti
hans af því fyrr en leið á árið 2008 og
ljóst varð í hvað stefndi.
„Ákærði getur ekki borið refsi-
ábyrgð á þessu athafnaleysi við-
skiptaráðherra,“ segir í rökstuðn-
ingi meirihluta Landsdóms.
Þá taldi meirihluti dómsins að sú
krafa yrði ekki gerð til ákærða „að
hann hefði átt að hafa frumkvæði að
því að ríkið eða Seðlabanki Íslands
veitti lán eða ábyrgðir til þess að
flutningur reikninganna gæti náð
fram að ganga“.
Einnig þótti með öllu ósannað að
aðrar ráðstafanir sem ákærði hefði
getað haft frumkvæði að hefðu getað
afstýrt hættu, eins og áskilið er í lög-
um um ráðherraábyrgð. Geir var því
sýknaður af sakargiftum samkvæmt
þessum ákærulið.
Sýknaður af þremur ákæruliðum
Braut hvorki gegn lögum um ráðherraábyrgð né ákvæði almennra hegningarlaga Ákærulið-
irnir snerust um störf samráðshóps, minnkun eða flutning banka og flutning Icesave í dótturfélag
Morgunblaðið/Kristinn
Þéttskipað Hvert sæti var skipað í Þjóðmenningarhúsinu í gær þegar dóm-
urinn var kveðinn upp og komust ekki nærri allir að sem vildu.
Ákæra Alþingis á hendur Geir
H. Haarde var í tveimur liðum,
1 og 2, og var liður 1 í fimm
liðum. Landsdómur vísaði lið-
um 1.1 og 1.2 frá og því var
einungis dæmt um liði 1.3, 1.4
og 1.5.
Í hinum frávísaða lið 1.1 var
Geir m.a. sakaður um að „hafa
sýnt af sér alvarlega vanrækslu
á starfsskyldum sínum sem
forsætisráðherra andspænis
stórfelldri hættu sem vofði yfir
íslenskum fjármálastofnunum
og ríkissjóði, hættu sem hon-
um var eða mátti vera kunnugt
um og hefði getað brugðist við
með því að beita sér fyrir að-
gerðum, löggjöf, útgáfu al-
mennra stjórnvaldsfyrirmæla
eða töku stjórnvaldsákvarðana
á grundvelli gildandi laga í því
skyni að afstýra fyrirsjáanlegri
hættu fyrir heill ríkisins.“
Í lið 1.2, sem einnig var vís-
að frá, var hann sakaður um að
„hafa látið undir höfuð leggj-
ast að hafa frumkvæði að því,
annaðhvort með eigin aðgerð-
um eða tillögum um þær til
annarra ráðherra, að innan
stjórnkerfisins væri unnin
heildstæð og fagleg greining á
fjárhagslegri áhættu sem ríkið
stóð frammi fyrir vegna hættu
á fjármálaáfalli.“
Ákæruliðum
var vísað frá
ÁKÆRAN GEGN GEIR
Minnihluti Landsdóms vildi sýkna
Geir H. Haarde af öllum sakargift-
um. Fimm dómarar skiluðu séráliti
þar sem þeir færa rök fyrir niður-
stöðu sinni. Vilja þeir líkt og meiri-
hluti dómsins sýkna Geir af fyrstu
þremur ákæruliðunum og einnig
sýkna hann af seinasta ákæruatrið-
inu (2. hluta ákærunnar), sem meiri-
hlutinn sakfelldi hann fyrir.
Sigrún Magnúsdóttir sem einnig
vildi sýkna Geir af öllum sakargift-
um, lýsir sig sammála forsendum og
niðurstöðu minni hluta dómenda um
ákæruliðinn sem Geir var sakfelldur
fyrir af meirihluta dómsins.
Í rökstuðningi minnihlutans um að
sýkna beri Geir af 2. hluta ákærunn-
ar segir að þegar virt sé tilurð og for-
saga 17. gr. stjórnarskrárinnar verði
með engu móti slegið föstu að með
ákvæðinu hafi staðið til að sérhvert
stjórnarmálefni sem talist gat mikil-
vægt yrði lagt fyrir ríkisstjórn, þótt
ekki væri fyrirhugað að málið yrði í
kjölfarið borið upp í ríkisráði.
Þá verði heldur ekki séð að því hafi
verið hreyft í samhengi við ráðherra-
ábyrgð að það eitt gæti varðað for-
sætisráðherra refsiábyrgð að halda
ekki ráðherrafund um mikilvæg mál-
efni, þótt þess væri gætt að halda
fundi um mál sem færu fyrir ríkisráð
og um það sem aðrir ráðherrar ósk-
uðu að bera upp á fundum ríkis-
stjórnar.
Virða ber vafa ákærða í hag
„Við mat á því hvort ákærði hafi
bakað sér þá refsiábyrgð sem honum
er gefin að sök í 2. hluta ákæru ber
að hafa í huga þá rótgrónu lögskýr-
ingarreglu á sviði refsiréttar að
skýra beri þröngt refsilög þegar vafi
leikur á því hvort tiltekið sakarefni
falli undir refsiákvæði eða hvor skýr-
ingarkostur af tveimur, sem til
greina koma, eigi betur við. Þannig
ber að virða ákærða í hag vafa um
það hvort refsiregla taki til ákveð-
innar háttsemi […],“ segir í rök-
stuðningi minnihlutans.
Í niðurstöðu dómaranna sem
mynda minnihluta Landsdóms í mál-
inu gegn Geir H. Haarde segir síðan
orðrétt:
„Í máli þessu reynir á skýringu 17.
gr. stjórnarskrárinnar við mat á því
hvort ákærði hafi gerst sekur um
refsivert atferli og geta sjónarmið
um vandaða stjórnsýsluhætti, sem í
seinni tíð hafa haft æ ríkara vægi,
ekki skipt hér sköpum. Þess er og að
gæta að ráðherra verður ekki gert að
sæta refsiábyrgð á grundvelli laga
nr. 4/1963 nema um sé að ræða alvar-
legar ávirðingar í starfi, en svo getur
ekki átt við um sakir samkvæmt
þessum ákærulið, eins og að framan
er rakið við skýringu á 17. gr. stjórn-
arskrárinnar,“ segir þar.
Komust dómararnir því að þeirri
niðurstöðu „að sýkna beri ákærða af
því að hafa gerst brotlegur við um-
rædd lög um ráðherraábyrgð. Af
þessu leiðir jafnframt að sýkna beri
ákærða af því að hafa brotið gegn
141. gr. almennra hegningarlaga, en
á það skortir að nægjanlega hafi af
hálfu ákæruvaldsins verið færð rök
fyrir því hvernig ætlað brot geti fall-
ið undir það ákvæði.“ omfr@mbl.is
Sýkna ber af öll-
um sakargiftum
Engin sök að halda ekki ráðherrafund
frjalsilif.is – 444 7000
Ársfundur
Frjálsa
lífeyrissjóðsins
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn á morgun 25. apríl
kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Kynning ársreiknings
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingarstefna sjóðsins
5. Kosning stjórnar
Á fundinum verður kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og einn
varamann til eins árs. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins má
nálgast á frjalsilif.is.
Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn.
6. Kjör endurskoðanda
7. Tillögur um breytingar
á samþykktum sjóðsins
8. Laun stjórnarmanna
9. Önnur mál