Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 5
FRÉTTIR 5Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
Gunnhildur Á. Guðmundsdóttir
gunnhildur@mbl.is
Næstbest er að vera móðir á Íslandi
samkvæmt nýútkominni skýrslu
Barnaheilla - Save the Children um
stöðu mæðra í heiminum. Færist Ís-
land upp um eitt sæti á listanum frá
því í fyrra en Noregur er í efsta
sæti. Verst er að vera móðir í Níg-
er.
Best að vera barn á Íslandi
Þrettánda árið í röð er umrædd
skýrsla gefin út en í henni eru að-
stæður mæðra í 165 löndum bornar
saman út frá þáttum á borð við
heilsu, menntun og efnahag. Einnig
eru aðstæður barna skoðaðar sér-
staklega út frá þáttum í umhverfinu
á borð við heilsu, menntun og nær-
ingu. Ísland kemur vel út í sam-
anburði á milli landa í þessum flokki
og er í efsta sæti listans yfir lönd
þar sem börn hafa það best.
Vannæring vandamál
Sérstakri athygli er beint að nær-
ingu og fæðu í skýrslunni en talið er
að meira en 171 milljón barna þjáist
af dulinni vannæringu sem getur
haft hamlandi áhrif á líkamlegan og
andlegan þroska þeirra og getu til
að ná árangri þegar fram í sækir.
Það er einnig nöturleg staðreynd að
undirliggjandi orsök a.m.k. fimmt-
ungs dauðsfalla mæðra og þriðjungs
barna í heiminum má rekja til van-
næringar. Vannærðar mæður eign-
ast t.d. oft börn undir ákjósanlegri
fæðingarþyngd þar sem þau hafa
ekki fengið næga næringu í móður-
kviði. „Til að rjúfa þennan vítahring
þarf alþjóðasamfélagið að taka
höndum saman um að þróa og koma
á fót næringaráætlunum sem skila
sér til mæðra og ungbarna til að
tryggja heilsu þeirra og lífslíkur,“
segir Sigríður Guðlaugsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Barnaheillum.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar-
ráðherra í barneignarleyfi, tók til
máls á kynningu Barnaheilla en hún
sá aðstæður kvenna í Afríku með
eigin augum í Gíneu-Bissá fyrir
nokkrum árum. Hún segir það hafa
verið ógleymanlegt. „Að finna núna
fyrir því frá fyrstu hendi hvernig
þjónusta er veitt hér á landi; hún er
algjörlega stórkostleg.“
Barnaheill standa nú fyrir undir-
skriftasöfnun sem hvetur alþjóða-
leiðtoga til að bregðast við en talið
er að einfaldir hlutir á borð við
áætlanir sem styðja mæður til að
hafa börn sín á brjósti gætu forðað
allt að einni milljón ungbarna frá
dauða á ári hverju.
Næstbest að vera móðir á Íslandi
Niðurstöður nýútkominnar skýrslu Barnaheilla - Save the Children kynntar Ísland efst á lista yfir
lönd þar sem best er að vera barn Aðstæður verstar fyrir mæður í Níger og Afganistan
Morgunblaðið/Ómar
Tvíburamóðirin Katrín Júlíusdóttir segir dásamlegt að vera móðir á Íslandi.
Bestu lönd að vera móðir í:
1. Noregur
2. Ísland
3. Svíþjóð
4. Nýja-Sjáland
5. Danmörk
6. Finnland
7. Ástralía
8. Belgía
Verstu lönd að vera móðir í:
156. Lýðveldið Kongó
156. Suður-Súdan
156. Súdan
159. Tsjad
160. Erítrea
161. Malí
162. Gínea Bissá
Heimild: State of the World’s Mothers 2012
Norðurlöndin
öll efst á blaði
BESTU OG VERSTU
Laugardagur Miðvikudagur
Mánudagur
Það er auðvelt að safna.
Þú færð Aukakrónur fyrir:
» alla innlenda veltu af kreditkorti
» viðskipti við samstarfsaðila
» þjónustuþætti hjá Landsbankanum
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
J
ó
n
s
s
o
n
&
L
e
’m
a
c
k
s
•
jl
.i
s
•
s
Ía