Morgunblaðið - 24.04.2012, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Niðurstaða Landsdóms
Finndu okkur á facebook.com/lindexiceland
Kjóll,
3995,–
Toppur,
2995,–
Hjörtur J. Guðmundsson
Ylfa K. Ásgeirsdóttir
„Mér finnst standa upp úr að allir
dómarar í Landsdómi séu sammála
um að Geir sé saklaus af öllum þeim
ákæruliðum sem rætt var um í rann-
sóknarskýrslu Alþingis og voru tilefni
þess að lögð var fram tillaga um
ákæru. Þetta eru liðirnir sem mest
var tekist á um á Alþingi og þetta eru
þeir ákæruliðir sem stór hluti Alþing-
is taldi að ættu að leiða til ákæru gegn
allt að fjórum ráðherrum,“ segir
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, um niðurstöðu
Landsdóms í máli Geirs H. Haarde.
Landsdómur hafi ekki aðeins vísað
tveimur af þessum ákæruliðum frá
heldur telji að Geir sé saklaus af þeim
öllum. „Ég tel að heildarniðurstaða
málsins sé því sem næst fullnaðarsig-
ur fyrir Geir,“ segir Bjarni en telur
það furðu sæta að meirihluti dómsins
sjái tilefni til þess að sakfella vegna
þess formsatriðis að halda ekki ráð-
herrafundi, ekki síst í því ljósi að ekki
sé véfengt að um áratugalanga venju
sé að ræða. Þetta eitt og sér hafi aldr-
ei verið tilefni til ákæru í málinu.
„Þeir sem hafa staðið fyrir þessari
málsókn verða auðvitað að svara fyrir
sína pólitísku ábyrgð á því að efna til
þessa máls sem Landsdómur hefur í
öllum meginatriðum málsins annað-
hvort sýknað eða vísað frá þeim mála-
tilbúnaði sem til var stofnað,“ segir
Bjarni ennfremur.
„Nú er búið að leiða þetta mál til
lykta í samræmi við stjórnarskrá og
landslög og niðurstaða fengin og ég
held að það hljóti allir að vera fegnir
því að þessu sé lokið þótt eflaust séu
blendnar tilfinningar víða í brjósti
manna gagnvart dómnum,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags-
og viðskiptaráðherra og formaður
VG, um dóminn yfir Geir.
„Auðvitað höfum við vitað alveg frá
því við sameinuðumst formenn
stjórnmálaflokkanna um að flytja
frumvarp um rannsóknarnefnd Al-
þingis að eitthvað af þessu tagi gæti
beðið okkar,“ bætir Steingrímur við.
„Þar var komið inn á það að nefndin
skyldi m.a. líta til ábyrgðar stjórn-
málamanna eða ráðherra og Alþingi
bjó sig undir niðurstöður rannsókn-
arnefndarinnar með því að skipa sér-
nefnd til að taka við skýrslunni.“
Þegar niðurstöður þar lágu fyrir
hafi verið ljóst að Alþingi gat ekki vik-
ið sér undan því að fjalla um og taka
afstöðu til ábyrgðar stjórnmálamann-
anna. „Það var svo gert á grundvelli
þess að gengið var til atkvæða um til-
lögur meirihluta og minnihluta sér-
nefndar Alþingis. Málið fór í þennan
farveg til Landsdóms og niðurstaðan
nú fengin. Ég tel að hún sýni að málið
átti erindi þangað sem það fór.“
Vissi hann einn manna af krísu?
„Niðurstaðan er náttúrlega fyrst
og fremst sýkna. Það var búið að vísa
frá stórum ákæruliðum og síðan eru
dómarar sammála um að sýkna í
helstu atriðunum sem eftir stóðu að
undanskildu því að boða til ráðherra-
funda um stöðuna í efnahagsmálum,“
segir Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknarflokksins.
