Morgunblaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Steinþór Guðbjartsson
Una Sighvatsdóttir
„Mér finnst þetta grafalvarlegt mál,“
segir Brynjar Níelsson, hæstarétt-
arlögmaður og formaður Lögmanna-
félags Íslands, um þá staðreynd að
hátt hafi verið reitt til höggs en eftir
standi lítið annað en mikill kostnaður
ríkisins. „Sá þingmeirihluti sem stóð
að þessu setur niður,“ segir hann og
leggur áherslu á að málið hafi ekki
snúist um ríkisstjórnarfundi heldur
um allt önnur atriði sem hafi verið
hent út í hafsauga. „Það er geysilegt
áfall fyrir ákæruvald að reiða hátt til
höggs og vera síðan rassskellt.“
Brynjar Níelsson segir að finna
megi atriði eins og Geir var ákærður
fyrir hjá öllum ríkisstjórnum og
snautlegt sé að hafa hnýtt umrædd-
um lið um ríkisstjórnarfundi inn í
ákærurnar. „Mér finnst það lummu-
legt af ákæruvaldinu, Alþingi, að
hnýta þessu svona inn í,“ segir hann.
Brynjar bendir á að reglulega megi
sjá með beinum hætti ákvarðanir ráð-
herra sem samrýmist ekki stjórn-
arskrá. Hann spyr hvort flokka eigi
þær sem vanrækslubrot. „Hvar end-
ar þá þessi vitleysa?“ spyr hann.
Varðandi þá ákvörðun Landsdóms
að láta ríkið bera málskostnað af mál-
inu segir Brynjar að dómurinn hafi
metið það svo að ákæruatriðið sem
Geir var sakfelldur fyrir vægi svo lítið
í heildarkostnaði. Það sé ekki óal-
gengt að kostnaður falli allur á ríkið í
stað þess að honum sé skipt upp þeg-
ar menn sem séu ákærðir í mörgum
liðum séu sýknaðir af þeim flestum.
Brynjar veltir upp spurningunni
hvað verði gert eftir að skipt verði um
ríkisstjórn, atvinnuleysið hugsanlega
orðið 10% og farið verði að skoða ým-
is verk núverandi ríkisstjórnar. Hann
áréttar hvað það sé mikil þvæla að
hægt sé að nota ákæruvaldið í póli-
tískri baráttu. Breyta verði lögum um
ráðherraábyrgð og Landsdóm, taka
ákæruvaldið af Alþingi. Verði það
ekki gert geti það leitt til mikils
ófarnaðar. „Raunverulega upplifði
maður það þannig að þessi ákvörðun
um að ákæra hafi verið liður í póli-
tísku uppgjöri.“ Brynjar segir að þeg-
ar menn blandi saman slíku uppgjöri,
ákæruvaldi og sakamálameðferð séu
þeir á algjörum villigötum. „Það er
augljóst að dómurinn er mikið áfall
fyrir Alþingi,“ segir hann.
Tilefni til endurskoðunar
„Ég held að þetta mál gefi tilefni til
þess að við veltum fyrir okkur hvern-
ig til hefur tekist heildstætt, og það er
algjörlega óháð dómsniðurstöðunni
sem slíkri,“ segir Róbert Spanó, pró-
fessor í lögum og forseti lagadeildar
Háskóla Íslands. Hann bendir á að
þetta sé í fyrsta skipti sem látið er
reyna á ráðherraábyrgð fyrir dóm-
stólum á Íslandi. Ferlið sé tvíþætt,
annars vegar ákæruvald þingsins og
sú meðferð sem málið fær á þingi, en
hinsvegar ferlið fyrir Landsdómi
sjálfum. „Og ég held að við verðum að
spyrja þeirrar spurningar núna
hvernig við teljum að til hafi tekist,
með tilliti til umræðunnar og þess
trausts sem málsmeðferð af þessu
tagi verður að njóta,“ segir Róbert.
