Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 9. M A Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  108. tölublað  100. árgangur  MEÐ RÚTU UM 48 RÍKI BANDARÍKJANNA ENDURSKAPA STOLIÐ VERK Í HULL SIGUR RÓS Á ICELAND AIRWAVES VOYAGE STEINUNNAR 38 MET Í MIÐASÖLU 41FERÐALANGAR 10 Gunnar neitar því aðspurður að ríkið sé að móta stefnuna í viðbrögð- um við skerðingu sjómannaafsláttar. Þessir samningar hafi lengi tekið mið af samningum farmanna hjá skipafélögunum en þau hafi leyst kröfur um bætur fyrir skerðingu af- sláttarins með tilteknum greiðslum gegn því að sjómenn tækju að sér vinnu í höfnum erlendis. MHvalveiðar stranda »22 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Undirmenn á skipum Hafrann- sóknastofnunarinnar og Landhelgis- gæslunnar fengu launahækkanir í samningum við ríkið, til að bæta þeim skerðingu sjómannaafsláttar. Áhafnir fragtskipa munu einnig hafa fengið leiðréttingu af sama toga. Ríkisstjórn og Alþingi hafa sam- þykkt að afnema sjómannaafsláttinn á fjórum árum. Hann hefur nú verið helmingaður. Sjómenn hafa gert kröfu um að fá launahækkanir til að bæta tekjutapið, nú síðast í kröfu- gerð Sjómannafélags Íslands á hendur Hval hf. vegna háseta á hval- báti. Varð það til þess að Hvalur hf. hætti við hvalveiðar í sumar. Flóknara mál Fram kemur í viðtali við Jónas Garðarsson, formann samninga- nefndar Sjómannafélags Íslands, í Morgunblaðinu í dag að kröfur um bætur fyrir skerðingu sjómannaaf- sláttar hafi náðst fram í samningum við ríkið í harðri deilu um kjör undir- manna á skipum Hafró. „Þetta var miklu flóknara en það. Ekki var að- eins deilt um sjómannaafslátt,“ segir Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins. Segir hann að samn- inganefnd ríkisins hafi gert þá kröfu að samið yrði í einu lagi vegna út- gerða ríkisins, það er Hafró og Landhelgisgæslunnar. Einn áhrifa- valdurinn við lausn málsins hafi vissulega verið að ríkið hafi komið að hluta til móts við sjómenn vegna skattaafsláttarins. Fengu bætur fyrir skerð- ingu afsláttar  Taka sjómannaafslátt en hækka laun Morgunblaðið/Egggert Rannsóknir Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson í höfn. Sjómannaafsláttur » Sjómannaafsláttur hefur verið skertur um helming og fellur alveg niður í lok næsta árs. » Þetta er skattaafsláttur sem var rúmar 900 krónur fyrir hvern dag á sjó. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég tel að miklu fleiri séu í fjárhags- erfiðleikum í dag. Þetta er fólkið sem er komið á brúnina,“ segir Harpa Njáls félagsfræðingur í til- efni af nýjum tölum Creditinfo sem sýna að um 26.400 einstaklingar á Íslandi séu nú í alvarlegum van- skilum. Þórhallur Heimisson prestur hef- ur allt frá hruni hvatt til aðgerða til handa efnalitlu fólki. Hann kveðst daglega taka á móti fólki sem eigi um sárt að binda vegna bágra kjara. Hafa gefið upp vonina Í þeim hópi séu hjón og sambúðar- fólk sem deili vegna stöðugra fjár- hagsáhyggna. Þá komi til hans fólk á sextugsaldri sem sé orðið úrkula vonar um að fá aftur vinnu. Almennt séu þessi mál þó í betri farvegi en fyrir tveim árum og „ýmis úrræði farin að virka betur en áður“. Guðmundur Magnússon, formað- ur Öryrkjabandalags Íslands, segir marga öryrkja búa við afar kröpp kjör og að fjárhagsstaða þeirra hafi ekki verið jafn slæm í áratugi. »14 „Fólk er komið á brúnina“ Heilsu- og hvatningarátakið Hjólað í