Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2012 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting Hvataferðir, fyrirtækjahittingur, óvissuferðir, ættarmót Frábær aðstaða fyrir hópa og fjölskyldur. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Sími 486-1500, Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Upplýsingar í síma 868 3592. Atvinnuhúsnæði Lítil og stór skrifstofuherbergi til leigu í Ármúla og við Suðurlands- braut. Hagstæð kjör. Upplýsingar í síma 899 3760. Tómstundir POOLBORÐ frá RILEY Lækkað verð, 12mánaða vaxtalaus kortalán. www.billiard.is Suðurlandsbraut 10 (2. h.), 108 Reykjavík, s. 568 3920. Til sölu Kristals-hreinsisprey Hreinsisprey fyrir kristalsljósakrónur og kristal. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Þjónusta Sandblástursfilmur í öllum stærðum og gerðum fyrir heimili og fyrirtæki. Sendið fyrir- spurn á audmerkt@audmerkt.is eða skoðið heimasíðu okkar www.audmerkt.is Bílaþjónusta Bílavarahlutir VW og Skoda varahlutir 534-1045 Eigum til notaða varahluti í VW, Skoda, Audi og Pajero frá '02. Eigum einnig til nýja gorma í VW og Skoda á lager. Kaupum bíla til niðurrifs og uppgerðar. Bílabúið, Kaplahrauni 11, s. 534 1045. Hjólbarðar Kebek- og Nama-heilsársdekk 205/50 R 17 kr. 18.900. 215/55 R 17 kr. 20.600. 235/55 R 17 kr. 24.900. 235/45 R 17 kr. 21.390. 225/55 R 17 kr. 23.900. 225/65 R 17 kr. 24.290. Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Traktorsdekk rýmingarsala 11.2-24 kr. 35.900. 14.9-24 kr. 49.900. 13.6-24 (1 stk) kr. 49.900. 12.4- 24 kr. 49.900. Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Kebek Blacklion sumardekk 175/65 R 14 kr. 10.700. 195/65 R 15 kr. 12.500. 205/55 R 16 kr. 14.900. Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði (á móti Kosti), Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Rýmingarsala á vörubíladekkjum 315/80 R 22.5 75.000 + vsk 13 R 22.5 kr. 39.500 + vsk 12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk 11 R 22.5 kr. 36.600 + vsk 425/65 R 22.5 kr.78.885 + vsk 1100 R 20 kr. 39.500 + vsk 1200 R 20 kr. 39.500 + vsk 205/75 R 17 kr. 23.745 + vsk 8.5 R 17.5 kr. 34.900 + vsk Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is ✝ Garðar Skag-fjörð Björg- vinsson fæddist í Reykjavík 3. jan- úar 1979. Hann lést á heimili sínu 22. apríl 2012. For- eldrar hans eru Björgvin M. Garð- arsson, f. 15. apríl 1957, maki Sigríð- ur Helga Ein- arsdóttir, f. 11. október 1961, og Rósa Skag- fjörð Ingólfsdóttir, f. 12. des- ember 1958. Garðar átti eina alsystur, Önnu Sjöfn, f. 16. október 1983, maki Magnús Halldór Pálsson, f. 25. ágúst 1978, dóttir þeirra Áróra Ingi- björg, f. 14. október 2009. Önnur systkini samfeðra eru Elín Ósk Björgvinsdóttir, f. 4. febrúar 1993, og Baldvin Heið- ar Björgvinsson, f. 24. júní 1996. Sammæðra eru Ingólfur Pálmi Heimisson, f. 22. sept- ember 1976, maki Sigrún R. Sigurð- ardóttir, f. 10. maí 1983, sonur þeirra er Bóas, f. 17. apríl 2008, Ingólfur átti son frá fyrra sam- bandi, Frans, f. 13. júní 1999. Guðjón Karl Guð- jónsson, f. 12. nóvember 1992, og Aron Freyr Guðjónsson, f. 18. febrúar 2000. Garðar átti líka tvær stjúpsystur, dætur Sigríðar frá fyrra sambandi, Sigrúnu Lenu Ingvarsdóttur, f. 23. desember 1979, og Helgu Völu Ingvarsdóttur, f. 21. maí 1985. Garðar trúlofaðist 16. júní 2007 unnustu sinni Andreu Eygló Sigurðardóttur, f. 27. janúar 1985. