Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
NÝHÖFN 1-3 ÚTSYNISÍBÚÐIR - GBÆ.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Um er að ræða sex 3ja - 4ra herbergja íbúðir frá 152 fm til 160 fm
með bílskúrum sem er cirka 25 fm. . íbúðiranar er tæplega tilbúnar
til innréttinga. Glæsilegt sjávarútsýni. Gott skipulag.
Til afhendingar strax. Verð 28-29 millj.
Hlynur sölumaður s. 698-2603 sýnir ykkur strax
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Hópur fjallgöngumanna lenti í ógöng-
um á Hvannadalshnúki í slæmu
skyggni um liðna helgi. Fennt hafði
yfir för sem áttu að leiða fólk niður
fjallið og erfitt var að sjá sprungur
sem eru margar á svæðinu. GPS-
staðsetningartæki fjallaleiðsögu-
mannsins, sem fór fyrir hópnum,
virkaði ekki sem skyldi og þurfti hann
að notast við reynslu sína til þess að
leiða hópinn niður. Fólkið sat fast í
þrjár klukkustundir en er vanalega
um hálftíma á toppnum. Fólkið hafði
skilið bakpoka sína eftir neðar í fjall-
inu og var því matarlaust.
Nokkurt óöryggi kom upp í hópn-
um sem var í símasambandi við vanan
fjallamann til að fá leiðbeiningar. Til
tals komst hvort hringja ætti í björg-
unarsveitir en á endanum skilaði hóp-
urinn sér niður heilu og höldnu án
þess að þess gerðist þörf.
Kallað eftir auknu öryggi
Miklar umræður spruttu um málið
á vef Íslenska alpaklúbbsins þar sem
kallað var eftir hertum kröfum um
þjálfun leiðsögumanna. Ekki eru til
neinar reglur um þjálfun leiðsögu-
manna á Íslandi eins og tíðkast víða
um Evrópu. Eins og er getur hver
sem er leiðbeint hópum hvar sem er á
landinu.
Leiðsögumaður hópsins sem lenti í
vanda á hnúknum var á eigin vegum
og var þar með hóp vina og vanda-
manna. Tekið skal fram að hann hef-
ur áralanga reynslu af ferðum á
Hvannadalshnúk og hefur farið þang-
að í fleiri tugi skipta. Ferðafélagar
hans höfðu ekkert út á hans starf að
setja.
Grafalvarlegt mál
Leifur Örn Svansson er leið-
sögumaður hjá Íslenskum fjallaleið-
sögumönnum ehf. Hann var á sama
tíma á Hvannadalshnúki með hóp
skíðamanna. „Kona úr hópnum
hringdi óörugg í bróður sinn sem er
vanur fjallamaður og svo var hringt í
mig þar sem vitað var af veru minni á
fjallinu. Ég sinnti ekki símtalinu fyrr
en ég var kominn neðar í fjallið og þá
var fólkið komið úr hættu. Eftir að
fólkið kom í hús mátti heyra af því að
það var komið á fremsta hlunn með
að kalla út björgunarsveitir,“ segir
Leifur. „Það að vera fastur á hnúkn-
um í langan tíma í miklum kulda er
grafalvarlegt mál. Einn maður í
hópnum var mjög þreyttur á leiðinni
upp. Þegar menn eru búnir að skilja
eftir bakpokann sinn og eru næring-
arlitlir þá þarf lítið til svo að illa fari.
Við hjá Íslenskum fjallaleið-
sögumönnum förum með vel yfir 10
þúsund manns í ferðir á okkar veg-
um. Ef við lítum blákalt á tölfræði þá
hlýtur eitthvert slys að koma upp á
endanum,“ segir Leifur.
Unnið að reglugerð
Í iðnaðarráðuneytinu er unnið að
reglugerð um þjálfun starfsfólks í af-
þreyingariðnaði.
„Á Íslandi er dæmigert það viðhorf
að ekki séu gerðar kröfur um fag-
mennsku í leiðsögn,“ segir Leifur
sem kallar eftir því að stífar kröfur
um þjálfun leiðsögumanna verði sett-
ar í reglurnar.
Morgunblaðið/RAX
12-14 tíma ganga Venjulega tekur ferð á Hvannadalshnúk 12-14 klukkustundir. Síðasti leggurinn tekur um
klukkutíma og oft er stoppað um hálftíma á toppnum. Myndin tengist ekki þeim sem lentu í ógöngunum.
Sátu föst á hnúknum
í þrjár klukkustundir
Kom af stað umræðu um öryggismál GPS virkaði ekki
Öryggismál
» Hópur fólks lenti í ógöngum
á Hvannadalshnúki.
» Atvikið vakti umræður um
öryggismál meðal leiðsögu-
manna.
» Unnið er að reglugerð um
afþreyingariðnað á Íslandi.
Samstarfsnefnd
um opinberar
framkvæmdir
samþykkti á
fundi sínum í
gær smíði nýrr-
ar brúar yfir Al-
mannagjá. Gjáin
hefur verið lok-
uð frá því í
október í fyrra.
Ólafur Örn Har-
aldsson þjóðgarðsvörður segir að
verkið muni taka nokkrar vikur
og að því ljúki fyrri hluta júní-
mánaðar. Hann segir að verkið
hafi farið seinna af stað en vonir
hafi staðið til. „Við erum ekki
ánægð með hversu seint gengið
er í þessar framkvæmdir. En það
þurfti að fara nákvæmlega yfir
öryggismál áður en samþykki
fékkst. Að verkinu hafa komið
margar stofnanir. Þarna fara um
hundruð þúsunda manna og því
betra að hafa öll öryggis- að-
gengismál á hreinu,“ segir Ólaf-
ur.
