Morgunblaðið - 05.06.2012, Qupperneq 14
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Skoðanakannanir fyrir forsetakosn-
ingarnar benda til þess að miklar
sveiflur séu á fylgi forsetaframbjóð-
enda. Athyglisvert er hve ólíkar nið-
urstöður hafa komið frá þeim aðilum
sem framkvæmt hafa skoðanakann-
anirnar.
Fjórir rannsóknaraðilar hafa
framkvæmt þær fylgiskannanir sem
birst hafa í fjölmiðlum að undan-
förnu. Það eru Capacent Gallup, Fé-
lagsvísindastofnun Háskóla Íslands,
markaðsrannsóknafyrirtækið MMR
og Stöð 2 og Fréttablaðið sem birta
sameiginlega niðurstöður skoðana-
kannana.
Mikill fylgismunur
Nokkuð mikill munur er á fylgi
frambjóðenda til forsetakosinganna
eftir því hvaða rannsóknaraðili birtir
niðurstöður skoðanakönnunar.
Hjá Stöð 2 og Fréttablaðinu
mældist Ólafur Ragnar Grímsson, 1.
júní, efstur forsetaframbjóðendanna
með 56% fylgi en Þóra með um 34%
fylgi. Munurinn á fylgi þeirra mæld-
ist því um 22%.
Hjá Capacent Gallup mældist
Ólafur, 26. maí, með 45,3% fylgi, en
Þóra með 36,7% fylgi. Munurinn þar
er um 8,6%.
Hjá MMR sem birti sína könnun
25. maí mældust Þóra og Ólafur jöfn
með um 41,2% fylgi hvort.
Hjá Félagsvísindastofnun Há-
skóla Íslands mældist Þóra hinn 18.
maí með 46,2% fylgi en Ólafur
Ragnar með 37,8% fylgi. Munurinn
á milli þeirra í þessari könnun er
8,4% Þóru í hag.
Munur á hæsta og lægsta mælda
fylgi Ólafs í þessum könnunum er
um 18% hjá Stöð 2 og Fréttablaðinu
annars vegar og Félagsvísindastofn-
un hins vegar. Munur á hæsta og
lægsta fylgi Þóru er rúm 12%. Hæst
hjá Félagsvísindastofnun en lægst
hjá Stöð 2 og Fréttablaðinu. Hér ber
að taka það fram að 14 dagar liðu á
milli birtingar könnunar Stöðvar 2
og Fréttablaðsins annars vegar og
Félagsvísindastofnunar hins vegar.
Einnig ber að hafa í huga að mun
meira samræmi er í niðurstöðum
einstakra rannsakenda á milli kann-
ana en er á milli ólíkra rannsakenda.
Ólík aðferðafræði
Fyrir forsetakosningarnar árið
1996 mældust tveir efstu frambjóð-
endurnir, Ólafur Ragnar Grímsson
og Pétur Kr. Hafstein, reglulega
með um 40% og 30% fylgi. Helstu
fylgisbreytingarnar urðu í kjölfar
brotthvarfs Guðrúnar Pétursdóttur
sem var með um 10% fylgi þegar
hún hætti við framboð. Það fylgi
dreifðist nokkuð jafnt á þá fram-
bjóðendur sem eftir stóðu.
Ólafur Þ. Harðarson er prófessor
í stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands. Hann segir skoðanakannanir
unnar með ólíkri aðferðafræði.
„Hluti af sveiflum á milli þessara
kannana þarf ekki að stafa af raun-
verulegum fylgissveiflum, heldur
mismunandi aðferðum við öflun upp-
lýsinga,“ segir Ólafur.
Ekki verður horft framhjá því að
sérstaklega mikill munur er á könn-
unum Stöðvar 2 og Fréttablaðsins
og hinna rannsakendanna.
