Morgunblaðið - 24.04.2012, Side 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Mörg mikilvæg
verkefni standa fyrir
dyrum hjá íslenskri
þjóð nú á næstunni en
það er m.a. að kjósa
biskup og forseta og
ljúka við gerð nýrrar
stjórnarskrár fyrir
lýðveldið Ísland. Þetta
síðastnefnda er mikið
verkefni sem búið er
að undirbúa á margan
hátt enda þarf að
vanda til verksins. Kosningarnar til
embættanna munu ganga vel fyrir
sig því mikið af góðu fólki hefur boð-
ið sig fram til starfa. Í biskupskjör-
inu má ætla að úrslitin verði tvísýn.
Mér fannst niðrandi fyrir þjóð-
kirkjuna þegar einn af prestum
hennar heimtaði afsögn núverandi
biskups strax og upplýst var um
brot fyrrverandi biskups. Mér
fannst núverandi biskup taka vel á
mjög erfiðu máli og það var lítil
kristileg hugsun á bak við þann
gjörning að ráðast þannig á sinn
yfimann sem var að reyna að leysa
erfitt mál. Að leita sátta voru hans
fyrstu viðbrögð og þau voru eðlileg
hjá manni í hans stöðu.
Í stjórnarskránni
stendur að hin evang-
elíska lútherska kirkja
skuli vera þjóðkirkja á
Íslandi og sé hinu op-
inbera að því leyti skylt
að styðja hana og
vernda. Greinin er tek-
in orðrétt úr dönsku
stjórnarskránni frá
1849. Það er að mínu
áliti mjög mikilvægt að
í hinni nýju stjórn-
arskrá sé afdráttarlaus
yfirlýsing um stöðu
kirkjunnar í íslensku
þjóðfélagi eins og er nú. Ef menn
sætta sig ekki við danskt orðalag má
breyta því en ekki innihaldinu. Ég er
mjög hissa á því hve fáir starfsmenn
kirkjunnar, bæði prestar og aðrir,
hafa rætt lítið um þetta mál sér-
staklega og stutt sjónarmið kirkj-
unnar. Enginn prestur hefur t.d.
minnst á þetta mál í stólræðu sem ég
hef heyrt. Mikil og góð umræða um
málið er að mínu áliti nauðsynleg.
Séra Agnes M. Sigurðardóttir,
einn af umsækjendum um biskups-
embættið, skrifar grein í Morgun-
blaðið nýlega þar sem hún segir:
„Þjóðkirkjan er öllum opin og innan
hennar rúmast allir“. Þannig yfirlýs-
ing hefur oft verið birt af hendi þjóð-
kirkjunnar en hvernig hefur verið
unnið að útbreiðslumálum hennar?
Mér dettur t.d. í hug fríkirkju-
söfnuðirnir sem stofnaðir hafa verið
vegna ágreinings um prestkosn-
ingar, sá fyrsti á Eskifirði í lok
nítjándu aldar. Hvað hefur þjóð-
kirkjan gert til að sameina þessa
söfnuði aftur innan þjóðkirkjunnar?
Mér finnst að það sé eitt af mikil-
vægum verkefnum þjóðkirkjunnar.
Jöfnunarsjóður þjóðkirkunnar sem
styrkir kirkjubyggingar þarf líka að
ná til allra fríkirkjusafnaða. Sú að-
gerð gæti verið upphaf að nánara
samstarfi innan lúthersku kirkj-
unnar á Íslandi. Þjóðkirkja verður
aðeins réttnefni með því að innan
hennar séu allir söfnuðir lútherskrar
kirkju.
Þjóðkirkjan og
stjórnarskráin
Eftir Gunnar
Sveinsson
Gunnar
Sveinsson
» Það er að mínu áliti
mjög mikilvægt að í
hinni nýju stjórnarskrá
sé afdráttarlaus yfirlýs-
ing um stöðu kirkjunnar
í íslensku þjóðfélagi eins
og er nú.
Höfundur er fv. kirkjuþingsmaður.
Það kemur oft upp í
hugann þegar litið er
til þeirra sem stjórna
landinu og málefnum
aldraðra.
Alveg hefur gleymst
hverjir það voru sem
byggðu upp það vel-
ferðarsamfélag sem
við lifum í. Fólkið sem
nú er ellilífeyrisþegar
og lagði samfélaginu til
starfskrafta sína án
kröfugerðar um ofurlaun.
Mundi margt vera hér með öðrum
hætti ef unnið væri enn með sama
hugarfari. Launum stillt meira í hóf
og bitlingum fækkað.