Samkeppni um hönnunina fór
fram í vetur. Arkitektastofan
Studio Grandi og verkfræðistofan
Efla urðu fyrir valinu.
Framkvæmdir við smíði nýrrar brúar
yfir Almannagjá að hefjast og lýkur í júní
Ólafur Örn
Haraldsson
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Markmiðum um sjálfbæra uppbygg-
ingu raforkuframleiðslunnar er
stefnt í hættu með flutningi vatns-
aflsvirkjana úr nýtingarflokki. Það
skapi aukinn þrýsting á hraðari nýt-
ingu jarðvarmans með tæknilegu og
efnahagslegu óöryggi. Kemur þetta
fram í umsögn Orkustofnunar um
þingsályktunartillögu iðnaðarráð-
herra um áætlun um vernd og orku-
nýtingu landsvæða.
Atvinnuveganefnd Alþingis er
með þingsályktunartillöguna til um-
fjöllunar. Fjöldi umsagna hefur þeg-
ar borist, 74 í gærkvöldi og fleiri eiga
eftir að bætast við. Umsagnirnar eru
af ýmsum toga. Margar ítarlegar
greinargerðir hafa komið fram þar
sem tilteknum atriðum í tillögunum
er mótmælt, svo sem flutningi virkj-
ana í neðri hluta Þjórsár úr nýting-
arflokki. Þá eru margir stuttorðir
tölvupóstar þar sem tilteknum kost-
um sem fyrirhugað er að nýta er
mótmælt, ekki síst jarðvarmavirkj-
unum á Reykjanesi.
Víkur frá faglegri vinnu
Orkustofnun vekur athygli á því
að tillagan víki frá faglegum niður-
stöðum verkefnisstjórnar og upphaf-
legri þingsályktunartillögu. Það eigi
einkum við um flutning á þremur
virkjunarkostum í neðri hluta Þjórs-
ár. „Tillagan gerir þannig ráð fyrir
að hagkvæmustu og best rannsök-
uðu virkjunarkostnir verði allir flutt-
ir úr orkunýtingarflokki í biðflokk,“
segir í umsögninni. Einnig er vakin
athygli á öðrum virkjanakostum sem
fluttir eru úr nýtingarflokki, án þess
að faglegum forsendum sem lágu til
grundvallar mati faghópa sé hnekkt.
Orkustofnun vekur athygli á því
að þeir virkjanakostir sem eftir eru
tengist nær eingöngu háhitasvæðum
en ekki vatnsaflsvirkjunum, sam-
kvæmt tillögu ráðherra.
„Það er mat Orkustofnunar að
með þessu verði markmiðum um
sjálfbæra uppbyggingu raforku-
framleiðslunnar stefnt í hættu.
Þrýstingur á hraðari nýtingu jarð-
varmans eykst, það tæknilega og
efnahagslega öryggi og þar með sú
hagkvæmni, sem fæst með því að
virkja samhliða jarðhita og vatnsafl
verður ekki fyrir hendi. Orka í sí-
felldri endurnýjun sem ekki er beisl-
uð í vatnsföllum er glötuð meðan
orku í jarðvarmalindum má að ein-
hverju marki líta á sem forða sem
bíður nýtingar,“ segir í umsögn
Orkustofnunar og því bætt við að
fyrirheit um endanlega afgreiðslu
innan tveggja ára gæti sett alla nýja
orkuframleiðslu í bið-
stöðu þar til ákvörðun
liggur fyrir.
Uppbyggingu stefnt í hættu
74 umsagnir hafa borist um áætlun um orkunýtingu Orkustofnun segir að
með frestun virkjana í Þjórsá sé settur þrýstingur á hraðari nýtingu jarðvarmans
Landvernd vekur athygli á því í
umsögn að mikil óvissa ríki um
líftíma og framleiðslugetu jarð-
varmavirkjana og viðbrögð
þeirra við vinnsluálagi. Öll há-
hitakerfin séu ósjálfbær í þeim
skilningi að með nýtingu sé
gengið á varmaforðann.
Samtökin telja að allt of
margar virkjunarhugmyndir á
Reykjanesskaganum falli í orku-
nýtingarflokk, ekki síst í Reykja-
nesfólkvangi og vestan hans.
Verndargildi svæðisins sé ótví-
rætt og meta þurfi betur mögu-
leika sem felast í verndun.
Lagt er til að mörg svæði
þar verði færð úr nýtingar-
flokki.
Háhitasvæði
úr nýtingu
UMSÖGN LANDVERNDAR
Hæstiréttur hefur snúið við úr-
skurði Héraðsdóms Reykjavíkur
um að aflétta frystingu á hagnaði
AK-fasteigna af meintum fjár-
drætti við sölu á fasteign við Skúla-
götu. Rétturinn taldi ekki efni til að
fella haldlagninguna úr gildi.
Um er að ræða 92 milljóna króna
bankainnistæðu sem lagt var hald á
vegna rannsóknar á sölu á húsnæði
til kínverska sendiráðsins. Féð var
inni á reikningi í eigu AK-fasteigna
en það var félag í eigu Karls Stein-
grímssonar og Arons Karlssonar.
Umræddur Aron hefur verið
ákærður af sérstökum saksóknara
vegna þáttar síns í málinu og fer
þingfesting fram í Héraðsdómi
Reykjavíkur í dag. andri@mbl.is
Hæstiréttur úrskurðar að heimilt sé
að leggja hald á hagnað af húsasölu
Morgunblaðið/Golli
Sendiráð Kínverska sendiráðið
keypti húsið að Skúlagötu 51.