Morgunblaðið - 05.06.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
Hofsá
Hafralónsá
Laxá í Aðaldal
Veiðiklúbburinn Strengur ehf
Skipholti 35
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar veitir Orri, orri@icy.is
Veiðileyfi á laxasvæðum
Hofsá
• 9/7 - 12/7
• 6/8 - 9/8
Hafralónsá
• 7/8 - 11/8
Laxá í Aðaldal
• 10/7 - 14/7
• 15/8 - 19/8
• 27/8 - 31/8
Þriggja til sex daga leyfi
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kíló af óslægðum þorski fór á 377 kr.
á fiskmörkuðunum í gær, en meðal-
verðið í maí var 313 kr./kg. Munur-
inn er um 20%. Í gær voru seld tæp-
lega 142 tonn af öllum tegundum á
mörkuðum og var meðalverðið 336
kr./kg en í maí var meðalverðið á
9.200 tonnum 280 kr./kg. Þar er
hækkunin einnig um 20%. Kílóverð
af óslægðri ýsu fór hins vegar upp í
508 krónur í gær, en í maí var með-
altalsverðið 347 kr./kg og er mun-
urinn um 47%.
Ástæðu hækkunarinnar má fyrst
og fremst rekja til ákvörðunar út-
vegsmanna um að halda skipum sín-
um í höfn þessa viku auk þess sem
alla jafna er lítið um landanir daginn
eftir sjómannadaginn, þegar öll skip
eru í höfn. Fyrir vikið er fyrst og
fremst um afla strandveiðibáta að
ræða á þessum degi. Framboð
fisks er því minna en eftirspurnin
og verðið eftir því. Samkvæmt
upplýsingurm Landhelgisgæsl-
unnar voru flestir bátar á sjó
milli kl. 14 og 15 í gær, alls
596 bátar og flestir
strandveiðibátar.
Mánudaginn eftir
sjómannadaginn í
fyrra voru 518 bátar á
sjó þegar mest var.
Ákvörðun útvegsmanna að senda
skip sín ekki til veiða eftir sjó-
mannadag, vegna þeirrar alvarlegu
stöðu sem þeir segja að verði uppi í
sjávarútvegi ef fiskveiðifruvörp rík-
isstjórnarinnar verða að lögum, fel-
ur í sér pólitískt verkbann sem væri
brot á vinnulöggjöf landsins. Þetta
er mat Jóhönnu Sigurðardóttur for-
sætisráðherra sem hún sagði frá á
Alþingi í gær. Sagði hún aðgerð-
irnar ógeðfelldar.
Til snarpra orðaskipta kom á milli
Jóhönnu og Jóns Gunnarssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í
óundirbúnum fyrirspurnatíma. Jón
rifjaði upp ýmis ummæli sem for-
sætisráðherra hefði viðhaft í um-
ræðum um sjávarútvegsmál sem
honum þóttu ekki við hæfi og gagn-
rýndi hana fyrir árásir á sjávar-
útveginn.
Spurði Jón Jóhönnu ennfremur
um það að hverjum ummælum henn-
ar hefði verið beint. Taldi hann síðan
upp nokkra af þeim aðilum sem
gagnrýnt hafa frumvörp ríkisstjórn-
arinnar um stjórn fiskveiða, þar á
meðal Alþýðusamband Íslands og
Landssamband smábátaeigenda.
Jóhanna sagðist ekki kannast við
ummælin en fór á móti hörðum orð-
um um gagnrýni sjávarútvegsins á
ríkisstjórnina. Ítrekaði hún að breyt-
ingar á stjórn fiskveiða við Ísland
væru ekki síst hugsaðar til þess að
gefa þjóðinni sanngjarna hlutdeild í
arðinum af auðlindinni.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, tók undir með Jóhönnu
um að aðgerðir útgerðarmanna
væru ólögmætar og spurði forsætis-
ráðherra til hvaða aðgerða ríkis-
stjórnin hygðist grípa vegna þeirra.
Jóhanna svaraði því til að málið yrði
tekið til skoðunar hjá ríkisstjórninni
og rætt innan hennar.
hjorturjg@mbl.is
Segir aðgerðirnar
pólitískt verkbann
Forsætisráðherra segir að aðgerðir
LÍÚ verði ræddar í ríkisstjórn
Morgunblaðið/Golli
Umdeilt Jóhanna Sigurðardóttir og
Steingrímur J. Sigfússon þegar þau
kynntu sjávarútvegsfrumvörpin.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Alþýðusamband Íslands telur að
ákvörðun útvegsmanna um að leysa
ekki landfestar skipa sinna eftir sjó-
mannadag sé skýlaust brot á lögum
um stéttarfélög og vinnudeilur og
áskilur sér og einstökum félags-
mönnum rétt til málshöfðunar til
heimtu skaðabóta og sekta. Samtök
atvinnulífsins og Landssamband ís-
lenskra útvegsmanna hafna þessari
túlkun og benda á að aðgerðirnar séu
ekki verkbann auk þess sem fyrir-
tækin standi við samningsbundnar
skyldur sínar gagnvart starfsfólki.
ASÍ mótmælti harðlega „ólögmæt-
um aðgerðum“ LÍÚ. Halldór Grön-
vold, aðstoðarframkvæmastjóri ASÍ,
segir að útgerðarhléið sé pólitísk að-
gerð, til þess ætluð að hafa áhrif á
stjórnvöld og Alþingi. Það að þeir
ákveði að nýta sér heimild í kjara-
samningum sjómanna um að skip geti
verið í höfn í 7-8 daga, breyti því ekki
að um vinnustöðvun sé að ræða. „Þar
til viðbótar er rétt að hafa í huga að
þótt þetta hafi ekki bein áhrif á kjör
sjómanna, kann þessi aðgerð að hafa
áhrif á kjör þeirra sem vinna í landi,
fyrst og fremst fiskverkafólks,“ segir
Halldór.
