Morgunblaðið - 05.06.2012, Page 11
getur hann nefnt fjölda staða sem
gaman er að koma á. Þeirra á meðal
nefnir hann Selatanga þar sem er
staður sem kallaðir eru Katlar. En
segja má að þeir séu smækkuð mynd
af Dimmuborgum í Mývatnssveit. Þá
nefnir Reynir nokkur lítil gígvötn á
Krísuvíkursvæðinu sem fínt sé að
fara í spássitúr í kringum um. Einnig
sé hvera- og jarðhitasvæðið þar at-
hyglisvert en Gunnuhver er hvað
þekktastur og þar að finna góða
útsýnispalla.
„Á þessu svæði eru tveir heimar,
strendurnar og allt sem þeim fylgir
og hins vegar svæðið inn til landsins
sem er að stórum hluta hraun og
þessi móbergssvæði sem eru stór-
merkileg,“ segir Reynir.
Hraunið spennandi
„Ég kynntist snemma spennandi
umhverfi með fallegum fjöllum,
stórum vötnum og hrauni. Síðan þá
hef ég haft gaman að útiveru og fyrir
20 árum síðan flutti ég til Hafnar-
fjarðar og lít á það sem forréttindi í
lífinu að geta verið kominn á Reykja-
nesskagann á örfáum mínútum. Til-
gangurinn með bókinni er að fleiri
geti notið þessa svæðis. Við þurfum
hreyfingu í okkar daglega lífi og að
geta skipt um umhverfi og komist
þangað sem ekki er áreiti af malbiki,
húsum og umferð. Þarna er auðvelt
að vera einn með sjálfum sér en mik-
ilvægt að vera með leiðarvísi svo
enginn fari nú að villast,“ segir
Reynir.
Ljósmyndir/Reynir Ingibjartsson
Garðhúsavík Þer er ein af flottari baðströndum landsins og æ fleiri njóta þess að fara þangað með börnin.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
Nefkvef, hnerri og
kláði í nefi
eru helstu einkenni frjókornaofnæmis
Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni
sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum hnerra sem
hjálpar til við að hreinsa ofnæmisvaka úr nefi en í leiðinni
róar það og ver með áframhaldandi notkun.
Sinose er þrívirk blanda sem hreinsar, róar og ver.
Hentar einnig þeim sem þjást af stífluðu nefi og nef- og
kinnholubólgum. Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu
og meðan á brjóstagjöf stendur. Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni.
Náttúrulegt innihald: Himalya salt, hafþyrnir, zink, járn og selen
Góð vörn til að verja slímhúð í nefi gegn frekari árásum
Hvað gerist og hvenær.
Innan nokkurra sekúndna, hnerra hrundið af stað sem hreinsar slím og ofnæmisvaka úr nefi.
Innan nokkurra mínútna, kláði í nefi minnkar.
Innan nokkurra daga, áframhaldandi notkun ver gegn árásum ofnæmisvaka
Ef það virkar ekki, þá má skila því innan 30 daga, munið að geyma kvittunina!
Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
30 daga
ánægjutrygging
Hjólreiðafólk í Grikklandi hjólaði
um helgina fáklætt til að hvetja til
aukinnar notkunar reiðhjóla til að
koma í veg fyrir áframhaldandi
mengun þar í landi. Þetta er í
fimmta skipti sem þessi nektar-
viðburður er haldinn í borginni
Þessalóníku en sumir þátttak-
endur gengu svo langt að hjóla
allsnaktir um borgina þrátt fyrir
möguleg óþægindi sem fylgja því at-
hæfi.
Slíkar nektarhjólreiðar hafa einnig
verið notaðar um allan heim á vegum
samtakanna World Naked Bike Ride
sem vilja stuðla að „hreinni, öruggari
heimi sem er jákvæðari í garð mis-
munandi líkama“.
Naktir hjólreiðakappar gegn mengun
AFP
Líkamsmálning Margir máluðu líkama sína í sterkum litum.
Hjóluðu nakin fyrir málstaðinn