Morgunblaðið - 05.06.2012, Page 16

Morgunblaðið - 05.06.2012, Page 16
FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Þróunin á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum síðustu daga gefur til kynna að sumarið verður allt annað en tíðindalítið. Hætturnar leynast víða. Greiðsluþrot Grikklands og uppbrot evrópska myntbandalags- ins. Hörð lending í Kína. Veikur efnahagsbati í Bandaríkjunum. Og lánveitingar milli ríkja drógust sam- an um tæplega 800 milljarða Banda- ríkjadala á fjórða ársfjórðungi síð- asta árs. Það er mesti samdráttur frá því að fjármálakreppan skall á haustið 2008. Skulda- og banka- kreppan á evrusvæðinu er því farin að teygja anga sína út fyrir álfuna með áþreifanlegum hætti. Til marks um þá auknu svartsýni sem einkennir markaði beggja vegna Atlantshafsins þá lét fjárfest- irinn George Soros þau ummæli falla um liðna helgi á ráðstefnu á Ítalíu að evrópskir ráðamenn hefðu aðeins þrjá mánuði til stefnu eigi að takast að afstýra hruni myntbanda- lagsins. Hann segir þýska hagkerfið ekki standa jafn traustum fótum eins og stundum er haldið fram. So- ros spáir því að þegar nær dregur hausti fari að draga úr hagvexti í Þýskalandi – og um leið verði An- gelu Merkel kanslara gert erfiðara um vik að sannfæra þýskan almenn- ing um nauðsyn þess að koma öðr- um evruríkjum í erfiðleikum til að- stoðar. Ljóst er að fjölmörg ríki á evru- svæðinu munu á næstu mánuðum þurfa á slíkri aðstoð að halda – að öðrum kosti blasir við þeim fátt ann- að en greiðsluþrot. Í gærmorgun til- kynntu portúgölsk stjórnvöld að þau hefðu þurft að veita 6,65 milljarða evra, jafnvirði um þúsund milljarða íslenskra króna, til þriggja banka þar í landi. Sú fjárhagsinnspýting var talin nauðsynleg til að bankarnir uppfylltu kröfur evrópska bankaeft- irlitsins um lágmarks eigið fé. Vegna náinna efnahagstengsla þá hefur skuldakreppan í Grikklandi óhjákvæmilega haft mikil áhrif á Kýpur. Frá því var greint í fjölmiðl- um um helgina að flest benti til þess að stjórnvöld í Kýpur, en þar búa ríflega 1,1 milljón manna, ættu ekki annarra kosta völ en að leita til ESB og AGS eftir fjárhagsaðstoð. Lán kýpverskra banka til Grikklands nema 23 milljörðum evra. Að lána kreditkortið sitt Á meðal evrópskra stefnusmiða er nú rætt um það í vaxandi mæli að grípa verði til aðgerða sem miða að því að koma á fót bankabandalagi innan evrusvæðisins. Slíkt bandalag, sem er talið nauðsynlegt eigi evru- svæðið að vera sjálfbært til lengdar, myndi felast í því að sett yrði upp sameiginlegt fjármálaeftirlit, inn- stæðutryggingakerfi og ráðist í útgáfu evruskuldabréfa. Fram til þessa hafa allar hug- myndir í þá veru mætt mikilli and- stöðu Þjóðverja. Jens Weidmann, bankastjóri Þýska seðlabankans, lét nýlega hafa það eftir sér að útgáfa sameiginlegra evruskuldabréfa væri það sama og lána einhverjum kreditkortið sitt, sem kann ekki að fara með það. Hins vegar telja sum- ir fréttaskýrendur að tillögur Mar- iano Rajoy, forsætisráðherra Spán- ar, um ríkisfjármálabandalag, sem hann kynnti um helgina, séu í raun settar fram í samráði við Þjóðverja. Fram kemur í frétt Financial Times að Merkel vonist til þess að leiðtogafundur ESB í lok júní muni samþykkja vegvísi að slíku banda- lagi. Nái þær tillögur fram að ganga yrði um að ræða veigamestu breyt- ingarnar á grunnstoðum evrusvæð- isins frá stofnun þess. Ríkisfjár- málabandalag þýðir með öðrum orðum að einstök aðildarríki evr- unnar missa forræði á ríkisfjármál- um sínum. Fjármálaskýrendur benda á að ráðamenn í Þýskalandi myndu aldrei samþykkja að koma á fót bankabandalagi nema fyrst yrðu tekin skref í átt að sameiginlegri yf- irstjórn ríkisfjármála á evrusvæð- inu. Endurtekur sumarið 2008 sig? Það er aftur á móti ljóst að reikn- ingurinn við sameiginlega útgáfu evruskuldabréfa myndi að stórum hluta lenda á þýskum skattgreið- endum. Samkvæmt nýrri greiningu fjárfestingabankans Jefferies þá myndi lántökukostnaður Þýska- lands meira en tvöfaldast – úr 1,4% í 3,7%. Það þýddi árlegan kostnað upp á 49 milljarða evra, eða um tæp- lega 2% af landsframleiðslu Þýska- lands. Það stóð því ekki á svörum þegar Merkel var spurð um afstöðu sína um liðna helgi til þess að koma á fót ríkisfjármálabandalagi, útgáfu evruskuldabréfa og heimild til Evr- ópska seðlabankans að kaupa upp ríkisskuldabréf evruríkja. „Ekki undir neinum kringumstæðum,“ sagði Merkel. Fjárfestar ættu að stilla væntingum sínum í hóf. Það er hætt við því að sumarið sem er í vændum muni minna um margt á sumarið 2008. Bankabandalag til bjargar?  