Samkvæmt upplýsingum Ólafs
Þórs Gylfasonar, framkvæmda-
stjóra MMR, eru kannanir Fé-
lagsstofnunar, MMR og Capacents
Gallup unnar með sambærilegum
hætti. Tekið er úrtak úr þjóðskrá.
Hringt er í þá sem eru í því úrtaki
og þeir spurðir hvort þeir séu til-
búnir til þess að svara spurningalist-
um rannsakenda. Listarnir eru svo
sendir á viðkomandi einstaklinga á
netinu.
.„Gagnaöflunaraðferðin skiptir
ekki öllu máli, heldur hvernig þú
nærð í þá sem eru í úrtakinu,“ segir
Ólafur.
Hjá Stöð 2 og Fréttablaðinu er
hringt heim til fólks og það spurt
þriggja spurninga sem taka um
hálfa mínútu í svörun að sögn Sverr-
is Agnarssonar sem sér um kann-
anirnar. Notast er við lagskipt úr-
tak. „Við ákveðum fyrir fram hversu
marga við viljum ná í eftir kyni, bú-
setu og 10 ára aldursbilum og höfum
hliðsjón af lýðfræðilegri samsetn-
ingu þjóðarinnar samkvæmt þessum
breytum,“ segir Sverrir. Í síðustu
könnun var hringt í 2.214 manns,
þar af náðist í 1503 einstaklinga.
Ólíkar aðferðir útskýra
mun á fylgi frambjóðenda
Þurfa ekki að tákna fylgissveiflu Fjórir aðilar hafa framkvæmt fylgiskannanir
Ólík aðferðafræði Mikill munur á fylgi frambjóðenda eftir skoðanakönn-
unum. Þeir sem framkvæma kannanirnar notast við ólíkar aðferðir.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
Á sjómannadaginn hlaut áhöfn
Bylgju VE 75 viðurkenningu frá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg
fyrir að hafa sýnt öðrum fremur
góða öryggisvitund á námskeiðum
Slysavarnaskóla sjómanna.
Skipstjóri er Óskar Matthíasson
og tók hann á móti viðurkenning-
unni fyrir hönd áhafnarinnar frá
Herði Má Harðarsyni, formanni
Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Viðurkenningin sem veitt er ár-
lega er farandbikar sem afhentur
er til varðveislu um borð í viðkom-
andi skipi í eitt ár ásamt veggskildi
til eignar. Áhöfnin á Bylgju VE
hlaut viðurkenninguna einnig árið
2007 og er henni óskað farsældar
með þennan góða árangur, segir í
frétt frá Landsbjörg.
Landsbjörg heiðrar
sjómenn á Bylgju VE
Hugarafl heldur upp á 9 ára afmæli
sitt þriðjudaginn 5. júní. Haldið
verður upp á daginn með svoköll-
uðu rúmruski. Sjúkrarúmi með
,,sjúklingi“ verður ýtt frá bráða-
móttöku geðsviðs LSH við Hring-
braut, um Skólavörðustíg og alla
leið niður á Lækjartorg. Þar verður
sungið og farið í leiki. Síðan liggur
leiðin í húsnæði Hugarafls, að
Borgartúni 22, 2.hæð, þar sem boð-
ið er til afmæliskaffis. Haldið verð-
ur af stað í rúmruskið kl. 16:00.
„Með þessu viljum við vekja athygli
á að geðraskanir eru langt frá því
að vera leyst vandamál. Þessi vandi
verður ekki leystur með því að fela
hann inni á geðdeildum,“ segir í
frétt frá Hugarafli. Nánari upplýs-
ingar eru á www. hugarafl.is.