Hann segist telja nokkuð sérstakt að
sakfellt skuli hafa verið vegna þess
ákæruliðar. „Það er svona nánast eins
og menn telji að Geir Haarde hafi
einn manna í heiminum, eða að
minnsta kosti hér á landi, vitað af
þessari fjármálakrísu sem þá var í
gangi. Hún var auðvitað mikið til um-
ræðu um allan heim og ekki hvað síst
hér á landi, bæði í þinginu og í pólitík-
inni. Þar af leiðandi er ekki hægt að
halda því fram að málinu hafi verið
leynt fyrir ríkisstjórninni þó að það
hafi ekki verið rætt formlega á ríkis-
stjórnarfundi,“ segir Sigmundur.
Aðspurður hvort hann hafi búist við
þeirri niðurstöðu sem Landsdómur
komst að segist Sigmundur ekki hafa
átt von á því að neinn af ákærulið-
unum nægði til sakfellingar eins og
meðal annars hafi komið fram hjá
honum á Alþingi.
Fagnaðarefni fyrir Geir
„Geir H. Haarde var borinn mjög
þungum sökum. Hann var ákærður
fyrir að með athafnaleysi hafa ekki
gripið til aðgerða sem hefðu getað af-
stýrt hruni. Nú hefur Landsdómur
með afdráttarlausum hætti sýknað
hann af þessu. Það er auðvitað fagn-
aðarefni fyrir Geir en það er líka fagn-
aðarefni fyrir þá sem sátu í þeirri
ríkisstjórn sem hann veitti forystu
vegna þess að í dómsorðinu felst líka
yfirlýsing Landsdóms um að sú ríkis-
stjórn átti ekki völ á neinum aðgerð-
um sem hefðu getað afstýrt banka-
hruninu. Þar með er endanlega búið
að afgreiða staðhæfingar um slíkt.“
Þetta segir Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra í samtali við mbl.is
um niðurstöðu Landsdóms í gær.
Össur segir það ekki hafa komið sér á
óvart að Landsdómur telji ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokksins og Samfylking-
arinnar undir forsæti Geirs, sem Öss-
ur sat í sem iðnaðarráðherra, ekki
hafa getað afstýrt bankahruninu enda
sé það í fullu samræmi við niðurstöð-
ur skýrslu Rannsóknarnefndar Al-
þingis. „Hvað varðar þann ákærulið
sem Geir er sakfelldur fyrir, að hafa
ekki kallað saman ráðherrafund um
mikilvæg stjórnarmál, þá er ég ósam-
mála því. Það er í ósamræmi við verk-
hefðir ríkisstjórna áratugum saman.
Ég hins vegar virði Landsdóm, þetta
er hans niðurstaða,“ segir Össur en
bætir því við að hann geti hins vegar
ekki talið það brot meiriháttar í ljósi
þess að Geir sé ekki dæmdur til refs-
ingar vegna þess af hálfu Landsdóms.
„Það sem ég iðrast alla tíð, frá því
að hin sögulega atkvæðagreiðsla var
háð í sölum Alþingis 2010, er að hafa í
þessu spennuþrungna andrúmslofti
ekki haft vit eða rænu á því, þegar
ljóst var að í það stefndu að Geir einn
stæði frammi fyrir dómnum, að óska
eftir fundarhléi á því kvöldi og fá
þingflokka til þess að ráða ráðum sín-
um. Það voru glöp af minni hálfu og
allra annarra sem þar voru staddir,“
segir Össur.
Morgunblaðið/Kristinn
Landsdómur í gær Geir H. Haarde og verjandi hans Andri Árnason bíða þess að dómarar í Landsdómi gangi í salinn. Lengst til hægri er Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs.
Nær fullnaðarsigur fyrir Geir
Formaður Sjálfstæðisflokksins telur furðu sæta að meirihluti Landsdóms sakfelli vegna formsatriðis
Formaður VG telur málið hafa átt erindi í dóm Össur viðurkennir mistök við atkvæðagreiðsluna
Bjarni
Benediktsson
Steingrímur J.
Sigfússon
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Össur
Skarphéðinsson
Skannaðu kóðann
til að sjá viðtal
við Bjarna
Benediktsson.