Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012
Elsku Ruth
amma.
Mikið óskaplega þykir mér
sárt að skrifa til þín lokaorðin,
en um leið er svo gaman að
rifja upp allar skemmtilegu
minningarnar. Það sem kemur
fyrst upp í hugann er að sjálf-
sögðu aðfangadagur. Við
frændsystkinin höfðum komið
til ykkar afa á aðfangadag frá
því ég man eftir mér og skipst
á pökkum. Afi taldi alltaf niður
klukkustundir og mínútur í jól-
in, sem ég geri enn þann dag í
dag, og þú varst alltaf búin að
baka fjöldann allan af smá-
kökusortum. Eftir að afi fór frá
okkur komum við öll heim til
þín í kökur, þá gátu jólin byrj-
að. Ég lofa þér því að heim-
sækja ykkur afa næstu jól,
telja niður og færa ykkur smá-
kökur.
Þú sagðir okkur alltaf vera
líkar, enda áttum við margt
sameiginlegt. Fyrir utan að
eiga næstum því afmæli á sama
degi eignuðumst við börn á
sama degi, ég mitt elsta og þú
þitt yngsta. Hann Róbert Hugi
var svo heppinn að fá að kynn-
ast langömmu sinni og eignast
eftir þig fallega teppið sem
Kristín Ruth
Jónsdóttir
✝ Kristín RuthJónsdóttir
fæddist á Siglufirði
28. maí 1937. Hún
lést á heimili sínu
28. apríl 2012.
Útför Ruthar fór
fram frá Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði
7. maí 2012.
hann heldur svo
mikið upp á. Ég
náði ekki að segja
þér frá því en oftar
en ekki þegar við
pabbi hans kíkjum
á hann fyrir nótt-
ina hefur hann
hent sænginni
sinni á gólfið og er
búinn að ná í tepp-
ið og vefja sér á
einhvern óskiljan-
legan hátt inn í það. Ég tók
einmitt mynd af því um daginn
og hafði ætlað mér að gefa þér
hana á afmælisdaginn þinn, ég
veit það hefði glatt þig að sjá
það. Hrafn, yngri sonur minn
var svo heppinn að kynnast að-
eins langömmu sinni, en þú
varst alltaf svo stolt af stóru
fjölskyldunni þinni, einbirnið
sjálft með alla þessa afkom-
endur.
Elsku amma mín, loksins
ertu komin til afa sem þú sakn-
aðir svo mikið. Ég veit þið
fylgist með og passið upp á
stóru fjölskylduna ykkar frá
himnum.
Mér þykir líka vænt um þig.
Þín
Sigurlaug (Didda).
Elsku amma.
Við söknum þín mjög mikið.
Það er erfitt að hugsa til þess
að þú sért farin en gott að vita
að þú ert loksins komin til afa.
Það eru margar minningar sem
fara um huga okkar á þessari
stundu, eins og þegar við vor-
um lítil og komum til Íslands,
þá fórum við alltaf beint heim
til ykkar afa í morgunmat en í
seinni tíð varst þú alltaf sú
fyrsta sem kom í heimsókn til
okkar. Þegar við heimsóttum
þig og Tuma köttinn þinn áttir
þú alltaf til kleinur og kókó-
mjólk handa okkur. Þér fannst
gaman að sýna okkur allt sem
þú varst að gera í höndunum.
Við höldum mikið upp á kósí-
teppin, skartgripina, rúmtepp-
in, snyrtibuddurnar og prjón-
uðu sokkana þína. Öll þín
listaverk munu varðveita minn-
ingu þína.
Við munum sakna þess að fá
þig ekki í þína árlegu heim-
sókn til okkar í Cambridge, í
kringum afmæli Hrafnhildar
Sifjar á haustin. Okkur fannst
gaman að fylgjast með þér
þegar þú klæddir þig upp á
eins og þú værir að fara að
hitta drottninguna þegar mat-
arboðið var jafnvel í eldhúsinu
heima.
Jólin á Íslandi eru sérstakur
tími fyrir okkur á Íslandi og
við vissum að jólin væru að
nálgast þegar við komum og
okkar beið fullur dunkur af ný-
bökuðum jólasmákökum frá
þér. Ein jólin komum við til þín
og lærðum að baka jólasmá-
kökurnar þínar. Við munum
halda áfram að baka kökurnar
þínar og halda þannig hefðinni
á lofti. Það verður skrítið að
halda jólin án þín og að hafa
þig ekki hjá okkur.
Elsku amma, þrátt fyrir að
þú hafir verið langt frá okkur
sl. 17 ár hefur þú alltaf átt stað
í hjarta okkar og hugsunum.
Þannig verður það um ókomna
tíð.
Nína Ruth, Baldur Þór
og Hrafnhildur Sif.
Elsku amma mín.