Má vera að einhvers staðar fynd-
ist leið til að halda eftirlaunum í
þeirri upphæð sem þarf til eðlilegrar
framfærslu og sú stefna að skatt-
leggja allt, sem menn eiga, og ganga
svo langt að þurfi menn að leggjast
inn á elliheimili er lífeyrir þeirra
lagður inn á viðkomandi stofnun og
þeir fá úthlutað vasapeningum.
Lífeyrissparnaður sem ákveðinn
var með lögum og átti að tryggja
áhyggjulaust ævikvöld er bæði
skattlagður og notaður til að lækka
bótagreiðslur trygginganna.
En margt hefur breyst og menn-
irnir með.
Þegar ég var að alast upp fengum
við börnin að taka þátt í verkum full-
orðna fólksins, sem var ómetanlegt
veganesti. Það var áður en sú upp-
götvun var gerð að það væri barna-
þrælkun ef börn væru látin vinna
áður en þau væru komin yfir ferm-
ingu.
Með því eru teknir frá þeim dýr-
mætir möguleikar á að kynnast því á
hverju þjóðin byggir sína tilveru.
Þessa orku þarf að nýta í þágu þjóð-
arinnar.
Á kreppuárunum fyrir seinni
heimsstyrjöldina þegar fátækt var
mikil hjá almenningi gátu þeir sem
fengust við verslun á landsbyggð-
inni pantað sína vöru beint frá út-
löndum og fengið hana í viðkomandi
byggðarlag beint frá seljanda án
millilendingar hjá heildsölum í
Reykjavík. Seinna þegar komin voru
ný og fullkomin atvinnutæki og vel-
megun var almennt orðin meiri, var
þessum málum kippt í það horf að
öll peningamál færð í hendur stjórn-
málamannanna, sem settu þau í
hendur ríkisbankanna til afgreiðslu
og úthlutunar. Þeir skipuðu síðan
stjórnir bankanna og bankastjóra
eftir atkvæðamagni hvers og eins.
Þegar menn þurftu á fyrirgreiðslu
að halda fóru þeir fyrst í sinn þing-
mann til að koma sín-
um málum á framfæri.
Á árum seinni
heimstyrjaldarinnar
sigldu íslensk fiskiskip
með fisk til Englands
og varð þar til gjald-
eyrir sem nýttist til
uppbyggingar nýrra
atvinnutækja. Það
kostaði miklar fórnir,
bæði í skipum og
mannslífum; verða þær
fórnir seint metnar
sem skyldi.
Með nýjum atvinnu-
tækjum og bættum skipakosti
breyttist mjög afkoma fólks. Nýir
togarar og vertíðabátar hleyptu lífi í
byggðir landsins og afkoman lagað-
ist. Og þegar svo blessuð síldin fór
að veiðast lifnaði heldur betur yfir
sjávarplássunum á Norður- og Aust-
urlandi.
Gaman væri að sjá hvernig þær
byggðir litu út í dag hefðu þeir pen-
ingar verið nýttir þar, en ekki verið
sendir til Reykjavíkur til pólitískrar
meðhöndlunar (?).
Þegar svo hagstætt þótti voru
bankarnir einkavæddir og settir í
hendur vildarvina, og útkomuna af
því erum við að uppskera núna.
Er ekki kominn tími til að við
landsbyggðarfólk tökum til okkar
ráða og sameinumst um að ráða bót
á þeim málum sem að okkur snúa,
leggjum okkar mat á hvaða verk séu
mikilvægust og hættum að láta
stjórnvöld etja okkur saman með
loforðum sem aldrei virðist hafa ver-
ið ætlunin að standa við. Við erum
vissulega færust um að meta þörfina
sjálf.
Gott dæmi um dómgreindarleysi
stjórnvalda er hvaða verkefni væri
brýnast að leysa, þá vildi svo að
nokkrir banka- og bjartsýnismenn
höfðu byrjað að reisa sér minn-
isvarða í stíl eiganda MÆRSK í
Danmörku, en þegar hrunið varð
kom í ljós að fjárhagsgrunnurinn
var enginn. Það varð því úr að reynt
yrði að ljúka við bygginguna, í stað
þess að koma atvinnumálunum í
gang.
Sjálfsagt hefur það verið mein-
ingin að öll þjóðin gæti notið þess
sem fram fer í Hörpu, en það
gleymdist hvað það kostar að kom-
ast á sýningu.
Annað verkið sem nauðsynlegt
var að setja á oddinn var bygging
nýs hátæknisjúkrahúss; á sama tíma
var ekki hægt að reka þær sjúkra-
stofnanir sem fyrir voru í landinu
vegna peningaleysis. Og fyrirskip-
aður stórfelldur samdráttur í rekstri
í nafni hagræðingar. Hræddur er ég
um að lítið sparist þegar allur kostn-
aður sem af því hlýst er kominn
fram.
