Morgunblaðið - 05.06.2012, Side 7
FRÉTTASKÝRING
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Með nýrri reglugerð velferðarráðu-
neytisins um færni- og heilsumats-
nefndir á að verða auðveldara og ein-
faldara fyrir fólk að sækja um dvöl á
hjúkrunar- og dvalarheimilum. Í
reglugerðinni er einnig kveðið á um
að einstaklingur sem legið hefur inni
á spítala geti þegið tímabundið pláss
á hjúkrunarheimili, án þess að það
komi niður á möguleikum hans til að
fá varanlegt pláss á því dvalar- eða
hjúkrunarheimili sem viðkomandi
hefur óskað eftir.
Vonast er til að þetta ákvæði verði
til þess að sjúklingar sem hafa m.a.
legið á bráðadeildum Landspítalans
meðan þeir bíða eftir að pláss losni á
því heimili sem þeir helst kjósa nýti
sér tímabundna vistun annars stað-
ar.
Metur bæði færni og heilsu
Nýja reglugerðin tók gildi 1. júní.
Með henni voru vistunarmatsnefndir
dvalar- og hjúkrunarrýma samein-
aðar og í þeirra stað skipuð ein
færni- og heilsumatsnefnd í hverju
heilbrigðisumdæmi en þau eru alls
sjö á landinu. „Tilgangurinn með
sameiningu tveggja matsnefnda er
fyrst og fremst að einfalda umsókn-
arferlið fyrir alla sem á þurfa að
halda,“ segir Bryndís Þorvaldsdóttir,
sérfræðingur í velferðarráðuneytinu,
en hún stýrði reglugerðarsmíðinni.
Þá varð einnig sú breyting að
framvegis þarf að sækja um tíma-
bundna hvíldarinnlögn til færni- og
heilsumatsnefndar. Mismunandi var
milli staða hvernig vinnu við matið
var háttað, t.d. var það oft í höndum
lækna og hjúkrunarfræðinga úti á
landi að meta þörf fyrir hvíldarinn-
lögn, annars staðar voru innlagnar-
teymi á heimilunum, að sögn Bryn-
dísar.
Fengu færri stig í matinu
Í apríl biðu 40 manns á Landspít-
alanum eftir að komast inn á hjúkr-
unarheimili, þar af 14 á bráðadeild-
um. Hluti skýringarinnar er skortur
á hjúkrunarrýmum en einnig eru
dæmi um að fólk neiti að yfirgefa
spítalann fyrr en það fær inni á því
hjúkrunarheimili sem það helst kýs.
Bryndís bendir á að áður hafi fólk
sem var þegar komið inn á hjúkrun-
arheimili þurft að sækja um svokall-
að flutningsmat til að fá flutning á
annað hjúkrunarheimili. „Þegar ver-
ið var að meta þörf fólks fyrir flutn-
ing þá fengu þeir sem voru þegar
komnir inn á hjúkrunarheimili ekki
eins mörg stig í slíku mati og þeir
sem lágu inni á sjúkrahúsi eða voru
heima.“
Sá sem hafði fallist á að fara á ann-
að hjúkrunarheimili tímabundið átti
þar með minni möguleika á að kom-
ast inn á óskastaðinn en með nýju
reglugerðinni er ráðin bót á þessu.
Bryndís segir að það verði að koma í
ljós hvort þessi breyting verði til
þess að auðvelda útskriftir á sjúkra-
húsum. Þá minnir hún á að í byrjun
næsta árs verði tekin í notkun 30 ný
hjúkrunarrými í Mosfellsbæ og 21 í
Garðabæ og við það dragi úr vand-
anum.
Meðal annarra ákvæða í nýju
reglugerðinni er að þegar dvalar-
eða hjúkrunarrými losnar á stofnun
skuli færni- og heilsumatsnefnd veita
viðkomandi stofnun aðgang að upp-
lýsingum um tvo einstaklinga sem
óskað hafa eftir að dvelja þar og eru
metnir í mestri þörf umsækjenda
fyrir dvalar- eða hjúkrunarrými
samkvæmt niðurstöðum færni- og
heilsumatsnefndar.
Bryndís segir að áður hafi stofn-
anirnar getað valið milli þriggja ein-
staklinga og þessi breyting eigi að
auðvelda þeim sem eru mikið veikir
að komast að. Með þessari breytingu
er þó mjög gott samstarf og upplýs-
ingaflæði milli hinna nýju færni- og
heilsumatsnefnda og hjúkrunar-
heimila nauðsynlegt.
Ódýrara að heimsækja
Samkvæmt upplýsingum frá vel-
ferðarráðuneytinu er kostnaður við
hjúkrunarrými 7-8 milljónir á ári en
hann er helmingi lægri fyrir dvalar-
rými. Reiknað hefur verið út að
starfsfólk í heimahjúkrun geti heim-
sótt einstakling 2-3 á dag í hverri
viku, áður en heimsóknirnar verða
dýrari en lega á hjúkrunardeild. Það
er því augljóslega mikilvægt að fólk
geti dvalið eins lengi heima og mögu-
legt er og að vistunarmatið sé unnið
eins vel og kostur er á.
Þurfa ekki að missa af óskaplássinu
Ný reglugerð um færni- og heilsumatsnefndir á að einfalda umsóknir um dvalvarheimili aldraðra
Kostnaður við hjúkrunarrými er 7-8 milljónir á ári Meta einnig þörf fyrir hvíldarinnlagnir
Morgunblaðið/Kristinn
Bið Nú eru 266 á biðlista eftir hjúkrunarrýmum sem eru alls 2336 á landinu.
167 bíða eftir dvalarrýmum sem eru alls 485. Ástandið er svipað og verið hefur.
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
12
-0
52
5
Við bjóðum þér að reynsluaka nýjum B-Class
Draumaferð á hverjum degi
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook
Kostnaður ríkisins vegna
hvíldarinnlagna á dvalar- og
hjúkrunarheimili er svipaður og
kostnaður vegna hjúkrunar-
rýma. Tæplega níræð kona sem
Morgunblaðið ræddi við fékk
þær upplýsingar að tæplega
mánaðardvöl hennar á dvalar-
heimili á höfuðborgarsvæðinu
hefði kostað ríkið 617.497 krón-
ur. Það kom henni mjög á óvart,
ekki síst vegna þess að henni
fannst þjónustan ekki upp á
marga fiska.
Hún lagðist inn vegna bak-
verkja en í rúminu sem henni
var úthlutað var arfaléleg dýna.
„Dýnan var hnútur við hnút. Ég
kvartaði undan þessu daginn
eftir en það tók átta daga að fá
sérfræðing. Ég var fyrir framan
herbergið þegar hann kom og
sagði við dömurnar: Hver lætur
hana fá svona lélega dýnu? En
þá var dyrunum lokað, ég átti
ekki að heyra meira,“ segir hún.
Fjórar heimsóknir til lækna hafi
verið næsta tilgangslausar, hún
hafi ekkert verið skoðuð og að-
eins fengið skrifað upp á bólgu-
eyðandi og verkjastillandi.
Hnútur við
hnút í dýnu
DÝR INNLÖGN