Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
ÚR BÆJARLÍFINU
Albert Eymundsson
Hornafjörður
Menningarverðlaun Horna-
fjarðar eru veitt á hverju ári. Gunn-
laugur Þröstur Höskuldsson varð
fyrir valinu að þessu sinni en hann
hefur verið viðriðinn tónlist á
Hornafirði í meira en hálfa öld.
Hann hefur komið víða við á tónlist-
arferlinum, m.a. stofnað og verið
þátttakandi í fjölbreyttum hljóm-
sveitum og kórum ásamt því að
kenna tónlist og nú síðast stofnaði
hann Stórsveit Hornafjarðar sem
gert hefur stormandi lukku.
Leikfélag Hornafjarðar fagn-
ar 50 ára afmæli um þessar mundir
og sýndi á dögunum sjónleikinn 8
konur í samstarfi við nemendur
framhaldsskólans. Sýningar voru í
Nýheimum, sem ekki er hefðbundið
leikhús, en leikstjóranum Guðjóni
Sigvaldasyni hefur með hugkvæmni
tekist að gera leiksviðið og umgjörð-
ina sérstaklega áhugaverða. Aðdá-
unarvert er hvað áhugafólk leggur
mikið á sig til að halda úti menning-
ar- og félagsstarfi á landsbyggðinni.
Sýningin var öllum sem að komu til
sóma og ánægjulegt að sjá hversu
vel samstarf eldri leikfélaga og ungu
kynslóðarinnar tókst.
Fjárhagsleg staða sveitarfé-
lagsins er sterk eins og fram kom við
fyrri umræðu um ársreikning fyrir
árið 2011. Þar kemur fram að hagn-
aður af rekstri A- og B-hluta var 137
milljónir króna. Fjárfestingar námu
253 m. kr. og skuldir og skuldbind-
ingar, í hlutfalli af tekjum, eru 74%
og hafa lækkað milli ára.
Humarvertíð fór vel af stað eftir
góða vetrarvertíð hjá vertíðarbátum
og uppsjávarskipum. Ákveðin eft-
irvænting ríkir ávallt hjá fólki þegar
humarveiðar hefjast því humarinn
skapar mörg störf og kemur sér sér-
staklega vel fyrir um 60 framhalds-
skólanema sem fá vinnu við vinnsl-
una.
Hreinsun rusls og slæm um-
gengni í bæjum og höfuðborginni
hefur verið fréttaefni undanfarið og
átak íbúa Reykjavíkur í þeim efnum
gerð góð skil í fjölmiðlum. Hornfirð-
ingar hafa verið svo lánsamir að
grunnskólanemar hafa snemma á
hverju vori farið um bæinn og næsta
umhverfi hans og hreinsað allt sjá-
anlegt rusl. Átakið byrjaði fyrir ára-
tugum sem hluti af umhverf-
isfræðslu í skólanum og aukinni
umhverfisvitund.
Skólafólkið í humarvinnslu
Morgunblaðið/ Albert Eymundsson
Leikkonur á sviði Guðrún Ingólfsdóttir, Dóra Björg Björnsdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Guðlaug
Jóna Karlsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Kristín Gestsdóttir og Róslín Alma Valdemarsdóttir.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
vísað frá eða hafnað þremur kröfum
verjenda sakborninga í Al-Thani-
málinu svonefnda. Allar lutu kröf-
urnar að gögnum í málinu, framlagn-
ingu eða aðgengi.
Málið var höfðað gegn Hreiðari
Má Sigurðssyni, fyrrverandi for-
stjóra Kaupþings, Sigurði Einars-
syni, fyrrverandi stjórnarformanni
Kaupþings, Magnúsi Guðmunds-
syni, fyrrverandi forstjóra Kaup-
þings í Lúxemborg, og Ólafi Ólafs-
syni sem var stór eigandi hlutafjár í
bankanum.
Allir eru þeir ákærðir fyrir um-
boðssvik og markaðsmisnotkun, í
einhverjum tilvikum hlutdeildar-
brot. Meðal gagnanna er að finna 127
blaðsíðna greinargerð rannsakenda
en það er ítarlegt yfirlit um lögreglu-
rannsóknina með athugasemdum
rannsakenda um sönnunargögnin en
einnig um ýmisleg lagaatriði.
Einnig hefur komið fram að emb-
ætti sérstaks saksóknara hefur í
vörslum sínum rafræn gögn af ýmsu
tagi, sem hald var lagt á í þágu lög-
reglurannsóknarinnar en ekki voru
lögð fram með ákærunni, svo sem at-
burðaskrár um símtöl sem hleruð
hafa verið, upptökur af þeim, svo og
mikið magn tölvuskeyta.
Verjendur sakborninga í málinu
kröfðust þess að umrædd greinar-
gerð verði felld út úr skjölum máls-
ins og að verjendur fái afhent eintak
atburðaskrár um tengingar milli
símtala og afrit allra tölvupósta sak-
borninga sem lagt var hald á við
rannsókn málsins.
Héraðsdómur féllst ekki á þessar
kröfur verjendanna, eins og fyrr
segir.
Úrskurður féll
saksóknara í vil
Guðbjartur
Hannesson vel-
ferðarráðherra
hefur skipað Jó-
hann Ársælsson,
fyrrverandi al-
þingismann Sam-
fylkingarinnar,
formann stjórnar
Íbúðalánasjóðs.
Jafnframt hef-
ur ráðherra skipað Henný Hinz
hagfræðing sem aðalmann í stjórn-
ina og Steinunni Valdísi Óskars-
dóttur, sérfræðing í innanríkis-
ráðuneytinu, sem varamann.
Stjórn Íbúðalánasjóðs er þar með
skipuð eftirtöldum fulltrúum: Jó-
hann Ársælsson, fyrrverandi al-
þingismaður, formaður, Sjöfn Ing-
ólfsdóttir, fyrrverandi formaður
Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar, varaformaður, Henný
Hinz hagfræðingur, Lárus L. Blön-
dal hæstaréttarlögmaður og Elín R.
Líndal framkvæmdastjóri.
Jóhann Ársælsson skipaður
stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs
Jóhann Ársælsson