Hann segir að ASÍ muni fylgjast
með þessum málum næstu daga og
grípa til aðgerða ef ástæða þyki til.
Nefnir hann sem dæmi ef fastráðnir
starfsmenn í fiskvinnslu verði aðeins
á föstum launum á meðan vinnsla fell-
ur niður eða að lausráðinn sé sendur
heim. Ef hægt verði að rekja þessar
breytingar til aðgerða útvegsmanna,
verði bætur sóttar.
Út í hött, segir formaður LÍÚ
„Þetta er út í hött,“ segir Adolf
Guðmundsson, formaður LÍÚ, um yf-
irlýsingu ASÍ, og hafnar því alfarið að
aðgerðirnar séu ólögmætar. „Við
ákveðum hvenær við setjum skipin
okkar á sjó og þurfum ekki að spyrja
ASÍ um það. Ef við værum að boða til
verkbanns, þyrftum við að fylgja leik-
reglum laga um vinnudeilur. Um það
er ekki að ræða,“ segir Adolf og bætir
því við að dagarnir eftir sjómanna-
dag, þegar öll skip séu í höfn, séu
hentugasti tíminn til að ná öllu starfs-
fólkinu saman til fundar.
„Mér finnst merkilegt hvernig ASÍ
getur komist að þeirri niðurstöðu að
þetta [lagabreytingarnar] muni ekki
hafa áhrif á kjör sjómanna og fólks
sem vinnur í landi hjá sjávarútvegs-
fyrirtækjum. Allir aðrir vita það. Ég
vil skora á ASÍ að koma upp að hlið
sjómanna, fiskvinnslufólks og annars
starfsfólks fyrirtækjanna og reyna að
koma í veg fyrir að það verði fyrir
stórkostlegum launaskerðingum,“
segir Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ.
ASÍ fylgist með fiskvinnslunni
Alþýðusamband Íslands mótmælir „ólögmætum aðgerðum“ útvegsmanna Samtök atvinnulífsins
segja þær ekki vinnustöðvun og fyrirtækin standi við skyldur sínar gagnvart starfsmönnum
Lagatilvísun ASÍ
» ASÍ vísar til 17. gr. laga um
stéttarfélög og vinnudeilur:
Óheimilt er og að hefja vinnu-
stöðvun: Ef tilgangur vinnu-
stöðvunarinnar er að þvinga
stjórnarvöldin til að fram-
kvæma athafnir, sem þeim lög-
um samkvæmt ekki ber að
framkvæma, eða framkvæma
ekki athafnir, sem þeim lögum
samkvæmt er skylt að fram-
kvæma […]“
„Ég hef alltaf náð skammtinum nema einu sinni,“ segir Hafsteinn Sæ-
mundsson, sem gerir út strandveiðibátinn Trylli GK frá Rifi á Snæfells-
nesi eins og í fyrra. „Það hefur verið ágætis fiskirí,“ heldur hann áfram
og segir það ástæðuna fyrir því að hann haldi sig á þessum slóðum en
ekki í Grindavík, hvaðan hann hefur gert út á þorskanet og grásleppu
síðan 1963 eða í nær hálfa öld.
Hafsteinn segist vera um 30 mínútur upp í þrjá tíma á miðin. Afl-
inn fari síðan beint í slægingu og verðið fari eftir flokkum.
„Stærsti fiskurinn er ekki á besta verðinu, hann er ekki vinsæll í
dag,“ segir hann og bætir við að yfirleitt hafi verðið lækkað
þegar strandveiðibátarnir hafi bæst við, þar sem meiri afli
hafi þá borist að landi. Hann hafi lítinn kvóta og þar sem ekki
borgi sig að leigja kvóta lengur skipti strandveiðarnar hann
miklu máli.
Nær alltaf dagskammtinum
HAFSTEINN SÆMUNDSSON Á TRYLLI GK
Hafsteinn
Sæmundsson
Strandveiðarnar hófust 2. maí.
Þann dag voru boðin upp um 583
tonn af fiski á mörkuðunum og var
meðalverðið 266 kr./kg. Óslægður
þorskur fór á 277 kr./kg og óslægð
ýsa á 402 kr./kg. Þá voru boðin upp
um 204 tonn af óslægðum þorski og
um 30,5 tonn af óslægðri ýsu en sam-
bærilegar tölur í gær voru 79,5 tonn
og fjögur tonn.
7. maí voru boðin upp tæplega 663
tonn af fiski. Meðalverðið var 281
kr./kg. Viku síðar voru um 294 kg á
markaði og meðalverðið 288 kr./kg.
21. maí var meðalverðið 299 kr./kg á
509 kg og 28. maí fóru 603 kg á 285
kr./kg að meðaltali.
Jón Steinn Elíasson, forstjóri
Toppfisks, segir eðlilegt að verðið
hækki því það haldist í hendur við
eftirspurnina. Það þýði að meira fá-
ist fyrir fiskinn erlendis. „Ef þeir
ætla að fá fiskinn okkar verða þeir
að borga fyrir það sem hann kostar,“
segir hann. „Þegar harðnar á daln-
um og hráefni vantar eru engin
landamæri í verði. Það er markaðs-
lögmálið.“
Morgunblaðið/Eggert
Löndun Hafþór Þorvaldsson reri á Helgu Margréti RE 21 í gær, en strandveiðibátar sáu mörkuðunum fyrir hráefni.
Þorskurinn hækkaði
um 20% á mörkuðum
Strandveiðibátarnir sitja nær einir að fiskmörkuðunum