Morgunblaðið - 24.04.2012, Síða 21

Morgunblaðið - 24.04.2012, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012 Skipið ryðbarið Nú þegar sumarvertíðin nálgast er í nógu að snúast hjá þeim sem annast viðhald hvalveiðiskipanna. Hér er verið að ryðberja eitt hvalveiðiskipanna í Reykjavíkurhöfn. Árni Sæberg Niðurstaða Landsdóms í máli meirihluta Alþingis gegn Geir Haarde krefst að sjálf- sögðu mikillar yfirlegu á næst- unni, bæði á vettvangi lög- fræði og stjórn- mála. Í flestum meginefnum hefur Lands- dómur í raun fallist á vörn Geirs og ýmist beitt frávís- un eða sýknu í 5 af 6 liðum upphaflegrar ákæru. Í gær kom í ljós að bæði meirihluti og minnihluti voru sammála um að sýkna Geir af þeim þremur ákæruliðum, sem telja má efnislega, og hefðu hugs- anlega getað staðið í ein- hverju raunverulegu sam- hengi við bankahrunið. Þar var um ræða eftirfarandi liði: a) Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps stjórnvalda um fjár- málastöðugleika og við- búnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru mark- vissar og skiluðu tilætl- uðum árangri. b) Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virk- um aðgerðum af hálfu rík- isvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerf- isins með því til að mynda að stuðla að því að bank- arnir minnkuðu efnahags- reikning sinn eða ein- hverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. c) Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Lands- bankans í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að fram- gangi þessa með virkri að- komu ríkisvaldsins. Áður hafði Landsdómur vís- að frá tveimur fyrstu liðunum úr ákærutillög- unni, sem sam- þykkt var af meirihluta Al- þingis í sept- ember 2010. Þeir ákæruliðir voru annars vegar að Geir hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráð- herra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir ís- lenskum fjármálastofn- unum og ríkissjóði og hins vegar fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að því að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu ríkisins. Öll þessi ákæruatriði hafa sem sagt verið af- greidd með frávísun eða sýknu. Er þar um að ræða langflest þau atriði, sem meirihlutinn á þingi lagði upp með í ákærutillögu sinni á sínum tíma. Eftir stendur það eitt, að meiri- hluti Landsdóms taldi rétt að sakfella Geir fyrir að brjóta í bága við 17. gr. stjórnarskrárinnar með því að láta fyrir farast að halda ráðherrafundi um yf- irvofandi háska vegna stöðu fjármálakerfisins. Engin skynsamleg tilraun hefur verið gerð til að sýna fram á orsakatengsl milli þessa brots og þeirra af- leiðinga sem komu fram í hruni íslensku bankanna, enda engin leið að sýna fram á að formleg fyr- irtaka þessara mála á ráð- herrafundum hefði raun- verulega breytt nokkru um rás atburða. Það var líka niðurstaða 6 dómara af 15 að einnig bæri að sýkna fyrir þennan ákærulið. Dreg ég enga dul á að ég tel að sú niðurstaða sé mun rökréttari en niðurstaða meirihlutans. Þegar dómurinn er skoð- aður ber loks að líta til þess að meirihlutinn taldi ekki tilefni til að dæma Geir til neinnar refsingar fyrir þetta brot og dæmdi honum þar að auki máls- kostnað úr hendi ríkissjóðs. Vafalaust munu ein- hverjir af þeim þingmönn- um, sem ábyrgð báru á málarekstrinum gegn Geir H. Haarde, halda því fram að sú niðurstaða meiri hluta Landsdóms, að fella sök á Geir vegna eins til- tekins formsatriðis, réttlæti allan þennan leiðangur. Breytir líklega engu í því samhengi að málatilbún- aðurinn hefur að lang- mestu leyti runnið út í sandinn. Það eru kannski mannleg viðbrögð af þeirra hálfu, en stórmannleg eru þau ekki. Við megum ekki gleyma því að í þessu máli var hærra reitt til höggs en dæmi eru um í síðari tíma stjórnmálum hér á landi. Stjórnmálabaráttan var færð inn í réttarsali með fordæmalausum hætti af hálfu meirihluta þingsins og óhjákvæmilegt er að það hafi miklar afleiðingar. Hætt er við að þar muni sannast hið fornkveðna, að skamma stund verði hönd höggi fegin. Eftir Birgi Ármannsson » Í flestum meg- inefnum hefur Landsdómur í raun fallist á vörn Geirs og ýmist beitt frávísun eða sýknu í 5 af 6 lið- um upphaflegrar ákæru. Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Skamma stund verður hönd höggi fegin Nú hefur um- hverfisráðherra ákveðið af sérstakri búmannsvisku að stytta veiðitímann á fimm tegundum svartfugla. Ástæða þess er illskiljanleg, jafnvel óskiljanleg. Helstu rökin hafa verið þau að svar- fugli hefur fækkað verulega í björgum í refafriðlandinu fyrir vestan, fyrir Suðurlandi en virð- ist fjölga út af Norðausturlandi. Orsakanna er helst að leita í fæðuskorti. Ástæða þess er talin hrun á sandsílastofnum, sér- staklega hér sunnanlands. Hvað er þá til ráða? Jú auðvitað tak- marka veiðar, þó þær hafi senni- lega engin áhrif. Náttúran á jú að njóta vafans! Ekki verið að velta sandsílinu fyrir sér sem virðist eiga undir högg að sækja. Sú náttúra er ekki í tísku einmitt núna, heldur á að reyna að fjölga svartfugli sem kemur í leið í veg fyrir að sandsílastofninn bragg- ist. Þetta er svona búmannslag eins og bóndi sem lenti í felli vegna heyskorts að vori. Hans ráð væri að setja bara fleiri roll- ur á að hausti svo hann hefði fleiri hausa næsta vor. Þetta þætti vond búmennska alls stað- ar annars staðar en í umhverf- isráðuneytinu. Flestir myndu líta til heyja og jafnvel minnka stofninn í takt við fóðrið. Hvers eiga sandsílin að gjalda! Elt uppi af makríl og gríðarlega stórum svartfuglastofnum. Náttúran á að njóta vafans. Eitthvað sem allir eru sammála um. Við eigum aldrei að gera eitthvað sem getur stefnt nátt- úrunni í hættu. Gallinn er bara sá að umhverfisráðuneytið er búið að misnota orðatiltækið því- líkt að það er orðið að meining- arlausum frasa, til að mynda í þessu tilviki. Hvaða vafa er verið að fjalla um? Er vafa undiropið að skot- veiðar hafi áhrif á svartfuglastofninn? Já! Er vafa undir- opið að svart- fuglastofnarnir séu undir eðlilegri með- alstofnstærð? Já! Er vafa undiropið að svartfugli hefur fækkað undanfarin ár í björgum fyrir vestan. Nei! Er vafa undiropið að stofn- arnir séu í hættu? Nei, svart- fuglar eru stærstu nytjastofnar á Íslandi. Er vafa undiropið að þessi friðun hafi einhver áhrif á stofnana? Já! Það er hinsvegar enginn vafi á því að ekki er verið að háfa seinasta lundann eða skjóta seinustu álkuna. Bannið er í raun það vafasam- asta þar sem vafasamt er að skotveiðar hafi nokkur áhrif. Með sömu rökum ætti að friða alla fiskistofna við Ísland. Annað sem er stórmerkilegt í þessu er að ráðherra þurfi að ákveða svona bann. Ráðherra ákveður þetta upp á sitt eins- dæmi, gegn vilja notenda eins og Skotvíss og hlunnindabænda, en með vilja fuglaverndar og auð- vitað til að nálgast kröfur Evr- ópusambandsins. Auðvitað skil ég vel afstöðu fuglavina. Þeir eru í eðli sínu frekar andsnúnir veið- um. Skil líka afstöðu Evr- ópusinna sem vilja koma á fugla- tilskipun Evrópusambandsins sem meðal annars bannar al- gjörlega alla svartfuglaveiði. Ekki mikið af lunda í Austurríki eða álku í Luxemburg. Ég er í raun líka að velta fyrir mér: Til hvers er svona ráðgjafastofnun eins og umhverfisstofnun? Til hvers er veiðistjórnunarsvið/ auðlindasvið? Ráðherra bara friðar hvort eð er. Má ekki leggja þessar stofnanir og rann- sóknir niður? Veiðikortin verða auðvitað bara grín héðan í frá. Það ríkir ekkert traust milli að- ila. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður gefi upp nokkra veiði, því það skiptir engu máli. Svarið er alltaf það sama. Ef fækkun er á rjúpu og fjölgun á ref þá er svarið að takmarka veiðar á hvoru tveggja. Ef heið- argæs er að fjölga úr öllu hófi þá á að sjálfsögðu að gera friðlönd og takmarka veiðar. Ef veitt er mikið af einhverjum stofni þá á að takmarka veiðar. Ef veitt er lítið úr öðrum eins og svart- fuglastofnunum þá er auðvitað svarið að takmarka veiðar. Það keyrir eiginlega um þverbak hjá núverandi ráðherra. Höfum fengið fáránlegar takmarkanir að hennar undirlagi. Bann við rjúpnaveiðum í toppum Snæfells til að trufla ekki skólabörn. Tak- markanir á heiðargæsaveiðum og fyrirséðar frekari takmark- anir, en sá stofn er í hvað örust- um vexti allra fuglastofna í Evr- ópu. Fyrir utan takmarkanir á aðgengi almennings að hálendi Íslands eins og t.d Vatnajök- ulsþjóðgarði. Síðan mætir ráð- herra ekki einu sinni til að svara í undirbúnum fyrirspurnartíma í þinginu. Óvinsælasti ráðherrann í einni óvinsælustu ríkistjórn Íslands- sögunnar fer aftur fram gegn veiðimönnum, útivistarfólki. Ráðherra sem er með sennilega eitt auðveldasta ráðuneytið og ætti að sópa fylgi að VG er að ná sögulegum óvinsældum. Væri ekki nær að friða kjósendur VG? Þeim fer mun hraðar fækkandi en svartfuglinum. » Svandís er enn og aftur að tak- marka veiðar eða að- gengi almennings að landinu og auðlind- um. Í þetta skiptið er verið að friða millj- ónastofna svartfugl. Einar Kr. Haraldsson Höfundur er tæknifræðingur. Hvers eiga sandsílin að gjalda? Hugleiðingar um svartfuglafriðun Eftir Einar Kristján Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.