vinnuna hefst í dag og höfðu sex þús- und manns skráð sig til þátttöku í gærkvöldi, en reynslan sýnir að fjöldi fólks bætist við fyrstu vikuna eftir að átakið fer af stað. Hægt er að skrá sig allt þar til átakinu lýkur hinn 29. maí. Þessi tvö voru á góðri siglingu við Nauthólsvík í vorsólinni í gærkvöldi. Margir hjóla í vinnuna Morgunblaðið/Kristinn  Þó að nær öll stærstu sveitarfélög landsins hafi verið rekin með halla í fyrra koma þó fram vísbendingar um betri afkomu nokkurra þeirra en áætlanir gerðu ráð fyrir, í árs- reikningum, sem lagðir hafa verið fram. Af átta stærstu sveitarfélögunum skiluðu tvö þeirra, Garðabær og Árborg, jákvæðri rekstrarnið- urstöðu eftir fjármagnsliði og skatta. Garðabær sker sig nokkuð úr þar sem rekstur A- og B-hluta var jákvæður um 352 milljónir í fyrra. Fjár- magnskostnaður er mörgum sveitarfélögum þungur í skauti. Þannig var rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjármagnsliði í A-hluta jákvæð um 1,2 milljarða en eftir sem áður var útkoma ársins halli upp á 824 millj. eftir fjármagnsliði og skatta. Heildarskuldir átta stærstu sveit- arfélaganna um seinustu áramót voru 458 milljarðar og eru þá líf- eyrisskuldbindingar ekki taldar með. Vega skuldir Reykjavíkur- borgar (A- og B-hluta) þyngst en þær voru rúmlega 300 milljarðar kr. Útsvarstekjur margra sveitar- sjóða jukust í fyrra en hins vegar sýna uppgjörin mikinn sam- drátt í fjárfestingum. Halldór Halldórs- son, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfé- laga, hefur áhyggj- ur af hversu lítil fjár- festing á sér stað hjá sveitarfélögum. »16 Sum stærstu sveitarfélögin eru að rétta úr kútnum þó þau stríði við halla og skuldir „Hvað höfum við gert ykkur?“ spurði Kristinn V. Jó- hannsson, fyrrverandi forystumaður í bæjarstjórn og at- vinnurekstri á Norðfirði, og beindi orðum sínum til ráð- herra og þingmanna stjórnarmeirihlutans í umræðum á íbúafundi um sjávarútvegsmál í Fjarðabyggð. Var hann að vísa til þeirrar aðfarar sem hann taldi felast í sjáv- arútvegsfrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Fjöldi íbúa mætti á fundinn sem haldinn var í Nesskóla í gærkvöldi til að ræða útvegsfrumvörpin og stöðu mála í sambandi við Norðfjarðargöng. Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra og Gunnþór Ingvason útgerðarmaður höfðu framsögu. Ekki voru þeir sammála um áhrif frumvarpsins en báðir hvöttu til þess að fundin yrði sanngjörn leið. Ekki gafst mikill tími til umræðna um göngin en Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, hvatti til þess að framkvæmdir yrðu boðnar út á þessu ári. Fyrr um daginn tók Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við áskorun um að hefja nú þegar framkvæmdir við gerð nýrra Norðfjarðarganga, sem á fjórða þúsund íbúa höfðu ritað nöfn sín undir. »9 Hvað höfum við gert ykkur?  Fjölmenni á íbúafundi um útgerð og Norðfjarðargöng Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Fjölmenni Íbúar Fjarðabyggðar fjölmenntu til að fylgj- ast með umræðum um sjávarútvegs- og samgöngumál. Jón Gnarr, borg- arstjóri Reykja- víkur, hefur til- kynnt foreldrum barna í Hamra- og Húsaskóla í Grafarvogi að ekki verði hætt við að sameina unglingadeildir skólanna við unglingadeildina í Foldaskóla. Um 90% foreldra mótmæltu sameining- unni. »4 Ætla ekki að hætta við sameiningu Jón Gnarr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.