Hvað varðar ferlið í heild segir Ró-
bert hinsvegar að fullt tilefni sé til að
endurskoða það. Spurningin sé sú
hvort það sé heppilegt fyrirkomulag
við íslenskar aðstæður og það litla
samfélag sem hér er, að atvinnu-
stjórnmálamenn taki ákvarðanir sem
lúti að málefnum lögfræðinnar og
ákæruvald sé bundið við þingið þegar
kemur að lagalegri ábyrgð ráðherra.
Mjög mikið áfall
fyrir Alþingi
Brynjar
Níelsson
Róbert
Spanó
Brynjar Níelsson: Ákæruvaldið
reiddi hátt til höggs og var rassskellt
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Auðvitað verður að líta þannig á að
hann sé að meginstefnu til sýknaður
af þessum atriðum sem á hann voru
borin og þar með eru allir þessir
fimm ákæruliðir, í
fyrsta hluta ákær-
unnar, sem voru
hryggjastykkið í
þessum málatil-
búnaði öllum. Það
er þá í raun og
veru, að því leyti
sem þessu var
ekki vísað frá
dómi, búið að
sýkna hann af öll-
um efnisatriðum og stærstur hluti
málsins fór auðvitað í þessa þætti,“
sagði Andri Árnason, verjandi Geirs
H. Haarde um niðurstöður Lands-
dóms í gær.
„Hinsvegar verður ekki fallist á að
það hefði verið eðlilegt að dæma
hann fyrir þetta meinta brot gagn-
vart 17. grein stjórnarskrárinnar.
Kannski í fyrsta lagi vegna þess að
þetta er mjög óljóst um refsiheimild,
óljós athafnaskylda sem tengist
þessu og þá hitt að það er líka óljóst
með hvaða hætti hann átti að bera
þetta upp við ríkisstjórnina vegna
þess að það hefur ekki legið fyrir að
hann hefði getað gert ákveðnar til-
lögur inn í ríkisstjórn og það er í raun
heldur ekki bent á það í dómnum, að
því er virðist, hvaða tillögur hann átti
að fara með inn í ríkisstjórnina.
Það að refsa honum bara fyrir það
að þetta hafi ekki verið tekið til um-
ræðu án þess að þetta hafi þurft að
fara í einhverja sérstaka afgreiðslu
er náttúrlega mjög langsótt vegna
þess að hugmyndin er auðvitað sú að
inn í ríkisstjórnina fari mál til af-
greiðslu. En það að líta þannig á að í
þessu felist líka skýr skylda bara til
þess að ræða mál almennt án þess að
þau séu sérstaklega til afgreiðslu,
það er ekki ljóst á hverju það byggist.
Allavega verður að segja að vafa um
þetta atriði hefði átt að túlka ákærða
í hag. Það að honum skuli ekki gerð
refsing bendir þá til þess að menn
hafi litið á þetta sem léttvægt atriði,
sem er þá ekki í samræmi við tilefni
þess að líta á þetta sem brot vegna
þess að það að líta á þetta sem brot er
þá það að þetta hafi verið stórfelld
vanræksla og þá er órökrétt að gera
honum ekki refsingu fyrir það, þann-
ig að það er eins og þetta hafi ekki
verið alveg hugsað til enda,“ sagði
Andri.
Sakfellingin byggð
á óljósum brotum
Geir sýknaður af öllum efnisatriðum
Andri
Árnason
Ylfa K. Árnadóttir
Hjörtur J. Guðmundsson
„Ég minni á að Geir H. Haarde er
sakfelldur fyrir að brjóta gegn
stjórnarskránni með stórkostlegu
gáleysi og það er ekki formsatriði
heldur alvarleg ákæra sem þó er
erfitt út frá lögum okkar að finna
leiðir til að refsa fyrir,“ segir Birg-
itta Jónsdóttir, þingmaður Hreyf-
ingarinnar.
Birgitta var meðal þeirra sem
sátu í þingmannanefnd sem fjallaði
um skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis. Meirihluti hennar ákvað í
framhaldinu að leggja til að fjórir
fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir
fyrir Landsdómi vegna banka-
hrunsins og þar á meðal Geir H.