Það skal tekið fram að langflestar
heilbrigðisstofnanir á landinu eru
vel reknar og tækjum búnar; hafa
hin ýmsu líknarfélög séð um það
þegar sýnt þótti að ríkið mundi ekk-
ert ætla að gera, hvorki til viðhalds
lækningatækja né bygginga.
En til var önnur leið, að spara svo
til rekstrarins að ekki væri hægt að
greiða heilbrigðisstarfsfólki þau
laun sem því ber, með þeim árangri
að við erum nú á góðri leið með að
missa stóran hluta þessa mikilhæfa
fólks úr landi. En þeir sem eftir eru
bíða enn í von um að stjórnvöld
hljóti að fara að átta sig á í hvaða
óefni stefnir.
Stóra spurningin er: Ætlar þessi
ríkisstjórn að halda landinu í byggð?
Spyr sá sem ekki veit.
Sjaldnast launa
kálfarnir ofeldið
Eftir Aðalstein
Valdimarsson
» Stóra spurningin er!
Ætlar þessi ríkis-
stjórn að halda landinu í
byggð?
Spyr sá sem ekki veit.
Aðalsteinn
Valdimarsson
Höfundur er ellilífeyrisþegi, fv. skip-
stjóri, útgerðarmaður og forseti
bæjarstjórnar Eskifjarðar í 8 ár.
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Á þessu vori eru liðin 15 ár síðan
fyrst voru haldin námskeið fyrir pör
og sambúðarfólk undir heitinu „Já-
kvætt námskeið um hjónaband og
sambúð“. Fyrsta námskeiðið var
haldið árið 1996 í Hafnarfjarðar-
kirkju. Þá var
ætlunin að bjóða
upp á tvö nám-
skeið, eitt um
haust og eitt að
vori, og láta það
duga. Viðbrögðin
voru aftur á móti
strax í upphafi
mjög sterk og
áhuginn á slíkum
námskeiðum mik-
ill. Þetta var tilboð sem greinilega
vantaði inn í íslenskt samfélag á
þessum tíma.
Síðan eru sem sagt liðin 15 ár í
einni sjónhending og námskeiðin eru
orðin óteljandi. Þau hafa verið með
ýmsu sniði. Í gegnum árin hefur ver-
ið boðið upp á þau reglulega í Hafn-
arfjarðarkirkju. En auk þess hafa
námskeiðin verið haldin um allt land
og margoft á sumum stöðum, eins og
til dæmis á Akureyri, Egilsstöðum,
Ísafirði og í Reykjavík. Þá hafa þau
verið haldin í samvinnu við heima-
menn á hverjum stað, foreldrafélög
skóla, hin ýmsu félagasamtök,
starfsmannafélög og þannig mætti
lengi telja. Námskeiðin hafa einnig
verið haldin í Ósló, Stokkhólmi og
Gautaborg. Fjöldinn sem hefur sótt
þessi námskeið frá upphafi er í
kringum 6000 pör.
Ef leitað er skýringa á vinsældum
námskeiðanna er helst til að taka að
þau eru byggð þannig upp að hvert
og eitt par getur á námskeiðunum
mótað efnið og umfjöllunina að sínu
höfði. Allir geta fundið eitthvað við
sitt hæfi – en verða um leið að horf-
ast í augu við sjálfa sig og sitt líf.
Námskeiðin eru umfram allt lausn-
armiðuð og mörg pör sækja nám-
skeiðin til að efla og styrkja það sem
gott er. Og heimaverkefnin hafa
nýst mörgum vel til framtíðar. Þó
liðin séu 15 ár frá því að námskeiðin
hófust og þó samfélagið hafi tekið al-
gerum stakkaskiptum á þessum ár-
um, þá er þörfin enn mikil fyrir nám-
skeið af þessu tagi.
Eftir 2008 hafa bæst við hjóna-
námskeiðin sérstök námskeið sem
er ætlað að hjálpa einstaklingum
sérstaklega að byggja sig upp á erf-
iðum tímum. Hafa þessi námskeið
einnig verið haldin í flestum sveita-
félögum landsins og aðsókn verið
mikil.
Til að halda upp á 15 ára starfs-
afmælið verður nú boðið upp á
hjóna- og sambúðarkvöld í Hörpu
hinn 30. apríl næstkomandi. Þar
verður reynsla áranna dregin saman
og bent á nýjar leiðir fyrir pör til að
styrkja samband sitt. En nám-
skeiðin eru í stöðugri endurskoðun
til að geta mætt nýjum þörfum og
nýjum tímum.
ÞÓRHALLUR HEIMISSON,
sóknarprestur og leiðbeinandi.
Einstök saga hjóna- og
sambúðarnámskeiða í 15 ár
Frá Þórhalli Heimissyni
Þórhallur
Heimisson
Bréf til blaðsins