Morgunblaðið - 05.06.2012, Side 8

Morgunblaðið - 05.06.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012 Fáðu garðsláttinn í áskrift og slakaðu á í sumar Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Styrmir Gunnarsson bendir áþað í leiðara á Evrópuvakt- inni að aðild að ESB þýði að formleg yfirráð yfir fiskimið- unum við Ísland hverfi til Brussel, hvað sem kunni að líða hugsanlegum tímabundnum undanþágum. Þetta hafi alltaf legið fyrir og þess vegna sé svo erfitt að skilja aðildar- sinna.    Nú stefni í nýtt afsal fullveldisevruríkjanna því að fréttir bendi til þess að forystusveit evruríkjanna telji að ríkis- fjármálasamningurinn dugi ekki, heldur þurfi til að koma ríkisfjár- málabandalag. Þetta feli í sér að ákvarðanir um fjárlög einstakra aðildarríkja séu teknar úr hönd- um þjóðþinga og færðar til mynt- bandalagsins.    Og Styrmir heldur áfram:„Mariano Rajoy, forsætisráð- herra Spánar, setti þessar hug- myndir fram fyrir helgi en á evr- ópskum blöðum í morgun má sjá, að stjórnvöld í Berlín hafa verið að vinna að framgangi þessarar hugmyndar að undanförnu á bak við tjöldin. Í raun og veru má segja, að slíkt ríkisfjármála- bandalag sé skilyrði Þjóðverja fyrir því að þeir láti meira fé af hendi rakna til evruríkja í vanda. Nú er gert ráð fyrir að leiðtoga- fundur ESB, sem haldinn verður seinna í júní, samþykki vegvísi að ríkisfjármálabandalagi.“    Með þessu myndi fjár-lagavaldið færast frá Al- þingi til Brussel.    Og ef fjárlagavaldið er í Bruss-el, hverju ræður Ísland þá um eigin mál? Styrmir Gunnarsson Fjárlagavaldið til Brussel? STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.6., kl. 18.00 Reykjavík 18 léttskýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 8 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 8 alskýjað Vestmannaeyjar 9 heiðskírt Nuuk 11 heiðskírt Þórshöfn 8 skýjað Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 12 léttskýjað Helsinki 12 léttskýjað Lúxemborg 12 skúrir Brussel 8 léttskýjað Dublin 12 léttskýjað Glasgow 15 léttskýjað London 12 léttskýjað París 12 skýjað Amsterdam 10 léttskýjað Hamborg 12 skúrir Berlín 13 skýjað Vín 15 skúrir Moskva 15 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 30 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 22 heiðskírt Montreal 12 alskýjað New York 13 skúrir Chicago 21 léttskýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:12 23:42 ÍSAFJÖRÐUR 2:19 24:45 SIGLUFJÖRÐUR 1:58 24:31 DJÚPIVOGUR 2:30 23:23 Ólafur Bernódusson Skagaströnd Þrír menn voru sæmdir heiðurs- merki sjómannadagsins á Skaga- strönd við hátíðahöld í tilefni dags- ins. Allir voru þeir heiðraðir fyrir björgunarafrek sem þeir unnu sem ungir menn. Sigurður Árnason var heiðrað- ur fyrir að bjarga manni sem fallið hafði útbyrðis í línuróðri af Vísi Hu 10 þann 7. nóvember 1961. Á sínum tíma þótti ganga kraftaverki næst að Sigurður, sem var skipstjóri á Vísi, skyldi finna manninn aftur í sjónum í kolamyrkri án nokkurra hjálpartækja utan áttavita og dýpt- armælis. Birgir Þórbjörnsson og Sigurð- ur Björnsson fengu sín heiðurs- merki fyrir að bjarga konu og tveimur barnungum frænkum henn- ar frá drukknun eftir að bíll sem þær voru í fór fram af hafnargarði og í sjóinn. Það var 8. september 1962 að það slys varð á Skaga- strönd að ung barnshafandi kona ók fram af hafnargarði þegar hún var að taka á móti manni sínum sem var að koma heima af síldveiðum eftir langt úthald. Sigurði Björns- syni, sem var að vinna á bryggju skammt frá, tókst með snarræði að bjarga tveimur ungum stúlkum frá drukknun með því að stinga sér í sjóinn og halda þeim á floti þar til frekari hjálp barst. Birgir Þórbjörnsson var háseti á bátnum sem var að koma heim. Stakk hann sér til sunds er slysið varð og tókst honum að bjarga syst- ur ökukonunnar, sem var farþegi í bílnum. Ökukonan festist í bílnum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að kafa niður að honum þar sem hann lá á rúmlega sex metra dýpi. Konan var látin þegar bíllinn náðist upp um einum og hálf- um tíma síðar. Bæði Sigurður og Birgir eru fæddir og uppaldir á Skagaströnd og hafa unnið stærstan hluta starfs- ævi sinnar hér. Þrír sjómenn heiðraðir fyrir björgunarafrek Þrír menn heiðraðir Á myndinni eru Reynir Lýðsson formaður björgunar- sveitarinnar Strandar, Birgir Þórbjörnsson fyrrverandi togaraskipstjóri, Auður Hjördís Sigurðardóttir, sem tók við heiðursmerkinu fyrir hönd Sig- urðar Árnasonar föður síns og lengst til vinstri er Sigurður Björnsson húsa- og bátasmiður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.