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sá dagur sem við vorum bú- in að kvíða fyrir rann upp þeg- ar Garðar okkar lést á heimili sínu 22. apríl sl. Þar með er stórt skarð höggvið í þær fjöl- skyldur sem að Garðari stóðu. Garðar átti við veikindi að stríða en þrátt fyrir veikindin heyrðist hann aldrei kvarta eða gráta sín örlög heldur tókst á við sjúkdóminn af æðruleysi, lét fátt eða nokkuð aftra sér frá því að gera það sem hann vildi og hafði gaman af. Garðar var trúlofaður eftirlifandi unn- ustu sinni, Andreu Eygló Sig- urðardóttur, og áttu þau fal- legt heimili í Árbænum og bjuggu saman þar í sex ár. Það kemur margt upp í hugann eins og útilegurnar og ferðalög hringinn kring um landið. Garðar hafði sérstaklega gam- an af að fara í veiðiferðir með fjölskyldunni og út á sjó með pabba sínum og afa, og oftar en ekki var hann með mestan aflann. Garðari var umhugað um náungann, þá sérstaklega þá sem voru minni máttar eins og börnin. Mátti ekkert aumt sjá án þess að leggja sitt af mörk- um til að bæta úr. Foreldrar hans og systkini, afar og ömm- ur og vinir voru honum ávallt ofarlega í huga eins og Barna- deild Hringsins, minnugur þess sem hann gekk í gegnum sem barn og dvöl svo vikum og mánuðum skipti á spítalanum. Minnast systkini hans og vinir þess þegar þau komu í heim- sókn á meðan hann dvaldi á spítalanum í skiljumeðferð og hann kannski ekki búinn að borða allan daginn. Spurði hann þau hvort þau ættu pen- ing, sem var auðsótt mál. Í stað þess að fara á hjólastóln- um í sjoppu spítalans að næra sig fór hann rakleiðis í anddyri barnaspítalans þar sem stað- settur er stór peningahnöttur til styrktar barnadeildinni. Rakleiðis þangað fór pening- urinn, ekki í hann sjálfan held- ur til þeirra sem honum fannst þurfa meira á að halda en hann. Ef systkinabörnin voru veik var hann ekki í rónni fyrr en hann heyrði af þeim og líð- an þeirra. Það gengu allir fyrir áður en hann fór að leiða hug- ann að sjálfum sér og sínum þörfum. Hafði húmor fyrir sjálfum sér eins og hversu út- skeifur hann var. Sagði hverj- um sem vildi heyra, ef sáust spor eftir hann í snjónum, að ekki væri vitað hvort hann væri að koma eða fara! Má segja að það hafi verið ein- kennandi fyrir líf hans. Ekki vitað hvort hann væri að koma eða fara, svo veikur var hann oftar en ekki. Hann lifði fyrir daginn og hann lifði fyrir aðra en sjálfan sig. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki 13E og læknum Garðars fyrir alla þeirra hjálp, vináttu og hlýhug. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér … (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði elsku Garðar. Pabbi, Sigríður og Baldvin Heiðar. Elsku Garðar minn. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja þig hinstu kveðju og þakka þér fyrir allt, allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Þú varst mér alltaf svo góður. Ég minnist stundanna þegar ég kom til ykkar Andreu í bæinn og við brölluðum ým- islegt saman, öll ferðalögin sem við fórum kringum landið með fjölskyldunni og vöktum langt fram á nætur og gerðum ýmis prakkarastrik. Það var alltaf svo mikið líf og fjör í kringum þig. Þú hvorki talaðir né kvart- aðir um þín veikindi, ef maður vissi ekki betur hefði mann aldrei grunað að þú værir al- varlega veikur því þú varst alltaf svo hress og skemmti- legur. Þú varst sá allra sterk- asti perónuleiki sem ég þekki og með sérstaklega góða nær- veru. Ég get ekki lýst því með orðum hvað ég á eftir að sakna þín mikið elsku Garðar minn, og það er svo óraunverulegt að hugsa um það að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur eða heyra þig hlæja. Ég á svo margar góðar minningar um þig elsku bróðir, þær geymi ég í hjarta mínu. Nú ertu kominn á betri stað þar sem þér líður vel, þú átt það svo skilið. Ég kveð þig elsku bróðir með söknuð í hjarta. Ég elska þig. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hvíldu í friði Þín systir, Helga Vala. Elsku Garðar bróðir. Ég get eiginlega ekki lýst því með orð- um hvað það er ótrúlega erfitt að sitja hérna og skrifa minn- ingargrein um þig. Þú sem varst alltaf svo jákvæður og yndislegur bróðir og vildir allt fyrir mig gera. Ég get ekki trúað að ég fái aldrei aftur að sjá þig brosa, heyra þig hlæja, koma í heimsókn til þín í Árbæinn og vera með þér heila helgi, hlæja og fíflast með þér og rifja upp gamlar minningar. Af hverju þarf lífið að vera svona ótrúlega ósanngjarnt? Þessi spurning er allavega búin að koma svolítið oft upp í hug- ann þegar ég hugsa um þig. Ég veit að þú ert núna á betri stað og ég vona að þér líði vel þar sem þú ert. Ég get ekki lýst því hversu mikið ég á eftir að sakna þín elsku Garðar minn. Ég er svo ótrúlega þakk- lát fyrir að hafa fengið að eiga þig sem stóra bróður minn, alltaf svo góður við mig og hringdir oft í mig um helgar og spurðir hvað ég væri að fara að gera um helgina til að passa upp á að ég gerði ekki neitt sem þér líkaði ekki. Þú vildir passa upp á að ekkert kæmi fyrir mig. Varst alltaf að passa upp á litlu systur. Þú varst alltaf í svo miklu uppáhaldi hjá mér og ég vildi óska þess að þú værir ennþá hjá mér og við gætum búið til miklu fleiri minningar saman. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíldu í friði elsku Garðar minn og megi englarnir og Guð passa upp á þig þangað til ég kem til þín. Elska þig að eilífu. Þín litla systir, Elín Ósk Björgvinsdóttir. Garðar Már Björgvinsson lést aðfaranótt sunnudagsins 22. apríl klukkan fjögur um nóttina í faðmi fjölskyldunnar. Eftir langar spítalalegur ósk- aði hann eftir því að fá að kveðja þennan heim í rúminu sínu heima í íbúðinni sinni í Árbæ. Það var þung sorg þegar uppgötvaðist að hann hafði fæðst með alvarlega gölluð nýru, en allir lifðu í voninni að það mundi koma sú tíð að hann fengi gjafanýra, sem hann svo fékk frá móður sinni og var grætt í hann í Bandaríkjunum. Foreldrar hans slitu samvistir og var Garðar hjá föður sínum í Hveragerði þar sem hann átti oft góðar stundir heima hjá ömmu. Það var stutt á milli húsa og hann hafði sinn inngang gegn- um stofugluggann og í sófann. Það þurfti ekki mörg leik- föng handa Garðari, hann vildi stóra pappakassa sem hann bjó til hús úr með gluggum og margvíslegum viðbyggingum. Hann var inn og út af spít- alanum og oft þurfti að fara með hann í flýti á spítalann þar sem hann dvaldi oft langdvöl- um á barnadeild Hringsins og síðar á deild 13 E. Líkami hans hafnaði nýranu sem hann fékk svo hann þurfti í nýrnavel upp á Landspítala annan hvern dag. Það var einhver erfiðasta ákvörðun sem við gengum í gegnum þegar þurfti að fá íbúð fyrir hann í Hátúni, húsi ör- yrkjabandalagsins, en þangað flutti hann árið 2000. Of erfitt var fyrir hann að ferðast milli Reykjavíkur og Hveragerðis – hann var oft mjög veikur eftir meðferð í nýrnavélinni. Það ár greindist hann með eitlakrabbamein, sem hvarf án aðgerða lækna. Ég hafði ekki nóg húsnæði til að hann gæti búið hjá mér en ég var þá flutt til Reykja- víkur og sótti hann alltaf í rút- una á morgnana og í nýrnavél- ina eftir skilun. Hann var mikil hetja þessi drengur og gekk í gegnum þessar hörmungar án þess að mögla, enda þekkti hann ekk- ert annað. Hann sagði alltaf skoðun sína við hvern sem var og sannfæringu hans varð ekki hnikað. Hann hafði ofurást á heimili sínu, lítilli íbúð í nágrenni við mig sem Öryrkjabandalagið út- vegaði honum og var ég afar þakklát þeim sem studdu það því margar voru ferðirnar nið- ur í Hátún. Þar var hans líf utan spít- alans og svo kynntist hann stúlku sem deildi með honum síðustu árunum, Andreu Eygló. Hann lærði að meta fróðleik og það var sama um hvað var rætt, hann var með allt í koll- inum því hann notaði mikinn tíma í að lesa og skoða margs konar fræðsluefni. Fjölskylda hans lagðist öll á eitt að gera honum síðustu mánuðina léttbæra, en hann var þá orðinn mjög veikur. Við munum öll sakna hans alla ævi, hann gaf svo mikið þótt veikur væri og var svo vit- ur. Hans besti vinur af mörgum góðum var Bjöggi vinur hans sem var alltaf til staðar ef eitt- hvað var að. Ég veit að honum verður vel tekið hinum megin og hann mun eiga betra líf þar. Hann verður samt alltaf til hér í hug okkar og hjarta. Hans er sárt saknað en það léttir sorgina að vita að langri þrautagöngu er lokið. Erla Magna amma. Garðar Skagfjörð Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.