Mér finnst ég vera að kveðja
þig allt of snemma, elsku
nafna. Þú kallaðir mig aldrei
annað en „nöfnu þína“ og á síð-
ustu árum var ég farin að gera
slíkt hið sama. Ég hafði alltaf
svo gaman af þér, þú varst svo
fyndin. Þú varst ákveðin, en
líka svo hlý og góð. Hafðir un-
un af langömmubörnunum þín-
um og barnabörnum og hefur
gefið okkur öllum dýrmætar
gjafir, gjafir sem þú sast yfir
svo mánuðum skipti og föndr-
aðir. Vildir skilja eitthvað eftir
þig, eins og þú sagðir mér svo
oft. Þú hefur sko gert það.
En nú ertu komin á betri
stað, í faðm afa. Hvíl í friði,
amma mín.
Þín nafna,
Kristín Rut.
Mig langar til að kveðja
Ruth, mágkonu mína, með
nokkrum orðum. Mér brá í
brún þegar ég frétti að Ruth
væri dáin svona skyndilega og
það kom öllum á óvart. Ég
hafði hitt hana og spjallað við
hana tveim dögum áður, en við
bjuggum síðustu árin í sama
húsi. Það var góður samgangur
á milli okkar. Leiðir okkar lágu
fyrst saman þegar Bergsveinn
bróðir kynnti hana fyrir fjöl-
skyldunni sem kærustu sína
fyrir rúmum 55 árum. Við urð-
um fljótlega góðar vinkonur og
hún kenndi mér margt, sér-
staklega í handavinnu af því að
hún var alveg einstaklega
vandvirk og listræn í öllu
handverki. Við fjölskyldan eig-
um fjölda af handgerðum lista-
verkum eftir hana.
Ruth var glæsileg kona alla
tíð. Þau Bergsveinn voru mjög
samrýmd og það var gaman að
koma í heimsókn til þeirra,
sérstaklega í hjólhýsið sem þau
áttu á Flúðum. Þar var þeirra
unaðsreitur í fjölmörg ár. Það
var mikil sorg fyrir fjölskyld-
una þegar Bergsveinn féll frá,
langt um aldur fram fyrir 11
árum. Ruth syrgði hann og
saknaði hans mjög mikið. Ruth
var stolt af stóru fjölskyldunni
sinni og fylgdist vel með börn-
um sínum, barnabörnum og nú
síðast langömmubörnum. Hún
sagði mér frá því að hún byrj-
aði oft í janúar að búa til jóla-
gjafir handa öllum hópnum.
Ruth var alltaf mikill Sigl-
firðingur í sér og fannst gaman
að koma þangað og heilsa upp
á vini og kunningja. Hún tók
líka þátt í því með okkur í stór-
fjölskyldunni að heiðra minn-
ingu afa og ömmu í Skarðs-
dalskoti í Siglufirði og öðrum
viðburðum í hópi þessara
skyldmenna.
Nú er komið að leiðarlokum.
Við systurnar ég, Lillý og
Nanna Björg þökkum Ruth
hálfrar aldar samfylgd og vin-
áttu.
Elsku Inga Jóna, Lína,
Nonni, Björg, Beggi Siggi og
fjölskyldur.
Innilegar samúðarkveðjur
frá okkur systrum og fjölskyld-
um okkar.
Guð styrki ykkur í sorginni.
Gunnhildur.
Kveðja frá
saumaklúbbnum Sunnu
Með nokkrum orðum langar
okkur til að minnast vinkonu
okkar sem kvaddi mjög skyndi-
lega. Það eru komin meira en
50 ár frá því að við byrjuðum
að hittast, fyrst vikulega og
svo sjaldnar eftir því sem árin
liðu. Alltaf hlökkuðum við til að
fara í saumaklúbb og var mikið
spjallað. Ruth var frábær
hannyrðakona og féll aldrei
verk úr hendi. Allt sem hún
gerði var fallegt og vel gert.
Æskudraumur hennar var að
verða handavinnukennari.
Hún var mikill Siglfirðingur
og stolt af sínum heimabæ og
mikið var talað um æskustöðv-
arnar því við vorum fjórar það-
an. Þau Bergsveinn voru mjög
náin og samtaka hjón og hún
saknaði hans sárt en hann féll
frá fyrir tólf árum. Hún trúði á
endurfundi í öðru lífi.
Þú sofnað hefur síðsta blund
í sælli von um endurfund,
nú englar Drottins undurhljótt
þér yfir vaki – sofðu rótt.
(Aðalbjörg Magnúsdóttir)
Við þökkum henni sam-
veruna öll árin og sendum
börnum hennar og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðj-
ur.
Katrín, Magnea, Margrét,
Lovísa og Sólborg.
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma mín, ég
mun muna eftir þér að ei-
lífu og hugsa um
skemmtilegu stundirnar
sem við áttum saman.
