Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
LAUGAVEGI 32 · SJADU.IS
SÍMI 561 0075
Full búð af nýjum og flottum gleraugum
KOMDU OG SJÁÐU
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is
Við vorum fátæk,
en börðumst fyrir
frelsi og lýðveldi, sem
staðfest var 17. júní
1944 á rigningardegi
austur á Þingvöllum.
Dagurinn var ógleym-
anlegur íslenskri þjóð.
Hér situr rík-
isstjórn, sem varla
heldur tveggja stafa
tölu í fylgi á landsvísu
við að troða Íslendingum í óróleika
ESB-landa. VG sitja í kosn-
ingasvikum frá síðustu kosningum
þar sem undirstrikað var að berjast
á móti ESB-aðild. Samfylkingin er
með eitt mál á dagskrá, að ganga
til ESB-aðildar þar sem Íslend-
ingar vilja ekki vera. Nýtt áhuga-
mál og „fjölskyldumál“ Samfylking-
arinnar er opinbert með
Kínverjum. Hver vill deila Íslandi
með Kínverjum? Vilja Íslendingar
eiga landið okkar með öðrum þjóð-
um? Ég fullyrði, að það vilja Ís-
lendingar ekki.
Óróleiki Vestur-Evrópu
Enn leiða Samfylkingin og VG
ESB-„feigðina“ yfir landið. Innan
ESB eru rúmlega 500 milljónir
íbúa sem eru úrvinda af skrifræði
og reglufargani. Atvinnuleysi er
sumstaðar fimmfalt meira en á Ís-
landi. Þarna tifar óróleiki Vestur-
Evrópu. Samfélagsmál, evruvandi
og atvinnumál eru áhyggjuefni á
heimsvísu. Keppumst ekki um að
gera Ísland að fjölþjóðasamfélagi,
til þess erum við alltof fámenn.
Fylgjast Íslendingar ekki með er-
lendum fréttastöðvum?
Ætla Íslendingar að gefa rétt
sinn um 200 mílna landhelgi til
ESB og leita leyfa um
hvaða fisk má draga úr
sjó hér uppi í land-
steinum? Á Brussel að
svara fyrir olíulindir
okkar á Drekasvæð-
inu? Á Brussel að
svara fyrirspurnum
um Norður-Íshafssigl-
ingar? Vilja Íslend-
ingar greiða ESB-
skrifræðinu 15-20 milj-
arða á ári fyrir
„vistina“? Þetta gjald
fer hækkandi, ekki
lækkandi.
Flýjum stórveldið og ESB-
vistina
Sjá Íslendingar ekki vandræða-
gang samfylkingarmanna og VG
með landsstjórn og stjórn utanrík-
ismála? Milljörðum hefur verið eytt
frá þjóðinni vegna mannaskipta
meðal alþingismanna og ráðherra í
ríkisstjórn. Hvað hefur umsókn
stjórnarliðsins að ESB-vanda-
málum kostað íslenska þjóð? Er
það ekki móðgun við Íslendinga að
ESB moki yfir landið mútufé í
hundruðum milljóna sem fara til
auglýsingastofa, Evrópuspjallara
og í botnlausa vasa utanríkisþjón-
ustunnar? Óskum ekki eftir aðild
„stórvelda“ og nærveru ESB-landa.
Kjósum tafarlaust á móti þessari
meðferð á landinu okkar.
ESB-feigðin
Eftir Gísla
Holgersson
Gísli Holgersson
»Er það ekki móðgun
við Íslendinga að
ESB moki yfir landið
mútufé í hundruðum
milljóna sem fara í botn-
lausa vasa utanríkis-
þjónustunnar?
Höfundur er kaupmaður.
Aðgengi að prent-
og ljósvakamiðlum.
Hvað þýðir það? Það
þýðir að allir hafi
sama rétt til að njóta
þess sem þar birtist.
Flestum borgurum
eru tryggð þessi rétt-
indi, öðru máli gegnir
um heyrnarskerta,
heyrnarlausa og sjón-
skerta. Þeir hafa ekki
sama aðgengi að fjölmiðlum og
aðrir.
Í þessari grein er einkum litið
til aðgengis heyrnarskertra og
heyrnarlausra til þess sem í sjón-
varpi birtist. Í fjölmiðlalögum nr
38/ 2011, segir svo í 30. grein:
„Aðgengi sjón- og heyrn-
arskertra að myndmiðlunarefni.
Þær fjölmiðlaveitur sem miðla
myndefni skulu eins og kostur er
leitast við að gera þjónustu sína
aðgengilega sjón- og
heyrnarskertum auk
þeirra sem búa við
þroskaröskun. Úrræði
til að tryggja aðgengi
eru m.a. táknmál,
textun og hljóðlýs-
ing.“
Hvers konar laga-
setning er þetta?
Orðalagið „eins og
kostur er“ eftirlætur
sjónvarpsstöðvum að
ákveðan hvenær þess
sé kostur og þeim þar
með gert kleift að
brjóta á rétti einstaklinga til að-
gengis. Hefði ekki verið réttara að
í lögunum væri málsgreinin frekar:
„Þær fjölmiðlaveitur sem miðla
myndefni skulu gera þjónustu sína
aðgengilega sjón- og heyrn-
arskertum auk þeirra sem búa við
þroskaröskun. Úrræði til að
tryggja aðgengi eru m.a. táknmál,
textun og hljóðlýsing.“
Í tillögu til þingsályktunar um
framkvæmdaáætlun í málefnum
fatlaðs fólks til ársins 2014, þing-
skjali 682 – 440. máli kemur m.a.
fram:
Eitt samfélag fyrir alla. „Tryggt
verði að fatlað fólk njóti allra
mannréttinda og mannfrelsis til
fulls og jafns við aðra, því sé
tryggð vernd og frelsi til að njóta
þeirra réttinda og að virðing sé
borin fyrir mannlegri reisn þess.“
Aðgengi. Alþingi ályktar að gott
aðgengi sé eitt af lykilhugtökum
þegar rætt er um jafnrétti og
jafna stöðu allra í samfélaginu,
sama hvort átt er við aðgang að
upplýsingum eða möguleikum til
tjáskipta.
Upplýsingar er varða almenning
skulu vera á því formi að allir geti
skilið og tileinkað sér þær og er
þá átt við táknmál, textun, punkta-
letur og auðskilið mál …Til að svo
megi verða, verði öll nýjasta tækni
nýtt …“
Samkvæmt þessari þingsálykt-
unartillögu, ef hún verður sam-
þykkt, verður ekki annað séð en
að það séu sjálfsögð mannréttindi
að aðgengi að ljósvakamiðlum sé
gott. Hvers vegna er sjónvarps-
stöðvum þá ekki gert skylt að gera
efnið aðgengilegt fyrir heyrn-
arskerta/heyrnarlausa? Orðalagið
„eins og kostur er“ er óviðunandi
þar sem hægt er að túlka það eins
og sjónvarpsstöðvum best hentar.
Alls staðar í þeim löndum sem við
kjósum að bera okkur saman við
er textun í mun betra horfi en hér
og þar hafa fréttir og aðrar beinar
útsendingar verið textaðar í ára-
tugi. Texti nýtist fleirum en bara
heyrnarskertum og má þar t.d.
nefna nýbúa. Í dag eru 10-15%
með skerta heyrn að hluta eða al-
veg, en það gerir 30-50 þúsund
manns hér á landi og búast má við
að sú tala eigi eftir að hækka enn
frekar.
Þegar litið er til heildarkostn-
aðar við útsendingar er textun á
sjónvarpsefni ekki stór póstur en
myndi bæta lífsgæði svo ótal
margra sem ekki njóta ótextaðs
efnis í dag.
Sjónvarpsstöðvar ættu að vera
skyldugar að texta allar útsend-
ingar. Viðurlög við brotum á þeirri
skyldu þyrftu að vera þung. Þetta
mætti gerast í áföngum t.d. á 2-3
árum. Sjáandi og heyrandi fólki
þætti það eflaust skondið að fylgj-
ast með sjónvarpsútsendingum þar
sem annaðhvort hljóðs eða myndar
nyti ekki við.
Tryggjum öllum aðgengi að
prent- og ljósvakamiðlum.
Fjölmiðlalög – fyrir hverja?
Eftir Ingólf Má
Magnússon » Í fjölmiðlalögum 38/
2011 er komið inn á
aðgengi heyrnar-
skertra/lausra að sjón-
varpi, en textun nýtist
þeim best. Rætt er um
óljóst orðalag í lög-
unum.
Ingólfur Már
Magnússon
Höfundur er stjórnarmaður
í Heyrnarhjálp.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is