Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
Menn upplifa ekki aðeins gott líf eftir að hafa verið í pólitík heldur
mjög gott líf, ekki síst í faðmi fjölskyldunnar, að sögn Sigurðar Kára
Kristjánssonar hdl., en hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn
2003-2009 og var síðan varamaður þar til hann kvaddi Alþingi í
október sem leið.
Sigurður Kári er 39 ára í dag. Hann er meðeigandi að lögmanns-
stofunni Lögmönnum Lækjargötu og eyðir afmælisdeginum lengst
af í Vestmannaeyjum, flytur þar mál fyrir Héraðsdómi Suðurlands.
„Það eru margir staðir verri til þess að eyða afmælisdegi sínum á en
Vestmannaeyjar en ég hefði nú gjarnan frekar viljað spila golf í
Herjólfsdalnum en eiga í útistöðum við fólk fyrir dómstólum,“ segir
afmælisbarnið sem sameinast eiginkonunni Birnu Bragadóttur og
börnunum þeirra þremur síðdegis. „Þá bind ég miklar væntingar
við það að konan og börnin dekstri mig út í eitt. Ég veit reyndar
ekki til þess að það standi til en það er ágætt að setja á þau pressu.“
Golfið hefur lengi verið Sigurði Kára hugleikið. „Mér gekk mjög
vel framan af en týndi sveiflunni fyrir tveimur árum og hef hækkað
mjög í forgjöf við það,“ segir kylfingurinn, sem var með 13 í forgjöf
en nú rúmlega 18, og stefnir á að bæta sig í sumar.
Breytt vinnuumhverfi hefur farið vel í Sigurð Kára. „Þetta er allt
annað líf. Mesti munurinn felst í því að á lögmannsstofunni vinna all-
ir saman og stefna að sömu markmiðum öfugt við það sem ég var
vanur í þinginu þar sem ég mætti í vinnuna á hverjum morgni vit-
andi það að stór hluti vinnufélaganna hafði það að markmiði að
stinga mann í bakið þann daginn. Þetta eru mjög jákvæð og góð um-
skipti.“ Sigurður Kári segir að andrúmsloftið og vinnubrögðin á Al-
þingi hafi versnað mikið, „enda þeir sem stýra landinu núna á
þinginu kolómögulegir.“ steinthor@mbl.is
Sigurður Kári Kristjánsson 39 ára
Morgunblaðið/Ómar
Á von á dekri frá
konu og börnum
Dóra fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp á Melunum. Hún var í Mela-
skóla og Hagaskóla, lauk stúdents-
prófi frá MR 1981, stundaði frönsku-
nám við Univerrité de Paris í
Sorbonne 1981-82, lauk embættis-
prófi í læknisfræði frá HÍ 1988, lauk
sænsku sérfræðiprófi í lungnalækn-
ingum 1997 og doktorsprófi frá Upp-
salaháskóla 1999, öðlaðist almennt
lækningaleyfi á Íslandi 1991 og í Sví-
þjóð 1995, öðlaðist sérfræðileyfi í
lungnalækningum í Svíþjóð 1998 og
á Íslandi sama ár og sérfræðileyfi í
ofnæmislækningum á Íslandi 2000.
Sérfræðingur í lungna-
og ofnæmislækningum
Á námstíma var Dóra m.a. aðstoð-
arlæknir við Borgarspítalann og
kandídat við Landspítalann og Víf-
ilsstaðaspítala. Hún var heilsu-
gæslulæknir á Egilsstöðum 1991,
1992 og 1993, læknir á Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkur, lunga- og
berkladeild 1992, aðstoðarlæknir
með sérfræðinámi í lungnalækn-
ingum og ofnæmisfræði við Aka-
demiska sjukhuset í Uppsölum,
Lung- och allergiklingiken frá árs-
byrjun 1993, aðstoðarlæknir á ýms-
um deildum sama sjúkrahúss frá
ársbyrjun 1995-98 og sérfræðingur á
Lung- och allergikliniken við Aka-
demiska sjukhuset frá hausti 1998
og yfirlæknir þar um skeið.
Dóra hefur síðan verið sérfræð-
ingur við Landspítala háskóla-
sjúkrahús og hefur starfrækt eigin
stofu á Læknasetrinu.
Dóra var sat í ritnefnd Lækna-
Dóra Lúðvíksdóttir læknir 50 ára
Fjölskyldan Afmælisbarnið með manni sínum, Einari Gunnarssyni skógfræðingi og dótturinn, Dagmar Helgu.
Læknir, land og saga
Frænkugengið Systkinadætur Dóru og dóttirin:Valgerður Saskia, Val-
gerður Dóra , Lilja Sigríður og Dagmar Helga dóttir Dóru, lengst til hægri.
Reykjavík Matthildur fæddist 29.
júlí kl. 23.29. Hún vó 4.165 g og var
51 cm löng. Foreldrar hennar eru
Eygló Jónsdóttir og Guðbrandur
Bragason.
Nýir borgarar
Reykjanesbær Kolbrún Sara fæddist
7. júlí kl. 17.26. Hún vó 3.585 g og var
50 cm löng. Foreldrar hennar eru
Kristín María Björgvinsdóttir og Dav-
íð Þór Peñalver.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011
Eruð þið búin að
kíkja á okkur í
Smáralindinni?
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is