Evrukreppan hefur áhrif út fyrir álfuna  Kýpur þarf brátt að leita aðstoðar  Rætt um banka- og ríkisfjármálabandalag  Reikningurinn færi til Þýskalands Evrópa á bjargbrúninni » Fjárfestar óttast að evru- kreppan sé farin að hafa áhrif á efnahag Kína og Bandaríkj- anna. » Portúgalskir bankar fá ríkis- aðstoð. » Kýpur, minnsta evruríkið, á í miklum efnahagsvanda og þarf líklega að leita á náðir ESB og AGS. » Nauðsynlegt að koma á fót bankabandalagi eigi mynt- bandalagið að vera sjálfbært til lengdar. » Þjóðverjar andsnúnir slíkum hugmyndum. Fjárfestar flýja til Þýskalands Ávöxtunarkrafan á ríkisskuldabréf til tíu ára Heimild: Financial Times 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Janúar 2010 Júní 2012 Írland Þýskaland Spánn Ítalía 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Á Spáni fækkaði atvinnulausum ann- an mánuðinn í röð í maí. Dróst hlutfall þeirra saman um 0,63% á milli mánaða en jókst um 12,5% á milli ára. Mælist atvinnuleysi á Spáni nú 24,3%, hið hæsta í löndum Evrópusambandsins. Leitast stjórnvöld við að lækka hlutfallið m.a. með því að draga úr biðlauna- greiðslum og takmarka verðbólgu- tengdar launahækkanir, við litlar vin- sældir verkalýðsfélaga. Á sama tíma hafa yfirvöld neyðst til að draga úr út- gjöldum og auka skattheimtu til að bæta eigin skuldastöðu, með neikvæð- um áhrifum á atvinnumál í landinu. Fækkun á milli mánaða ● Hluti eigna Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. verður seldur samkvæmt samkomulagi á milli félagsins og kröfu- hafa þess. Mun félagið minnka frá því sem nú er og tilgangur þess breytast, segir í tilkynningu. Verður framvegis um að ræða hreint leigufélag eingöngu, í eigu níu sveitarfélaga auk Arion banka. Munu leigutakar m.a. njóta end- urskipulagningar í formi umtalsverðrar leigulækkunar frá því sem nú er auk þess sem gefast mun kostur á að kaupa leigueignir á mun hagstæðara verði en núverandi samningar gera ráð fyrir. Verið að endurskipu- leggja Fasteign hf. Straumur fjár- festingabanki heldur áfram að skjóta fótum und- ir fjárfestinga- bankastarfsemi sína. Á fyrstu þremur mánuðum ársins komu 20% tekna frá eiganda hans ALMC, sem er í raun gamli Straumur. Í síðustu viku nam markaðshlut- deild bankans í skuldabréfamiðlun 26%. Bankinn hefur jafnt og þétt ver- ið að byggja upp þessa starfsemi og nemur hlutdeildin um 10% frá ára- mótum. En Straumur fékk fjárfest- ingabankaleyfi í lok síðasta árs og hóf þá að miðla skuldabréfum á markaði. Þrátt fyrir ládeyðu í atvinnulífinu er líf og fjör á skuldabréfamarkaðnum. Pétur Einarsson, forstjóri Straums, segir að það sé góður árangur, því fjárfestingabankinn hóf að miðla skuldabréfum á markaði í fyrrahaust. Hann segir að markaðshlutdeild Straums á skuldabréfamarkaði hafi verið að aukast jafnt og þétt. Mark- aðshlutdeildin hefur áður tekið svona stórt stökk. En það helgist fyrst og fremst af því að verið var að kaupa og selja mjög stórar stöður fyrir við- skiptavini. Hann segir einnig að ráðgjöfin gangi vel en Straumur mun t.d. ann- ast skráningu Eimskipafélagsins í ár ásamt Íslandsbanka. Straumi var lokað í mars 2009 í tvö og hálft ár eftir að forverinn varð gjaldþrota í bankahruninu. Í dag er bankinn í eigu ALMC sem aftur er í eigu kröfuhafa gamla Straums. Fyrir- tækið hefur vaxið nokkuð hratt og er með um 40 starfsmenn. Það gefur bankanum óneitanlega ágætis forgjöf að fá þjónustusamning við eigandann strax í upphafi, sem er með eignir upp á um 130 milljarða. Ennfremur gerði fjárfestingabankinn þjónustusamn- ing við Sparisjóðabankann, en eignir hans nema um 40 milljörðum króna. Straumur er því að þjónusta eignir að verðmæti um 170 milljarðar króna. Pétur segir að markmið fyrirtæk- isins sé að verða leiðandi, alhliða, óháður fjárfestingabanki, sem sé fyrst og fremst að koma verkefnum og fjármagni saman frekar en lánveit- ingar út á eigin efnahagsreikning. Straumur hefur sótt um leyfi til að sinna eignarstýringu hjá Fjármála- eftirlitinu. helgivifill@mbl.is Straumur eykur áhættudreifingu  Annast um 170 milljarða af eignum Pétur Einarsson                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +--.,1 +,/.0, ,+.00+ ,+.+0/ +1.210 +3/.4/ +.050 +-5.0, +04.-1 +,-.11 +--.15 +,/.-2 ,+.1,/ ,+.,,0 +1.-,2 +3/./+ +.0042 +-0., +0+./, ,,3.454/ +34.42 ,44.,3 +,5.3/ ,+.121 ,+.,22 +1.-2 +3/.12 +.0050 +-0.12 +0+.21 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum EINSTAKT - hillulyftari sem getur líka unnið úti ▪ Rafdrifnir brettatjakkar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigeta ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.