Rúmrusk verður á
afmæli Hugarafls
Þriðjudaginn 5. júní kl. 19:30 mun
Agnar Jónsson, safnvörður í Sjó-
minjasafninu Víkinni í Reykjavík,
leiða göngu um Viðey. Agnar hefur
um árabil kynnt sér sögu útgerðar í
Reykjavík og aflað sér mikillar
þekkingar á því sviði. Að þessu
sinni mun hann fjalla um skipskaða
við Viðey. Margar sagnir eru til af
skipsköðum á sundunum í Kolla-
firði en þeirra þekktastar eru um
Ingvarsslysið 7. apríl 1906 og
strand tundurspillisins Skeena
þann 24. október 1944. Á þriðju-
dagskvöldum í sumar eru aukaferð-
ir til Viðeyjar frá Skarfabakka kl.
18:15 og 19:15. Kaffihúsið í Viðeyj-
arstofu er opið þessi kvöld. Gangan
tekur eina og hálfa klukkustund.
Viðeyjarganga
Reykjavíkurborg
hefur ákveðið að
opna Höfða fyrir
gestum og gang-
andi á morgun,
þriðjudaginn 5.
júní, og verður
húsið opið í allt
sumar milli
klukkan 11 og 16
virka daga. Húsið hefur verið notað
sem vettvangur fyrir gesta-
móttökur á vegum borgarinnar og
aðeins verið opið fyrir gesti á
menningarnótt Reykjavíkurborgar.
En nú verður breyting á og allir
áhugasamir eiga þess kost að skoða
húsið frítt en tekið er við frjálsum
framlögum á staðnum, segir í til-
kynningu frá borginni.
Höfði opnaður fyrir
ferðamenn í sumar
STUTT
Stöð 2 hefur fengið nokkuð harða gagnrýni á
framgöngu spyrla og lýðræðislegt hlutverk sitt
sem fjölmiðils í aðdraganda forsetakosninganna
eftir að þrír forsetaframbjóðendur gengu út úr
kappræðum sem haldnar voru í Hörpu á sunnu-
dag.
Versta aðstaða sem hægt er að lenda í
Freyr Einarsson, ritstjóri fréttstofu Stöðvar 2,
segir að mikið álag hafi komið upp við þessa
óvæntu atburðarás. „Við höfðum enga hugmynd
um að þetta stæði til. Þetta er einhver versta að-
staða sem hugsast getur í beinni útsendingu,“
segir Freyr.
Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi ritaði
pistil með nánari útskýringum á útgöngu sinni úr
þættinum. Þar segir hún meðal
annars að hún hafi verið að
mótmæla því að til hafi staðið
að etja Ólafi Ragnari Gríms-
syni og Þóru Arnórsdóttur
saman í kappræður hvoru gegn
öðru. Það sé venjan þar sem
tveir frambjóðendur séu um
embættið líkt og í Bandaríkj-
unum og í Frakklandi. Á Ís-
landi sé lýðræðisuppbygging
ólík þar sem fleiri frambjóð-
endur geti boðið sig fram.
Freyr segir þetta eiga sér fordæmi. „Þetta er
algengt í Skandinavíu og Bretlandi. Fólk á það til
að rugla saman hlutverki RÚV sem ríkisfjölmiðils
og okkar sem einkarekins fjölmiðils. Að auki er
þetta ekki einsdæmi á Íslandi. Í Silfri Egils var
því mótmælt að minni framboð fyrir alþingiskosn-
ingar fengju ekki aðgang að umræðuþættinum,“
segir Freyr.
Ætla að vinna með frambjóðendum áfram
Hann segir þó fréttastofuna taka til sín gagn-
rýnina og að hún muni gera sitt til þess að sættast
við þá frambjóðendur sem gengu út. Enn stendur
til að sýna fjóra þætti í aðdraganda kosninganna.
„Við sem fjölmiðill förum að sjálfsögðu ekki í
fýlu út í frambjóðendur. Við tökum til okkar gagn-
rýnina og við reynum að finna flöt á því að vinna
með þessu fólki áfram,“ segir Freyr.
vidar@mbl.is
Fara ekki í fýlu út í frambjóðendur
Freyr
Einarsson
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Fataskápar í miklu úrvali