Takk fyrir allt, elsku
amma, fyrir bara allt
saman sem þú hefur gert
fyrir mig. Ég mun geyma
vel allar minningar okkar
saman í hjartanu mínu og
aldrei gleyma þeim. Ég
veit að þú hittir afa uppi á
himni. Ég vil samt að þú
vitir að þú eigir alltaf stað
í hjarta mér, elsku amma
mín, og ég mun alltaf
hugsa til þín.
Ég elska þig.
Björg.
MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við
fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu
og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land
Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, bróðir og mágur,
GARÐAR ÁSBJÖRNSSON
Túngötu 3,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
mánudaginn 7. maí.
Útför hans verður gerð frá Landakirkju, Vestmannaeyjum,
laugardaginn 12. maí kl. 14.00.
Ásta Sigurðardóttir,
Sigurður Kr. Ragnarsson, Margrét Ragnheiðardóttir,
Daði Garðarsson, Magnea Ósk Magnúsdóttir,
Ásbjörn Garðarsson,
Gylfi Garðarsson,
Sigmar Garðarsson, Ragna Garðarsdóttir,
Lilja Garðarsdóttir, Gísli Magnússon,
Gerður Garðarsdóttir, Eyjólfur Heiðmundsson,
Fjölnir Ásbjörnsson, Guðlaug Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
BJÖRG HÁKONÍA HJARTARDÓTTIR,
lést á Landspítalanum Fossvogi
sunnudaginn 6. maí.
Jarðarförin fer fram frá Lindakirkju
mánudaginn 14. maí kl. 13.00.
Þórarinn Ingi Jónsson,
Smári Þórarinsson,
Rósa Þórarinsdóttir, Magnús Andrésson,
Björk Þórarinsdóttir, Kristinn Pétursson,
Örvar, Nói, Vala, Ívar, Alexander,
Sindri, Þröstur og Adda
og langömmustelpurnar Alda, Gabríela Sif
og Þórey.
✝ Sigurður Ósk-ar Pálsson
fæddist í Breiðuvík
við Borgarfjörð
eystra 27. desem-
ber 1930. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Hlíð 26. apríl
2012.
Sigurður var
yngsta barn hjón-
anna Páls Sveins-
sonar og Þuríðar
Gunnarsdóttur og jafnframt
síðasta barnið sem fæddist í
Breiðuvík. Systkini hans, sem
nú eru látin, voru Sigrún, sem
lengi var kennari og skóla-
stjóri á Borgarfirði, Daníel,
bóndi í Geitavík, og Þorbjörg,
húsfreyja á Gilsárvelli. Árið
1938 fluttu foreldrar hans með
fjölskylduna til Borgarfjarðar
og settust að í Geitavík I þar
sem þau hjón bjuggu til dauða-
dags.
Sigurður kvæntist 12. febr-
og tvö barnabörn. Páll, f. 1958,
málmiðnaðarmaður í Reykja-
vík, maki Sigrún Bjarnadóttir.
Fyrri maki, Guðrún M. Þor-
bergsdóttir, lést 1991. Þau
eignuðust tvö börn og eiga eitt
barnabarn. Sigþrúður, f. 1959,
kennari á Austur-Héraði og
rekur fjárbúskap ásamt sam-
býlismanni sínum Þórarni
Ragnarssyni á ættjörð hans,
Brennistöðum, þau eiga þrjú
börn og eitt barnabarn. Hann-
es, f. 1960, sölumaður á Ak-
ureyri, maki Hildur Stef-
ánsdóttir. Fyrri kona Hannesar
var Guðrún Hulda Heim-
isdóttir, eignuðust þau þrjú
börn og fyrir átti Guðrún son-
inn Heimi Viðar. Hannes á sjö
barnabörn. Sesselja, f. 1962,
leikskólaráðgjafi hjá Akureyr-
arbæ, maki Davíð Jens Hall-
grímsson, þau eiga tvö börn og
eitt barnabarn.
Sigurður nam við Alþýðu-
skólann á Eiðum á sínum yngri
árum og fór síðan í Kenn-
araskólann og lauk þaðan námi
1954. Sama haust gerðist hann
kennari við Barnaskólann á
Borgarfirði og frá árinu 1966
sinnti hann þar stöðu skóla-
stjóra. Haustið 1971 flutti fjöl-
skyldan í Eiða, þar sem Sig-
urður tók við stöðu skólastjóra
Barnaskólans. Því starfi
gegndi hann til ársins 1984, en
þá fluttu þau hjón í Egilsstaði
þar sem Sigurður tók við stöðu
forstöðumanns Héraðs-
skjalasafns Austfirðinga og
þeirri stöðu sinnti hann út
starfsævina til árins 1996. Árið
2000 fluttu þau svo til Akur-
eyrar og keyptu í félagi við
dóttur sína og tengdason húsið
á Gilsbakkavegi 13. Þar
bjuggu þau fram í janúar 2011
er þau fluttu í raðhús við Dval-
arheimilið Hlíð. Á vormán-
uðum 2012 fluttu þau inn á
Dvalarheimilið. Kennsla, vel-
ferð og uppfræðsla barna var
Sigurði ætíð hugleikin og
kennarastarfinu sinnti hann af
alúð og næmi. Hann vann ár-
um saman óeigingjarnt starf í
þágu ungmenna og æskulýðs.