Haarde sem þá gegndi embætti
forsætisráðherra. Niðurstaða Al-
þingis var síðan að Geir einn skyldi
ákærður.
„Mér hefði fundist, út af því að
hann var sakfelldur, rétt að hann
hefði verið látinn bera kostnað af
þessu réttarhaldi,“ bætir Birgitta
við en samkvæmt dómnum er allur
sakarkostnaður greiddur úr ríkis-
sjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun verj-
anda Geirs.
Fyrstu viðbrögð vonbrigði
„Fyrstu viðbrögð mín eru að
lýsa yfir vonbrigðum með þetta
ákæruatriði sem fyrrverandi for-
sætisráðherra er sakfelldur fyrir.
Mér þykir það vera mjög lítilvægt
miðað við allt annað sem gefið var
út í ákærunni í upphafi af hálfu
meirihluta þingmannanefnd-
arinnar,“ segir Ragnheiður Rík-
harðsdóttir, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, en hún sat einnig í
nefndinni.
Niðurstaða Landsdóms var sú
að sýkna Geir af öllum ákæruliðum
ákærunnar fyrir utan einn sem
sneri að því að halda ekki með
formlegum hætti fundi í ríkisstjórn
um stöðu efnahagsmála í aðdrag-
anda bankahrunsins.
„Niðurstaðan kemur mér ann-
ars persónulega ekki á óvart. Bara
alls ekki, enda stóðum við [þing-
menn Sjálfstæðisflokksins] ekki að
því að ákæra í upphafi og töldum
ekki ástæðu til þess,“ segir Ragn-
heiður, aðspurð hvort hún hafi átt
von á þessari niðurstöðu Lands-
dóms. Hún segist hafa vonast eftir
fullri sýknun en engu að síður gert
sér grein fyrir því að hugsanlega
yrði ákært fyrir þetta eina atriði.
„Mér finnst bara að í því felist
ákveðin friðþæging,“ segir Ragn-
heiður. „Og það veldur manni auð-
vitað vonbrigðum að það skuli vera
hæstaréttardómarar sem standa að
slíku.“
Hún segir að niðurstaða
Landsdóms hljóti að vera umhugs-
unarefni fyrir þá sem stóðu að
ákærunni á hendur Geir. „En það
er í þessu máli eins og öllum öðr-
um að hver og einn verður að eiga
það við sig hvað hann gerir,“ segir
Ragnheiður, aðspurð hvort hún
telji að ríkisstjórnin og aðrir sem
stóðu að málinu ættu að segja af
sér vegna þess.
Eygló Harðardóttir, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, segir að
það fyrsta sem þingmenn geri þeg-
ar þeir taki sæti á Alþingi sé að
sverja eið að stjórnarskránni, hún
sé undirstaða stjórnskipunar lands-
ins. „Því var það ætíð mitt mat að
þessi liður væri skýrasti og jafn-
framt alvarlegasti hluti ákærunnar.
Stjórnarskránni var ekki fylgt og
afleiðingin var að mikilvægum upp-
lýsingum var haldið frá ríkisstjórn-
inni sem ógnun við efnahaginn,
stjórnskipunina og lýðræðið í land-
inu og undir það tekur Lands-
dómur.“
Lilja Rafney Magnúsdóttir,
þingmaður Vinstri grænna, segir
gott að niðurstaða sé komin í málið
en hún ætli að öðru leyti ekki að
leggja mat á dóminn. „Þetta sýnir
að það var ástæða til að láta þenn-
an erfiða leiðangur ganga alla leið.“
Eygló og Lilja Rafney voru
meðal þeirra sem sátu í þing-
mannanefndinni.
Morgunblaðið/Ernir
Nefndarfundur Þingmannanefndin fjallaði um málið á mörgum fundum og
ræddi m.a. við rannsóknarnefnd Alþingis á fundi 14. apríl 2010.
Alvarleg ákæra sem
erfitt er að refsa fyrir
Ákveðin friðþæging, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir