Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
Guðmundur, þessi brosmildi og
skemmtilegi strákur, var nýorð-
inn 14 ára þegar ég kynnist hon-
um fyrst. Hann var litli bróðir
Helgu konu minnar og hafði gam-
an af því þegar ég var að koma í
heimsóknir í Skipasundið en ég
var sjálfur nýkominn með bílpróf
og á gömlum bíl. Guðmundur
byrjaði snemma að hjálpa mér við
að bóna og gera við bílinn enda
mjög laghentur frá unga aldri og
var þekktur fyrir það að taka
marga hluti í sundur til þess að
skoða og rannsaka. Oftast gekk
vel að koma öllu saman aftur og
þessi árátta gerði Guðmund að
miklum handverksmanni. Þegar
hann byrjaði með sinn eigin rekst-
ur kom þessi reynsla honum og
mörgum öðrum til góða. Guð-
mundur var mjög farsæll í sínu
starfi og fagi, metnaðarfullur,
vandvirkur og sanngjarn. Þegar
Guðmundur var 15 ára fór hann
með mér og Helgu í okkar fyrsta
sumarfrí á gamla bílnum; tjald-
ferð sem stóð í heila viku og þótti
langt á þeim tíma. Við vorum ung
og höfðum aldrei farið ein í svo
langa útilegu en fórum í ógleyma-
lega ferð að Hreðavatni sem oft
hefur verið vitnað í. Seinna, eftir
að Guðmundur kynnist Fjólu og
þau voru komin með sín börn,
urðu sameiginlegu ferðalögin svo-
lítið öðruvísi. Við ferðuðumst mik-
ið saman innanlands og erlendis
með börnin okkar sem eru á svip-
uðum aldri. Mörg skemmtileg
ferðalög rifjast upp fyrir manni en
ógleymanleg er þó fjölskylduferð
til Spánar. Við skipulögðum ferð-
ina með góðum fyrirvara og lent-
um í ótal óvæntum ævintýrum
sem aldrei gleymast. Við Guð-
mundur náðum strax mjög vel
saman. Hann var einn af þeim sem
manni þótti strax vænt um. Guð-
mundur var mikill sögumaður
enda átti hann ekki langt að sækja
þann hæfileika því faðir hans var
annálaður sögumaður. Guðmund-
ur þróaði með sér skemmtilegan
frásagnarstíl sem vinir hans nutu
fram á síðasta dag. Guðmundur
var vinmargur og virkilegur vinur
vina sinna. Allir mínir vinir urðu
góðir vinir hans. Hann var hrókur
alls fagnaðar og hafði svo góða
nærveru að auðvelt var að gleyma
Guðmundur
Hannes Jónsson
✝ GuðmundurHannes Jóns-
son fæddist í
Reykjavík 30. apríl
1953. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi 29.
apríl 2012.
Útför Guð-
mundar fór fram
frá Grafarvogs-
kirkju 7. maí 2012.
sér með honum. Mér
þótti það mikill heið-
ur, og þykir sérstak-
lega vænt um það,
þegar Guðmundur
spurði mig einn dag-
inn hvort ég vildi
vera svaramaður
hans, þar sem hann
var að fara að giftast
henni Fjólu sinni í
Dómkirkjunni.
Stuttu fyrir andlátið
áttum við einir góða samveru-
stund, sem aldrei mun gleymast.
Ég votta öllum aðstandendum
Guðmundar mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning góðs
drengs sem allt of fljótt þurfti að
kveðja þennan heim.
Guðjón H. Bernharðsson.
Guðmundur Hannes Jónsson,
góðvinur fjölskyldu minnar í rúm
þrjátíu ár, hefur kvatt eftir stutta
en snarpa baráttu við krabba-
mein. Hans er sárt saknað. Veik-
indum sínum tók hann af einstöku
æðruleysi og styrk, reyndi eins og
honum var tamt í lífinu að finna
lausnir lengi framan af, en þegar
sýnt var að meinið væri illviðráð-
anlegt hóf hann að undirbúa brott-
förina þannig að hans nánustu
hefðu það sem bærilegast.
Það er einstök gæfa að eignast
svona góða vini eins og þau Fjóla
hafa verið okkur í byrjun fullorð-
insáranna þegar sálar- og tilfinn-
ingaþroski manns er kannski
heldur brokkgengari en síðar
verður með aukinni lífsreynslu.
Þau hafa verið sannir vinir sem
hafa auðgað líf manns. Guðmund-
ur hafði einstakt lag á að ræða
málin af yfirvegun og skynsemi,
„þrautakóngur“ í eðli sínu. Hann
vildi velta upp sem flestum mögu-
leikum og finna ásættanlegar leið-
ir, enda skarpgreindur og víð-
sýnn, fyrir utan hvað hann gat
verið þrjóskur ef svo bar undir.
Hann sagði gjarnan við mann ef
maður kvartaði yfir einhverju í
fari annarra: „Það er best að taka
fólki bara eins og það er.“ Það tók
nú nokkur árin að láta það síast
inn. Þessi eiginleiki Guðmundar
gerði hann að einstaklega vin-
mörgum manni en ófáir hafa leitað
til hans með margvísleg úrlausn-
arefni í gegnum árin, þó hann væri
ekki að flíka slíku. Hann taldi aldr-
ei eftir sér að gera okkur greiða og
eru ófá skiptin sem við höfum not-
ið frábærrar þekkingar hans og
verkfærni í gegnum árin. En það
sem hlýjar þó mest í minningunni
er samveran sem var svo hlý,
fölskvalaus og traust, þannig að
maður bara vissi að honum þætti
vænt um mann eins og maður var
án þess að það væri sérstaklega
haft á því orð.
Það er margs að minnast,
skemmtilegra samverustunda,
bæði hér heima og erlendis, og
allra heimboðanna og góðu máltíð-
anna hjá Fjólu. En við höfum haft
vissar hefðir í gegnum árin, t.d.
alltaf borðað saman á þrettándan-
um. Á meðan krakkarnir okkar
voru yngri ferðuðumst við mikið
innanlands. Við nutum þess að
skrönglast um fáfarnar leiðir á
gömlu jeppaskrjóðunum og æja á
einhverjum kyrrlátum stað. Í
náttstað var oft glatt á hjalla og þá
tók Guðmundur oft lagið og söng
gjarnan eitt af sínum uppáhalds-
lögum, „On the road again“, sem
passaði ágætlega við viðfangefni
dagsins. Við fórum saman í ein-
staklega eftirminnilega ferð til
Kúbu þar sem Guðmundur leigði
sér bíl til að skoða svæði sem ekki
voru beint ætluð ferðamönnum til
áhorfs, en leigusalinn fékk sér-
stakar mætur á Guðmundi og vildi
allt fyrir hann gera. Guðmundur
naut sín í þessari ferð.
Síðustu ár höfum við bæði
hjónapörin gert okkur lítil hreiður
í Borgarfirði og samverustundirn-
ar gjarnan snúist um eitthvað
tengt sumarbústaðalífinu. Þessar
stundir hafa verið bæði ljúfar og
einstaklega skemmtilegar.
Að leiðarlokum viljum við fjöl-
skyldan þakka fyrir dýrmæta vin-
áttu. Hugur okkar og samúð er
hjá hans nánustu. Lífið verður
ekki samt án Guðmundar.
Þorgerður Gunnarsdóttir
og fjölskylda.
Hann Guðmundur, minn góð-
vinur og félagi til þriggja áratuga,
er látinn, sorg og söknuður leggst
að. Efst í huga er samúð með fjöl-
skyldu, þakklæti fyrir kynni og
ljúfar minningar um svo góðum
dreng. Mannkostir hans og hæfi-
leikar aðdáunarverðir, mörg erfið
þrautin var leyst en þessi sú hin
síðasta reyndist honum ofjarl. Við
áttum stutta kveðjustund tveir
saman á krabbameinsdeildinni í
vikunni sem hann lést og sálar-
styrkur hans ótrúlegur. „Náðu í
stól, sestu hérna og haltu í hönd-
ina á mér.“ Hann horfði á mig sín-
um stóru rólegu augum og sagði:
„Þetta er bara búið.“ Ég reyndi að
kjökra um að til væru kraftaverk.
„Það er ekkert hálmstrá,“ sagði
þessi hetja af sama æðruleysinu
og hann sýndi rúma árið sem bar-
áttan við sjúkdóminn tók, vann
sína vinnu þegar hann gat og
þurfti jafnframt sem verktaki að
takast á við erfiðar afleiðingar
hrunsins fyrir fyrirtæki sitt. „Mér
finnst ég hafi átt góða ævi, ég er
sáttur.“ Geta jafnaldrar manns yf-
irleitt horfst svona í augu við
dauðann? spyr maður sig. Guð-
mundur hafði þessa greind og
hæfni sem sumum er gefin til
sjálfsmenntunar, að tileinka sér
nýjungar og vera samkeppnishæf-
ir. Hann var gjafmildur og heið-
arlegur, lagði aldrei illt orð til
nokkurs manns, gerði gott úr
deilumálum, lausnamiðaður, bar
klæði á vopn. Húmorískur sögu-
maður, hafði góða nærveru og
fimmaurabrandarar voru síður en
svo fyrir neðan hans virðingu.
Hann var afburðafagmaður, eftir-
sóttur til starfa, hafði yfirburða-
þekkingu á öllu sem viðkom raf-
magni, stjórnaði m.a.
ljósleiðaralagningu þvert yfir
landið um Sprengisand og víðar.
Mín tilfinning er að íslenska þjóð-
in hafi misst einn af sínum nýtustu
þegnum um aldur fram. Ég sakna
hans sárt og á honum margt að
þakka.
Ásgeir Sigurðsson.
Genginn er drengur góður,
Guðmundur Hannes Jónsson raf-
virkjameistari. Kynnin hófust í
kringum bílasport, rally og þ.h.
brek ungra og kappsamra manna.
Þar var Guðmundur fremstur á
meðal jafningja, ekki endilega í
sportinu sjálfu þó svo hann ætti
þar góða takta, heldur þegar kom
að því að halda við bílaflotanum.
Mátti þá oftar en ekki líta biðröð
af misbiluðum keppnisbílum fyrir
utan verkstæði Guðmundar í
Kópavoginum. Þá var ekki alltaf
verið að velta sér upp úr smámun-
um eins og hvort væri dagur eða
nótt, hvort menn ættu yfirleitt fyr-
ir viðgerðarkostnaðinum, stund-
um var kappið dálítið meira en
forsjálnin. Margar eru sögur af
verkefnum sem Guðmundur leysti
með útsjónarsemi er aðrir höfðu
gefist upp. Má þar nefna bílinn
sem flautaði á nóttunni, og hinn
sem kveikti framljósin þegar stig-
ið var á bremsuna. Uppþvottavél á
veitingahúsi var talin ónýt, engir
varahlutir til og því síður þeir
hundraðþúsundkallar er til þurfti
að kaupa nýja. Guðmundur var
kallaður til og áður en dagur var
að kvöldi kominn var vélin komin í
lag og gekk eins og klukka í mörg
ár til viðbótar. Hann var sannur
meistari í sínu fagi, starfaði við
rafmagn alla tíð, hvort sem það
voru húsalagnir, viðgerðir og nú
síðustu árin við ljósleiðaralagnir
víðsvegar um landið. Þetta lék allt
í höndunum á honum svo eftir var
tekið.
Kannski var það tímanna tákn
er hann skrapp út á Álftanes í
miðjum önnum við allt annað verk
og kippti í lag rafmagnsvandræð-
um í fornbíl sem aðrir voru að gef-
ast upp á. Þá áttum við saman
góða stund og nú voru fornbílar
teknir við af rallíbílunum en um-
ræðuefnið var aðallega Landro-
verar sem voru sérstakt áhugamál
Guðmundar.
Nú um nokkra hríð hafa sam-
ferðamenn og vinir Guðmundar
leitt hugann til þessa góða drengs
í trú, von og bæn er hann í ein-
stöku æðruleysi ásamt fólkinu
sínu tókst á við sín erfiðu veikindi.
Nú tekur við söknuður og sorg í
bland við virðingu, góðar minning-
ar og þakklæti, er Guðmundur
Hannes Jónsson yfirgefur sviðið.
Hans kæru fjölskyldu eru send-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Bragi Guðmundsson.
Okkur þótti leiðinlegt að heyra
af fráfalli vinar okkar og fyrrver-
andi yfirmanns, hans Gumma,
sem hefur nú fallið frá allt of
snemma. Við sem þessa grein
skrifum vorum öll starfsmenn
Ljósvirkis um og í kringum alda-
mótin. Þá var Ljósvirki ört vax-
andi og var framarlega í öllum
framkvæmdum sem tengdust
ljósleiðaraveitu. Á þessum tíma
vann margt ungt fólk hjá fyrir-
tækinu og mikil og góð stemning í
þessum hóp, þar sem Gummi var
jafnan innsti koppur í búri. En
hann vildi yfirleitt vera þar sem
aðalfjörið var og þar sem mestu
lætin voru. Gummi hafði gaman af
því að hafa svona unga stráka í
kringum sig og leiddist seint að
segja okkur til og miðla af sinni
miklu reynslu. Stundum kom þó
fyrir að sama sagan væri endur-
tekin ansi oft en við höfðum nú
nokkuð gaman af því. Það verður
seint sagt að Gummi hefði ekki trú
á okkur strákunum, því að hann
var jafnan fljótur að átta sig á
hvort okkur væri treystandi og
gaf mönnum tækifæri til að sanna
sig og treysti okkur fyrir verkefn-
unum, þó að sumir væru að stíga
sín fyrstu spor í faginu. Alltaf vildi
hann sínu starfsfólki vel, jafnvel
löngu eftir að leiðir okkar skildi.
Af mörgum fjölbreyttum og
skemmtilegum verkefnum Ljós-
virkis á þessum árum stendur þó
Sprengisandsverkefnið upp úr í
minningunni. Þar var okkar mað-
ur svo sannarlega á heimavelli,
með tæki og tól yfir allan sandinn
og naut sín svo í botn að stundum
héldum við að hann vildi ekki
klára verkefnið. Á meðan við
minnumst hans með þakklæti og
gleði yfir skemmtilegum stund-
um, þá finnum við til með fjöl-
skyldu hans sem við þekkjum
einnig svo vel. Okkar innilegustu
samúðarkveðjur fara til þeirra og
er hugur okkar hjá þeim á þessum
erfiðu stundum.
F. h. fyrrv. samstarfsfélaga hjá
Ljósvirki,
Almar Danelíusson og
Gísli Freyr Björgvinsson.
Góður vinur er fallinn frá í
blóma lífsins. Guðmundur í Rafgát
var hann kallaður er okkar kynni
hófust, Guðmundur rafvirki þegar
árin liðu.
Ég hitti Guðmund fyrst vorið
1979 í aðdraganda æfingaralls
BÍKR vegna rafmagnsbilunar í
bílnum rétt fyrir keppnina. Mér
var bent á mann sem rak rafvéla-
verkstæði í Kópavogi, þann eina
sem gæti bjargað málum á svo
stuttum tíma. Það stóð heima, við-
gerð framkvæmd á mettíma og
aldrei þurfti að kíkja á meir. Vand-
virkni var raunar einkennismerki
Guðmundar alla tíð enda kom ekk-
ert annað til greina, þegar ég ein-
hverjum árum síðar hóf húsbygg-
ingu, en að fá hann til að annast
raflagnir.
Með okkur Guðmundi tókst á
næstu árum traust og góð vinátta.
Oft sátum við og ræddum málin,
gjarna síðla kvölds, en Guðmund-
ur hafði þann eiginleika að hann
virtist þurfa að sofa mun minna en
flestir aðrir sem ég hef kynnst á
lífsleiðinni. Hann vann líka oftast
lengri vinnudag en aðrir. Óleysan-
leg vandamál að kvöldi heyrðu oft-
ast sögunni til að morgni. Ég hafði
oft áhyggjur af þessu, ræddi að
hann, eins og allir aðrir, yrði að
hvílast. Þá brosti hann gjarnan og
hló létt eins og honum var lagið.
Guðmundur virkaði í fyrstu
sem miklu eldri en ég. Þannig virt-
ist hann ávallt kunna skil á hvers
kyns vandamálum sem ég leitaði
til hans með, hafði séð og leyst áð-
ur. Þegar ég áttaði mig á því að
hann var aðeins tæpu ári eldri en
ég velti ég fyrir mér að hann hlyti
að vera góður námsmaður, svo
víðfeðm var þekking hans á ólík-
um málum. Síðar, þegar verkefni
Guðmundar höfðu breyst í að
halda meira utan um og stýra
rekstri fyrirtækis, sýndi sig að
hann var ótrúlega fljótur að læra
hvort sem um var að ræða bók-
haldskerfi eða flókin stýrikerfi
fyrir raf- eða mælibúnað. Fann
þar enn á ný einhverja auka
klukkutíma í sólarhringnum eins
og svo oft áður.
Æðruleysi einkenndi alla tíð fas
Guðmundar, hann tókst á við
verkefnin eins og þau bar að.
Þannig var það líka þegar hann
veiktist fyrir rúmu ári. Á haust-
dögum leit þó allt vel út og allar
líkur á að hann hefði sigrast á
meininu. Það varð mér því mikið
áfall þegar við spjölluðum saman
einn laugardag í febrúarmánuði
og hann sagði mér frá því að mein-
ið hefði tekið sig upp og myndi að
öllum líkindum hafa betur. Við
ræddum málin opinskátt, eins og
oftast, en ég dáðist að því á hve yf-
irvegaðan og þroskaðan hátt Guð-
mundur tókst á við stöðuna sem
upp var komin.
Ég hitti Guðmund í síðasta sinn
tveimur dögum fyrir andlátið. Þá
var mjög af honum dregið, ljóst að
endaspretturinn var hafinn.
„Maður heldur alltaf í vonina,“
sagði hann þegar ég spurði hvort
hann væri eitthvað á leiðinni að yf-
irgefa okkur. Minn maður enn
ekki búinn að gefast upp við verk-
efnið, það erfiðasta á lífsleiðinni.
Við bundumst um það fastmælum
að ef svo færi að endalokin væru
skammt undan myndum við hitt-
ast aftur um leið og ég kæmi síðar.
Ekki þarf að kvíða þeirri stund
vitandi af góðum vini sem tekur á
móti.
Elsku Fjóla og fjölskylda. Inni-
legar samúðarkveðjur frá okkur
Þórönnu. Megi almættið styrkja
ykkur í sorginni.
Örn Stefánsson (Össi).
✝ Sævar ÞórKristþórsson
fæddist í Hafn-
arfirði 12. maí
1960. Hann lést á
lungnadeild Land-
spítalans í Foss-
vogi 28. apríl
2012. Hann var
sonur hjónanna
Kristþórs Sveins-
sonar, f. í Ólafs-
vík 18. júní 1932,
og Ernu Guðnýjar Þórð-
ardóttur, f. í Reykjavík 7. jan-
úar 1938. Systkini
hans eru Sigríður,
f. 23. nóvember
1957, og Guðmann,
f. 14. september
1967.
Síðustu ár bjó
Sævar á sambýlinu
í Krókamýri 54 í
Garðabæ.
Útför Sævars
Þórs verður gerð
frá Keflavík-
urkirkju í dag, 9. maí 2012, kl.
13.
Í dag kveðjum við elskulegan
bróður okkar, Sævar Þór.
Sævar varð fyrir súrefnis-
skorti í fæðingu og hlaut varan-
legan heilaskaða. Hann var fal-
legt og yndislegt barn en þurfti
stöðuga umönnun það sem eftir
var ævinnar. Sævar var heilsu-
hraustur og þótt hann hafi orðið
fyrir ýmsum áföllum og stundum
veikst alvarlega jafnaði hann sig
venjulega fljótt og tók gleði sína
á ný. Heilsu hans hafði þó hrakað
og að lokum veiktist hann af
bráðalungnabólgu sem honum
tókst ekki að sigrast á.
Þótt Sævar hafi þurft mikla
umönnun og ekki getað tjáð sig
var fjarri því að hann lifði í eigin
heimi. Hann fylgdist vel með öllu
sem gerðist í kringum hann og
lét skoðun sína á því í ljós á sinn
eigin hátt. Þótt hann væri yfir-
leitt glaðlyndur fór heldur ekki á
milli mála þegar hann var
óánægður með eitthvað. Sævar
hafði gaman af því að vera innan
um fólk, hann naut þess að fá at-
hygli og þegar honum fannst
skorta á hana lét hann til sín taka
og minnti á sig. Hann var alltaf
stríðinn og hafði gaman af að
fylgjast með viðbrögðum fólks.
Á ævi sinni kynntist Sævar vel
þeim breytingum sem hafa orðið
á aðbúnaði og umönnun fatlaðra.
Fyrstu tólf árin bjó hann heima,
síðan dvaldist hann á Kópavogs-
hælinu og síðustu fjórtán árin
bjó hann á sambýli í Krókamýri í
Garðabæ. Þar var Sævari og
sambýlingum hans, sem einnig
komu af Kópavogshæli, búið fal-
legt heimili þar sem þau fengu
alla þá umönnun og þjónustu
sem þau þurftu. Við fjölskylda
Sævars viljum þakka öllu því
góða fólki sem starfar og hefur
starfað í Krókamýrinni fyrir alla
umhyggjuna og félagsskapinn
sem það veitti honum þessi ár.
Sérstaklega viljum við þakka
Hildi, fyrrverandi forstöðukonu
þar, og Ingibjörgu forstöðukonu
heimilisins fyrir þá velvild og
væntumþykju sem þær sýndu
Sævari. Þá viljum við þakka
Hildi og Dóru, sem tvívegis lögðu
á sig ómælda vinnu til að fara
með Sævari og sambýlingum
hans til útlanda þar sem þau
fengu ómetanlegt tækifæri til að
upplifa ævintýri, sjá framandi
staði og njóta lífsins á sólar-
strönd.
Við kveðjum Sævar með sökn-
uði en minnumst góðu stund-
anna.
Sigríður (Siddý)
og Guðmann.
Í dag kveðjum við vin okkar
Sævar Þór en hann lést á Land-
spítalanum í kjölfar skamm-
vinnra veikinda. Sævar fæddist í
Hafnarfirði og bjó í foreldrahús-
um fyrstu tólf árin en fluttist þá á
Landspítalann í Kópavogi vegna
fötlunar sinnar. Árið 1997 fluttist
Sævar á heimilið Krókamýri 54 í
Garðabæ ásamt fjórum öðrum
frá Landspítalanum í Kópavogi.
Á heimili sem Krókamýri þar
sem fatlaðir búa saman hafa
margir komið að þjónustu Sæv-
ars og er ekki hægt fyrir okkur
sem ekki þurfum á slíkri þjón-
ustu að halda að setja okkur full-
komlega í spor hans eða annarra
sem búa við slíkar aðstæður.
Starfsmannabreytingar hafa
gegnum tíðina verið miklar og
það hefur örugglega oft reynst
Sævari erfitt að þurfa að treysta
nýjum starfsmanni hverju sinni.
Það hafði Sævar lært að lifa við
og höndla með sinni glaðværð og
lífsgleði að njóta þess sem lífið
hafði upp á að bjóða. Hann var
skapgóður, félagslyndur en gat
verið stríðinn. Hann var mikill
útivistarmaður, naut þess að fara
um utandyra í hjólastólnum sín-
um og var duglegur að minna
starfsmenn á það að hann vildi
komast út. Við eigum eftir að
sakna göngutúranna með hon-
um. Sævar hafði mjög gaman af
tónlist og tók undir söng á sinn
hátt og sló taktinn gjarnan. Við
þökkum Sævari fyrir kynnin og
hans er sárt saknað. Sævar hefur
sannarlega kennt okkur að meta
margbreytileika mannlífsins. Við
sendum foreldrum og systkinum
Sævars samúðarkveðjur sem og
sambýlisfólki hans.
F.h. starfsfólks í Krókamýri
54,
Ingibjörg Friðriksdóttir
forstöðuþroskaþjálfi.
Sævar Þór
Kristþórsson