Hann var hagur á íslenska
tungu og íslenskan var hans
hjartans mál. Ljóðabók hans
Austan um land sýnir glöggt
hvílíkur orðsins listamaður
hann var.
Útför Sigurðar fór fram í
kyrrþey. Jarðsett var á Borg-
arfirði eystra.
úar 1956 eftirlif-
andi eiginkonu
sinni, Jónbjörgu
Sesselju Eyjólfs-
dóttur frá Bjargi á
Borgarfirði. For-
eldrar hennar voru
Eyjólfur Hann-
esson hreppstjóri
og Anna Guðbjörg
Helgadóttir. Jón-
björg og Sigurður
fluttu í hús sitt
Skriðuból 1958. Börn Sigurðar
og Jónbjargar eru: Þuríður, f.
1953, leikskólakennari á Dal-
vík, maki Víkingur Daníelsson,
þau eiga þrjú börn og sex
barnabörn. Anna, f. 1954,
starfar við Kværndrupkirkju á
Fjóni í Danmörku, maki Guð-
mundur Eiríksson, þau eiga
þrjú börn og fjögur barnabörn.
Sigríður, f. 1957, þjónustu-
fulltrúi í þjónustuveri Lands-
bankans, maki Friðjón Ingi Jó-
hannsson, þau eiga þrjú börn
Kveðja frá
bekkjarsystkinum
Bekkjarbróðir okkar, vinur
og félagi, Sigurður Óskar Páls-
son, er horfinn yfir móðuna
miklu. Hann andaðist fimmtu-
daginn 26. apríl, saddur líf-
daga. Nú slær hann hörpuna
sína í nýjum og betri heimi.
Sumir menn skilja meira eft-
ir sig en aðrir, þegar þeir
kveðja. Harpa þeirra ómar í
vitund ættmenna og vina og
annarra, sem á hana hlýða.
Hún gefur tilveru þeirra líf og
lit. Vinur minn Sigurður Óskar
var einn þeirra manna.
Hann skynjaði veröldina
með augum skáldsins með til-
finningu fyrir þjóðrækni og
sagnahefð og hafði jöfnuð og
réttlæti að leiðarljósi. Vinátta
hans var eins og maðurinn
sjálfur, traust og hlý. Hann
unni landinu sínu og íslenskri
tungu. Fræðimennskan og
fróðleiksþorstinn voru föru-
nautar hans. Hann var boðberi
frelsis og friðar, jafnaðar og
réttlætis í orði og verki. Það
var enginn svikinn af Sigurði
Óskari Pálssyni. Hann sýndist
ekki heldur var.
Hörpuna sína sló hann af
mikilli list. Ómar hennar námu
land í vitund okkar og festu þar
rætur. Ég er viss um að hann á
erindi við þá þarna hinum meg-
in grafar, þar sem hann nú slít-
ur skáldaskóm sínum. Sigurður
á alltaf erindi við samferða-
menn sína. Og hann var og er
hollur og góður förunautur.
Við vinir hans og bekkjar-
félagar kveðjum hann með
virðingu og þökk.
Hann gekk sínar eigin götur
og tók okkur samferðamenn
oftsinnis með sér í gönguferð-
ina. Það var bæði gott og gam-
an. Hann léði okkur augu sín og
það var margt að sjá. Það var
engin hula í þeim augum.
Að lokum þetta.
Við kveðjum þig að sinni Sig-
urður Óskar Pálsson. Við vinir
þínir og bekkjarsystkini þökk-
um samfylgd þína og óskum
þér góðrar ferðar inn í nýja
heima. Jónbjörgu og öðrum
ástvinum þínum og ættmenn-
um sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Mennirnir hverfa, en minn-
ingarnar lifa og harpan heldur
áfram að óma. Við þann hör-
puklið er gott að dvelja.
Guð blessi þig og verkin þín,
unnin jaft sem óunnin.
Vertu sæll Sigurður Óskar
Pálsson. Það verður gaman í
bekkjarpartíinu, þegar við hitt-
umst öll hinum megin.
Guð blessi þig og verkin þín,
unnin jafnt sem óunnin.
Fyrir hönd bekkjarfélagsins
Neista,
Hörður Zóphaníasson.
Sigurður Óskar
Pálsson